miðvikudagur, júní 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, fer í sveitina á morgun og geri ráð fyrir að vera eitthvað fram í næstu viku eða út næstu viku á vestfjörðum. Það ættu því að koma flottar myndir í hús eftir þá ferð.

Særún á afmæli í dag og fer ég í mat hjá henni í kvöld.

Smjörhleifur er búinn að viðra tjaldið sitt og það ætti að koma að góðum notum fyrir vestan.
    
|
Skrifa ummæli
Kominn til DK.
I flugvelinni a leid ut hitti eg Bjarna Hrafnkels og einn gaurinn ur hljomsveitinni Ulpu, thad eru allir vinir thegar ut fyrir island er komid.
Kom hingad a sunnudagskvoldi og var farid beint ad sofa (svo ad segja).
A manudag var farid a tonleika med Type O negative og svo sma skrall i koben,

sendi meira seinna, er ad fara i klippingu her heima.
    
þriðjudagur, júní 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er eitthvað að fara að gerast í köfunarmálunum, en nú er ég semsagt búinn að lesa blessaða bókina og gera þau verkefni sem ég átti að gera. Á morgunn hitti ég svo kennarann, þar sem að hann tékkar aðeins á því hvað maður hefur verið að gera og eitthvað fleira sem kemur bara í ljós á morgunn.

Annars ætla ég að fara heim núna að tjalda tjaldinu mínu svona til að kanna ástandið áður en haldið verður á Bíldudalsgrænar baunir og svaðilför um Vestfirði í framhaldinu.
    
|
Skrifa ummæli
Úr mbl (fyrir Sigga):
Ísland varð í fyrsta sæti í flokkum Uppáhalds Evrópulandið þegar árleg ferðaverðlaun bresku fjölmiðlanna The Guardian , Observer og Guardian Unlimited voru veitt í gær. Verðlaunin byggja á niðurstöðum könnunar sem fjölmiðlarnir gera árlega á meðal lesenda sinna.
    
|
Skrifa ummæli
Skemmtileg frétt:

Úr mbl.is:
Chris Martin, söngvari Coldplay, hefur samið lag um ástkonu sína, Gwyneth Paltrow.
Söngvaranum varð það að orði á tónleikum, sem sveitin hélt í Denver fyrir skömmu, að lagið "Móses" væri um fegurðardísina frá Hollywood. Lagið er um þessar mundir í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum og að hans sögn það skemmtilegasta sem hann spilar á tónleikum.

Eftirfarandi textabrot kemur fram í laginu: "Eins og Móses hefur vald yfir hafinu/hefur þú vald yfir mér."

Gwyneth gaf nýlega frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún ætlaði að halda með hljómsveitinni í tónleikaferð. Yfirlýsing þessi virðist hafa komið öðrum meðlimum hljómsveitarinnar þeim, Johnny Buckland, Will Champion og Guy Berryman, í opna skjöldu. Þeir félagar eru smeykir um að Gwyneth muni hindra þá í að njóta lífsins til fullnustu í tónleikaferðinni. Af ofangreindu textabroti er það þó að merkja að Yoko ehh... Gwyneth muni fá sitt fram.
    
mánudagur, júní 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Nokkrar myndir frá projectdeginum:





    
laugardagur, júní 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Project dagur er byrjaður
    
föstudagur, júní 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Var að bæta við tveimur nýjum myndum á myndasíðuna. Annars er ég að fara í klippingu á eftir og síðan verður Project dagur hjá okkur strákunum á morgun.
    
|
Skrifa ummæli
Jájá, alltaf gaman að blogga.
    
fimmtudagur, júní 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Enginn Lee Sharpe í gær þannig að þetta voru þvílík vonbrigði.
Drakk síðan 3 sterka bolla af kaffi, á einhverri búllu, á milli 21 og 22 og það voru mikil mistök því ég sofnaði ekki fyrr en 3 klst eftir að ég lagðist til svefns og svaf ílla eftir það. Ég er greinilega ekki eins og einn frændi minn fyrir vestan sem vaknar upp á næturnar og fær sér kaffibolla og heldur síðan áfram að sofa.
    
miðvikudagur, júní 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Ágætis umræða um tréið hans Jóa á umræðuþræðinum.
Enda gott tré.

Annars er það að frétta að ég er nú kominn í lokakafla bókarinnar Go Dive og stefni fljótlega á að byrja í verklega hlutanum í köfuninni.
    
|
Skrifa ummæli
Grenjandi rigning úti. Það er mikið sem maður leggur á sig til að sjá Lee Sharpe.
    
|
Skrifa ummæli
Myndaalbúmið mitt er búið að fá 8.000 flettingar og það hefur verið farið 2.300 sinnum inn á forsíðuna.
    
þriðjudagur, júní 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, Beckham farinn til Real.
Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki alveg fréttaflutning af þessu máli. Beckham sagði víst fyrir helgi að hann vildi frekar spila áfram með United launalaust heldur en að fara annað og vildi líka frekar hætta að spila knattspyrnu heldur en að yfirgefa United. Núna segja fjölmiðlar og United að þessar samningaviðræður hafi verið í nokkrar vikur og Beckham segir að þetta hafi verið tækifæri sem hann gæti ekki hafnað. Skrítið mál!
Annars er þetta bara ágætt því Beckham hefur aldrei getað neitt :-)
    
mánudagur, júní 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Við Hjölli horfðum á One Hour Photo á laugardagskvöldið og þar kemur fram ein besta setning síðustu ára. Robin Williams leikur sikk stalker og eitt skiptið er hann að horfa á fjölskylduna sem hann er að stalka í gegnum kíkir. Hann er eitthvað er hann ósáttur við fólkið því það er ekki að æsa sig yfir einhverju bréfi sem hann sendi á það, og segir við sjálfan sig:

"What a hell is wrong with this people?"
    
|
Skrifa ummæli
Ég og Hjölli að komast í kast við lögin:

Óskað var eftir sjúkrabíl vegna manns sem lægi í hnipri á íþróttavelli í austurborg Reykjavíkur. Þegar að var gáð reyndist þetta vera maður að taka myndir af skordýrum og var hann hinn hressasti, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. (Ég)
Seinna sama dag var tilkynnt um mann sem sæti hreyfingarlaus með opin augu og opinn munn inni í bifreið við Hafravatnsafleggjara. Maðurinn reyndist vera sofandi og var í lagi með hann. (Hjölli)
    
|
Skrifa ummæli
Ég og kóngurinn ætlum að skella okkur á Bíldudals grænar baunir í lok mánaðarins. Hérna má skoða dagskrána: Dagskrá sumarhátíðarinnar 2003 - Arnfirðingur.is
    
|
Skrifa ummæli
Photoshop kunnátta mín er komin upp úr öllu valdi eins og sést á þessari mynd: Linkur á Photoshop myndina sem ég var að tala um í síðustu setningu og sagði m.a.: "... kunnátta mín er komin upp úr öllu valdi eins og sést á þessari mynd:"

Einnig eru komnar inn nýjar myndir frá helginni sem allir hafa gott af því að skoða.
    
|
Skrifa ummæli
Nú er Árni þreyttur - svona var þá helgin:

Föstudagur:
Vinna
Fór svo og keyrði EE á fund klukkan 20 og fór að æfa og hvíldi mig aðeins í pottinum og gufunni - mjög gott það þar sem ég var með rosalegustu harðsperrur seinni tíma.
kl. 21 keyrði ég af stað í Rvk og hafði ákveðið að dunda mér eitthvað einn þar sem enginn nennti að gera neitt, en það breyttist þegar Jói hringdi og sagðist vera til í kíkja eitthvða í stuttan tíma, við fórum upp í vinnu til hans að ná í Simulation forrit fyrir mig sem Pálmi hafði reddað fyrir fríið, síðan kíktum við í einn bjór á Celtic og stoppuðum einnig stutt á Hverfisbar áður en haldið var heim.
Kvöldi lauk um miðnætti.

Laugardagur:
Vaknaði - fór í vinnuna og var þar til 17.00 (var mættur um hádegisbil).
Ætlaði að fara að æfa en það lokaði kl. 17 og því fór ég heim, tók fram hjólið og sundföt og hjólaði um Hafnarfjör í klst og endaði niðri í laug kl. 18 þar sem pottur og gufa voru nýtt vel.
Þegar ég kem heim frétti ég að mér hefði verið boðið í afmæli í Hfj. hjá vinkonu EE, ég kíkti þangað og fékk mér í stóru tánna áður en haldið var niður á Vídalín upp úr 2 og þar var Buff að spila síðustu lögin, m.a. I would walk 500 miles.
Buffarar sögðu einnig parinu sem var með okkur EE á staðnum að hætta að kyssast á miðju gólfi - fyndið að heyra svona frá söngvara sveitarinnar þegar parið er í sínum innilegasta gír - en all in good fun.
Nú haldið var heim 1 klst eftir að komið var í bæinn þar sem 100% flipp stelpnanna endaði meira og minna í 100% floppi - en all in good fun.

Sunnudagar:
Vaknaði passlega þunnur - horfði á sjónvarpið, m.a. Star Wars um daginn og spilaði ég CM4.
Vegna þess að ég vaknaði ekki fyrr en um 12:30 þá var undirritaður ekki mjög syfjaður sem endaði í því að ég spilaði CM4 og horfði á NBA Finals til 3:30 í nótt (sólin var farin að koma upp þegar ég fór að sofa).
Kl. 6.00 hringdi vekjaraklukka EE í morgun og því er óhætt að segja að smá þreyta hafi sagt til sín - en 17 Júní er á morgun og því hef ég litlar áhyggjur.

Sumarið er tíminn..
    
laugardagur, júní 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er ekki rétt hjá þér Hjölli ... bæði lið unnu 2 leiki og við unnum þann síðasta.
    
|
Skrifa ummæli
Ég stóð mig aðeins betur en Jói, en okkar lið vann 2 leiki en Jóa lið vann bara einn leik.

Það er engin afsökun að vera á fylleríi í miðri viku vitandi þess að það er fótbolti daginn eftir.

Og hafiði það!!!!


Annars þá gengur mér bara ágætlega í því að lesa köfunarleiðbeinendakennslufræðibókmenntasklúbbublúbbublaaaööööeitthvað (þetta orð varð bara til vegna þess að ég er búinn að drekka smávegis af bjór, en annars hefði ég aldrei skrifað þvílíkt og annað eins ruglumbullumsullumdrullummvoff) og reikna barastabara með því að byrja á nokkrum köfunum í næstu viku, eða svona þegar ég er búinn með skjálftavaktina.
    
föstudagur, júní 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Pálmi er í fríi og þeir lesendur sem bíða spenntir eftir bloggi frá honum geta þurft að bíða lengi.

Ég fór í fótbolta í hádeginu og stóð mig bara ágætlega miðað við smá skrall með vinnufélögunum í gærkvöldi.

Held ég taki því rólega um helgina og reyni að Photoshoppast aðeins.
    
fimmtudagur, júní 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Lífið:

Lífið varð til fyrir slysni
Menn fæðast í slysi
Menn deyja í slysi
Lífið mun eyðast í slysi.

    
|
Skrifa ummæli
Að vera eða ekki vera
ef hann er krómaður
    
|
Skrifa ummæli
Það er magnað að eiga góðann blandara og ekki vera ef hann er krómaður.
    
miðvikudagur, júní 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Einhver bað um link á umræðuþráðinn þar sem myndasíðan mín er til umræðu:
Umræðuþráður
    
|
Skrifa ummæli
Myndasíðan mín er að fá snilldardóma á stórum umræðulista erlendis (líklegast stærsta umræðusíða í heimu um stafrænar myndavélar). T.d. síðasta umsögn:

Rain = WOW!
This photograph moved me in so many ways.. What a great idea and a wonderful mood. I gotta go look again!
    
|
Skrifa ummæli
blogg
    
|
Skrifa ummæli

Pálmi í bleiku flíspeisunni sinni.
    
|
Skrifa ummæli
Komnar 3 nýjar myndir á myndasíðuna mína og allir ættu að fara inn, skoða og skilja eftir athugasemdir við myndirnar. Annars verð ég brjálaður!!!
    
þriðjudagur, júní 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Eins gott að ég keypti mér bol sem stendur á Island - Føroyar, annars hefði maður ekkert vitað á hvaða leik maður fór á.
    
|
Skrifa ummæli
Svar við fyrirspurn Sigga:
Við löbbuðum niður á Hlemm og slógumst aðeins á leiðinni í grasbala (allt í gríni samt) og fórum síðan á Devitos. EE náði í Ánna þar og við Hjölli fórum heim til mín og borðuðum Pizzu. Klukkan var þá orðin um 0:30 held ég og það var bara ágætt að við færum bara allir að sofa, enda orðnir haugafullir.
    
|
Skrifa ummæli
Fín helgi þar sem ég náði að slappa vel af, fyrir utan laugardaginn.
Keyrði S út á flugvöll aðfaranótt laugardags kl. 5, og pikkaði ég hana upp úr bænum þar sem hún var á skralli með gömlum skólafélögum og keyrði hana beint út á flugvöll, og fór síðan aftur að sofa.
Á laugardaginn fórum við á leik Íslands og Færeyja, og náðum við að merja fram sigur á síðustu stundu. Merkilegt með laugardagsvöllinn: Ég hélt að það væri áfengisbann á vellinum en samt fórum við rakir inn á hann en ultum haugafullir út af honum og gerðum innrás í áhangendarútu Færeyja. Það þarf greinilega að skoða áfengisöryggismál betur á vellinum. Við fórum síðan í pool og vorum þar fram undir miðnætti, og kostaði það skildinginn.
Á sunnudaginn fórum við Hjölli í ljósmyndaferð upp í Heiðmörk og voru teknar nokkrar myndir, en engin neitt spes. Um kvöldið var síðan farið á Anger Management sem var svona ok mynd.
    
mánudagur, júní 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Hraðametið mitt á hjólinu er nú komið í 55 km/klst niður Skógarhlíðina, enda var smá meðvindur, en ekkert mjög mikill.
    
föstudagur, júní 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Blogga hvað?
Ætla að fara að drífa mig heim núna, er eitthvað þreyttur. Keyri síðan S út á flugvöll kl. 5 í nótt og síðan er landsleikur á morgun og verður líklegast eitthvað húllumhæ í kringum hann ef ég þekki mig og hina labbakútana rétt.
    
|
Skrifa ummæli
Nýr dagur, nýtt líf.

Fékk bílinn minn aftur í gær, nú vona ég að útgjöld vegna bíls séu búin, undanfarið hefur verið ýmislegt í gangi:
Dekkjaskipting og kaup á nýjum dekkjum - 15.000 kr (enn vantar að kaupa 2 vetrardekk)
Aðalskoðun - 4500 kr ef ég man rétt
Smurning - 6500 kr.
Pústskipti - 20 þús
Viðgerð á bremsum og almenn yfirferð - 11.000 kr.
Samanlagt á síðust 3 mán: um 60 þús í viðgerðir og yfirferði. Ekki tekið inn í bensín og tryggingar.

Já það er dýrt að eiga bíl í dag - en nú vona ég að þetta sé nokkurn veginn búið fyrir árið, þó benti viðgerðargaurinn mér á að hosur að framan við dekkinn væru farni að morkna og gætu hrunið hvenær sem er, þ.e. líklegt er að þarna bætist 10-20 þús áður en sumarinu líkur..

Annars er ég að velta fyrir mér að skella mér stuttan túr til DK á Roskilde Festivalen með litla bró, ekki er ég enn búinn að taka endanlega ákvörðun en ef ég kaupi ekki í dag þá fer ég ekki þ.a. þetta er nú loks að klárast.

Fór á netið og get fengið far á 20 þús með icelandair og + miði á 12 þús gerir 32 þús.
Pakkaferð með urval útsýn er með svona pakka á 49 þús - hmmm spurning hvort maður tekur :)

Annars er ég að hlusta á diskinn úr Matrix Reloaded, ekki eins góður og diskurinn úr Matrix, en þó er hann ágætur, á svipuðum nótum. Þessi er reyndar tvöfaldur þar sem annar er svona meira score, en þar fer Juno Reactor í fremsta flokki, þekktur fyrir að að búa til tónlistina fyrir Traci Lords.
    
fimmtudagur, júní 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Hér er bókin komin í hús og nú er bara að byrja.

    
|
Skrifa ummæli
Fín þjónusta hjá kafarakennaranum, en hann var að koma með námsgögnin hingað upp á Veðurstofu og var bara í því núna að skutlast um bæinn með bækur handa hinum og þessum.
Næstu dagana verð ég því í því að lesa kafarabækur, svo tek ég próf í þessu bara þegar ég er tilbúinn að taka próf (að vísu eru nokkur verkefni sem ég þarf að leysa fyrst).
Ég fór á heimasíðu Keikó og þar er nú allt til sölu, svo ef einhvern vantar stígvél eða björgunarbát þá fæst það þarna og allt þar á milli hvað varðar sjódótarí.
    
|
Skrifa ummæli
Snilldar comment hjá Sigga, sérstaklega síðasta setningin :)
    
|
Skrifa ummæli
Lífið er ekki alltaf leikur, það er nokkuð víst:

1. Bíllinn kominn á verkstæði, bremsurnar farnar.
2. Aftur orðinn slappur í hnésbótinni - virðist ekkert ætla að virka á þessum líkama mínum.
3. Vinnan er vinnan
4. Mér leiðist dagur 1-1000...
    
|
Skrifa ummæli
Sigurður Óli setti inn athugasemd á myndasíðuna mína og vildi að ég myndi setja hana á bloggsíðuna mína, og hérna er hún óklippt (spurning hvort það fari ekki að líða aö næsta viðtali við Sigga hérna á blogginu):

Somthing about the author of the image.
Johann is a young, no maby not young, middle aged bachelor in Reykjavik. He is a football fan and his favourites team are Manchester United and Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) and of course the national team of Iceland. He is higly educated software engineer and he works for a small computer company in Iceland. His main interest are football, music, movies, dancing and drinking and his newest hoppy photography. He lives in the heart of Reykjavík, Reykjavík Downtown. Living there was considered cool in the end of the last century when Johann moved in there.
    
|
Skrifa ummæli

Fór með Hlyni í Beco í hádeginu og keypti mér þennann fína þrífót ... kostaði aðeins 1.390- kr. Besta við hann er að hann er það lítill að hann kemst í leðurtöskuna sem ég keypti fyrir vélina. Einnig keypti ég mér klút til að þrífa linsuna.
    
|
Skrifa ummæli
Vantar feedback á verkefnið marr................
Allir taka sig til og kíkja á, koma með comments ef ykkur finnst eitthvað vanta áður en ég fer í próf, prófið nefnilega tengist verkefninu að mestum hluta.........


    
miðvikudagur, júní 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Pálmi er ekki viss um að hann fari á leikinn :(
    
|
Skrifa ummæli
Get nú ekki sagt að það sé mikið að gerast hérna nú um dagana.
Það er búið að vera sól og alltof mikill hiti hérna undanfarið, og ég sem sannur íslendingur kvarta undan, (hver kannast ekki við það að ávallt biðja um sól og sumar
og svo þegar það loks kemur kvartar maður undan hita).....

Nú er ég að læra undir próf, sem verður 10 og 11.júni , og það er bara í viðskiptafræði og markaðsfræði, þ.a. mikil spenna hérna þarsem þetta hafa verið fögin sem
hafa heillað mikið síðasta ár.

Og hægt er að líta á slóðina http://home20.inet.tele.dk/halli/ eftir um klukkutíma til að kíkja á verkefnið, en þið verðið að lesa skýrsluna
þarsem hún er það sem skiptir mestu máli.

Núna auðvitað er bara spenningur farinn að vaxa fyrir Hróaskeldu þarsem styttist óðfluga í hana, og Ánni ætlar að koma, gaman það....

Og svo má ekki gleyma að Ministry spilar í Vega í kaupmannahöfn þann 9.júli ............ og það verður ALLS EKKI slæmt að kíkja á það.....
    
|
Skrifa ummæli
Ætlar Jói að sjá um að kaupa miða á leikinn?

4 miðar ekki satt,

666 strákarnir og Pálmi

Fór á the Matrix í gær, fín mynd, betri eftir hlé en þá kom hasarinn. En flott atriðið í þessari mynd, ekki hægt að mótmæla því.
    
þriðjudagur, júní 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Merkilegt hve sumum finnst gaman að strauja og geta bara alls ekki slitið sig frá stauborðinu, sama hvert haldið er.
    
|
Skrifa ummæli
Jú, allir að mæta í peysunum!!! 666
    
|
Skrifa ummæli
Ég reikna með að Hjölli sé búinn að kaupa nýja peysu fyrir laugardaginn - er ekki upplagt að mæta á leikinn, þetta er nú eitthvað sem við eigum að vinna.
    
|
Skrifa ummæli
Hmmm ... skrítið. Ég hringdi á bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar fyrir hádegi og ætlaði að tala við ákveðinn starfsmann þar, en mér var tjáð að hún væri úti að dansa og ég myndi líklegast ná í hana eftir 30 mínútur.

Dagskrá Bjartra daga hefst í dag á því að “Hafnarfjörður dansar” kl. 11.30. Dansstöðvar verða á eftirtöldum stöðum: á Thorsplani, við Fjarðarkaup, við Áslandsskóla, við Engidalsskóla, við Hvaleyrarskóla, við Setbergsskóla, við Víðistaðaskóla, við Öldutúnsskóla, við gamla Lækjarskóla og eins og pláss leyfir við leiksskólalóðirnar.
    
|
Skrifa ummæli
Nú hef ég látið verða af því að skella mér á kafaranámskeið hjá kfaraskólanum kafarinn. Kostaði ekki nema 35000 kall, sem er ekki neitt í þessum bransa, svo eiginlega er þetta bara ókeypis. Græjurnar eru aftur á móti aðeins dýrari, en ég hef séð auglýstar notaðar græjur á 150000, en nýtt kostar þetta 200-350000, fer svona eftir því hvað maður kaupir sér mikið af dóti til að kafa með.
Svo er ég að sjálfsögðu búinn að setja upp kafarasíðu á heimasíðunni minni.
    
|
Skrifa ummæli
Er ekki stemming fyrir því að kíkja á landsleikinn á laugardaginn?
    
mánudagur, júní 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Búinn að opna myndasýningu á netinu: Myndasíða Jóa Allir að skoða og skrifa inn athugasemdir eða eitthvað.
    
|
Skrifa ummæli


Tók þessar tvær myndir í bænum í gær.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, vist allir eru að skrifa um helgina get ég nú ekki verið minni maður.
Á föstudaginn hætti ég aðeins fyrr í vinnunni og heimsótti Sonju upp á spítala og gaf henni 25 ára afmælisgjöf, og var þar fram til kl. 9 þegar hún fór að sofa. Ég mætti síðan aftur upp á spítala á laugardeginum um hádegi og var þar fram til kl. 1 um nóttina. Við Sonja horfum á 3 myndir á þessum tíma (Romy and Michelle (DVD), Training Day (TV) og hálfa Proof of Life (TV)). Um miðjan daginn skrapp ég aðeins í kringluna og hitti mömmu þar og Ingu Lilju, sem ég var í sveit hjá. Mamma Sonju var líka hjá henni um daginn.
Á sunnudaginn skrapp ég í bæinn með Hjöllanum mínum og við skoðuðum ljósmyndasýninguna sem ég mæli með að menn geri. Við væfluðumst eitthvað í bænum fram eftir degi og skoðuðum hitt og þetta, t.d. Kolaportið. Við fórum síðan á Lækjarbrekku og fengum okkur kaffi og Hjöllið fékk sér þessa fínu eplaköku. Að lokum kíktum við í Japis þar sem ég keypti mér tvo DVD diska, en það voru fyrsta serían af Young Ones (sú seinni var ekki til) og Mars Attacks! Ég skellti mér síðan upp á Kjalarnes og fékk þar þennan fína grillmat hjá fjölskyldu Sonju og við sátum úti í sólinni þar til hún rann til viðar og þá var farið inn og horft á Cold Fever.
    
|
Skrifa ummæli
Ekki hægt að segja að þetta hafi verið viðburðarík helgi.

Í gær vaknaði ég reyndar snemma fór á fætur og hjólaði í Sporthúsið í Kópavoginum, staldraði þar stutt við og hélt heim á leið.
Ákvað þá að koma við í vinnunni og var þar í 1,5 klst, hjólaði þaðan niður á Súffa, fékk mér bolla og hlustaði á nýja White Stripes diskinn sem er snilld.
Hjólaði þaðan heim, fór í sturtu og kom mér niður í bæ til að skoða listaverkin og mannfjöldann.
Á leiðinni heim kom ég við í fyrirtækjasýningunni í Kapla, ég var nú ekki mjög impressed verð ég að segja, frekar fá fyrirtæki og mismikið lagt í þetta.
En þó fékk ég nokkra bita og sopa hér og þar, auk bókamerkis.

Laugardagur var eiginlega bara eyða - ég man varla eftir því hvað ég var að gera...
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar