Tónlist og annað flúbb
Ég var að pæla í að breyta slóðinni á þetta blögg frá gudbjargarson.blogspot.com í slembibull.blogspot.com - held að rétti tímapunkturinn sé núna þar sem flestir eru hættir að lesa þetta og við verðum að safna aftur upp fjölmennum lesendahópi. Hvað segja menn um það? Ættum við að stefna á að breyta slóðinni t.d. eftir viku? Núna er ég á leið á Sufjan Stevens tónleikana í Fríkirkjunni og verður það eflaust ansi magnað. Ég hef hlustað mikið á hann síðustu mánuði og verð að segja að hann er ansi magnaður tónlistarmaður. Hann ætlar að gefa út disk um hvert fylki Bandaríkjanna og er búinn með Illinoi og Michigan og á því slatta eftir. Hann hefur lagst í mikla vinnu fyrir hvert fylki og pælir í sögu þess og hefðum og gerir síðan lög útfrá því. Ef honum tekst að klára þetta verkefni verður hann væntanlega einn af merkilegri tónlistarmönnum allra tíma. Ég hef einnig verið að hlusta á diskinn með Joanna Newsom sem heitir Ys, 5 lög og diskurinn hátt í 60 mínútur. Þetta er MAGNAÐUR diskur sem fær frábæra dóma - t.d. 9.4 á Pitchfork sem er ansi gott (hún spilaði einmitt líka í Fríkirkjunni eins og Sufjan). Eins hef ég verið að hlusta á Decemberists sem eru skýrðir í höfuðið á andspyrnuhópi í Rússlandi fyrir meira en 150 árum síðan eða meira (leiðsögumaðurinn okkar í Síberíulestinni var duglegur að tala um þennan andspyrnuhóp). Ansi góð hljómsveit þar á ferðinni.
|
Já mér líst vel á að breyta slóðinni - með nýjum tímum koma nýjar slóðir.
10:53 Árni Hr.
|
|