miðvikudagur, júní 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Myndir
Ég er byrjaður að setja myndir inn á sér möppu á SmugMug úr ferðinni og ætla ég að hafa eina möppu per borg/bæ sem ferðalangarnir miklu fóru í. Ég veit hinsvegar ekki hvort ég ætti að pósta öllum myndum sem ég set þar inn hingað eins og ég hef gert því fólk sem hefur áhuga ætti að geta farið bara á Smuggið og séð myndirnar þar (spurning hvort þeir sem hafi skoðun á þessu setji athugasemd við þetta blögg um hvernig þetta ætti að vera). Hérna er linkurinn á myndasafnið fyrir ferðina: Check it!

Hérna eru þær myndir sem fóru inn í ferðamöppuna á SmugMug í kvöld:


Í bakgrunni sést það litla sem eftir er af byggingunni sem rústað var í WWII og minningarathöfnin var við. Þarna vorum við á leið frá staðnum niður í bæ.


Gamlir hermenn.


Við plöntuðum okkur fyrir aftan minnisvarðann og þar var ansi myndvænt og voru ansi margar myndir teknar á þeim c.a. klukkutíma sem við vorum þarna. Eins var gaman að fylgjast með athöfninni í svona nálægð.
    
Ertu þá að meina að hætta að setja myndirnar líka inn á blöggið?
14:03   Blogger Joi 

Well done!
[url=http://cvifqqcq.com/wtqc/sasb.html]My homepage[/url] | [url=http://jklkfoll.com/fjin/vltw.html]Cool site[/url]
02:29   Anonymous Nafnlaus 

Great work!
http://cvifqqcq.com/wtqc/sasb.html | http://rqcsnjtg.com/whft/kuom.html
02:30   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
The Gray Zone
Við Sonja keyptum bókina sem þessi mynd er gerð eftir og hún var mjög áhrifamikil ... við þurfum að kíkja á myndina við tækifæri. Check it!
    
Well done!
[url=http://siawnxnt.com/gvza/mcyn.html]My homepage[/url] | [url=http://spvlltbd.com/ylpg/gjeq.html]Cool site[/url]
02:31   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Diskur
Var að kaupa mér USB2 og Firewire utanáliggjandi diskbox og 200gb harðann disk þannig að nú ætti ekki að vera vandamál hjá mér diskapláss á næstunni.
    
Hummm - á síðasta fundi var einungis samþykktur 160 gígabæta diskur!!! Nú þarf að sækja um aukafjárveitingu ;)
18:40   Blogger Sonja 

ó
20:29   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 30/6/2004 II


Lentum á flottri hersýningu fyrsta daginn í ferðinni við minnisvarða um stríðið. Þarna söfnuðust saman gamlir hermenn með orðurnar sínar ásamt núverandi hermönnum og var þetta mjög flottur atburður.
    
Flott mynd, heppinn að það var rigning, annars hefði speglunin ekki verið svona flott
13:45   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Peaches
Skemmtilega hressilegir tónleikar í gærkvöldi, þar sem að söngkonan kom fram með mjög sérstakri sviðsframkomu og djörfum lögum. Þeir sem stóðu framarlega fengu reglulega á sig vatn úr flösku sem hún skvetti yfir hópinn og einu sinni spýtti hún blóði yfir mannskapinn og lak blóð úr munninum á henni eftir að hún gerði það, hún var að vísu furðu fljót að jafna sig á þessum meiðslum sem hún hafði orðið fyrir í munninum og þurfti hún bara smá vatnssopa til að laga þetta og þá hætti að blæða.
Iggi Pop söng líka með henni í laginu Kick it (held að það heiti það) og gerði hann það með því að vera bara á tjaldi fyrir aftan hana, en hann hélt alveg lagi og þurftu þau ekkert að skammst sín fyrir framistöðuna.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 30/6/2004


Önnur mynd úr gyðingahverfinu.
    
þriðjudagur, júní 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Peaches
Búinn að stimpla mig út og er svona á leiðinni heim til að undirbúa mig andlega fyrir Peaches tónleikana í kvöld. Búinn að vera rólegheitardagur og morgundagurinn verður sennilegast enn rólegri, þar sem að allir á 1. hæðinni verða að fara heim klukkan fjögur, þar sem að það á að bóna 1. hæðina.
Nú hef ég bara hlustað á eitt lag með Peaches og hljómar þetta sem hressilegt rokk og passar ábyggilega vel inn á svona lítinn stað eins og Kling og Bang, en þar verða tónleikarnir í kvöld.

Nágranarnir fóru á fyllerí í gærkvöldi. Brutu eitt glas á leiðinni út, en það var bara á stéttinni fyrir framan útidyrahurðina þeirra svo mér er alveg sama. Ég varð ekkert var við þau þegar þau komu heim, ætli þau hafi ekki bara fengið gistingu hjá lögguni þessa nóttina, amk var ekkert parý í gangi í morgunn þegar ég fór í vinnuna. Þetta var reyndar doldið skrítið hvað þau tóku með sér á leiðinni út, en einn úr hópnum var með fullan poka af mjókurfernum, kannski að hann sé bara á ímyndunarfylleríi, en hin voru með einhverjar dularfullar blöndur með sér.

Nú er ég hálfnaður með Da Vinci lykilinn og er þetta hin besta lesning, mæli með þessari bók.
    
Stupid is stupid does!
01:43   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 29/6/2004 II


Eftir langan göngutúr um gyðingakerfið í Warsaw komum við að gyðingakirkjugarðinum sem reyndist vera lokaður, sem pirraði ferðalangana töluvert. Við gengum því að næstu sporvagnastöð til að taka vagn heim og þar tók ég mynd af þessum róna sem kom síðan að okkur og var eitthvað að bögga okkur. Held hann hafi ekki tekið eftir því að ég tók mynd af honum því ég er með njósnaramyndavél.
    
Rónarnir í Póllandi eru greinilega mun snyrtilegri en þeir hér upp á fróni. Var þetta nokkuð róni, var hann ekki bara drykkjumaður.
14:29   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tímamót
Tímamót urðu í morgun þegar ég fór í bílinn minn því kílómetramælirinn stóð þá í 99999 km. og á ljósunum við Sæbraut vs. Snorrabraut fór mælirinn í 100000 km. og stendur núna í 100001 ... já, merkilegt það!
    
mánudagur, júní 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 29/6/2004


Mynd tekin í gamla gyðingahverfinu í Warshaw. Þetta er hluti af einu húsaröðinni þar sem stendur óbreytt eftir stríðið. Það er sennilega ekki hægt að fara inn í þessi hús því þau eru alveg yfirgefin og eins og tíminn hafi bara gleymt þeim.
    
|
Skrifa ummæli
Enski boltinn á Skjá einum
Jæja Pálmi, þú hefðir átt að fullyrða meira um að maður þyrfti að borga fyrir enska boltann á Skjá einum næsta vetur áður en það var búið að gefa nokkuð út um málið. Skjár 1 ætlar að sýna 6 leiki á viku í opinni dagskrá og það verða jafnvel enskir þulir á þeim leikjum sem eru ekki stórleikir. Þetta hljómar bara nokkuð vel að mínu mati! :)
    
Hefur þú enga trú á því að þetta verði í meira en hálft season? Þeir segja sjálfir að þetta fyrirkomulag verði allt næsta season og síðan ætla þeir að meta stöðuna, þ.e. hvort þeir halda óbreyttu fyrirkomulagi eða geri breytingar (3 ára samningur sem þeir eru með). Ég legg til að þú farir að éta hattinn þinn Pálmi minn!
13:06   Blogger Joi 

Vorum við búnir að gera ráð fyrir að þetta yrði ókeypis næsta vetur í síðustu umræðum? Hmmm ... þá hef ég ekki verið með í því því ég man bara eftir að þú fullyrtir að maður þyrfti að borga fyrir þetta og ég bað þig um að vera ekki að aðhæfa um hlutina fyrr en þeir væru búnir að tilkynna hvernig þetta yrði og hananú!
17:31   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 28/6/2004


Bænastund í kirkju í Warsaw í Póllandi.
    
Er hann ekki bara með svona mikinn hausverk?
13:17   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Profile
Slembibullsbræður nálgast með hverjum deginum fullkomnun á blögginu og eftir að nýja athugasemdakerfið var tekið í gang eiga bara Árni og Bjarni eftir að opna fyrir Profilinn sinn (meiraðsegja Siggi er búinn að því).
    
Já, ég er búinn að biðja þá nokkrum sinnum um þetta.
12:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Upprunaleg mynd


Að beiðni Hjölla læt ég myndina inn áður en ég lagaði hana, þ.e. svona var hún eftir skönnun.
    
sunnudagur, júní 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 27/6/2004


Hvaða fólk er þetta?
    
Augljóslega Jóhann til vinstri en sá til hægri hmm skal ekki segja, sennilega gubbi?

PP
01:29   Anonymous Nafnlaus 

Þú ættir eiginlega að setja upprunalegu myndina líka á bloggið, það er eiginlega sick hvað hægt var að laga hana
09:10   Blogger Hjörleifur 

Rétt að ég er vinstra megin.
09:26   Blogger Joi 

Rétt
10:14   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
kaffi kaffi kaffi kaffi kaffi kaffi....
Þökk sé nýju kaffivélinni þá er ég búinn með 3 caffe con panna og tvöfaldan espresso og vinn nú á þreföldum hraða, enda veitir ekki af.

Ekkert mikið af frétta af nágrönnunum, en þegar ég hjólaði heim í gær og varð litið rétt sem snöggvast inn um eldhúsgluggan hjá þeim sá ég fullt af pappakössum og vaknaði veik von um að þau væru að flytja, enda sjálfsagt búin að fá bréf frá Intrum, en svo getur náttúrulega líka verið að þau hafi bara verið að pakka niður dóti til að selja í kolaportinu svo þau geti verið doldið lengur í húsinu. En maður veit aldrei, einhverntíman tekur þetta enda.

Jæja, best að fá sér meira kaffi....
    
föstudagur, júní 25, 2004
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Nú fer að harna í ári hjá þeim, þar sem að Intrum Justica er farið að innheimta og nú er komið að því að stórir reikningar fara að láta sjá sig, þar sem að planið er að breyta húsinu og garðinum fyrir ca 4 millj. samanlagt og þau eru með ca 15-17% af því sem gerir ca. 650000 kr.
Svo erum við líka með lögfræðing hjá húseigendasamtökunum sem aðstoðar okkur í þessu máli.

Annars þá hafa þau róast aðeins og er ekki partý alla virka daga nú orðið, bara suma.
    
|
Skrifa ummæli
Í góðum fílíng
Er að hlusta á Guns 'N Roses núna, er bara kominn í helvíti gott stuð hér í skjálftapikkinu og er ekki frá því að maður vinni hraðar við að hlusta á þungarokk í vinnunni. Maður verður eitthvað svo hýper súper dúper og svo bætir maður við nokkrum kaffibollum maður er bara kominn í góðan fíling.

Annars er það að frétta af hrinunni fyrir mynni Eyjafjarðar að hún er nú heldur í rénum, en það slæðist þó einn og einn skjálfti inn öðru hvoru.
    
fimmtudagur, júní 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Nick Cave
Ég hef hlustað ansi mikið á Nick Cave undanfarna mánuði og má segja að ég hafi hlustað meira á hann en aðra tónlistarmenn. Ég er alltaf að uppgötva meira og meira hvað þessi maður er mikill snillingur bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Lögin eru flott með snilldar textum og hann flytur þau á sinn hátt með hæfilega hráum hætti. Ætli ég verði ekki bara að segja að þessi maður er uppáhalds tónlistarmaðurinn minn í dag og hreint grátlegt að missa af tónleikunum með honum þegar hann kom til Íslands. The Mercy Seat er að öðrum ólöstuðum hans besta lag að mínu mati og hreint út sagt magnað. Hlustaði nokkrum sinnum á það í evrópuferðinni og Sonja var líka farin að vera mjög hrifin af því. Nick Cave er maðurinn!
    
Ég er sammála, þetta er mjög gott blögg! Ég hef lengi ætlað að gefa Tom Waits tækifæri en ekki komið mér til þess (er með 15 diska með honum).
13:05   Blogger Joi 

Jújú þetta er ágætis blögg. Ekki verra en hvað annað...:-)
14:42   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 24/6/2004 II


Tvær myndir í dag.
Flæðarmálið í höfninni hjá kastalanum fyrir utan Yalta.
    
Ég ætla að tileinka Sigga þessa mynd!
10:28   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Útskriftarhópur


Sér einhver hvar ég er?
    
Efst fyrir miðju, beint ofan við skólastjórann (kallinn sem situr neðst í miðjunni)
16:09   Blogger Hjörleifur 

Skólastjórinn er reyndar kona.
16:24   Blogger Joi 

En hún er í karlastarfi
17:34   Blogger Hjörleifur 

Já ég veit, þetta er allt mjög dularfullt!
17:57   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Deep Purple
set inn nokkrar myndir af tónleikunum teknar á símann minn. Frábærir tónleikar og allt það. Á mynd 2 sést Roger Glover bassaleikari í rauðu vinstra megin á sviðinu en 2 draugar þarna hægra megin, Steve Morse gítarleikari (lengst til hægri) og Ian Gillan söngvari.




    
|
Skrifa ummæli
Tónleikar
Í gær var góður dagur, fínn dagur í vinnunni, svo eftir vinnu var farið heim til Jóhanns og horft á 2 leiki í einu og nokkrir bjórar drukknir. Nú eins og flestir vita þá eru Germanar úr keppni og vakti það mikla lukku hjá okkur slembibræðrum. Eftir þetta vorum við vígreifir og tilbúnir að fara á tónleika, en ætluðum að hlusta 1-2 lög með Purplinu áður farið yrði. En í þetta sinn hafði Hjölli vit fyrir okkur hinum sem voru búnir með 2-3 bjóra og sagði að við ættum nú að fara að drífa okkur þar sem kl. var að verða 21.00.
Mikið var það rétt hjá stráknum því 4 mínútum eftir að við komum þá byrjaði fyrsta lagið hjá þeim. Eftir það runnu slagararnir í gegn, einn af öðrum og stórskemmtilegir tónleikar. Aldurinn þarna var frá 6 ára og upp 70 ára þ.a. við vorum í góðu meðaltali og leið manni eins og unglingi aftur.

All in all fínn dagur í lífi Árna Hrannars - þó var morgunninn í ryðgaðra lagi, en ég var þó kominn í vinnu um 8.30 og er kátur.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 24/6/2004


Kómísk mynd af Sonju og einhverju rassgati. Mynd tekin í siglingu við Yalta á Krímskaga í Úkraínu.
    
Eru engar myndir af Jóa á rassgatinu?

-Burkni-
12:44   Anonymous Nafnlaus 

Það er eins og jói hafi verið að taka mynd af rassgati, en Sonja hallað sér aðeins inn á myndina til að gera þetta ekki jafn augljóst
13:27   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli


Richie Richard and Eddie Hitler
    
Ég veit ekki hvort það sé hægt að fá þá á Íslandi á DVD, en einhverjar videoleigur eru með þá á VHS. Ég á flesta þættina á VHS og á öll uppistöndin með þeim á VHS og DVD. Ég er að spá í að panta mér allar þrjár seríurnar á DVD frá Amazon ásamt seinni seríunni af Young ones.
12:06   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Deep
Deep Purple voru bara ansi þéttir í gær og tónleikarnir í heild betri en ég bjóst við. Við ætluðum reyndar að neita að fara af tónleikunum þangað til þeir myndu spila Child in Time en gáfust fljótt upp á því. Fórum bara heim til mín og hlustuðum á það í græjunum. Það hefði verið brjálæði að missa af þessum tónleikum.
    
miðvikudagur, júní 23, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 23/6/2004


Fólk er sennilega orðið þreytt á þessari mynd en ég var að laga hana út frá upprunamyndinni og því er þetta mynd dagsins.
Gamall dapur maður í Sighisora í Rúmeníu.
    
Kannski er hann að gráta það að Ítalir féllu úr keppni í gær.
13:33   Blogger Árni Hr. 

Af hverju ætti Rúmenskur maður að gráta það?
13:41   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
GMail
Er búinn að skrá mig inn á póstþjónustuna GMail sem er líkt og hotmail ókeypis þjónusta en er rekin af Google. Þetta á víst að vera byltingakennd póstþjónusta sem er á tilraunastigi og býður upp á 1000 mb af plássi. Póstfangið mitt hjá þeim er gudbjargarson@gmail.com.
    
|
Skrifa ummæli
Pálmi
Pálmi mættur í vinnuna með gos og majónes samloku í morgunmat.
    
Það var pepsí í gær og remúlaðisamloka er það ekki?
09:40   Blogger Joi 

Ja, ég myndi a.m.k. mæla með því við börnin mín að borða þetta í morgunmat.
09:41   Blogger Joi 

Þetta blogg er bæði lítið og lélegt

Siggi Óli
10:01   Anonymous Nafnlaus 

Til hamingju Sigurður!
10:31   Blogger Joi 

eru þetta ekki allt of miklar athugasemdir um svona lítið og lélegt blögg
11:47   Blogger Hjörleifur 

Þetta er greinilega merkilegra blögg en menn vilja meina!
12:50   Blogger Joi 

Jói: Hvaða börn?
-Burkni-
13:05   Anonymous Nafnlaus 

gaman að sjá hvað athugasemdirnar gera mikið fyrir lítið blögg og sannast þar málshátturinn "margt smátt gerir eitt stórt"
14:10   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, júní 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Skjálftablögg
Það er búin að vera hrina í gangi í minni Eyjafjarðar og er ég nú búinn að fara yfir 143 skjálfta síðustu 2 daga, en það gerir að meðaltali, sem er ágætur slatti. Svo er maður líka á tölvubakvakt og kom upp bilun í nótt og ég var því kominn í vinnuna fyrir 6 í morgunn, en þar sem að það var partý hjá nágrönnunum (að venju) þá sofnaði ég ekkert fyrr en um 2 leitið (var a vísu að lesa Da Vinci lykilinn, svo mér leiddist nú ekkert og sofnaði svo út frá bókinni sennilegast um 2 leitið), en síminn hringdi um 20 mínútur yfir 5 svo ekki var nú svefninn langur.
Nú er ég að verða búinn að pikka skjálfta í allan dag (svipuð hreyfing og að leggja kapal í tölvu í 10 klukkutíma og heilinn verður jafn steiktur fyrir vikið).

Nú ætla ég því bara að drulla mér heim, horfa á Svía og Dani gera 2-2 jafntefli, eða Ítali tapa fyrir Búlgörum og taka því bara rólega í kvöld. Það er vonandi að þessi hrina fari nú að taka enda.
Svo má líka stalka mig í dag, þar sem að það var vitnað í mig í útvarpsfréttum og hjá mogganum.

Mér líður eins og ég sé kominn með svefngalsa (og smá hausverk).
    
|
Skrifa ummæli
Skipulag á myndum
Ég pæli oft í því hvernig maður eigi eiginlega að vinna með þær myndir sem maður er að taka, þ.e. ef maður tekur 300 myndir yfir eina helgi hvað maður eigi eiginlega að gera við þetta allt, þ.e. hvað maður eigi að henda (ef einhverju þá). Ég er engu nær um þessa miklu ráðgátu en hérna er ansi gott freeware forrit sem hjálpar manni að fara yfir þetta fyrsta stig og flokka myndirnar í það sem maður ætlar að vinna betur, geyma, henda o.s.frv. Virðist vera ansi gott forrit og er auk þess ókeypis.
Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 22/6/2004


Þemað sem Siggi bað um í dag: "Litlu lögin hans Bubba". Undirtitill þessarar myndar er: "Ég hef staðið við gluggann, heyrt hann tala um komandi harðræði, nístandi él".

Framhlið á húsi í einhverju húsasundi í Warshaw. Ef glöggt er skoðað má sjá Dýra litla sem var lukkudýrið okkar í ferðinni standa á steini.
    
Þokkaleg mynd sem passar við lagið, en ég hefði nú viljað sjá frumlegri nálgun á meistaran
13:36   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Pistill frá Sigga
Jæja, Siggi hefur sent frá sér pistil og við skulum bara setja hann inn án ritskoðunar:

Af spjátrungum, góðborgurum og öðrum þjóðfélagsþegnum
Þegar opna skal kaffihús er vert að hafa margt í hug. Svo sem staðsetning, verðlagning, æskilegir gestir, óæskilegir gestir, starfsfólk, aðbúnaður og svona mætti lengi telja. Skipta má kaffihúsum/börum í nokkrar lykilkatagoríur
  1. Settleg kaffihús, þetta eru kaffihús sem keyra á kellingar sem kaupa kaffibolla og gulrótarköku með gervirjóma, en vöruúrval og staðsetning oft á tíðum er þess eðlis að þeir sem eyða peningunum, oft á tíðum óþolandi spjátrungar, sjá sér ekki fært að mæta.
  2. Fínu kaffihúsin fyrir fallega og fræga fólkið. Þarna eru um að ræða stað þar sem fallega og fræga fólkið kemur saman og suðsvartur almúginn getur minglað með ef þeir mæta snemma um helgar, því svona staðir fara í manngreinarálit og hleypa bara sumum inn eftir tólf. Munur á þessum kaffihúsum og þeim settlegu er að staðsetning og vöruúrval nægir til að spjátrungarnir fylgi kellingunum inn og eyðar þar af leiðandi peningum, en um leið og kellingunum finnst þessir staðir orðnir þreyttir þá hætta þær að mæta og spjátrungarnir fatta það c.a. mánuði síðar af því ekkert hefur hlaupið á snærið hjá þeim og hætta er á að staðurinn fari á hausinn í kjölfarið.
  3. Hefðbundnir barir eru trúir málstaðnum og fylgja í raun fáum straumum og stefnum og gefa sig í raun út fyrir fátt annað en að selja brennivín, sumir reyna að ginna fólk til að drekka brennivín hjá sér með því að spila á gítar fyrir gesti eða eitthvað slíkt en sumar hafa ekki einu sinni tónlist, láta bara gestina sjá um að skemmta sér og öðrum. Ekki er hægt að ganga út frá neinu við rekstur svona staða, sumir ganga vel og aðrir illa og erfitt er að sjá hver ástæðan er, eina sem virðist nokkuð ljóst að ef bar er opnaður í húsnæði þá virðist hann komin til að vera hvort sem eigendaskipti eiga sér stað eða nafninu breitt. Þetta bendir til þess að ef vel er á spöðunum haldið þá sér þetta nokkuð öruggt bet að veðja á hefðbundin bar.
  4. Kaffihús og mötuneyti hinna vinnandi manna
    Kaffivagninn, Múlakaffi, Kaffi strætó, Kænan og fleiri staðir flokkast í þessa katagoríu, virðast margir hverjir ganga vel enda erfitt annað þegar kleina kostar á sjöunda hundrað. Hins vegar hefur mér alltaf fundist vanta í þessa katagoríu stað sem inniheldur kojur þannig að menn geti tekið sér smá blund eftir hádegis eða kvöldmat.
Sjálfsagt er hægt að greina þetta enn frekar en ég hef ákveðnar efasemdir um stofnun settlegs kaffihúss vegna þess að spjátrungana vantar en einhver þarf að draga vagninn og borga brúsan, staður fyrir fallega og fína fólkið er áhættusamt en ég held að svarið liggi í nýjungum og að tengja kojur við settlegu kaffihúsin eða eitthvað annað biltingarkennt. Hver er viðbrögð manna við þessum hugmyndum?
    
En ef barinn verður opinn seint um helgar þegar sauðdrukkinn almúginn er að tjútta í bænum verða þá kojurnar ekki misnotaðar og barinn fær á sig vafasamann stimpil?
Ég held að bókakaffihús þar sem smáatriðin eru gerð rétt sé málið. Fórum á þannig stað í Kiev og sá staður var alveg að virka og virtist vera mjög vinsæll.
12:46   Blogger Joi 

Bókakaffi með kojum gæti verið máli, en ég verð reyndar að segja að ég hefði nú oft viljað nýta mér stað með kojum þegar maður hefur ranglað sauðdrukkinn um miðbæjinn
12:49   Anonymous Nafnlaus 

Hefur Pálmi áhuga á því að skoða þessar kaffihúsapælingar með okkur og vera jafnvel með í dæminu ef af verður?
13:59   Blogger Joi 

Enda er ekkert detail tilbúið og við erum að pæla í málunum og Siggi og Ánni eru að meta kostnað í sitthvoru lagi og ég og Hjölli að pæla í hugmyndum sem láta svona dæmi ganga og virka. Þú mátt endilega koma með hugmyndir.
14:48   Blogger Joi 

Þá er biðin á enda. Ágætis úttekt á kaffihúsauppátækjapælingum.
Þar sem að þetta á að vera kaffihús (en ekki pöbb), en sem uppfyllir þær kröfur sem passar við okkar áhugamál, endar þetta þá ekki bara með því að þetta verður staður fyrir óvirka alka, sem vilja horfa á fótbolta án þess að falla (það er kannski ekki svo galin hugmynd, er til nokkur svoleiðis staður). Þá er möguleiki á að Hemmi Gunn líti við.
17:58   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Spurning hvort að uppáhalds síður okkar slembara herna hægra meginn á síðunni sé ofaukið og við ættum að taka þær í burtu? Hvað segja menn um það?
    
Ég vil hafa þetta inni en með breyttu formi, í stað uppáhaldssíðna, reyndar kanski hægt að hafa topp 5 uppháld yfir alla slembara þannig að sama síðan sé ekki að álpast inn, en væri ekki gaman að hafa síður vikunnar eða heita linka eða eitthvað slíkt.

kv Siggi Óli
10:00   Anonymous Nafnlaus 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
10:01   Anonymous Nafnlaus 

Þið hafið allt það tækifæri sem til er að breyta linkunum. Þið getið breytt þeim sjálfir eða sent mér breytinguna í tölvupósti og ég sett hana inn.
12:30   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Samtal
Haukur: Svo þarf ég að fara með bílinn upp á þjóðminjasafnið í hádeginu.
Pálmi: Ég vissi ekki að bíllinn þinn væri svona gamall.
    
|
Skrifa ummæli
"Á þessum tíma var það algengt að útgáfufyrirtæki væru rekin af fólki sem hafði ástríðu gagnvart tónlist. Bókhaldarinn var þá með skrifstofu úti í horni og taldi peningana, það var hans eina hlutverk. Nú er þetta öfugt, bókhaldarinn ræður öllu og tónlistin sem slík skiptir mjög litlu máli. Tónlist í dag er í slæmum málum, örlög hennar eru í höndum fólks sem hefur ekki áhuga á tónlist."
Roger Glover
    
mánudagur, júní 21, 2004
|
Skrifa ummæli
23. júní nálgast óðfluga eins og óð fluga
    
hvað gerist þá?
gkth
16:29   Anonymous Nafnlaus 

Deep Purple
11:59   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Skjálftavaktin
böns af skjálftum fyrir norðan land, enginn hefur slasast og er hjálparstarf ekki á leiðinni, né hafa sameinuðu þjóðirnar boðið fram aðstoð sína.
Sjálfvirk úrvinnsla síðustu 48 tímana
    
böns af skjálftum
16:23   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Opið bréf til Sigga
Ég skora hér með á Sigga að endurvekja vikulega pistla sína og halda dampi í þeim. Þeir sem vilja skora á hann vinsamlegast skrifa athugasemd undir þetta blögg takk.
    
ég byrjaði að bíða í síðustu viku og bíð enn
14:27   Blogger Hjörleifur 

Það er allveg ljóst að von er á pistlum

kveðja frá rödd grasrótarinnar Sigga Óla
14:41   Anonymous Nafnlaus 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
14:41   Anonymous Nafnlaus 

Pistlar hans er góð tilbreyting í sumarylnum. Endilega ekki gefast upp strax.
15:46   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 21/6/2004


Ég bað Sigga um að velja þema fyrir mynd dagsins og hann bað um: "Muster Mammons og tilgangsleysi auðhyggjunnar". Ég veit ekki alveg hvað hann meinar með því en mér fannst þessi falla ágætlega undir musteri.

Prestur að blessa einhverja konu og almættið lætur ljós sitt skína. Mynd sem Sonja tók fyrir framan aðal kirkjuna í Kiev í frábæru veðri á hárnákvæmum tíma.
    
Glæsileg mynd sem hentar þema dagsins em er "Musteri Mammons og tilgangsleysi auðhyggjunnar" hvað er einmitt tilgangslausara og svívirðilega auðsöfnunn krikjunnar til byggjingar steinstyptra og gullskreytra minnisvarða sjálfum sér til dýrðar.
13:34   Anonymous Nafnlaus 

Frábær mynd, eiginlega of flott, ef það er þá hægt
14:23   Blogger Hjörleifur 

Ég held reyndar að Jóhann eigi heiðurinn af þessari trúarlegu athöfn!
18:13   Blogger Sonja 
|
Skrifa ummæli
Kaffihús
Við Hjölli og Árni göngum nú með þá hugmynd í maganum að opna kaffihús sem væri svona súfistakaffi bara unnið betur, þ.e. vinna betur úr smáatriðunum. Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum en vitum reyndar ekki hvað þetta dæmi gæti kostað. Skemmtilegt ævintýri ef við látum einhvern tíman verða af þessu. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði því þá stelur bara einhver hugmyndinni. Við Sonja fórum á kaffihús í Kiev sem var frábært og við vorum þá að pæla í að stela bara þeirri hugmynd og opna stað í Reykjavík því það voru margar skemmtilegar hugmyndir í því kaffihúsi. Ánni er búinn að athuga hvort Starbucks sé að koma hérna en það er því miður einhver búinn að sækja um það merki, enda hefði það örugglega verið alltof dýr og stór pakki fyrir okkur, og hefði ekki gefið okkur sama svigrúm í að þróa okkar hugmyndir. Hvað finnst Sigga annars um þetta mál?
    
Mér lýst bara stórkostlega á þessa hugmynd og bíð fram starfskrafta mína ef á þarf að halda á þetta kaffihús. Ég veit reyndar til þess að keðja eins og Subway er hugsuð þannig að einstaklingur af götunni á að ráða við það að opna eigin stað þannig að spurningin er hvort ekki sé sama hugsun með kaffihúskeðjur eins og Starbucs og fleiri varðandi þau mál.
Ég er gríðarlega ánægður með þetta blogg frá Jóa og lofa hér með pistli á morgun

kv siggi óli
09:50   Anonymous Nafnlaus 

Starfskraftar = Vinna + fjármagn?
09:54   Blogger Joi 


09:57   Anonymous Nafnlaus 
sunnudagur, júní 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Athugasemd á myndasíðuna
Við Sonja vorum að fá ansi gott comment á myndasíðuna okkar frá einhverjum Berto:

You have a very good eye.
I just can't believe how your point and shoot digital camera performs.....Hell, im dumping my professional equipment and getting your camera....It seems to handle shadows and more impressively the highlights quiet well. I have sent several of your photos to professional friends of mine who shoot digital for them to see....Hell, I think we have overpaid for our pro cameras and pro Nikon lenses.......Keep up the great work.
    
Þetta eru alvarlegar ásakanir :-)
Neinei, ég hef ekki hugmynd hver þetta er enda fara margir inn á myndasíðuna þar sem hún er demo gallerí hjá þeim, þ.e. á forsíðu smugmug.
16:20   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 19/06/2004


Fólk á leiðinni úr vinnu í Kiev. Sólin var alveg blindandi og okkur Sonju datt í hug að prófa að taka myndir á móti sólu og reyna að fá fram skuggana sem komu þar fram. Ég er ekki alveg viss um að þessi mynd sé góð, en ég tók nokkrar og þessi er þeirra skást. Lagaði hana aðeins til í Photoshop og hun er mun flottari svona í svarthvítu.
    
Sammála Pálma frábær mynd
10:54   Anonymous Nafnlaus 

jamm, enn eitt snilldarverkið
14:25   Blogger Hjörleifur 

Þú ert með öðru orðum að segja að Á móti sól sé uppáhaldsbandið þitt?

Burkni
16:34   Anonymous Nafnlaus 
laugardagur, júní 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Bónus
Tók vel á því í ræktinni áðan og er nú 83,1 kg. sem er um 1,5 kg. lægra en þegar ég fór síðast í ræktina áður en ég fór út. Það þýðir að ég hafi nú lést eitthvað úti en við gengum ansi mikið og það hefur skilað sér í grennri Jóa. Það var reyndar feitur og ljótur kall sem var að lyfta þarna líka og tækin voru rennandi blaut af svita eftir hann og var eins og það væri búið að hella vatni á þau. Hann hafði ekkert með sér til að þurrka af og ég þurfti því að stýra framhjá þeim tækjum en þau voru a.m.k. vel merkt hjá kallinum og engin hætta að setjast í svitann eftir hann. Ótrúlegt samt hvað sumt fólk er tillitslaust, ætlast greinilega til þess að fólk baði sig í svitanum af sjálfum sér eða það er bara svona ómeðvitað og veit ekki að það kemur sviti þegar það reynir á sig.

Ég fór síðan í bónus til að versla í matinn og þar handlék ég svona útlenskar dverggulrætur og þá gekk að mér kona og sagði mér að þessar gulrætur væru með allskonar aukaefnum og drasli sem væri búið að sprauta á þær en íslensku gulræturnar væru mun betri og væri hún vön að kaupa þær. Ég henti því pokanum frá mér og fór að ráði hennar og keypti mér íslenskar risagulrætur.
Ég beið síðan í röð til að komast á kassann í c.a. 15 mínútur og þá fór ég að hugsa um það hvort það borgi sig að fara í bónus og vera lengur að því heldur en t.d. 10/11 því tími er peningar og kannski ekki hægt að dæma þetta alveg á því hvað kassakvittunin segir.
    
|
Skrifa ummæli
Ræktin
Vaknaður fyrir kl. 8 í morgun og ætla núna að drífa mig í ræktina og síðan vinna aðeins áður en ég horfi á leikina í dag.
    
Ég vaknaði klukkan 8.00 í morgun og dreif mig í ræktina líka - er nú í vinnunni áður en ég mæti í boltann til Jóhanns.
10:41   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Gönguleiðir
Þetta er ótrúlega flottur vefur fyrir þá sem eru að spá í gönguleiðum í sumar: Ganga.is
    
föstudagur, júní 18, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 18/06/2004


Þessa mynd tók ég af Sonju (eða auganu hennar) í Kiev. Við höfðum gengið lengi og hún fór að fá hellur fyrir eyrun hvað eftir annað. Við ákváðum að hvíla okkur á bekk og hún lá á mér og þá náði ég þessari mynd.
    
|
Skrifa ummæli
War Photographer (2001)
Er að spá í að panta mér þessa mynd ... held að hún sé ansi góð: War Photographer (2001)
    
Sigurður Óli óumdeylanleg rödd grasrótarinnar mun láta á finna fér sér í gagnrýni fyrr en varir, bíðið spennt
15:54   Anonymous Nafnlaus 

já hún virðist vera mjög áhugaverð
15:55   Blogger Hjörleifur 

Sigurður Óli óumdeilanleg rödd grasrótarinnar mun láta finna fyrir sér með hárbeyttri gagnrýni á næstunni
15:57   Anonymous Nafnlaus 

Ég er byrjaður að bíða
16:09   Blogger Hjörleifur 

Ég bíð líka!
18:03   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
EM hornið


Hmmm ... það er kannski hægt að segja að við séum "sell-outs" og séum búnir að selja sálu okkar til styrktaraðila.
    
Andskotinn ... ég ætlaði að setja inn myndina þar sem við vorum allir með sólgleraugu en sá eftirá að þetta er röng mynd :-(. Jæja, skiptir ekki öllu máli.
14:16   Blogger Joi 

Allt frægt fólk selur sálu sína styrktaraðilum, sjáðu t.d. alla fræga íslenska poppara og alla fræga íslenska leikara.
Svo þetta er skref í rétta átt.
14:59   Blogger Hjörleifur 

viltu ekki bara setja hina myndina líka (eða bara skipta út)
15:00   Blogger Hjörleifur 

Þetta er helv. flott mynd að mínu mati.
15:28   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
17. júní
17. júní var óvenju rólegur dagur miðað við 17. júni. Vaknaði um hádegisbilið og var með einhvern flensuskít. Horfði á leiki gærdagsins með öðru auganu og fór svo til Jóa að horfa á leiki dagsins. Fór svo bara heim og bjó mér til Royal búðing (var undir áhrifum Jóa) og þeytti rjóma með honum og var þetta hinn ágætasti kvöldmatur. Horfði svo á bíómynd kvöldsins á Skjá 1 og fór svo að sofa.

Þetta var því ekki ósvipaður dagur og venjulegur vetrardagur. Þ.e. vakna seint og fara í vinnuna, koma heim, borða og bíða eftir því að maður verði meðvitundarlaus svo maður geti vaknað aftur daginn eftir og farið í vinnuna. Svo kemur sumar og ekkert breytist.
    
Frábært blögg ... til hamingju!
13:24   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Sýn
Ég sagði upp áskriftinni að Sýn áður en ég fór til útlanda og er að spá í að hætta bara alveg með hana. Þau hringdu í mig fyrir tveimur dögum síðan og buðu mér að borga fyrir næstu tvo mánuði og fá hálfan mánuð ókeypis ef ég myndi halda áfram, og þá myndi ég líka haldast inni í M12 ... ég sagði NJET!
Þeir eru búnir að missa enska boltann (ef að líkum lætur) og eina sem mér finnst spennandi hjá þeim næsta vetur er evrópukeppni meistaraliða, en ég get svosem alveg lifað án þess að vera með þetta og sparað næstum 4000 krónur á mánuði.
    
Þetta er jafn mikið og ein ferð til útlanda á ári, eða 96 stórir bjórar á Players.
13:34   Blogger Hjörleifur 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
13:34   Blogger Joi 

Já, mér finnst þetta of mikill peningur miðað við hvað maður horfir sjaldan á þetta.
13:34   Blogger Joi 

Sýn fer ekki af mínu heimili það er nokkuð víst. Þú missir líka af Boltanum með Guðna Bergs, hann verður á sýn næsta árið.
15:31   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 17/06/2004


Hef reyndar sett þessa mynd inn áður en ég lagaði hana aðeins meira til og ákvað að hafa hana sem mynd dagsins í dag. Hún var tekin fyrsta heila daginn okkar í Warshaw í Póllandi. Við duttum niður á hersýningu og í lok þeirrar sýningar tók ég þessa mynd af mótmælendum að mótmæla inngöngu Póllands í Evrópusambandið.
    
miðvikudagur, júní 16, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 16/06/2004


Einmanna hjól í húsasundi í litlum smábæ í 5 Terra. Hvaða stærð á myndum finnst mönnum annars best að fá inn á bloggið, þessa (medium) eða það sem ég er vanur að setja (large)?
    
mynd tekin af biluðum manni af biluðu hjóli....

(Jói sagði mér að skrifa comment....)

H
12:50   Anonymous Nafnlaus 

Mér finnst medium fínt, ÁHH.
12:54   Anonymous Nafnlaus 

medium er fínt (Ég skrifaði þetta án þess að Jói hafi sagt mér að skrifa þetta)
13:25   Blogger Hjörleifur 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
16:03   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Leigubílar
Kóreskir leigubílstjórar í þúsundatali efndu til mótmæla í Seoul í dag en þeir eru ósáttir við laun sín og starfskjör og beindu spjótum gegn ríkisstjórn landsins. Einnig mótmæltu starfsmenn sjúkrahúsa kjörum sínum. Leigubílstjórarnir efndu til verkfalls með því að leggja bifreiðum sínum á götur rétt hjá þinghúsinu í Seoul og komst enginn leiðar sinnar um þær á meðan

Leigubílstjórar í A-Evrópu ættu bara að taka þá í námskeið í að svíkja og pretta ferðamenn ... það ætti að hækka launin hjá þeim.
    
Ertu fórnarlamb Austur evrópskra leigubílsstjóra?
12:01   Anonymous Nafnlaus 

Já. En fólk má skrifa undir athugasemdirnar sínar með nafni.
12:07   Blogger Joi 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
12:13   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Prófa fyrirsögnina
Sniðugt að hafa fyrirsagnir, og betra að geta séð athugasemdirnar strax í blögginu, en bara einn galli á þeim að utanaðkomandi þarf annaðhvort að skrá sig á blöggið, eða skrifa bara sjálfur nafnið sitt neðst í skeytið en þá kemur alltaf upp Anonymous sem athugasemdarmaður, en nú ættu allar athugasemdir að geymast en ekki gleymast eins og áður.
    
Já, ég er sammála þessu en ég held samt að þetta sé mun sniðugra en það sem við vorum með þó þetta hafi líka slæmar hliðar.
10:41   Blogger Joi 
þriðjudagur, júní 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, við Hjölli ákváðum að setja inn nýtt athugasemdakerfi hérna því blogger er farinn að bjóða upp á slíkt. Gamla kerfið sem við vorum með virðist henda athugasemdum sem voru eldri en c.a. 3 mánuðir sem er alveg glatað. Þegar sett er inn athugasemd núna merkir maður við sig sem notenda (ef maður er notandi af blogger) en annars notar maður anonymous og passar sig að setja nafnið sitt undir athugasemdina sjálfa svo við vitum hver hefur sett þetta inn.
Skemmtilegt væri að fá athugasemdaumræðu hérna um þessar breytingar.
    
Við settum líka inn að það er hægt að setja inn fyrirsögn á hvern blögg. Það er hinsvegar hægt að sleppa fyrirsögninni ef menn vilja.

Gaman væri að fá viðbrögð manna við þessum breytingum.
23:50   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Fótbolti og fótbolti og fótbolti og ég er farinn heim að horfa á fótbolta.
    
Já, ætli ég fari ekki bara að drífa mig heim líka.
17:37   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Ég prófaði aðeins að fikta með myndina af gamla manninum og setja hana í svarthvítt og mér sýnist hún verða miklu betri þannig. Ég reyndar er ekki með frummyndina þannig að hún er gróf svona þannig að ég geri þetta bara almennilega síðar:

    
mánudagur, júní 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Ferlega hafa menn verið latir í blögginu undanfarið ... eru menn hættir að nenna þessu? Hvar eru BjaKK, Árni og Hjölli??? Það að hafa mikið að gera er léleg afsökun því menn geta alltaf fundið sér 5 mínútur öðru hvoru.

Ég var rétt í þessu að sækja um aðild að Lífeyrissjóði verkfræðinga og geri ráð fyrir að fá þar inn. Annars er allt mjög gott að frétta. EM hornið er að gera góða hluti og mikið að gera í vinnunni, þannig að ég er bara mjög sáttur.
    
fimmtudagur, júní 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Sonja situr nuna vid sundlaugarbakkann og sotrar raudvin og skrifar i dagbokina sina. Vid vorum ad koma heim a hotelid eftir frabaerann dag thar sem vid skodudum baeina i Sinque Terra svaedinu. Eg er mjog hrifinn af thessu svaedi og a sennilega eftir ad koma aftur hingad thvi natturufegurdin er engu lik.

Menn hafa verid latir i athugasemdunum en eg aetla samt ad setja inn nokkrar myndir i vidbot thar sem thetta er sidasti dagur ferdalagsins.

Gluggi i Dracula kastalanum:


Gomul kona ad halda ser a bordinu eda mottunni:


Svona er innandyra i forsetaholl Chaschesku:


Gamlar konur ad spjalli:


Gamall madur i Sigisoara:


Hestvagn i Sinaia i Rumeniu:


Joi ad leika vid dyrin i Kiev:


Enn ein gomul kona. Thissi var ad spranga um i Sinaia:


Jaeja, laet thetta duga i bili. Aetla ad fara ad koma mer i bad og sidan i rumid thvi vid thurfum ad leggja snemma af stad til Genoa til ad taka flug til London.
    
|
Skrifa ummæli

Utskriftarkaffi

Allir ad muna eftir utskriftarkaffi heima hja mer a laugardaginn kl. 16.
    
þriðjudagur, júní 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Jaeja, erum komin til Portafino a Italiu thar sem fina og rika folkid heldur til. Hittum Johonnu vinkonu Sonju i dag i Milano og var thad mjog gaman. Milano er mjog stor og falleg borg.

Steinunn, foreldrar thinir koma med tolvu til thin ut thannig ad thu getur bloggad sem aldrei fyrr og sett inn myndir.

Herna koma fleiri myndir:

Vid Sonja akvadum ad fara ut ad borda i Brasov i Rumeniu og a leidinni baettust alltaf vid fleiri og fleiri og a endanum vorum vid 9 i mat (Portland Pete bordadi ekki). Merkilegt ad hitta svona marga sem madur thekkti fra Bucharest i thessum bae, var eins og vid hefdum buid tharna lengi. Thessi mynd var tekin a stadnum sem heitir Bella Musika eda eitthvad slikt. Sonja er ekki a myndinni thvi hun sa um ad taka hana:


Herna erum vid i Yalta i Ukrainu:


Sonja a hestbaki i Rumeniu:


Eldri borgarar i Brasov i Rumeniu ad lata taka mynd af hundinum sinum:


Brasov i Rumeniu:


Sonja ad taka mynd af innganginum i kastala Drakula i Rumeniu:


Svona lita hostel ut. Thetta er i Bucharest:


Krakki ad leik i Sighisora:


Konuthing i Sighisora:


Ut um klukkuturninn i Sighisora:


Gomul kona i Sighisora:


Ljosmyndafyrirsaeta a Yalta:


Guddomlegur ljosmyndari i Kiev:


Jaeja, thetta er ordid miklu meira en nog i bili og thad kemur kannski meira inn naestu daga ef thid verdid dugleg ad setja inn athugasemdir.

Vid verdum herna a rivierunni fram a fostudagsmorgunn en tha verdur haldid heim a leid. Hotelid er bara mjog fint og thad er svona italskur fjolskyldubragur a ollu, og bara italir a hotelinu. Nedsta haedin er ad storum hluta veitingastadur og thad er opid ut ad sundlauginni, og allt mjog frjalslegt og skemmtilegt.
    
|
Skrifa ummæli
Ágætis stuð hjá nágrönnunum í gærkvöldi. Eftir að ég kom af leiknum í gær (FH - ÍBV : 2-1 ) þá var smá partý að byrja og um 10 leitið fór lýðurinn út á djammið.
Svo þegar Eraser var í sjónvarpinu (skjár 1) komu skötuhjúin heim öskrandi full (en það fylgja því yfirleitt nokkur öskur og læti þegar þau eru full) og lokuðu sig inni með látum. Nokkrum mínútum síðar þá var kellingin að rembast við að henda kallinum út, en gekk nú ekkert of vel og reyndu þau að slást eitthvað þarna í dyragættinni en gekk nú frekar illa sökum ölvunar og á endanum lágu þau bæði á gólfinu fyrir framan hurðina (innandyra þó). Þau stóðu nú upp aftur og reyndu að rífast svolítið meir og svo fór að kellingin fór bara út og var komin út á götu þegar hann kom hlaupandi á eftir eins og hann ætti lífið að leysa og náði henni og þau féllust í faðma og voru orðnir bestu vinir og allt var í góðum málum og þau héldu upp á þetta það sem eftir var nætur með einhverjum vini sínum sem var inn í íbúðinni allan þennan tíma, en hefur greinilega ekki nennt að skipta sér af þessu (held meiraðsegja að hann leigi þarna).

Köttur út í mýri settist undir stýri og keyrði á fullum gíri.
    
sunnudagur, júní 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Erum enn i Budapest og aetlum ad taka bat a morgun upp Dona til Vinar og thadan til Itali.

Vid erum buin ad setja inn nyjar myndir og eg aetla thvi ad setja inn slatta nuna.

Sonja ad borda og drekka i Rumeniu:


Skogarbjorn ad leita ser ad aeti i russlinu i Brasov:


Sonja fyrir utan kastalann i Sinaia:


Strakurinn a hestbaki a fullri ferd:


Eg man bara ekkert hvar thetta er:


Hollin hans Sjoshesku (eda hvernig sem thad er skrifad) i Bugarest:


Thessi mynd var tekin i gaer herna i Budapest af bati sem vid snaeddum kvoldverd a:


Eg ad spila sigaunatonlist i Sigisoara i Rumeniu:


Sorgmaeddur kall i Sigisoara:


Eg og Leslie vinkona okkar ad borda i Sigisoara:


Eg ad borda fyrir utan faedingastad Dracula i Sigisoara. Annars tefldi eg 3 skakir vid eldri mann a thessu skakbordi sem er utana bokinni en thad er i einu af bodum Budapest. Eg vann 1 og gerdi 1 jafntefli:


Kona ad borda a McDonalds i Kiev med fitumaelingataeki a bordinu. Nadi ekki mynd af thvi thegar hun maeldi sig.


Herna erum vid ad skoda kirkjur i Kiev:


Laet thetta duga i bili.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar