Í góðum fílíng
Er að hlusta á Guns 'N Roses núna, er bara kominn í helvíti gott stuð hér í skjálftapikkinu og er ekki frá því að maður vinni hraðar við að hlusta á þungarokk í vinnunni. Maður verður eitthvað svo hýper súper dúper og svo bætir maður við nokkrum kaffibollum maður er bara kominn í góðan fíling.
Annars er það að frétta af hrinunni fyrir mynni Eyjafjarðar að hún er nú heldur í rénum, en það slæðist þó einn og einn skjálfti inn öðru hvoru.
|