|
fimmtudagur, nóvember 30, 2006 Árni Hr. |
14:00
|
Tónleikar
Incubus og Toto - hvað er í gangi með tónleikahald hér á landi - er allt almennilegt búið.... Ég borga ekki inn á þessar grúppur, that is for sure. Af hverju get þeir ekki flutt inn Ministry eða KMFDM eða Scissor Sister - allt betra en hitt dótið. Tvennir flopptónleikar. Eruð þið ekki með hugmyndir af betri tónleikum strákar - kannski lesa réttu mennirnir bloggið og þá getum við stuðlað að betri hljómsveitum...
|
Hverjir eru þeir? Er þetta ekki bara spurning um business - ég myndi halda að það væri dauðadómur að flytja KMFDM inn og láta þá spila í höllinni - þú og einhverjir 2-3 aðrir nördar eru sennilega einu mennirnir á landinu sem vita hvaða hljómsveit þetta er. Ég held að Incubus sé nokkuð heit hjá yngra fólki og ætti alveg að geta fyllt höllina. Hinsvegar veit ég ekki hvernig þeir ætla að fylla höllina með Toto - en þeir sem eru að flytja þetta inn virðsta hafa trú á þessu og ekkert nema gott um það að segja. Verður þú ekki bara að fara að flytja inn bönd - það gæti verið góður business?
14:17 Joi
Mig rámaði í nafnið Incubus, og eftir nokkur heilabrot rifjaðist upp fyrir mér að við sáum þá á Reading 1997 (man eftir renglulegum söngvaranum) fyrir næstum 10 árum....
Ef ég man rétt var Árni með mér á þessum tónleikum, man ekki hvort Jói var þar líka (eða hvort hann var enn í uppnámi efter Boo Radleys í næsta tjaldi :)
Hérna er síðan myndbrot af tónleikunum (!): http://www.youtube.com/watch?v=wJPDlYzv_s8
15:49
Púnkturinn minn var reyndar einmitt þessi - Incubus og Toto er ekki mjög stórt í dag og held ég að þessar hljómsveitir munu eiga mjög erfitt með að fylla höllina, svipað og KMFDM sem er náttúrulega bara eitt hið besta í bransanum í dag. Jú ég þarf eitthvað að fara að skoða þessi mál nánar, spurning að setja sér takmark fyrir 2007 að kynna sér þetta - ekki hærra takmark sett í bili, Marilyn Manson myndi fylla höllina til að mynda, annars myndi ég reyna að stíla á NASA stærðina og reyna að hafa bannað að reykja ha ha..
09:34 Árni Hr.
|
|
|
þriðjudagur, nóvember 28, 2006 Hjörleifur |
14:40
|
Námskeið
Fékk loksins vilyrði fyrir að skella mér á námskeið og skráði ég mig á þetta hér: RHCE (Red Hat Certified Engineer) Og ef þið viljið vita hvað það þýðir þá er söluskýringin hér RHCE what it meansNú er bara að vona að næg þátttaka fáist á þetta námskeið svo það verði haldið.
|
Fyrst þú ert að fara á námskeið sem er svona dýrt, gastu ekki fengið að fara út á námskeið.. ussss
Annars veit ég að RHCE þýðir Red Hot Chilli Eppers
15:02 Árni Hr.
Já, þess vegna er þetta haldið í desember, ég má þá kalla mig verkfræðing þegar ég er með jólasveinahúfu.
15:36 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
09:41
|
Við Sonja tókum nokkrar myndir af Þengli fyrir Árna og Evu og þessi er ein af þeim.
|
Já við kunnum þeim miklar þakkir fyrir frábærar myndir og vona að það hafi ekki verið of erfitt að þrífa límkúlurnar sem voru nýttar til að hafa ofan fyrir stráknum...
09:58 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
09:28
|
Pistill
Mæli með að menn lesi þennan pistil frá Davíð Þór ... mikið er ég sammála honum: Pistill
|
Margt til í þessu hjá stráknum...
Ég horfi nú ekki oft á spaugstofuna en var í bústað um helgina þar sem bara RÚV var og þá sá ég einn "sketch" sem mér fannst ansi fyndinn, en það var Silfur Egils grín þar sem nokkrir "stjórnmálamenn" tókust á og voru að kvarta yfir þessu prókjöri og að þeir væru ósáttir og bla bla bla - en aðal ástæðan var sú að þeim gekk illa og því vældu þeir og mér fannst þetta bara mjög fyndið og endurspegla suma af þessum stjórnmálamönnum sem þusa út í eitt í stöðluðum röflþáttum
09:49 Árni Hr.
Varðandi Árna Johnsen þá er ég alveg sammála því að það er skrýtið að maður hafi ekki val á að sniðganga manninn - en svo má ekki gleyma því að hann er búinn að taka út sína refsingu og held ég að hann sé nú ekki mikið rotnari en margur annar þarna í þessum geira - maður man nú eftir nokkrum atvikum - en stundum er þetta nú líka spurning um að fyrirgefa. Þó tek ég fram að mikilvægt er fyrir hinn almenna kjósenda að geta sniðgengið hann, t.d. með því að þegar kosið er þá er hægt að krossa út einstaklinga osfrv...
09:52 Árni Hr.
Jújú, Árni er búinn að taka út sína refsingu það er alveg rétt. Hann hefur hinsvegar sýnt það að hann iðrast ekki mikið þessi afbrot og brotin í eðli sínu eru þannig að maður sem fremur þau virðist ekki hafa mikla virðingu fyrir lögum. Er slíkum manni treystandi á þing og á hann erindi þangað því sú stofnun á jú að setja fram lög? Hann á mjög marga vini og kunningja og er vinsæll í heimabæ sínum og í gegnum prófkjör er hann nú öruggur á þing - það að strika út hefur aldrei gerst og ég geri ekki ráð fyrir að þessi 50-60% sem þarf náist því þetta er eitthvað svo óljós aðferð.
09:59 Joi
Er rétt að láta dæmdan barnaníðing fara að vinna aftur á barnaheimili því hann er búinn að taka út sína refsingu (þó ég sé ekki að líkja þessum brotum saman á neinn hátt)?
10:01 Joi
Já að strika út er ekki rétt aðferð og verður sennilega lítið nýtt, eins og Davíð segir þá væri eðlilegast að hinn almenni kjósandi geti nú bara krossað við þann aðila sem hann vill fá inn. En er ÁJ nokkuð verri en margur annar, við erum með menn sem keyra fullir, sem smygla og hvað veit ég....
10:02 Árni Hr.
Það er nú skrítið að réttlæta einhvern mann því það séu margir verri - það eru alltaf til verri menn en allir aðrir (mínus einn) og það réttlætir ekki neitt.
10:03 Joi
OK - þetta síðasta komment frá Jóa var nú eiginlega út í Hróa :) Ekki alveg sambærilegt, en eins og ég sagði þá finnst mér í lagi að menn misstígi sig og EF þeir sýna iðrun þá getur almenningur ráðið því hvort þeir vilji taka hann/hana í sátt. Barnaníðsla er ekki að misstíga sig - þetta er nú viss veiki eða veila sem erfitt er að halda niðrir og því ekki hægt að flokka undir misstíg... Sumir barnaníðingar hafa látið gelda sig til að reyna að halda aftur af hvötum sínum, spurning um að ÁJ láti sníða aðra hendina af sér "Arabíustæll"..
10:05 Árni Hr.
Já, það er rétt að það er ekki hægt að líkja þessum brotum saman - ég var bara að benda á að ef menn komast í aðstöðu þar sem þeir geta (og munu) brjóta af sér - hvort það sé sniðugt að skella þeim aftur í sömu stöðu þegar þeir hafa setið af sér dóm? Ef tollgæslumaður er uppvís af miklu smygli og er dæmdur og settur í fangelsi væri þá sniðugt hjá tollinum að ráða hann aftur um leið og hann labbar úr fangelsi?
10:12 Joi
En ég skil bara ekkert í Sjálfstæðisflokknum að láta þetta gerast, ef þeir hefðu eitthvað pælt í afleiðingunum af því að Árni færi í framboð þá hefðu þeir ekki gert þessi mistök.
Nú fer allt of mikill tími hjá þeim að leiðrétta allt sem Árni segir í stað þess að geta rætt um málefninn sem flokkurinn stendur fyrir. Og það var alveg fyrirsjáanlegt að það myndi gerast, held bara að það hafi enginn trúað því að Árni kæmist svona hátt á listann eins og raunin varð.
10:31 Hjörleifur
Pálmi það er mannlegt að fyrirgefa...
11:08 Árni Hr.
Gott komment af síðunni hans Davíðs Þórs (skrifað af Tinnu): Lýðræðið er óvirkt þessa stundina vegna tæknilegra mistaka. Vinsamlega reynið aftur síðar.
14:50 Hjörleifur
5814 kusu í Suðurkjördæmi, og þarf af kusu 2302 Árna í 1. til 2. sætið. Þá hafa hinir líklega passað sig að kjósa hann ekki. Það er gaman að setja þessar tölur í samhengi við kosningu Lúðvíks Bergvinssonar. 5149 kusu í prófkjöri Samfylkingarinnar og fékk Lúðvík einungis 1523 í 1.-2. sætið. Þannig að Árni er að fá "sterkari" kosningu.
Sennilega er hægt að túlka þetta að almenningur hefur fyrirgefið honum :)
15:45 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
08:27
|
Duglegur
Áfram heldur maður að vera duglegur - í gær kláraði ég að pússa og sparsla í gluggann í einu herberginu. Síðan var hann grunnaður á milli 11 og 12 í gærkvöldi. Í kvöld verður þessi gluggi málaður og á miðvikudag verður hann orðinn tilbúinn ásamt flestu í því herbergi.
|
|
mánudagur, nóvember 27, 2006 Hjörleifur |
22:40
|
Draugamynd
|
Ég man ég horfði á þessa mynd þegar ég vann hjá Músík og Myndum, sennilega hét það meira að segja Steinar vídeó á þeim tíma þetta er orðið svo langt síðan. Mundi eftir hylkinu á henni og að George C. Scott lék aðalhlutverkið...
Hvernig var hún annars miðað við að þetta er frá 1980..
08:26 Árni Hr.
hún var bara helvíti fín, mjög í anda 8. áratugarins og tæknibrellurnar mjög skemmtilegar, en bara mjög fín mynd, gef henni alveg 11 stjörnur af 15 mögulegum
10:08 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
11:17
|
Kæra dagbók ...
Ég var að skoða fyrstu póstana okkar og menn virðast líta á þetta sem dagbók þar sem þeir skrifa inn hvað þeir gerðu um helgina eða síðustu daga eða eitthvað slíkt. Þurfum við ekki að vera duglegri að ræða málefni sem eru ofarlega á baugi, þjóðfélagsmál, pælingar og slíkt? Þetta er alltof bragðlaust eitthvað finnst mér (ég er ekki að segja að ég sé eitthvað betri)!
|
Ég skal alveg taka undir það að við megum brydda upp á fleirum málefnum - þó finnst mér dagbókin fín líka þar sem mér finnst amk gaman að geta fylgst smá með gangi mála. En við verðum bara að kasta fram umræðum - ekki vantar nöldurseggina hér...
11:29 Árni Hr.
Ég var ekki að meina að við ættum ekki að skrifa hvað við erum að gera heldur hafa gott bland í þessu, þ.e. að vera líka með einhverjar skemmtilegar umræður (eins og þessi er kannski að verða).
11:31 Joi
Mér finnst að menn eigi bara að skrifa það sem þeir vilja skrifa, hvort heldur sem það er um hvað þeir voru eða eru að gera, eða ef það er eitthvað sem þeir vilja ræða í heimsmálunum þá byrja menn bara slíka umræðu og er það alveg sjálfsagt. Hér hefur t.d. oft verið rædd fótboltamál (með misjöfnum undirtektum). En við getum alveg tekið upp einhver ákveðin mál og rætt þau.
Hvað segja menn t.d. um hroðalega útreið enska krittet liðsins í Ástralíu nú um helgina? Þeir þurfa svo sannarlega að taka sig á ef þeir ætla að halda öskunni í Englandi.
11:35 Hjörleifur
Podköst held ég að væri ekkert voðalega sniðug hérna en það mætti prófa.
Siggi er búinn að lofa mér pistli lengi en svíkur mig alltaf en hann hlýtur að fara að detta inn. Ég ætla líka að taka viðtal við hann en það hefur verið reglulegur hluti blöggsins, sbr þetta:
http://slembibullid.blogspot.com/2002/12/sigurur-vinnuflagi-ja-og-plma-mtti-me.html
11:38 Joi
Svar við punkti Hjölla: Allir almennilegir fjölmiðlar hafa ritstjórn sem ákveður línurnar með efnistök og held ég að það sé nauðsynlegt hérna til að hlutirnir fari ekki í sama form og núna síðsumars.
11:45 Joi
Til að allt fari nú ekki úr böndunum en samt að vera með ákveðna stefnu, hvernig væri þá að við tækjum upp einhverskonar þemavikur (en þó er alveg sjálfsagt að ræða aðra punkta). Við myndum skiptast á að ákveða þema svo að allir geti fengið smá útrás á því sem þeir hafa áhuga á. Aðrir bullarar verða svo að kynna sér málefnið og henda inn blöggi um það.
Æskilegt væri að menn væru doldið hugmyndaríkir í þemavali. Að sjálfsögðu verður ekki hægt að finna alltaf upp þema sem henta öllum, en það verður bara að hafa það, það fá allir sitt að lokum.
Eða er þessi hugmynd bara flúbb.
12:56 Hjörleifur
Þessi hugmynd er bara flúbb Hjörleifur - þú skrifar bara um það sem þú hefur áhuga og ef þú nærð að kveikja í okkur þá myndast umræða annars ekki. Þemavikur er allt of erfit - simple is beautiful strákar og hananú...
Nú erum við orðnir svo gamlir að við hljótum að geta rifist um Silfur Egils, Spaugstofuna, Kárahnjúka eða bara fótboltann...
13:04 Árni Hr.
Þetta eru allt mjög góð þemu sem þú telur upp Árni :)
16:13 Hjörleifur
Enda smellir þú bara inn umræðu þegar þú ert good n´ready...
08:25 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
08:59
|
Helgin
Já mín helgi var nú líka frekar róleg, á föstudaginn skellti ég mér út úr bænum og í í bústað við Skorradalsvatn. Var þetta fjölskylduferð í hæsta gæðaflokki. Fjölskylda EL var þarna öll í tveimur bústöðum og var þetta ansi gaman. Ég tók mótorhjólið mitt með og hafði ég ekki stigið á það síðan í sumar, en sumt gleymist ekki og var mjög gaman að taka í það, bæði laugardag og sunnudag. Einnig var heitur pottur og fullt gott að borða. Maður systir EL er nefnilega með mótorhjóladellu og auk þess að hann eigi 450 CC Kawasaki hjól, þá er hann búinn að kaupa lítið tvíhjól handa yngstu dóttur sinni, lítið fjórhjól handa eldri dóttur sinni og svo á elsti sonurinn 85 CC yamaha hjól þannig að það má segja að mikið mótorhjólaæði hafi verið þarna uppfrá - og já eitt stór fjórhjól var á svæðinu líka til að spóla á vatninu (klakanum). Annars er ég á leið út í næstu viku - þ.e. á sunnudaginn og verð í 2 vikur í köben, svíþjóð og jótlandi - nóg að gerast. Já ég held að þetta summeri upp helgina - fyrir utan að tottenham vann líka - sem er gott....
|
Já þetta er nú sennilega búið hjá þeim í ár - vona að utd nái titlinum og arsenal verður að sjálfsjögðu evrópumeistarar - champions league, Tottenham verða deildarbikarmeistarar og UEFA meistarar og svo nær Arsenal líka bikarnum - the FA Þannig að þið getið hætt að horfa á boltann - þetta er allt komið
10:27 Árni Hr.
|
|
|
fimmtudagur, nóvember 23, 2006 Joi |
09:56
|
5D ...
... gafst upp í gær - vonandi verður hægt að gera við hana annars verð ég að fara að snúa mér að öðrum áhugamálum. Annars hefur mikið verið að gerast hjá mér í ljósmyndamálum á þessu ári og ég verið með ólíkindum heppinn - þetta er það helsta: 1. Tók að mér verkefni fyrir sænskt tímarit og voru 4 myndir eftir mig gefnar út í því blaði (400.000 eintök prentuð af þessu blaði). 2. Vann 3ju verðlaun í ljósmyndakeppni hjá Photo Talk Radio sem er bandarísk útvarpsstöð. Þeir tóku síðan viðtal við mig í gegnum síma um daginn og er hægt að hlusta á það á netinu. 3. Mynd eftir mig (Múnkurinn) útnefnd sem besta mynd síðasta árs á photoblog-síðum. 4. Tók þátt í Adobe Lightroom Adventure hérna á Íslandi - Eyddi viku með heimsþekktum ljósmyndurum og kynntist nokkrum af þeim ansi vel. Mun í framhaldi eiga einhverjar myndir í bók sem verður gefin út um Lightroom og þessa ferð á næsta ári. 5. Myndir eftir mig voru notaðar í fyrirlestri á Photo Kina sem er stærsta ljósmyndasýning í heiminum. 6. Adobe valdi gallerý frá mér til að nota í glærusýningu á risastórum bás þeirra í PPE ráðstefnunni í NY núna fyrir nokkrum vikum síðan. Eins tóku þeir viðtal við mig sem verður væntanlega sýnt einhverntíman. Skemmtilegt í því að ég þurfti að pósa með myndavélina og taka myndir á meðan þeir létu videovélina svífa í kringum mig. 7. Ég mun eiga 30 myndir á sýningu í Barcelona sem hefst í desember. Þetta er sýning sem margir koma að og myndunum verður roterað á veggjunum. Þeir fóru í gegnum allt http://blog.gudbjargarson.net og völdu þar 30 myndir sem verða til sýnis hjá þeim. 8. Mun eiga 3 myndir á sýningu í San Fransisco í desember um Adobe Lightroom Icelandic Adventure. 9. Seldi mína fyrstu mynd á NordicPhotos. 10. World Watch organization notaði mynd eftir mig í grein um virkjanamál á Íslandi. 11. Er að vinna að stóru verkefni með mörgum stórum nöfnum en ég ætla ekki að tala um það strax, a.m.k. ekki hérna. Jæja, þá ættu menn að vita hvað ég hef verið að brasa í ljósmyndun á þessu ári - vonandi verð ég jafn heppin á næsta ári en það eru kannski ekki miklar líkur á því. Við Sonja erum að spá í að fara til Indlands og vera þar í svona 2-3 mánuði en það er allt á hugmyndastigi ennþá. John Isaac var að bjóða okkur að vera með honum í Kashmir í svona viku og taka myndir með honum. Hann er að vinna að stóru verkefni fyrir Indversku ríkisstjórnina og það gæti verið gaman að fara með honum þarna en hann er Indverji þó hann hafi búið í Bandaríkjunum síðustu c.a. 30 árin.
|
Þetta er bara hin glæsilegasti ferill miðað við að þú ert ekki búinn að vera lengi í "bransanum" :) Kannski leiðir árið 2007 í ljós hvort þetta hafi verið heppni eða eitthvað annað...
10:20 Árni Hr.
það ættu væntanlega að geta komið góðar myndir út úr Indlandsför og eru því ekki ágætis líkur á að þetta haldi áfram ;)
10:38 Hjörleifur
|
|
|
miðvikudagur, nóvember 22, 2006 Hjörleifur |
18:12
|
Fór til tannlæknis í gær og gekk það bara ágætlega og verðlaunaði ég sjálfan mig á eftir með því að rölta í Útilíf og keypti mér North Face regnbuxur sem anda og rosalega góða sokka. Um kvöldið fór ég svo í sokkana og buxurnar og hjólaði á Victor þar sem ég hitti Jói og Árni kom svo síðar (en hann var í matarboði á Selfossi) og horfðum við á Celtic vinna ManU 1-0. Fékk ég mér heila 4 bjóra þarna á staðnum og voru þeir bara alveg ágætir. Á eftir er ég svo að fara að hjálpa Árna að setja saman Ikea vörur og svo á að skella sér í fótboltann á eftir, eftir 3 vikna fjarveru vegna leiðinda snúnings sem ég tók á hægri löppinni. Ég finn þó aðeins fyrir þessu ennþá, en úr því að ég gat ýtt bíl á sunnudaginn þá hlýt ég að geta spilað smá fótbolta.
|
|
þriðjudagur, nóvember 21, 2006 Hjörleifur |
17:12
|
Deepest Sender
Nota núna Deepest Sender til að blogga, en það er svona Add On í Firefox, ekki svo galið tól, nema það vildi bara vista bloggið mitt sem draft svo þá er nú ekki mikið varið í þetta eftir allt.
|
|
Hjörleifur |
16:26
|
Vond frétt
Þetta er ein lélegasta frétt sem ég hef lesið á moggavefnum. Hljómar eins og að hún gæti e.t.v. verið áhugaverð, eða jafnvel eitthvað til að hlæja af, en ver bara að segja að mér stökk ekki bros við þetta helvíti. Mbl.is - Frétt - Tíu ótrúlegustu tölvusögurnar: Vildi bara deila þessu með ykkur
|
Sammála - auk þess vil ég Björn Bjarnasson, Árna Jónssen, Valgerði Sverrisdóttur, Sólveigu Pétursdóttur og Guðlaug Þór úr stjórnmálum.
16:55 Joi
held að það væri best að hætta bara með alþingi eins og það er i dag og stofna bara nýtt og betra sem er í takti við tímann og kalla það slembiþing og allar deilur verði leystar með drykkjukeppnum eða skák, nema að það sé hægt að gera bæði í einu
17:06 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
15:26
|
Tækniflúbb
http://slembibullid.blogspot.com/atom.xml Þetta er slóðin á rss feed fyrir bloggið okkar .... og hvað gerir það? Þetta er tækni sem gefur manni kost á að gerast áskrifandi að ýmsum upplýsingamiðlum á netinu (eins og Slembibullinu). Þetta virkar þannig að maður gerist áskrifandi af sínum uppáhalds síðum og fer síðan öðru hvoru á einn stað til að sjá allt það nýjasta sem hefur komið á þeim síðum sem maður er áskrifandi af (t.d. nýjar færslur á Slembibullinu). Flestar síður bjóða upp á þetta í dag og þetta er MJÖG þægilegt og sniðugt. Þeir sem vilja prófa þetta ættu t.d. að prófa að nota Google news readerinn sem er staddur á: http://google.com/reader og gerast áskrifandi á Slembibullinu með slóðanum í byrjuninni á þessu bloggi - hann er mjög þægilegur og síðan hefur maður bara bookmark á þá síðu til að fá upp allt sem hefur bæst við.
|
|
Joi |
14:15
|
Jæja, þá erum við búnir að breyta slóðinni á bloggið í réttara nafn. Þetta útlit fer kannski að verða smá þreytt - eru menn með hugmyndir um það hvernig við getum breytt þessu og frískað upp á þetta?
|
Spurning um að setja bara inn smá jólaskraut og koma svo með nýja síðu á nýju ári
14:22 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
13:25
|
Halló Baddí frænka. Ég sé að þú ert dyggur lesandi bloggsins - hvernig finnst þér bloggið og verður þú ekki að fara að vera duglegri að skrifa athugasemdir við það?
|
|
mánudagur, nóvember 20, 2006 Hjörleifur |
14:12
|
Síðustu dagar
Hef verið að sinna enskum gestum frá Miðvikudagskvöldi og þar til að þau fóru heim til sín aftur í gær. Þurfti að hafa töluvert fyrir þeim, en þau virtust ekki hafa mikinn áhuga á neinu af því sem í boði var og því var þetta töluvert snúið mál og mikið af kvörtunum yfir kulda (en þau eru jú að koma til Íslands og því allra veðra von). Þau byrjuðu á því að fara "gullna hringinn", þ.e. Gullfoss, Geysir og Þingvellir og var um 10 stiga frost eða meira þarna uppfrá og vindur. Eftir þá ferð var alveg útilokað að fá þau til að gera nokkuð meira sem snéri að því að standa úti í meira en 10 mínútur, en ég hafði ætlað að fara með þeim í jeppaferð upp á hálendið, en það hljómaði bara eins og meiri kuldi og því ekki áhugi fyrir því. Það tókst þó á endanum að redda útsýnisflugi á Laugardeginum og var það nú bara algjör grís að það tókst. En þau hefðu ekki getað fengið betra veður en einmitt þann daginn. Á Föstudeginum fóru þau í Bláa lónið og var ekki mikil hrifning yfir því, enda skítakuldi, en um kvöldið fórum við á veitingastaðinn "Við Tjörnina" og voru þau mjög ánægð með þann stað (þar hitti ég Halldór Gylfason leikara, en hann var á næsta borði með konunni sinni, einnig mætti ég "Silvíu Nótt" og var hún að klæða sig í kápuna sína). Í gær stóð til að skreppa í Þjóðminjasafnið á leiðinni út á flugvöll, en sökum skyndilegrar ófærðar var ákveðið að drekka bara te heima og var svo tekinn leigubíll út á BSÍ og upp í rútu og svo flogið heim (þurftum m.a. að ýta leigubílnum því bílstjóranum tókst með einstakri lagni að festa bílinn á bílastæðinu) Þetta hljómar því eins og að þetta hafi verið leiðinlegasta ferð sem þau hafa farið í, amk var það mín tilfinning, enda minntust þau ekki á neitt jákvætt í ferðinni, en fullt af leiðinlegum hlutum sem þau gerðu. Í dag:Ákvað að daga daginn í dag bara rólega og svaf út og skellti svo naggladekkjunum undir hjólið áðan (er ekkert að fara að hreyfa bílinn í dag, þar sem að hann er bara undir snjóskafli og bara á gömlum heilsársdekkjum) lenti að vísu í smá veseni þegar ég var að skipta um dekk því eftir að ég var búinn að setja naggladekkin á og var að pumpa í dekkið þá heirði ég að það lak, svo ég tók það aftur af og setti bót á gatið og tékkaði á hvort að ekki væri allt í lagi og setti það svo aftur á, en þá heyrði ég aftur að það lak svo ég þurfti að bæta það aftur, en nú er þetta komið og ég til í slaginn við snjóinn. Og nú ætla ég semsagt að fara að drífa mig út að hjóla.
|
|
Árni Hr. |
12:32
|
Tónlist
Já ekki er hægt að starta nýju bloggi án tónlistarbloggs.... Hef nú ekki verið duglegur að hlusta á mikið nýtt undanfarið - bara gamalt og gott. Nýji Tool diskurinn rennur reglulega í gegn ásamt Revco og Ministry. Þó verð ég að segja að Bile er nú sú hljómsveit sem ég hef mikið verið að hlusta á undanfarið, kemur blóði í gömlum kalli af stað - enda veitir ekki af stundum í þessu frosti. Reyndar þarf ég að fá "lánað" hjá Jóhanni nýja Peter, Björn og John diskinn, þeir eiga flottasta lagið þessa dagana - en það er flautulagið flotta. Tók líka stöðuna á nýja Muse disknum - hann er góður en ég held ég hafi overdósað á síðasta disk þar sem mér finnst þetta ekki mikið nýtt - en hann er flottur... Já ekki gleyma Isobel Campbell og Mark Lanegan - geeeeðveikur diskur.
|
og ég var að enda við að downloada last.fm útvarpsforritinu, en ég er tiltölulega nýbúinn að uppfæra tölvuna mína hér í vinnunni (ný tölva og allt). Spurning um að borga bara árgjaldið þarna á last.fm til að nota þjónustuna til fulls, enda eru þessir guttalingar að gera góða hluti
16:37 Hjörleifur
|
|
|
Árni Hr. |
10:54
|
Nýtt líf
Já það má segja að nýr kafli í mínu lífi sé hafin - ég er orðinn ráðsettur faðir og líkar bara nokkuð vel. Ég hef staðið í ströngu síðan ég kom úr fríi frá Lanzarote, hef verið að breyta íbúðinni minni ansi mikið og hlakka ég mikið til að sýna mönnum þessa flottu íbúð. Við erum búin að mála íbúðina alla nánast, gluggar pússaðir, grunnaðir og málaðir ásamt svalahurðinni. Lærði að nota tréfylliefni, sparsla í gríð og erg, mála hitt og þetta osfrv. Einnig er ég búinn að hrauna nokkra veggi í íbúðinni, láta lagfæra allt rafmagn í henni með góðri hjálp félaga míns. Búinn að setja upp ljós í íbúðina, nýjan fataskáp (afsagaðan). Já ekki laust við að eitt og annað hefur verið gert, hef lært ansi mikið á þessum tíma en verð nú samt nokkuð sáttur við þegar þetta verður allt búið. Hef einnig uppfært eitthvað af húsgögnum (hef hent um 10 bílum af "drasli"). Já mér líður í raun eins og ég sé fluttur... Skellti mér að hitta frænkur og frændur á laugardagskvöldið, ákvað að keyra þar sem ég þurfti að vakna snemma daginn eftir - djö.... var ég feginn þegar ég las að fólk var fast niður í bæ blind blekað að leita eftir leigubílum sem voru jafnlíklegir og snjóbolti í helvíti. Ég vaknaði svo um 8 á sunnudegi og skóf 0,5 meter af snjó af jeppanum mínum og dúndraði í snjóinn á öllum 4 - já ekki var það vandamálið við Tucsoninn minn, held meira að segja að ég hafi rúllað yfir nokkra Poloa og charadea.... :) Svo þarf nú PP og HS að senda eitt blogg inn svona til að sýna smá lit...
|
Svona til að útskýra þetta aðeins nánar núna - þá er strákurinn 2 ára í janúar :) Nánari útskýring fylgir seinna...
12:05 Árni Hr.
|
|
|
sunnudagur, nóvember 19, 2006 Joi |
22:54
|
Næstum
Það var næstum því skemmtileg tilviljun að daginn sem "við" byrjuðum að blogga aftur átti bloggið 4ra ára (+ einn dag) afmæli - ég vissi reyndar ekkert af því fyrr en ég tók eftir því rétt áðan. Við Sonja fórum á Sufjan Stevens tónleikana í Fríkirkjunni í gær og verð ég að segja að þeir voru frábærir, mun betri en ég bjóst við. Hann var með 9 manna hljómsveit með sér og hluti af þeim voru með blásturshljóðfæri og kom það ótrúlega vel út. Svalirnar hjá okkur voru á kafi í snjó eins og annað þegar við vöknuðum í morgun og Púki litli hafði mjög gaman af því að fara út í snjóinn og leika sér - fyrsta skiptið sem hann sér snjó. Hann bjó sér til brautir með því að labba með hausinn á undan og ýta snjónum í burtu og eins fannst honum gaman að hlaupa fram og til baka og skransa. Púki er ágætur fyrir utan það að hann vill ekki láta halda á sér, ekki koma til manns og lætur eins og maður sé ekki til.
|
|
laugardagur, nóvember 18, 2006 Joi |
18:01
|
Tónlist og annað flúbb
Ég var að pæla í að breyta slóðinni á þetta blögg frá gudbjargarson.blogspot.com í slembibull.blogspot.com - held að rétti tímapunkturinn sé núna þar sem flestir eru hættir að lesa þetta og við verðum að safna aftur upp fjölmennum lesendahópi. Hvað segja menn um það? Ættum við að stefna á að breyta slóðinni t.d. eftir viku? Núna er ég á leið á Sufjan Stevens tónleikana í Fríkirkjunni og verður það eflaust ansi magnað. Ég hef hlustað mikið á hann síðustu mánuði og verð að segja að hann er ansi magnaður tónlistarmaður. Hann ætlar að gefa út disk um hvert fylki Bandaríkjanna og er búinn með Illinoi og Michigan og á því slatta eftir. Hann hefur lagst í mikla vinnu fyrir hvert fylki og pælir í sögu þess og hefðum og gerir síðan lög útfrá því. Ef honum tekst að klára þetta verkefni verður hann væntanlega einn af merkilegri tónlistarmönnum allra tíma. Ég hef einnig verið að hlusta á diskinn með Joanna Newsom sem heitir Ys, 5 lög og diskurinn hátt í 60 mínútur. Þetta er MAGNAÐUR diskur sem fær frábæra dóma - t.d. 9.4 á Pitchfork sem er ansi gott (hún spilaði einmitt líka í Fríkirkjunni eins og Sufjan). Eins hef ég verið að hlusta á Decemberists sem eru skýrðir í höfuðið á andspyrnuhópi í Rússlandi fyrir meira en 150 árum síðan eða meira (leiðsögumaðurinn okkar í Síberíulestinni var duglegur að tala um þennan andspyrnuhóp). Ansi góð hljómsveit þar á ferðinni.
|
Já mér líst vel á að breyta slóðinni - með nýjum tímum koma nýjar slóðir.
10:53 Árni Hr.
|
|
|
föstudagur, nóvember 17, 2006 Joi |
16:45
|
Yo
Menn eru eitthvað hægir að taka við sér hérna á blogginu - til þess að þetta virki og menn hafi tíma í bloggið verða menn náttúrlega að snúa við lífi sínu og leggja niður öll áhugamál og helst að skilja því þetta tekur það langan tíma að henda inn einu bloggi á dag - eða tekur þetta kannski ekki svo langan tíma? Ég skrapp eftir hádegi í dag og tók hópmyndir af starfsfólkinu þar sem Sonja er að vinna - um 20 manns og frekar erfitt verð ég að segja að skipuleggja svona fjöldamyndatöku. Sjáum hvað kemur út úr þessu. Þegar ég fór síðan út í bíl þá var sprungið að aftan og ekkert grín að skipta um dekk með berar hendur í roki og -8C hita. Eftir vinnu þarf ég síðan að ná í dekkið í viðgerð, kaupa málningu, kaupa ljósmyndabakgrunn, skipta um dekkið ná í ljósmyndabúxið og Sonju í vinnuna til hennar og elda. Á morgun þarf ég að vinna smávegis, fara á fund, taka myndir af barninu hans Árna (kannski verður það reyndar á Sunnudaginn) og síðan tónleikar með Sufjan Stevens um kvöldið. Ég ætla að fá mér bjór eftir tónleikana á Kaffibrennslunni eða einhverri annarri búllu fyrir þá sem vilja koma og hitta Eldklerkinn. Í morgun vöknuðum við í fyrsta skipti við nýju vekjaraklukkuna okkar sem vekur okkur um með stigmagnandi ljósi og á það að hafa góð áhrif á mann því þetta er eins og sólarupprás. Já, ekki er öll vitleysan eins.
|
Rétt
16:56 Joi
Ja, getur maður verið viss um eitthvað?
Ef maður nær að vakna þægilega og þjóta út í náttmyrkrið er nú hálfur sigur.
16:59 Joi
Já nú þarf maður að fara að byrja að blogga aftur - nóg er að segja þannig að ekki getur maður skýlt sér á bak við fréttaleysi....
17:10 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
13:49
|
Einhversstaðar verður maður að byrja :)
A man is accused of having sex with the carcass of a deer that he found lying beside the road ? but his lawyer denies that he committed bestiality, on the grounds that a dead deer isn?t an animal any more. 20-year-old Bryan James Hathaway of Superior, Wisconsin allegedly had sex with the deer corpse after he found it on the roadside on October 11 this year. Authorities say he told police that he noticed the deer lying in a ditch, and then moved the corpse into the woods. He is charged with ?sexual gratification with an animal? ? but in a magnificent piece of legal footwork, his attorney argues that he can?t be guilty of that crime, because a carcass isn?t an animal, the Duluth News Tribune reports. Vonandi fara bloggin að hrynja inn frá mér núna - koma sér í gang
|
|
fimmtudagur, nóvember 16, 2006 Joi |
11:40
|
Þegar mér var litið út um gluggann hérna á 5. hæð á skrifstofunni í borgartúninu og sá öldur hafsins ríða sem loðna og klakaborna fáka í land varð mér ljóst að það er kominn vetur og sumarfríið sem bloggið tók sér búið. Nú mun bloggið verða sterkara en áður og Árni mun segja frá því að hann er orðinn ráðsettur fjölskyldufaðir og kominn með líkama herra Íslands, Pálmi frá lífi fjölskylduföðurins sem er svo sannarlega enginn dans á rósum, Hjölli frá glysgjörnum heimi samkynhneigða, Bjarni frá lífinu í sveitinni og Eldklerkurinn um ljósmyndun. Ég bið lesendur og pistlahöfunda velkomna.
|
Líst bara vel á að opna þetta aftur - tilraun númer 2
11:48 Árni Hr.
|
|
|
|
|