þriðjudagur, júní 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Fín helgi þar sem ég náði að slappa vel af, fyrir utan laugardaginn.
Keyrði S út á flugvöll aðfaranótt laugardags kl. 5, og pikkaði ég hana upp úr bænum þar sem hún var á skralli með gömlum skólafélögum og keyrði hana beint út á flugvöll, og fór síðan aftur að sofa.
Á laugardaginn fórum við á leik Íslands og Færeyja, og náðum við að merja fram sigur á síðustu stundu. Merkilegt með laugardagsvöllinn: Ég hélt að það væri áfengisbann á vellinum en samt fórum við rakir inn á hann en ultum haugafullir út af honum og gerðum innrás í áhangendarútu Færeyja. Það þarf greinilega að skoða áfengisöryggismál betur á vellinum. Við fórum síðan í pool og vorum þar fram undir miðnætti, og kostaði það skildinginn.
Á sunnudaginn fórum við Hjölli í ljósmyndaferð upp í Heiðmörk og voru teknar nokkrar myndir, en engin neitt spes. Um kvöldið var síðan farið á Anger Management sem var svona ok mynd.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar