föstudagur, október 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég er búinn að fylla 120 GB diskinn sem ég keypti mér fyrir tæplega tveimur mánuðum síðan.
    
|
Skrifa ummæli
Skemmtilegt hvað pistillinn hans Árna er enn að gera góða hluti í leitarvélunum (sjá neðstu töfluna)
eXTReMe Tracking
    
|
Skrifa ummæli
Þvottavélasagan er búin að skyggja á föstudagspistil Sigga!
    
|
Skrifa ummæli
Ég legg til að Smjörhleifur skrifi kvikmyndahandrit eftir þvottavélasögunni og við gerum mynd um þetta, sem væri í svona finnskum stíl. Kúrismákki (eða hvað hann heitir) stíll á þessu! Þetta myndi slá í gegn!
    
|
Skrifa ummæli
Þvottavélin

Í gærkvöldi sá ég auglýsingu á netinu (smáauglýsingar á visi.is) og í einni auglýsingu þar var verið að auglýsa þvottavél til sölu, en ekkert verð gefið upp. Ég hringdi því í þetta númer og þá reyndist þetta vera þvottavélaverkstæði og átti til fullt af þvottavélum allt frá 8000 kr og upp í 20000 kr. Þar sem að þvottavélin mín bilaði fyrir 3 vikum og ég hef verið að dunda mér við að þvo í höndunum síðan þá, en var orðin frekar þreyttur á því, þá ákvað ég bara að skella mér á eina vél á 8000 kall. En svo þegar ég sagði manninum að ég ætti aðra vél, sem væri biluð, þá vildi hann ólmur taka hana upp í verðið á hinni vélinni, svo við sömdum um 5000 kall og hann kæmi með nýju vélina daginn eftir og tæki svo mína vél.

Nú í morgunn hringdi ég svo í manninn, en þá spurði hann mig hvort ég gæti nokkuð komið á verkstæðið hans niður í Höfðatúni, það væri rauð súkka fyrir framan, jújú sagði ég og brunaði af stað og kom við í hraðbanka á leiðinni. Það tók mig smá tíma að finna þetta því þetta var ekkert merkt, en það var jú rauð súkka fyrir framan. Ég gekk inn á verkstæðið og þar var allt fullt af þvottavélum og 3 kallar að rembast eitthvað við að koma einhverri þvottavél saman (ég vonaði bara að þetta væri ekki mín vél).
Eftir að hafa staðið þarna í smá stund þá hvíldu þeir sig aðeins og ég greip tækifærið til að heilsa þeim, en þeir höfðu ekkert tekið eftir mér ennþá. Einn af köllunum gekk til mín og spurði mig svo kvaða vél ég vildi fá og hvernig vélin mín væri og hvort hún væri nokkuð eins og þessi og benti á eina vélina. Ég sagði "jú einmitt svona vél, alveg nákvæmlega eins". Hann varð voða ánægður með það því hann var að gera við hana og vantaði varahluti. Ég gat svo valið um 3 vélar hjá honum sem allar kostuðu 12000 kall, en voru líka mun stærri en þessar á 8000. Við sömdum svo um að ég fengi eina svona 12000 kr. vél á 7000 og hann tæki mína vél uppí (það var meiraðsegja hann sem kom með þessa uppástungu).

Nú átti bara eftir að koma þvottavélinni til mín. Fyrst hringdi hann í einn mann og sagði svo við mig: "Við ætlum að sækja einn mann". Ég var ekki alveg viss hvort ég ætti að bíða eða hvað hann ætti eiginlega við, en jú, hann átti einmit við nákvæmlega það sem hann sagði. Við fórum því á mínum bíl, því bíllinn hans (rauða súkkan) stóð fyrir utan með opið húddið og hann kom honum ekki í gang.
Þetta var nú sem betur fer bara stutt (á Hverfisgötuna). Þegar við vorum komnir til baka á verkstæðið (með manninn) byrjaði kallinn að gera við bílinn sinn. Fyrst skipti hann um rafgeimi, en það virkaði ekki og þá sagði maðurinn sem við sóttum að við skildum bara reyna að ýta bílnum í gang. Við ýttum honum smá spöl, en ekki fór bíllinn í gang. Næsta ráð var að draga hann í gang og sá ég um þann hluta og það tókst og rauða súkkan var komin í gang. Næst var bara sett kerra aftaná og þvottavélinni svo skutlað heim. Þeir settu þvottavélina á sinn stað og tengdu hana og tóku gamla skrímslið mitt og ég borgaði 7000 kall.

Nú er ég því orðinn stoltur eigandi nýrrar gamallar þvottavélar og er þegar búinn að setja í eina vél.
    
|
Skrifa ummæli
Annars unnum við báðir í hálft ár sem verkamenn eftir Flensborg.
Mér fannst pistillinn ekki góður ... maður veit ekki alveg hvað hann er að fara með honum. Hann er ekki nógu hnitmiðaður, engar marklegar ályktanir eða niðurstöður.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, komið að enn einum föstudagspistli Sigga, og vonandi er þessi skemmtilegri en sá síðasti en hann var, eins og lesendur vita, arfaslakur. Check it:

----------------------------------------------------------

Mannfólkið er mjög spennandi viðfangsefni og skemmtilegt getur verið að skoða það frá hinum ýmsu sjónarhornum. Í þessum pistli mínum ætla ég að bera saman tvö tilraundýr. Tilraunadýrin heita Pálmi og Jói og eru lesendum slembibullsins að góðu kunnir. Þeir virðast við fyrstu sín á margan hátt ólíkur en samt eiga þeir ýmislegt sameiginlegt og það sem maður hélt að annar hefði og hinn ekki er kannski þveröfugt.

Rennum nú örstutt í gegnum lífshlaup þeirra félaga
Báðir eru þeir fæddir árið 1972 og er því 31 árs báðir tveir. Þeir luku báðir grunnskólaprófi og voru nokkuð jafnfætis í þroska, hófu svo báðir menntaskólanám í Flensborgarskóla þar sem þeir kynntust þegar þeir fóru með sameiginlegum kunningja á Indiana Jones.
Þeir luku báðir námi og Jóhann reyndi fyrir sér sem verkamaður en Pálminn fór í Háskóla þar sem hann lauk námi fimm árum síðar auk þess sem hann bætti við sig meistaranámi í verkfræði eftir það. Jóhann fór hins vegar í Háskólann í Reykjavík og er enn að ljúka BS prófi þar.

Það má segja upp úr tvítugu skiljist leiðir að mörgu leiti Pálminn kynnist konu og stofnar fjölskyldu en Jóhann heldur á vit ævintýranna í hafnarborgunum Bremen og Reykjavík þar sem konur voru meira en viljugar að sænga hjá honum.

Þeir vinna hin ýmsu störf í þjóðfélaginu þar til leiðir þeirra liggja aftur saman sem hugbúnaðarfyrirtækisins AGR og það má segja að þar kynnist ég þeim sem félögum, Pálma var ég reyndar búinn að þekkja í nokkur ár fram að því

Ég ákvað að leggja nokkrar samanburðar spurningar fyrir þá félagana og sú fyrsta átti að skera úr um það hvort stutt væri í nördið hjá þeim og hversu gaman þeim þætti að leysa ýmsar gátur og þrautir. Ég bjóst við að Jóhann mundi afhjúpa nördið í sér með því að sverja sig frá léttum og skemmtilegum þrautum og gera lítið úr spurningunni en mér til undrunar þá svaraði hann henni.

Spurningin var eftirfarandi
hversu marga skurðpunkta hafa föllin Y = 10 + X og Y = X^2

Báðir svöruðu að lokum rétt og sögðu 2 skurðpunktar sem er að sjálfsögðu hárrétt. Þetta var gildra sem ég lagði fyrir Jóhann sem hann stóðst með ágætum, því satt best að segja bjóst ég við að honum þætti töff að svara ekki svona spurningu.

Næst ætlaði ég að kann þekkingu þeirra á íslenskri sögu og spurði Jóhann um 2. forseta lýðveldisins og Pálma þann þriðja og báðir svöruðu rétt, enn kom Jóhann á óvart því satt besta að segja bjóst ég ekki við svona skarpri þekkingu á sögu hjá honum. Pálmi stóð undir væntingum í þessu.

Ég ákvað að leggja fyrir þá spurningu um dægurlagasveitina Mínus til að kanna hversu vel þeir væru að sér um það heitasta í harðkjarnarokki, ég bjóst við að Jóhann vissi þetta en Pálmi ekki, mér til undrunar hafði Jóhann ekki hugmynd um þetta og Pálmi sagði að bassaleikari sveitarinnar héti Johnny.

Svo spurði ég bræðurna um þrjá þekkta klámmyndaleikar og hvort þeim þætti gaman að horfa á svoleiðis myndir. Báðir aðilar gátu nefnt þrjá leika en Jóhann sagðist ekki horfa á svona myndir en Pálmi sagðist ekki vera svo falskur að neita því. Þessi spurning var gerð til að athuga hversu einlægir menn væru í svörum og stóðst Pálmi prófið með A+ í einkunn

Það má segja að samanburðurinn hafi leitt það í ljós að Pálminn er svona nokkurn veginn eins og maður bjóst við að svörin væru en Jóhann kom talsvert á óvart með svörum sínum og er matt mitt að hann setji á sig ákveðna skel gagnvart öðru fólki en sé hins vegar einlægur inn við beinið. Mér finnst líka að þessi rannsókn bendi til þess að þeir séu líkari en menn halda í fyrstu.
    
|
Skrifa ummæli
Ekkert bólar á pistli Sigga.

Annars dreymdi mig í nótt að það væri búið að stela öllum aukahlutum af hjólinu mínu. Síðan þegar ég vaknaði og hljóp niður í geymslu þá stóð það þar óhreyft. Mjög skrítið!

Ég byrja á framhaldsnámskeiði í Salsa í kvöld og síðan verður lærdómur um helgina, með stuttri viðkomu í skírn hjá Pálmfróði.
    
fimmtudagur, október 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Skrítin frétt í mogganum í gær (Ístex er reyndar skráð í fyrirtækjaskrá og stendur fyrir íslenskur textíliðnaður )


Vefsvæði um ritvinnsluforritið LaTeX

Búið er að opna vefsvæðið ÍsTeX til kynningar á ritvinnsluforritinu LaTeX, sem er notað til að setja upp vísindalegan texta. "Markmið ÍsTeX vefsins er að safna á einn stað upplýsingum fyrir íslenska TeX notendur, með því að vísa í erlent efni fyrir almenn atriði og fjalla sérstaklega um íslenska uppsetningu og notkun," segir á heimasvæðinu.

Algengustu LaTeX umhverfin eru teTeX fyrir Unix, MiKTeX fyrir Windows og OzTeX fyrir Macintosh. Þá segir að vinsælasti ritillinn fyrir TeX sé Emacs með AUCTeX pakkanum, en margir Windows notendur kjósa heldur WinEdt. "LaTeX kóða má aflúsa með lacheck. Póstskrift og PDF eru skráaform sem TeX notendur handleika gjarnan með Ghostscript og Ghostview, ásamt xpdf," segir um ritvinnsluforritið LaTeX.


Ég verð nú bara að segja fyrir mitt leiti, að þá hef ég aldrei notað Emacs og mun sennilegast aldrei nota Emacs. Enda er "vi" ritillinn mjög góður og hefur hann verið endurbættur heilmikið (gvim= gui vi improved) og er í honum t.d. sérstakir litakóðar fyrir hin ýmsu skráarform, eftir því hvort maður er að skrifa í C, perl, sh, html, LaTeX eða bara hverju sem er. Reyndar er það nú svo að ég hef bara aldrei séð neinn vinna í Emacs, ég hef að vísu heyrt að þetta sé eitthvað voða gott, en hef nú aldrei látið sannfærast (er með þetta á tölvunni, en get nú ekki sagt að ég sé neitt ofsahrifinn af þessu apparati).

Svo efast ég nú um að það sé löglegt að opna heimasíðu með nafni annars fyrirtækis (þó að stafagerðinni sé breytt aðeins).

Annars er þessi frétt nú frekar spaugileg, t.d. þetta ".... LaTeX, sem er notað til að setja upp vísindalegan texta."
Sumir vilja meina að formúlur komi svo svakalega vel út í LaTeX, en ég hef nú ekki séð neinn mun á þeim og formúlum sem búnar eru til í formúluforritum (t.d. því sem fylgir Open Office, en það er ókeypis og hægt að nota bæði í UNIX og Windows), sem hægt er svo að afrita inn í annan texta. En ég hef nú töluverða reynslu í LaTeX og get nú ekki annað sagt að þetta tekur tíma og meiri tíma og enn meiri tíma, þar til maður er svona um það bil að verða brjálaður á þessu, en þá er skjalið tilbúið. Það að skrifa í LaTeX, er svona eins og ef maður væri að skrifa skýrslu í word, en ákveður að skrifa hana alla á html formi í wordpad.

Það er að vísu einn kostur við LaTeX, en hann er sá að það er mjög gott að vinna með stórar skýrslur (>100 bls) þar sem er mikið af myndum, en mín reynsla af slíku í word er frekar slæm, þar sem að word er bara ekki alveg að meika það að vinna með svona stór skjöl. En það tekur helvítis tíma að læra á LaTeX, en word er bara eitthvað sem maður kann eftir 10 mínútna fikt.

Annars er nú netið framtíðin og því ættum við bráðlega að geta hætt að nota þessa hefðbundnu ritla og blogga bara allt sem maður gerir.
    
miðvikudagur, október 29, 2003
|
Skrifa ummæli


Hvernig er þessi rammi að virka?
    
|
Skrifa ummæli
Ég, S og Smjölli fórum á Kill bill í gær og var þetta bara fínasta skemmtun. Gef henni *** drullukökur!
    
|
Skrifa ummæli
Loksins er baðið komið upp heima - nú stefni ég á að kaupa flísar og byrja að flísaleggja. Það lítur allt út fyrir það að 2 mánað útlegð minni frá baðinu sé að ljúka.
Ótrúlegt hvernig svona kostnaður vefur upp á sig - þetta stefnir hraðbyr á 100 þús kr. og jafnvel hærra. Hef þó verið að nýta skyldleika minn vel þessa dagana, fjarskyldur rafmagnsfrændi, náskyldur píparafrændi og bróðir pabba EE er múrari. Höfum sloppið vel með kostnað á iðnaðarmönnum ennþá - en hver veit hvort einhver af þeim rukkar okkar, sérstaklega múrarinn en hann er að vinna mikið fyrir okkur.
Annars er mjög viðburðarlítið persónulega lífið hjá mér þessa dagana, nennti ekki á Kill Bill þar sem strákarnir fóru í Regnbogann í stað Smárans (nennti ekki í Rvk). Reyni að fara seinna í vikunni.

Annars er allt að gerast í vinnunni - segi meira af því þegar línur fara að skýrast betur.

Fór reyndar í Tennis á mánudag - löppin þoldi það mjög illa, var mjög aumur á þriðjudeginum en ætla samt að halda ótrauður áfram í vikunni að þjálfa og sjá hvernig ég verð á mánudaginn kemur, duga eða drepast..

Annars heyrði ég í Bubba í gær, fyrsta sinn í langan tíma. Við mældum okkur mót í kvöld og ætlum að kíkja á Liverpool leikinn og spjalla aðeins.

Nú er líka kominn tími á að við förum að hittast í hádegismat....
    
þriðjudagur, október 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars var ég að frétta af þessum vef vefur.puki.is, en hann er doldið sniðugur því það er hægt að skella inn heilu word skjölunum þarna í þennan litla reit sem notaður er til yfirlestrar. Vildi bara svona deila þessu með mér.
    
|
Skrifa ummæli
Fékk sent heim í gær blaðið DIVE, var svo eitthvað aðeins að glugga í því svona fyrir svefninn og svo fór að ég sofnaði út frá því einhverntíman seint og um síðar meir. Ég vaknaði svo klukkan 6 í morgunn og slökkti á náttljósinu og hélt svo áfram að sofa, heyrði svo ekkert í klukkunni (slökkti amk á henni án þess að muna nokkuð eftir því) og vaknaði ekki fyrr en klukkan hálf tíu. Eftir það er nú ekki frá miklu að segja, en í kvöld er það Kill Bill, en rétt áður tek ég nokkrar skákir (svona eins og venjulega á þriðjukvöldsdögum).
    
|
Skrifa ummæli
Hell with water, give this man some pepto bismol!!
    
|
Skrifa ummæli
Kill Bill kl. 23 í kvöld í smáranum .... allt brjálað!
    
|
Skrifa ummæli
Ætla að prófa annað form á þessu "tímastöðublöggi" og taka frekar "atburðastöðublögg" frá því í gær:

07:50 Fór á fætur og dreif mig í skólann.
08:10 Áttaði mig á því að ég átti ekki að mæta fyrr en kl. 10 í skólann og fór því í vinnuna.
08:20 Mættur í vinnu og fór að þamba kaffi eins og brjálaður maður (og vinna líka).
10:00 Búinn að drekka 4-5 kaffibolla og dreif mig í skólann.
10:10 Mættur í skólann og var þar í tvo tíma og leið undarlega (og ekkert mjög vel) af öllu þessu kaffi. Held að ég hafi brotið ansi mörg skrúfblý af því ég þrýsti svo fast á pennann.
11:45 Mættur í vinnu og borðaði (fisk) og fór síðan að vinna.
13:00 Fundur úti í bæ.
14:00 Mættur aftur til vinnu.
17:45 Fór heim og kom við í 10/11 og keypti pastabakka og kók.
18:00 Kominn heim og borðaði og fór aðeins á netið.
18:10 Setti í þvottavél.
18:20 Mættur upp í skóla til að gera skilaverkefni.
20:20 Kláraði skilaverkefnið (mér til mikillar undrunnar) og gerði símaat í kjalarnessundlaugina.
20:55 Mættur til Hjölla til að ná í hann í tennisið.
21:05 Skiluðum video-inu hans og spólunum í Videohöllina.
21:20 Mættir í Sportvang.
21:34 Byrjuðum að spila og var þetta ágætis tími (Oddur átti reyndar fantalélegan dag og það gekk ekkert upp hjá honum og hann var líka áberandi áhugalaus).
23:00 Keyrði Hjölla heim og fór síðan sjálfur heim.
23:20 Byrjaði að vaska upp (allt skítugt).
00:40 Kláraði að vaska og fór að þurrka af borðum.
01:10 Tók úr þvottavélinni.
01:30 Braut saman þvott.
01:45 Tók aðeins til.
02:00 Fór að sofa.
04:00 Dreymdi að ég væri í sveitinni.
06:12 Dreymdi að ég væri ennþá í sveitinni.
    
mánudagur, október 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá fer að líða undir lok þessa mánudags. Í gær tók ég mig til og leigði mér vídeótæki (jamm sumir eiga ekki neitt svoleiðis mekkanóapparatstæknitól) og tók mér Matrix Reloaded (svona úr því að fyrri myndin var í sjónvarpinu kvöldið áður). Þetta var ekkert svo slæm mynd, en samt ekkert í líkingu við þá fyrri sem var á sínum tíma bara tækniundur og velti upp heimspekilegum spurningum og bara gaman af því. En þessi myndi var nú bara allt í lagi, en ég gef henni nú samt bara **, ég ætla ekkert að segja neitt frá myndinni því ég veit að Jói á eftir að sjá hana (skrítið að ég skuli vera búinn að sjá eitthvað sem Jói á eftir að sjá, það gerist ekki oft, enn skrítnara væri ef ég væri búinn að sjá eitthvað sem Árni ætti eftir að sjá, en það mun nú sennilegast aldrei gerast). Svo tók ég líka Adam Sandler myndina Mr. Deeds. Hún var nú bara allt í lagi líka, en ég hef nú séð betri myndir með honum. T.d. voru wedding singer og happy gilmore mun betri. En ég bjóst ekkert við of miklu af þessari mynd. En ég gef henni líka **. Þetta er ekki beint svona mynd sem maður getur horft á aftur og aftur.

Annars er vefurinn hans Addams bara nokkuð góður.

Jæja, verð að hætta þessu skrifiríi, því nú þarf ég að fá mér staðgóðan kvöldverð og hringja svo í Tjatsunde.
    
|
Skrifa ummæli
Góðan daginn!

Róleg helgi að baki þar sem ég tók því mjög rólega. Á föstudagskvöldið var ég bara að læra og síðan kom S óvænt, hélt hún ætlaði að læra uppi á Kjáló. Á laugardaginn lærði ég þangað til S var búin í prófi (um kl. 17) og síðan fórum við í göngutúr og borðuðum með Ánna og EE á ofurbúllunni Grillhúsi-Gumma. Kvöldið fór síðan í afslöppun þar sem ég horfði á nýjasta Friends þáttinn og Matrix í sjónvarpinu. Sunnudagurinn fór í lærdóm og IKEA ferð (keypti ramma og kertastjaka (fyrir systur S), handklæði, eggjaskera og hníf).

Annars er nú ekki mikið að frétta af mér. Er með allt niðrum mig í skólanum og spurning hvort Siggi þurfi ekki að taka mig almennilega í gegn.

Ég er í miklum myndavélapælingum þessa dagana, eins og ég hef reyndar verið síðasta árið eða svo, eða allt frá því ég fékk áhuga á stafrænni ljósmyndun. Ljósmyndaáhuginn kviknaði nú samt eiginlega fyrst þegar ég keypti mér Canon EOS myndavélina árið '98 eða svo.
Er mikið að pæla núna í nýju vélinni frá Sony (828), filterum, flössum og almennt um ljósmyndun. Merkilegt samt hvað ég veit hræðilega lítið um þessa hluti, en það gerir þetta bara skemmtilegra ... meira að læra Áhuginn virðist vera smitandi því ég, Hlynur og Pálmi höfum allir mikinn áhuga á þessu hérna í vinnunni.

Í kvöld þarf ég að klára verkefnið í Aðgerðagreiningu því þessir helvítis kennarar eru þvílíkt ósanngjarnir og síðan er Tennis. Ætli Hjöllinn hafi ekki hefndaraðgerðir í huga eftir að ég malaði hann síðast. Á morgun ætlum við síðan að skella okkur á Kill Bill.

Jæja, þá er þetta þurra blogg loksins á enda og ég segi bara bless.
    
|
Skrifa ummæli
Hvort finnst mönnum að ég ætti að setja link á myndir, sem ég er að benda á (sbr. síðasta blögg) eða láta myndirnar beint hérna inn?
    
sunnudagur, október 26, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, komið að innihaldsríku blöggi: Var að bæta inn nýrri mynd á myndasíðuna mína Check it!
    
laugardagur, október 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Já einn listi:
Ministry
Front Line Assembly
Front 242
Alyssa Milano
Pigface
NIN
Singapore Sling
Dögun
Lokin
Cubanate
Kveðja
Nótt
Richard Kern og Nick Zedd
og í lokin Jim Rose og Jörg Buttgereit
    
|
Skrifa ummæli
Man eftir einni sögu sem ég ætla að deila með ykkur í þriðju persónu:

Árni var 20 ára strákur sem vann sem verkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Þar var hann að vinna með 24 manneskjur á aldrinum 17-24 ára og var að skemmta sér mjög vel í því starfi.
Þar sem Árni er mjög samviskusamurí starfi og mætir á réttum tíma, skilar inn 12 tima vinnudegi osfrv. þá lenti hann í smá atviki eina nóttina.

Foreldrar hans voru út úr bænum, engir GSM símar til á þeim tíma. Nú hann vaknar upp um miðja nótt, ca. 03.00 - það er rafmagnslaust, hann fer á fætur þar sem hann átti að vakna klukkan 06.30 og átti að vera mættur um 07.00. Nú hann hleypur upp til litla bróðir og spyr um batterí, spyr um batterísklukku osfrv. Leitar um alla íbúð að batteríum og klukku but no luck.

Enn og aftur að samviskusemi hans - hann ákveður því að fara út í bíl, keyra upp á stöð klukkan 03.00 og kaupa batterí, gerir það, fer heim með batteríin, setur í klukkuna og stillir hana og fer að sofa um 04.00.

Að sjálfsögðu mætti hann 07.00 að venju og ekki sögunni meir. Þetta segir nefnilega ýmislegt um þennan unga dreng sem er í dag ungur maður.

Það getu vel verið að menn vilji meina að Árni sé ekki samviskusamur að öllu leiti, en í vinnu held ég að hann sé með þeim samviskusamari, svipað og vinir hans eru nú allir.
    
|
Skrifa ummæli
bloggedí blogg - bara að ná up meðaltalinu á bloggum :)
    
|
Skrifa ummæli
það er kenný

Annars var ég duglegur í dag - fór í klippingu og rakstur klukkan 10.00 - mætti í vinnu um 10:30. Var þar til um klukkan 14:30, stundum held ég að ég gæti unnið 7 daga vikunnar, 11 tíma á dag án vandamála. Ætli ég sé vinnualki eða bara ofurmetnaðargjarn. Ég man eftir því að ég vaknaði einu sinni um 4 um nóttina og var virkilega að spá í að fara í vinnuna, gat ekki sofið og vissi ekki hvað ég átti að gera. Í þetta skiptið þá hélt skynsemin mér aftur og ég reyndi að sofna aftur - sem tókst á endanum en ég var þó mættur um 8 í vinnuna.
Nú sit ég hugsa með mér að ég ætti að fara að sofa fyrr en seinna svo ég geti kíkt upp í vinnu áður en boltinn í beinni byrjar (sem er klukkan 12:30 þar sem um miðnætti í nótt skiptir evrópa yfir í vetrartíma).
Líklega fer ég nú samt ekki að sofa strax - ekki mjög þreyttur. Eftir vinnu fór ég og EE í Ikea að skoða tölvuborð, eða vinnuborð í stofuna. Erum svona að pæla í þessu, veit ekki hvernig það endar. Síðan fór ég niður á Lækjarbrekku þar sem ég keypti gjafakort sem ég ætla að gefa öllum í deildinni minni (ekki gleyma deildarstjóra :). Eftir þetta ákvað ég að skella mér með EE að borða, ákvað ég að fara á Grillhúsið eftir góðar minningar frá airwaves helginni - nú við settumst þar og ég var mjög frumlegur og fékk mér nákvæmlega það sama og áður og það virkaði aftur.
Skemmtilega við þetta allt var að í miðjum borgara stóð par fyrir framan okkur, ég leit upp og viti menn, J og S voru mætt á staðinn - þau settust hjá okkur og úr varð hið skemmtilegasta máltíð þar sem nördaminningar flugu á milli og stelpurnar vita núna hvers konar karlmenni þær hafa í höndunum.
Nú eftir mat skiptum við liði - ég og EE fórum heim þar sem EE var á leið í partýbæ og J+S héldu ferð sinni áfram um götur Reykjarvíkurborgar og guð einn veit hvert þau fóru (fyrir utan þau sjálf).
Já góð nýting á degi - ég sat og horfði á popppunkt enn og aftur og sá þar Mínus slá út Sniglabandið og þegar ein spurningin kom upp þá hugsaði ég með mér að ég virði þessa kappa meira og meira (ps. Þröstur ofursvali bassaleikari var ekki með - kom ekki á óvart). Krummi spurði Sniglabandið hver syngi síðasta lag nýjustu plötu þeirra - já viti menn engin önnur en Katie Jane Garside. Reikna nú með að flestir vita nú ekki hver þetta er - en ég veit hver þetta er og vegna þessa þá mun ég kaupa þessa plötun.

En nokkrir punktar um Katie:
Byrjaði með hljómsveit sem kallaði sig Daisy Chainsaw - rokk/pönk hljómsveit sem var að virka.
Hætti í hljómsveitinn vegna þess að hún var ekki alveg að fíla frægðina.
Söng í hljómsveit sem hét Frostbite - Einar Örn Ben og Hilmar spiluðu með henni á þessari plötu
Er góð vinkona Marilyn Manson
Syngar á Halldór Laxness - nýjasta verk Mínuss.

Ég sjálfur uppgötvaði hana þegar hún gaf út fyrstu skífuna með Daisy Chainsaw - merkilegt að þeir skuli hafað valið þessa stúlku - en röddin er snilld.

Til baka til popppunkts - ég hugsaði með mér að í næstu viku eða næstu helgi þá verð ég að koma mér á tónleika, skemmtilegt nokk að fyrir ári síðan (samkv. slembibulli) þá stundaði ég tónleikana ört - kannski er þetta í haustloftinu - fylgir Jack Frost.

Jæja þá ætla ég að eyða aðeins meiri orku í Fylkið sem er nú í sjónvarpinu - ekkert rosalega spenntur but what the xxxx.

Rétt áður en ég hætti þá man ég eftir mynd sem gerði hér góða hluti á síðustu öld - þegar Robin William var að gera góða hluti. Í þeirri mynd kom fram setning sem ég tel mjög við hæfi þessa dagana í vinnunni hjá Delta/Pharmaco:
Seize the Day.
    
|
Skrifa ummæli
Engin köfun í dag, eins og til stóð. Kennarinn var veikur og þegar ég hringdi í hann var hann staddur á heilsó í Hafnarfirði. Ég ætlaði því bara að vera duglegur og skipta um púströr á bílnum, en bílanaust var lokað, svo ég fór bara í heimsókn til bróður míns og fór svo að við kjöftuðum frá okkur allan daginn, svo ég kom hingað (á Veðurgerðina) til að tékka á hve fáa rétta ég var með í enska og var ég með 8 rétta núna, sem var náttúrulega ekki nógu gott. Núna er ég bara orðinn svangur og ætla að skella mér á Kenní (eða er Kenní með ý?).

En í staðin fyrir enga köfun þessa helgi þá verður næsta helgi bara tekin tvöföld og er stefnan að fara bæði laugardag og sunnudag.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Ég verð nú að segja að ég var hissa á því að Jói færi að bera saman bloggfjölda - mér finnst það nú ekki réttur mælikvarði á þetta.
Mörg af hans bloggum eru mjög stutt blogg - en á móti eru blogg Hjölla og míns yfirleitt aðeins lengri til að vega upp á móti fjöldanum.
Ef menn ætla að bera saman bloggin - þá verða menn að bera saman orðafjölda eða stafafjölda eða eitthvað í þá áttina til að fá einhvern samanburð.
Annars eru menn að bera saman epli og appelsínur - eitthvað sem hefur ekki gefist vel í gegnum tíðina.

Í lokin vil ég nú segja að ég skil ekki að JG hafi lagst á það plan að reyna að réttlæta að hann sé duglegasti bloggarinn - allir sem lesa þessa frábæru dagbók vita það mæta vel að hann er iðulega duglegastur, en óþarfi að fara út í einhvern samanburð á milli bloggara.
    
föstudagur, október 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er búinn að vera fínn dagur. Byrjaði á því að sofa yfir mig og Pálmi vakti mig klukkan 10:20 til að spyrja mig um boltann, sem ég mætti að sjálfsögðu í, en ég er í Klakaliðinu. Lét nú ekki mikið fyrir mér fara, þó að ég hafi hlaupið út um allt og skoraði smávegis. En þar sem maður var nú orðinn dauðþreyttur eftir boltann þá var markmiðinu náð. Borðaði svo þessa líka ágætis rauðsprettu í hádegismat. Fór svo að skanna inn nokkrar myndir fyrir Bjórvinafélagið (nokkrir félagar úr félaginu brugðu sér til Englands um helgina að kanna drykkjusiði á erlendri grund).

Morgundagurinn verður tekinn með fyrra fallinu, en þá er næsta köfun.

Jæja, best að drífa sig í kakó og köku og drekka svo doldin bjór á eftir á bjórfundinum og horfa á myndasýningu.
    
|
Skrifa ummæli
Sigurður Óli aðalgagnrýnandi skrifar í pistli í dag eftirfarandi:

Ég fagna þeirri ábyrgðarkennd sem Moyes sýnir í þessu máli, nei því miður er ég ekki enn sem komið er farinn að skrifa í mbl, en ég var að vona að sem gagnrýnandi bloggsins biðist mér fljótlega staða annað hvort sem balðamaður eða gagnrýnandi.
Varðandi bloggarann Jóhann
Þá fagna ég gríðarlega þeim áhuga sem jóhann sýnir mér sem gagnrýnanda og er ég hrærður út af því, jafnvel svo hrærður að ég gelymi mér jafnvel sem uppalanda og fer að hrósa manninum í hásterkt, en maður er nú samt fljótur niður á jörðina aftur.

Jóhann hvurn andskotann á þessi leti og metnaðarleysi undanfarna daga á blogginu að þýða. Ég stend ekki endalaust í því að gefa þér bara sjö fyrir stöðugleikann, að vísu ætla að ég að gefa þér dáldið háa einkunn núna, eða 5,7 af því að ég hef verið umtalsefni í síðustu tveimur bloggum, en efnislega eru þessi blogg þín almennt andleg háslétta, eyðmörk og auðn sem hvorki hafa litið sólríkan dag né ástríðufulla nótt. Taktu þig nú taki dreng andskoti og segðu okkur eitthvað sem kemur beint frá hjartanu en ekki enhverjar andskotans kóperingar úr morgunbalðinu og einhverjar auglýsinar af effemmhnakka síðunni promo.is

því segi fyrir hönd fólksins hér á síðunni: Faður burt femm emm hnakki komdu aftur jóhann, þó svo að þú hafir verið mjög langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni þá ert þú langt um betri en þessi andskotans eff emm hnakki sem virðist hafa náð yfirhöndinni i persónuleika þínum

einkunn fyirr síðustu tvö blogg: 5,7


Hérna er hann að hnýta í mig fyrir að vera latur í blögginu. Við skulum bara taka saman síðustu viku, og hvað hver maður hefur bloggað oft:

12 blögg hjá Jóhanni (þetta er nr. 13)
5 blögg hjá Smjörlhleifi
5 blögg hjá Ánna
3 blögg hjá Pálmfróði


Ég held að þetta sýni svart á hvítu að ég blögg næstum jafn mikið og hinir þrír slembibræðurnir til samans og því finnst mér þetta ekki málefnaleg Árás hjá Sigurði.
Á öðrum stað í pistli sínum er hann byrjaður að kalla mig FM hnakka en dyggir lesendur síðunnar vita að fyrir nokkrum mánuðum síðan tók ég upp á því að kalla Sigurð FM hnakka, og er þetta máttlaus og andlaus aðferð hans til að skjóta á mig. Maður hefði nú ætlast til að hann hefði verið aðeins frumlegri í skotum sínum
Annars getur vel verið að það sé eitthvað andlaust hjá mér blöggið undanfarið, en ég get lítið við því gert, því ég skrifa frá hjartanu og þetta er bara það sem kemur þaðan.
    
|
Skrifa ummæli
Er Sigurður Óli aðalgagnrýnandi farinn að skrifa fyrir mbl???

Úr mbl.is:
Moyes ekki sáttur við frammistöðu Rooneys
David Moyes, stjóri Everton, segir í enskum blöðum í dag að táningurinn Wayne Rooney, sem á afmæli í dag, er orðinn 18 ára gamall, hafi ekki leikið vel í ár. Moyes segir hann aðeins hafa leikið vel í einum leik og hefur vissar áhyggjur af líferni drengsins.
    
fimmtudagur, október 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Gagnrýnandinn er heillum horfinn og hann ætti að taka sjálfan sig til gagngerrar endurskoðunar!
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er enginn áhugi á heimildamyndinni í kvöld? Fimmtudagsklúbburinn er að fara á þessa mynd þarsem síðasti fimmtudagur færðist til og því er komið aftur að viðburði í kvöld kl. 19:30 stundvíslega í Árnagarði!
    
|
Skrifa ummæli
Ég, Ánni og EE mættum 20 mínútum eftir auglýstann tíma á tónleikunum í gær og það var hætt að selja inn þegar það voru c.a. 5 á undan okkur í röðinni. Algjört svekkelsi en Sebadoh hefur líklegast ekki byrjað að spila fyrr en klukkutíma síðar að ég tel.
Þetta voru nú samt betri tónleikar en helvítið hann Fat Boy Slim!
Núna er ég hættur að hlusta á Sebadoh og er löngu hættur að hlusta á fattarann!
    
miðvikudagur, október 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Ekki mikið að gerast hjá mér þessa dagana fyrir utan botlausa vinnu, en hafði þó tíma til að skella mér í tennis á mánudagskvöldið. Ég og Jói mættum galvaskir og áttum bara nokkuð góðan leik.

Þetta byrjaði nokkuð jafnt, en þetta var svona: 1-1, 2-2, 3-3 og svo fór þetta í 6-4 (fyrir Jóa), en þá tók ég mig til og jafnaði í 6-6. Eftir það gerðist eitthvað óútskýranlegt, en Jói komst í 12-6, ég klóraði aðeins í bakkann og náði þessu upp í 12-7, þá tókum við einn leik í viðbót og endaði þetta 13-7 fyrir Jóa. Ég vil nú taka það fram að Tjatsunde var veikur í vikunni á undann og var því ekki með hugann við efnið og svo fékk Jói sér líka skúkkulaði fyrir tímann og svo var ljósið í salnum eitthvað skrítið og skórnir mínir óvenjulega hægir og svo var eitthvað fullt af öðru sem að var að trufla mig.

Annars bíð ég núna bara eftir laugardeginum, en þá er næsta köfun. Ef það er einhver sem á ávísanahefti sem hann er alveg hættur að nota, þá væri ég alveg til í að taka það að mér. Líka ef einhver er með afgangs peninga sem hann notar ekkert.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, fínt kvöld framundan: Battle of Britain, þ.e. Glasgow Rangers vs. Manchester United sem ætti að verða hin besta skemmtun. Kosningaspá er 1-1. Síðan eru tónleikar með hinni stórgóðu hljómsveit Sebadoh á Grandaranum (besta búlla í bænum).

Annars er ég alvarlega að spá í að uppfæra myndavélina mína þegar 828 kemur út og selja þá Sony 717 vélina mína (sem er samt alveg frábær myndavél en ég er bara mikil tækjakarl). Hjölli mun sennilega kaupa hana í byrjun næsta árs, nema að einhver bjóði betur ... hefur einhver áhuga?
    
þriðjudagur, október 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er áhugavert:

The Truth and Lies of 9-11

Mike Ruppert heldur mjög fróðlegan fyrirlestur þar sem hann heldur því fram að Bandaríkjastjórn hafi haft fulla vitneskju um hryðjuverkin 11. september og lýsir því hvernig stríð Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkum er nátengt bandarískum olíuhagsmunum. Þá fjallar hann sérstaklega um mikilvægi eiturlyfjasölu og peningaþvottar fyrir bandarískan efnahag. Í málflutningi sínum notast hann nær eingöngu við opinber gögn og viðurkenndar heimildir.

138 mín
Gagnauga
    
|
Skrifa ummæli
Sebadoh á Grand-Rokk á morgun kl. 22, 800 krónur inn ... allt brjálað!
    
mánudagur, október 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Hjörleifur er gleyminn nokk
en liggur ekki á sínu
en ég legg þó til að hann noti smokk
og hætti að gleyma öllu og mun eftir tennis í kvöld
    
|
Skrifa ummæli
Fyrsta köfunin

Þá er fyrsta köfun í sjó hér við Íslandsstrendur orðin að veruleika. Var mættur á slaginu rúmlega 10 á laugardagsmorguninn upp í höfuðstöðvarnar (kafarinn.is) á drangahrauninu. Eftir að hafa tekið saman það sem átti að nota, var haldið í bakaríðið og þar var snæddur smávegis morgunmatur. Næst lá leiðin bara á Óttarstaði og vorum við (Ég, Héðinn kennari, Maggi (var Héðni til aðstoðar, enda erfiðir nemendur á ferð), og Thelma (vinnur í blóðbankanum og þekkir Öggu)) komin útí rétt um 12 leitið (held ég) svo var þetta bara svona létt og skemmtileg köfun og sáum við þarna nokkra fiska (bara litla, sennilegast einhver ufsaseiði (ca 15 cm langir) og svo sýndist mér ég sjá sprettfisk, en það var amk. eitthvað sem að skaust á ógnarhraða út um allt og boraði sig svo niður í sandinn, fullt af krossfiskum og heilan helling af einbúum (kuðungakröbbum) á sandbotninum á milli stórþarans (minnir að hann heiti það, langir brúnir, holir stönglar með nokkrum blöðum efst
Skyggni var ágætt, enda var veðrið mjög gott og sjórinnn því sem næst alveg sléttur. Við vorum semsagt bara að leika okkur þarna í ca hálf tíma og vorum við ekki látin gera neinar æfingar að þessu sinni, en næsta köfun er næsta laugardag.

Til að byrja með þá ætlaði ég aldrei að komast niður og þurfti því bara að bæta á mig 2 kg af blýi og var því með 15 kg af blýi í heildina og eftir það gekk betur að koma sér niður. Svo gerði ég náttúrulega eitthvað af mistökum, hreyfði t.d. hausinn eitthvað til þannig að það lak inná búninginn í gegnum hálsmálið og varð ég í rauninni frekar blautur af þessu og var búningurinn að nálgast það að vera bara blautbúningur, en þetta gerði ekkert til, enda vel klæddur og fann ekki fyrir neinum kulda. Eitt skiptið var ég svo forvitinn og var að skoða botninn og var eiginlega bara að stefna út í óvissuna þegar Maggi hnippti í mig, en við vorum nú alltaf það nálægt hvort öðru að það var engin hætta á að týnast, en maður er jú bara að læra, svo best að nota tækifærið og hegða sér eins og vitleysingur á meðan maður getur notað einhverjar afsakanir.

Annars þá var þetta ágætis æfing og maður fékk ágætis tilfinningu fyrir því að halda sér á ákveðnu dýpi án þess að vera stöðugt að sökkva eða fljóta upp, en þetta er eitthvað sem maður þarf að ná betri tökum á, en ég átti það til að setja aðeins of mikið loft í gallann og loftið fer allt upp í hettuna.

En semsagt fínn dagur og nú þarf maður bara að reyna að finna einhverja leið til að kaupa sér galla og græur (ætli það verði ekki bara gamla góða yfirdráttartrikkið).
    
|
Skrifa ummæli
Tek það líka fram að undirskrifaður vissi mjög vel að gjöfin var frá Hjölla, Jóa og Sonju. Menn verða að lesa á milli línanna, þau eru item núna og því gerir maður ósjálfrátt ráð fyrir því að maki fylgi með á korti :)
    
|
Skrifa ummæli
Nú vaknaði maður hress og kátur í morgun, náði þó ekki að sofa nema ca 5 tíma en er ótrúlega hress miðað við aðstæður.

Búið er að rífa allt baðið í spað - nú kemur baðkarið á miðvikudag og þarf ég því að hafa samband við rafvirkja og pípara til að græja það fyrir mig - nú koma ættingjar að góðum notum.

Vaknaði klukkan 6.00 í morgun, fór á æfingu og var mættur í vinnu um 8:30 (vegna þess að ég dröslaðist ekki af stað fyrr en um 7.00). En þetta var nú líka gert að nauðsyn þar sem ég þurfti að skola af mér skít sunnudagsins, sem var bæ the way helv... góður þar sem lítið var gert nema að horfa á mjög ósanngjarnan sigur Tottenham - sweet..

Annars virðist ég ætla að sleppa við flensuna að vanda - ég held að bjórinn um helgina hafi séð til þess að maður er orðinn steriliseraður og blóðið í mér drepur allar bakteríur.

Svo las ég líka í mbl um helgina að það þyki sannað að einn bjór á dag lengi líf okkar - skemmtilagt samt að það er alltaf tekið fram á einn eða annan máta að þetta á ekki við þegar menn safna upp til helgarinnar eins og sumir gera..
    
|
Skrifa ummæli
Svona er staðan í dag, en það var gaman á meðan á því stóð.


    
|
Skrifa ummæli
Jæja, ég ætla að stikkla á stóru yfir böndin sem við sáum um helgina. Í heildina var þetta bara fínt dæmi og föstudagskvöldið var það besta enda var afmæli á undan (Ánni, diskurinn var líka frá Sonju .... lesa á kortið áður en þú rífur utanaf pakkanum), lokatíminn (í bili) í Salsa og síðan Slingalingurinn og The Kills.

Föstudagurinn:

Singapore Sling ****
Rokka alltaf vel og við erum orðnir góðkunningjar þeirra. Sveitt eyðumerkurviskírokk.

The Kills *****
Þvílíkt frábærir tónleikar. Þetta er alveg frábær hljómsveit og ótrúlegur kraftur sem er á sviðinu þegar þeir eru að spila. Ekki skemmir að maður þekkti flest lögin ... hápunktur helgarinnar!

Úlpa **
Alveg ágætir

Dáðadrengir ***
Ágætt hjá þeim ... stuð en maður þekkti nú samt ekki nema 1-2 lög.

Laugardagur

Bang Gang ****
Mjög góð hljómsveit og mikill metnaður hér á ferð.

Still standing *
Ekkert merkilegt hér enda er þetta tónlistartegund sem mér finnst ekki góð.

Dys ****
Ótrúlegur kraftur og frábær sviðsframkoma. Rokkpönk sem var að svínvirka

Andlát *
Sama drasslið og Still standing.

Richochets *
Stórkostlega flöt og fúl tónlist.

Botnleðja ***
Fínt rokk hjá þeim og góð lög inn á milli.

Einar Örn ****
Suicide blanda sem var að gera fína hluti.

Mínus **
Jájá, þeir rokka svosem ágætlega en þeir eru ekki að virka fyrir mig.

Eigties Matchbox ***
Alveg ágætis band og gott rokk inn á milli.
    
sunnudagur, október 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja til að klára þetta þá er það kvöld 3 á Airwaves - laugardagskvöld.

Þetta byrjaði allt klukkan 18.00 á Listasafninu - þar var Bang Gang með tónleika. Barði er mjög sérstök týpa, sennilega margir sem þola hann ekki, en spurningin er nú samt hvort hann sé ekki bara snillingur. Hver dæmi svo sem fyrir sig með það - en tónleikarnir voru mjög góðir og skemmtilegir, hágæða popp flutt af stakri snilld, ný lög og gömul lög í nýjum búningi. Frábært, ****

Næst var haldið á Grillhús Guðmundar í mat - fínn matur, einn bjór og síðan ekki söguna meir. Reyndar var technotæfan - our waitress - frekar döpur í þjónustulund. Við áttum eftir að rekast á hana aftur seinna um kvöldið. Ég gef creola borgaranum mínum ***

Nú var ákveðið að breyta aðeins út af laginu og fara af airwaves og skella sér á underground festivalið. Þar sáum við þrjár hljómsveitir:
Still standing - ungir reiðir rokkarar, svo sem ágætt rokk, góð tilbreyting, gef þeim **.
Næst stigu á stokk Dys með Sigga Pönk og Heiðu úr Unun, þetta var pönkrokk, ræflarokk af hæsta gæðaflokki og ég hef séð ýmislegt um æfina og Dys er þarna uppi með bestu. Siggi Pönk er með skemmtilegri performerum sem ég hef séð, lifir sig inn í þetta eins og þau reyndar öll gerðu. Keyrslan var gífurleg og mjög góðir hljóðfæraleikarar þarna á ferð. Ég gef Dys **** og stefni ég á að kaupa diskinn þeirra við tækifæri.
Í lokin sáum við nokkur lög með Andlát - þar voru góðir hljóðfæraleikarar á ferð, tónlistin var ágætt en mjög vel spiluð. Gef þeim ** 1/2 stjörnu og fá þeir ekki hærra þar sem tónlistin höfðaði ekkert rosalega til mín.

Nú var haldið á Gaukinn, þar fengum við gott sæti og sátum alla tónleikana eða frá 21.00 til 02.00 á sama stað og drukkum bjór, við heyrðum alla tónleikana en sáum kannski ekki eins mikið og hin kvöldin, en það var líka vegna þess að það var rosalega troðið - en við heyrðum vel alla tónleikana og ætla ég að renna yfir stjörnugjöfina.
Ricochets - Norskir rokkarar, smá Pink Floyd fílingur, en bara ekki eins gott, fílaði þetta ekkert rosalega vel, gef þeim **
Botnleðja - rokkuðu vel að vanda, er alltaf ánægður með þá, skemmtilegir strákar og nýja platan er frábær hjá þeim, ekki var verra að strípalingur stökk á svið, verst var að þetta var strákur :( En pippalingurinn hans skoppaði um ásamt varadekkinu. Gef strákunum ***1/2
Einar Örn var næstur á svið með Bibba, þetta var snilldartónleikar - frábær tónlist og Einar er mögnuð týpa, svo sem ekkert nýtt en ótrúleg sviðsframkoma hjá honum en hann var dyggilega studdur af Bibba og syni sínum sem spilaði á trompet. Þetta var svona Suicide, KMFDM rokk fílingur. Var að fíla þetta í botn og ætla að skella mér á næstu tónleika hans. Gef honum ****1/2
Eftir þetta byrjaði Mínus að spila - þetta er án efa eitt besta tónleikaband á landinu í dag - snilldartónleikahaldarar. Þeir eru húðflúraðir frá toppi til táar, spila alltaf berir að ofan og rokka í rassgat. Ég var að vanda mjög ánægður með þá, gef þeim líka ****1/2
Næst byrjuðu Eighties Matchbox eitthvað að spila - það voru fínir rokkhljómleikar, var svo sem ekkert að hlusta rosalega vel á þá, þetta rann svona í gegn. Gef þeim ***

Já nú var klukkan orðin 2 og við farnir að vera þreyttir, þó var haldið á Vidalín á Techno kvöld - ekkert merkilegt þar nema að við sáum Technotæfuna og mjög skemmtilegan barþjón. Staldrað var stutt við - rétt kláruðum einn bjór saman áður en farið var heim.

Þar með lauk okkar Airwaves æfintýri - nokkuð skemmtileg helgi en nokkuð dýr. En þar sem þetta gerist nú bara einu sinni á ári þá er þetta nú í lagi.
Mjög gaman að hitta strákana þessa helgina - þótt greyið Jói hefði þurft að vera heima alla helgina að læra. Hann verður bara að taka því rólega næstu helgi og læra helmingi meira þá.

Jæja þá er airwaves pistlunum lokið og eðlilegt líf hefst - sem sagt vinna...


    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er það pistill 2 - föstudagskvöldið.

Ákveðið var að hafa smá gettogether heima hjá mér áður en haldið var á NASA. Eins og flestir vita þá náði ég thirtysomething aldrinum og var haldið upp á það með frábærri Sjávarréttarsúpu sem EE bjó til - tilraunastarfsemi sem virkaði einstaklega vel. Þeir sem mættu voru Jói og S, EE og ég, Hjölli og Oddgeir. Ég fékk meira að segja gjöf frá strákunum - led zeppelin DVD, 5 klst efni sem ég á enn eftir að screena. Ég bjó til smá kokkteil og var með hvítvín með matnum og held ég bara að það hafi runnið ljúflega niður. Já ekki má gleyma að Elsa vinkona EE kom líka í matinn, kom með blóm handa mér.
Bróðir minn kom mér á óvart og sendi gjöf sem kom á réttum tíma - þar voru 3 DVD diskar - allt góðir diskar. Einnig fékk ég lag frá honum þar sem fjölskyldan og Hreiðar sungu mér afmælislag - skemmtilegt það.

Nú aftur að airwaves - við fórum á NASA og vorum þar meira og minna allt kvöldið - en til stjörnugjafarinnar:

Kimono - sáum bara nokkur lög en ég var nokkuð impressed með þeirra hljómsveit, ég ætla að gefa þeim ***

Vinyll - þeir rokkuðu helvíti vel - ég ætla að gefa þeim ****

Singapore Sling - hvað getur maður sagt sem maður hefur ekki sagt áður *****

The Kills - án efa hápunktur kvöldsins, snilldartónleikar, *****. Þetta voru hreint út sagt frábærir tónleikar

Næst voru Quarashi á NASA og ákváðu slembibullsbræður að færa sig til - farið var á Vídalín þar sem við sáum nokkur lög með Úlpu, fínir tónleikar að vanda með þeim, þeir hafa spes sound sem er mjög cool. Úlpa fær ***
Upp úr 2 ákváðum við að færa okkur aftur á NASA, þar voru Dáðadrengir að spila og voru þeir hinir stórskemmtilegustu og spiluðu þar smellinn "Allar stelpur úr að ofan" og vakti það mikla hrifningu á staðnum.
Dáðadrengir fá *** 1/2 stjörnu fyrir þetta.

Eftir þessa tónleika var haldið heim á leið - smá pizzasneið áður en farið var heim í háttinn.

Gott kvöld en nokkuð dýrt þar sem NASA er nú nokkuð dýr bar, en þeir mega eiga það að þetta er góður tónleikastaður og vona ég í framtíðinni að fleiri grúppur leggi leið sína þarna.

En í hnotskurn var þetta kvöld Singapore Slings og The Kills, 2 snilldargrúppur þar á ferðinni, mjög sveittar.

Gleymdi að nefna það að Jói fór á loka Salsakvöld (þar til hann tjáði okkur um framhaldsnámskeiðið) og rétt náði í lokin á Singapore Sling þar sem mikil röð var úti, hafði hún myndast á mjög stuttum tíma. En sem betur fer náði hann inn fyrir The Kills og því var kvöldinu bjargað.
    
föstudagur, október 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég er nú ekki mikill stjörnugjafari, en ég skelli nú samt nokkrum stjörnum hér inn.

Bent og 7berg *
Hef nú aldrei verið neitt mikið fyrir rapp yfir höfuð, en reyni að gefa þessu séns svona öðru hvoru, en mér sýndist nú að þeir sem að hlusta eitthvað á þetta skemmta sér ágætlega.

Varði **1/2
Ágætis tónlist, en ég var nú ekki neitt sérstaklega hrifinn af söngnum.
En með góðri rödd þá gæti þetta orðið alveg frábært.

Tonik ***
Þægileg tónlist og vel spiluð og sviðsframkoman bara nokkuð lífleg (svona miðað við að maðurinn er bara að ýta á einn og einn takka svona inn á milli)

SK/UM **
Tónlistin ágæt, en þeir virtust ekkert kunna á öll tækin og voru því frekar vandræðalegir á köflum. Það að söngvarinn söng í gegnum síma (ef söng skal kalla) var greinilega of flókið fyrir þá og spurning hvort þetta hefði ekki verið bara einfaldara með hljóðnema og einhverju raddbreytingartæki (svona eins og aðrir nota).

Eyvör Enginn dómur
Heyrði bara eitt lag og því erfitt að dæma tónleika út frá því, en þetta eina lag var nú samt mjög gott.

Leaves **
Mér fannst þetta ekki vera neitt sérstaklega nýtt efni (þó að aðrir hafi haldið öðru fram, en kanski heyri ég bara ekki muninn) og sennilegast hefðu þeir komið betur út ef maður hefði séð þá bara á minni stað. Annars er ég eiginlega bara kominn með nóg af þessari gerð tónlistar (þ.e. svona hljómsveitir sem eru að reyna vera einhver önnur hljómsveit og spila þannig að þeir hljómi eins og þeir séu ekki þeir heldur einhverjir aðrir og því verður þetta frekar ófrumlegt)

Calla ***
Hressilegasta tónlist sem maður á eftir að heyra meira af og greinilegt að þarna voru menn sem kunnu eitthvað og voru ekki að reyna vera einhverjir aðrir.

Ske ***
Þeir klikka nú aldrei. Gömlu góðu lögin þeirra eru bara svo góð að það er hægt að hlusta á þau aftur og aftur. Frumleikinn í tónlistarsköpun þeirra kemur líka alltaf á skemmtilega á óvart og þó að maður sé að hlusta á gamalt lag þá er alltaf eitthvað nýtt í útsetningunni á laginu.


Jæja, læt þetta nægja að sinni
    
|
Skrifa ummæli
Frábær síða þar sem að nokkrir gaurar skrifa inn á og er bara nokkuð skemmtileg. Svo eru athugasemdirnar ekki svo slæmar.
Slembibullsbraedur
    
|
Skrifa ummæli
Gærkvöldið:

Ætla að gefa hverjum og einum stutta umsögn, en Ánni er búinn að covera hvert við fórum og ætla ég því ekki að fara út í það:

Bent og 7berg eða bert eða eitthvað **
Frekar slappir og við uppgötvuðum að rapp er lífsstíll en ekki tónlist.

Varði ***
Fannst hann ágætur og söngurinn fannst mér bara ekkert svo slæmur. Síðasta lagið (eftir Neil Young) var samt alltof mikil langloka að mínu mati. Menn sem taka hlutina alvarlega og leggja metnað í þetta.

Tonik ***
Mjög flott þetta stutta sem við heyrðum.

SK/UM ****
Tveir pirraðir tölvunördar að rífast og spila mjög góða tónlist. Var alveg að fíla þetta mjög vel ... frekar rólegt en það sem þeir voru að reyna að gera virkaði.

Eyvör ****
Sáum reyndar bara eitt lag en það var mjög, mjög flott og frábær undirleikur og melódískt. Kannski ekki við hæfi að gefa stjörnugjöf en þar sem ég er svo mikil listaspíra þá ætla ég samt að gefa 4 drullukökur.

Leaves **
Alveg sammála Ánna, frekar mónótónísk og ég er ekki alveg að fíla þetta væl.

Calla ***
Alveg ágætir og fín tónlist. Maður ætti að hlusta meira á þetta.

Ske ***
Eitt nýtt lag og síðan gömlu lummurnar. Tóku reyndar fyrsta lagið mjög rokkað sem var flott en ég hef séð þá betri. Fórum líka áður en þeir kláruðu sem segir kannski meira en mörg orð.

Hvernig væri ef Hjölli (og jafnvel Oddur) myndu taka saman sína stjörnugjöf og við myndum síðan henda þeim öllum í töflu og pósta því hérna?
    
|
Skrifa ummæli
Í gær var farið á fyrsta kvöld Airwaves - var planið nokkurn veginn svona:

Byrjuðum á að sjá Bent og 7Berg á Gauknum, það er svo sem ekki frásögum færandi nema að við vögguðum í takt við rappið hans Bent og urðum hvumsa á laginu hans um áfengi - þar sem ýtt var undir áfengisdrykkju - eitthvað sem við félagar stuðlum ekki að. Þessir tónleikar fengu 2 stjörnur af 5 og var ein bara vegna þess að þetta rapp unga fólksins.
Tek nú samt fram að við smullum eins og flís í rass þarna inni - 30 kallar sem voru klæddir flíspeysum, sportjökkum og reyndar voru nú 2 sem voru í leðri frá toppi til táar (svona næstum því)

Næst lá leið á 11 - þar var Varði (you would know him from such films as Varði goes Europe) með risagigg, spilaði tónlist í anda 1970 og gerði það nokkuð vel með dyggri hjálp bassa og trommuleikara - hins vegar var ég nú ekkert voða impressed af vælinu í honum - eða söngnum - en hann stóð sig vel þar, þar var einum bjór torgað og stjörnugjöf var 3 af 5 stjörnum.

Nú beint af 11 yfir á Grandarann - þar var Tonik með helv.. fína tónleika í gangi (einn maður með hljómborð og auka gítarleikari). Ég var mjög hrifinn af þessu og hefði viljað sjá alla tónleikana, við rétt náðum í rassinn á honum - en það sem ég sá var 4 af 5 stjörnum.
Eftir þetta stigu á stokk SK/UM eða Skurken og Prins Valium, þeir spiluðu flotta tónlist í anda Sukia eins og Jóhann orðaði það, þetta var nokkuð vel gert en þeir litu nú samt út eins og 2 pirraðir tölvunördar - en falleg tónlist sem sómar sér vel undir áhrifum eiturlyfja I guess. Nú ég var ekki viss um hvort þetta væri 2 eða 3 stjörnu tónleikar, en ég enda með þrem stjörnum þar sem strákarnir voru almennt nokkuð hrifnir. Einum bjór slátrað á Grandaranum.

Nú var haldið á NASA þar sem við ætluðum aðeins að kíkja á Eyvör, sáum síðasta lagið, fallega sungið - en erfitt að dæma þ.a. ég ákvað að gefa ekki stjörnugjöf hér.
Því næst ákváðum við að vera á staðnum áfram og horfa á fyrstu lög Leaves - drukkinn var einn bjór yfir þeim þar sem þeir spiluðu sama lagið aftur og aftur og aftur - amk var það þannig í mínum eyrum. Nú við ætluðum að rölta út, en sáum langa biðröð og þar sem við ætluðum aftur inn var ákveðið að vera þarna í baka til og hlusta á restina af Leaves og drekka enn einn bjór - þetta var gert, Oddgeir var nokkuð sáttur við tónleikana, aðrir töldu þá vera spila sama lagið aftur og aftur og aftur, Hjölli sagðist þekkja öll lögin, en ég held bara að hann hafi haldið það.
Nú við biðum í ofvæni eftir Calla og á meðan veltum við því fyrir okkur hvaða unga fagra snót var klædd í fallegum rauðum kjól og var á pinnahælum með gömlum manni. Nú eftir að hafa pælt aðeins í þessu þá föttuðum við að þetta var hún Þórunn eitthvað sem gaf út plötu um jólin með pabba sínum, sem var gamli maðurinn á svæðinu. Okkur leið nú betur eftir það og sáum að þarna var bara gott father-daughter relationship. Nú ég gef Leaves 2 stjörnur, en það er nú bara vegna þess að þeir spila fína tónlist, þótt monotónisk sé.
Nú þá byrjaði Calla, við ákváðum að horfa á þá þar sem Michael Gira sem var í Swans hafði signað þá á Young Gods record labelið sitt. Nú þetta voru fínustu tónleikar - rokkuðu ágætlega en ekkert nýtt svo sem. Hef ekki mikið um þá að segja, nema að fimmti og síðasti bjórinn var drukkinn og tónleikarnir rúlluðu í gegn án uppákoma - 3 stjörnur. Reyndar náðum við ekki að klára að horfa á síðustu lögin þar sem ákveðið var að kíkja á Ske á Þjóðó, nú þegar við komum þangað voru þeir ekki byrjaðir, ÁHH ákvað að fara heim þar sem EE var í Rvk og hann gat fengið far - Oddið fór með og var spjallað við stelpurnar 2 í bílnum þar sem ÁHH fór á kostum að vanda, amk í minningunni.

Nú þetta var fyrsti pistill af Airwaves - við megum búast við því að fá einn til tvo í viðbót á næstu dögum..

Rock on...:)
    
|
Skrifa ummæli
Til hamingju með afmælið elsku Ánni minn. 31 árs ... þetta fer að vera búið!
    
|
Skrifa ummæli

Fösutdagspistill

Jæja enn ein vikan búinn, þessi var í sjálfum sér ekki hefðbundin, því ég fór til Þýskalands á leikinn Ísland - Þýskaland. Eins og flestir vita þá er vændi mikið í Hamborg og efaðist ég um persónutöfra mína eitt kvöldið þegar ég labbið fram hjá hóp af um 20 hórum og ekki ein hóra gaf sig á tal við mig. Svona hlutir eru særandi, og tekur tíma að ná sér eftir svona höfnun.
Hamborgarferðin var hins vegar almennt mjög góð fyrir utan þetta leiðinlega atvik, mikil stemming hjá íslenska aðdáendaklúbbnum og stóð ég mig vel sem tólfti maðurinn í liðinu. Haldinn var töflufundur með Guðna Bergs fyrir leikinn og Guðni áritaði íslensku landsliðstreyjuna mína.
Allir slembibullsbræður voru fjarverandi á þessum leik, a.m.k. sá ég þá ekki en margt frægra manna var á vellinum má þar nefna borgarstjóra, Ellert B. Schram, Guðmund Árna, Sigmund Erni, Hjálmar Hjálmarsson, Atla Eðvaldsson og meira að segja litla skítuga smásál á miðjum aldri sem tengist fyrirtæki sem undirritaður hefur tengst líka.
Á sunnudeginum eftir leikinn átti ég langt og gott spjall á bar með Atla Eðvaldssyni þar sem hann stiklaði á stór í knattspyrnu og þjálfaraferli sínum auk þess að fara í gegnum þau þrjú atrið sem skipta máli við stjórnun knattspyrnuliðs, en þessi atriði eru:
  • Tækni
  • Styrkur
  • Taktík
Atli sagði að við hefðum sjaldnast tæknina en oft hefðum við styrkinn og þá væri þetta bara spurning um taktík og ég hafði á tilfinningunni að það væri ofsa auðvelt að hafa betri taktík en hitt liðið og því ættum við eiginlega að vinna flest lið í heiminum í dag. Ég var alveg farinn að trúa Atla, en samt læddist að mér grunur að ekki værir allt með felldu varðandi þessa skýringu þar sem við töpuðum eiginlega öllum leikjum þegar hann var þjálfari. En ég bægði þessari hugsun strax frá mér og sé núna að Atli á að sjálfsögðu að taka strax við landsliðinu. Held samt að hann sé kannski of stór fyrir þetta litla landslið.
Ég var svo með magapínu á sunnudeginum, mánudeginum, þriðjudeginum og miðvikudeginum en er orðin góður núna.

Að lokum ætla ég að koma hér með nýja hefð í föstudagspistlinum en hér eftir mun ég skella fram hressilegum fyrriparti í lok hvers pistils og vona ég að menn spreyti sig á honum.

Pálmfróður er bloggari
Og Jóhann listaspíra
    
fimmtudagur, október 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Var að fá tímaskráningarblaðið - í kringum 60 YV tímar í þessum mánuði og aðeins um 5 tímar um helgar.

Þetta fer að verða eins og í gömlu góðu dagana.
    
|
Skrifa ummæli
Var að prófa að setja bakgrunn úr fókus ... tékk it! bakgrunnur
    
|
Skrifa ummæli
Nú er airwaves að byrja aftur - þrír dagar af tónlist. Reyndar er þetta nú ekki alveg eins spennandi og í fyrra að mínu mati. Reyndar er föstudagurinn mjög spennandi, að sjálfsögðu mun ég sjá Singapore Sling (að venju) og svo eru það Kills um kvöldið, hljómsveit sem ég sá á Roskilde og er spenntur að sjá aftur.
Annars er ég að vinna mig í gröfina þessa dagana, unnið er til 21-22 á hverju kvöldi, svo á morgun er ég að vinna til 18-19 og svo fer ég út um kvöldið og svo aftur á fös og aftur á lau. Já ég verð orðinn ansi þreyttur á sunnudag. Ekki batnar það í næstu viku - nú er rekstraráætlun að renna í garð og er það yfirleitt mikil kvöldvinna.

Er loks búinn að gefast upp á að gera við baðherbergið sjálfur - er búinn að fá aðila í þetta og ætlar hann að byrja á lau morgun. Já maður getur svo sem ekki allt, það eru nú bara svona margir tímar í sólarhring. En mér líður nú samt hálf asnalega, hálf aumingjalega að hafa ekki gert meira í þessu.
Enn og aftur kem ég að Sigga Pönk - hans skriftir fá mann til að hugsa mikið - hans sýn á hlutina er merkileg, eins "out there" og hann er þá er hann líka svo ótrúlega jarðbundinn og maður getur vel skilið margt af því sem fram kemur.

Ég hugsa oft um þetta blogg - hvort maður eigi að vera setja sínar hugsanir á netið. Stundum er maður persónulegur og stundum er þetta bara innantómt hjal. Ég hef alltaf talið að heilbrigð blanda af því sé góð, svo les maður bloggin frá öðrum og ósjálfrátt fer maður að bera sig saman við skriftina þar.
Ég var líka búinn að skrifa enn lengra blogg - en ákvað að stroka það út þar sem sumt á ekki heima hjá almenningi, eitthvað verður maður að skilja eftir í höfðinu.

Jæja svefninn kallar - þarf að vera mættur 8.00 í vinnuna. Ég er svo rútineraður að ég fer alltaf upp í rúm um miðnætti að sofa þar sem ég veit að ég þarf að vakna kl 7.00. Hins vegar er ég aldrei þreyttur, gæti vakað fram eftir og jafnvel minnkað svefnin niður í 4-5 tíma. Eitthvað sem ég hef alltaf hugsað um eftir að hafa lesið að Edison minnkaði svefninn niður í 3 klst eftir að hann hélt því fram að svefn væri vani. Ekki það að ég vilji meina það, en það er nú samt spurningin með svefn, hversu mikið þarf maður eiginlega..

    
miðvikudagur, október 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Jóhann says:
finnst þér ég vera sjálfskipuð listaspíra?
Siggi says:
ég elska athugasemdir sem vekja viðbrögð
Jóhann says:
hmmm .... þú semsagt vílar ekki fyrir þér að fara með ósannindi og dylgjur ef það vekur viðbrögð?
Siggi says:
þetta er nú ekki ósannindi og dylgjur þetta eru hugleiðingar
Siggi says:
sem settar eru fram á hnitmiðaðan og ögrandi hátt
Siggi says:
og gerðar til þessa að vekja hlutaðeigendur til umhugsunar um lífið og tilveruna og ekki síst stöðu þeirra í lífinu
Jóhann says:
hugleiðingar geta verið dylgjur og ósannindi
Siggi says:
það er eðli listamanna að ögra
Jóhann says:
ertu núna að segja að þú sért listamaður frekar en rætinn og óformskammaður sjálfskipaður gagnrýnandi?
Siggi says:
þetta var lítið skólabókardæmi um list
Siggi says:
ég setti fram fullyrðingu
Siggi says:
hún hefði getað staðið ein sér
Siggi says:
og hún hefði getað verið skilin í samhengi með textanum að ofan
Siggi says:
þú kaust að skilja hana í samhengi við textan að ofan
Siggi says:
aðrir ekki
Siggi says:
þetta er skólabókardæmi um tví og jafnvel margeðli listarinnar
Jóhann says:
ég er hættur að skilja hvað þú ert að tala um ... held að þú sért að fela þig bakvið orðagjálfur því þú skammast þín fyrir hversu rætinn og ómálefnalegur þú ert!
Siggi says:
Jóhann minn, mér er ekki skapað að leggjast á þetta lága plan orðagjálfurs og ritdeilna, ég stend fyrir ofan deilur og önnur ómenningarleg fyrirbæri, mitt hlutverk í lífinu er fyrst og fremst að skapa
Jóhann says:
Tja, mér þykir þú farinn að líta stórt á þig
Siggi says:
hvernig kanntu við mig sem listaspíru
Jóhann says:
tja, mér finnst það eins og ungabarn uppáklætt í smóking sem passar á fullvaxinn mann!
Siggi says:
var upptekinn New York í símanum
Siggi says:
það eru bara heimsmenn og listaspírur sem geta skelt svona línu fram eins og hér að ofan
Jóhann says:
ég var að tala við Tókíó rétt í þessu
Jóhann says:
er ég núna heimsmaður og listaspíra?
Siggi says:
nei þú verður að segja satt sko
Jóhann says:
nú?
Siggi says:
já eða a.m.k. að setja það þannig upp að þú getir logið þig út úr því
Jóhann says:
ok
Siggi says:
Trúverðuleiki er mjög mikilvægur ef menn ætla að ná langt sem listaspírur
Jóhann says:
Já, ég er sammála því og þess vegna hrynur þetta um sjálft sig hjá þér Siggi minn - ég þekki þig alltof vel!
    
þriðjudagur, október 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Þá er enn eitt skákkvöldið búið, notast var við fyrirkomulagið "tvær á tíu", þ.e. tvær skákir tefldar á 10 mínútum. Þetta er mjög skemmtilegt fyrirkomulag þar sem að maður verður að passa sig á að eiga einhvern tíma eftir fyrir seinni skákina.
Ég tapiði einni skák (seinni skák) þar sem ég var nýbúinn að skáka og átti aðeins einn leik eftir í mátið (sem hefði verið doldið flott því ég var búinn að fá kóng andstæðingsins fram á borðið og næsti leikur átti að vera c2c4 mát) en þá féll ég um leið og tapaði skákinni. En það kom ekki að sök þar sem að ég vann allar hinar skákirnar og stóð uppi sem sigurveigari með 7 vinninga af 8 mögulegum, en fyrir síðustu umferð var ég aðeins með 5 vinninga, en mótherjinn með 6 og því þurfti ég að vinna báðar skákirnar til að ná efsta sæti og það tókst, en það var nú ekki auðvelt, þar sem ég átti aðeins eftir um 10 sekúndur þegar ég náði að máta.
    
|
Skrifa ummæli
Eins og öll mánudagskvöld þá var tennis í gærkvöldi. Mættir voru aðeins 2/5 meðlima, sem telst nú ekki neitt sérstaklega góður árangur, en 2 eiga við íþróttameiðsl að stríða (einmitt, íþróttameiðsl í tennis, hver trúir því) og 1 meðlimur er önnum kafinn í pabbastörfum. En þannig var það nú að ég og Jói mættum galvaskir og tókum nokkra spretti (jújú, við erum orðnir svo góðir að það er hægt að spretta svolítið). Viðureignirnar voru mjög jafnar og skiptumst við á að leiða, en ef ég man rétt (hver trúir því nú) þá var jafnt á vinningum upp í 3-3 (þ.e. Jói vann 3 leiki og ég 3), en þá tók Jói 2 leiki í röð og komst í 5-3. Ég jafnaði 5-5 og komst svo í 7-5 en þá jafnaði Jói í 7-7, en ég tók næstu 2 leiki á eftir og komst í 9-7 og þá var bara pláss fyrir einn leik til viðbótar, sem Jói vann og endaði þetta 9-8 fyrir mér.

Leikirnir einkenndust af óvenjulegu löngum lotum hjá okkur og nokkuð ljóst að okkur hefur farið fram frá því í byrjun tímabilsins og voru sumar "náurnar" alveg með ólíkindum og jafnvel Tsjatsunde hefði verði ánægður, ef hann hefði séð til okkar.

Annars er það að frétta að nú loksins fer að koma að því að maður fer að klára þetta köfunarnámskeið, en ég er núna loksins alveg laus við þessa flensu sem ég fékk um daginn (þýðir ekkert að vera með kvef og kafa, það bara gengur einfaldlega ekki upp) svo nú þarf bara að finna sér tíma í þetta.

Jæja best að fara að gera eitthvað gagn hérna.
    
mánudagur, október 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er enn ein helgin búin - var þessi með skemmtilegra móti. Á föstudag var nú bara rólegheit í kotinu heima, ætlaði daginn eftir að kíkja í vinnuna og svo á leikina og svo heim aftur.
En það var nú ekki alveg svo einfalt - þetta endaði í fínustu skemmtun þar sem 2 leikir voru kláraðir, einn popppúnktur í sjónvarpinu, tónleikar með Mínus og BranPolice (kemur blogg um það seinna) og svo í lokin smá tjútt á Pravda og heim í kotið í góðu formi og passlegur að vanda.

Já þetta var hin mesta skemmtun - fór svo í sund daginn eftir og á leika Hauka og Barcelona sem var ágætt fyrir utan 10 marka tap :(

Er nú hress og kátur og tilbúinn í slaginn, mikil vinnuvika framundan að vanda.

Enginn Tennis í kvöld - ÁHH er orðinn gamall og getur ekki hreyft sig án þess að slasa sig, eins got að ég hafi ekki skellt mér í Salsa, væri sennilega handónýtur eftir það.
Einnig finnst ÁHH gaman að tala um sig í þriðju persónu..

Fín helgi búin - önnur framundan með tónleikum hægri vinstri..
    
|
Skrifa ummæli
Hvor er flottari? Kannski passar regngallinn ekki við veðrið á seinni myndinni?

    
föstudagur, október 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er búið að ræða ýmsa hluti í dag í vinnunni og fram eftir kvöldi (en þar sem að þetta eru allt saman trúnaðarmál þá get ég því miður ekki sagt frá því hér) og fékk ég mér einn lítinn bjór með (maður á nú náttúrulega ekki að segja frá svoleiðs smámunum). En nú er ég innkaupastjóri mánaðarins hjá MOBS og hélt utan um alla skráningu (sem var óvenjuflókin í kvöld) og gekk frá svo allt væri nú í fínum málum.

En nú þarf maður að fara að þurka af landsliðsbúningnum og gera sig klárann fyrir morgundaginn, enda einn mikilvægasti leikur sem Ísland hefur leikið og ef allt fer vel verður þetta stærsti dagur íslenskrar knattspyrnu, en það býst nú enginn víð því, svo við skulum njóta hverrar mínútu þangað til.

En ætli það sé nú ekki best að fara að koma sér heim, enda orðinn frekar svangur, en einn lítill bjór telst nú varla mikill kvöldmatur.
    
|
Skrifa ummæli
Núna er ég að hlusta á nýja Unkle diskinn og hann er að gera fína hluti.

Í framhaldi af þessum tónlistarpistli mínum í gær þá rifjaðist upp fyrir mig atriði úr Futurama (Futurama er um strák sem vaknar upp í fjarlægri framtíð):

Fry kveikir á einhverju rappi í græjunum sínum og Leila segir:
"You can't just sit there and listen to classical music".
    
|
Skrifa ummæli
Það er nú kominn smá spenningur í mann fyrir leikinn á morgun, þó maður hafi nú engar sérstakar væntingar. Hvar ætlum við að horfa á hann .... einhverjar hugmyndir?
Sigurður Óli aðalgagnrýnandi verður á leiknum í Þýskalandi, og það gæti verið að við fáum pistil um ferðina eftir helgi.
    
fimmtudagur, október 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég er núna að hlusta á Bob Dylan og hann er ágætur. Margir telja að hann sé eitt besta tónskáld sem komið hefur fram í poppinu og ætla ég ekki að taka neina afstöðu til þess, en lögin standa fyrir sínu.
Þetta fær mann aðeins til að hugsa um gömlu meistarana, þ.e. Mozart, Beethoven, Bach o.flr. töffara og setja þá í samhengi með þeim sem eru að gera tónlist í dag. Mér finnst þessir gömlu meistarar sitja á of miklum hetjustalli og mönnum finnst þeir margfalt betri en þeir sem hafa verið að gera tónlist undanfarna áratugi. Ef maður tekur þessi svokölluðu klassísku tónskáld, þá hefur líklegast verið c.a. 5-10 ár á milli þess sem stórkostlegt klassískt verk var samið frá svona 1700 til 1900. Í dag eru miklu fleiri að gera tónlist og því mætti segja mér að það séu komin fram nokkur verk og lagahöfundar síðustu 50 ár sem eru betri en Mózart og Beethoven, og verk þeirra, ef maður spáir í hlutum eins og fjölda þeirra sem eru að semja o.s.frv. Auðvitað má segja að í gamla daga hafi þetta verið meiri list og í dag sé þetta meiri iðnaður, en ég held að það hafi ekki jafn mikil áhrif á þetta og halda mætti.
Spurning hvort þessir menn séu ekki ofmetnir?
Ég segi því að Boo Radleys og System of the Down voru og eru miklu betri en Mózart og Beethoven.
    
miðvikudagur, október 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Hvernig er þetta eiginlega, blöggar Pálmi bara eftir pöntunum??? Hann hefur hrapaði í blöggáliti og er greinilega engin hugsjóna- og listamaður.

Má ég kannski panta eitt blögg þar sem þú útlistar hvað þú ætlar að gera fyrir mig á næstunni?
    
|
Skrifa ummæli
Fór á húsfund í gær og fer í mat í kvöld.
    
|
Skrifa ummæli
Var að lesa mig til í gær um Rio Ferdinand saga. Ég verð nú bara að segja að honum var nú bara nær, gleyma svona mikilvægum hlut, getur bara kennt sjálfum sér um.
Mér finnst allt í lagi að honum hafi verið bannað að koma, þ.e. ef þetta eru reglur FA því að sjálfsögðu skal eitt yfir alla ganga. En að segjast hafa gleymt því vegna þess að hann var að flytja - my ass, þá getur hann bara sjálfum sér kennt um.

Þetta er dopingpróf viku fyrir stærsta leik Englendinga í langan tíma - stríðsleikurinn sem alla hlakkar til :)

Þetta sýnir nú að sumir knattspyrnumenn stíga ekki í vitið.
    
þriðjudagur, október 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Danska ríkisstjórnin samþykkir hjónaband Friðriks og Donaldson.
    
mánudagur, október 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, búinn að vera hálfskrítinn í dag eftir hina árlegu haustferð veðurstofunnar, en í þetta skiptið fórum við í Goðaland (Þórsmörk) og gist í Básum. Eins og venjulega í þessum ferðum þá fengum við frábært veður og notaði ég tækifærið og svaf bara úti fyrri nóttina. Þegar ég fór að sofa þá var stjörnubjartur himinn og blanka logn, en seint um nóttina byrjaði að snjóa og vaknaði ég við það, en þá var ekkert annað að gera en að breiða bara upp fyrir haus og halda áfram að sofa. Um morguninn var svo allt orðið hvítt og hætt að snjóa og vaðrið varð alltaf betra og betra, en við fórum í 6 tíma göngutúr upp á Morinsheiði og fórum bara hægt yfir, enda ekkert stress í gangi. Þegar við komum svo til baka þá var tekið til við að grilla og var almennt létt yfir fólki og allir ánægðir með daginn. Eftir matinn var svo varðeldur og var fólkið úr næsta skála (umhverfisstofnun) með í því svo var bara haldið partí bæði í okkar skála og líka hjá hinum, svo það var skemmt sér langt fram eftir nóttu og var ég svona eins og svo sem oft áður með í síðasta hópnum sem fór að sofa og hjálpaði aðeins til við að taka til svo það væri nú ekki allt í klessu þegar fólkið vaknaði um morguninn.
Á sunnudeginum voru svo flestir með einhvern flensuskít og er ekki laust við að ég sé nú bara með vott af honum ennþá, en við létum það nú ekkert á okkur fá og fóru flestir í einhverja göngutúra um morguninn, en lagt var af stað heim um tvö leitið og eins og venja er þá löbbuðum við inn Stakkholtsgjánna og horfðum á fossinn, en það var óvenju lítið í honum núna. Svo tókum við náttúrulega krókinn framhjá Gígjökli og hef ég nú bara aldrei séð hann jafn lítinn. Á leiðinni heim var svo að sjálfsögðu fengið sér pylsu á Hlíðarenda og vorum við komin heim um klukkan sjö.

Í dag hef ég semsagt verið frekar þreyttur og var mjög erfitt að vakna. En mér tókst nú samt að gera smá skammarstrik, (var bara að prófa smá gagnagrunnsforrit í fyrsta skipti og eftir stutta stund þá komst ég að því að skipunin drop virkar svona eins og delete eða erase eða remove eða hvað það nú heitir allt saman sem að eyðir út, það þarf semsagt að fara í backupið og skella þessu inn aftur, en þar sem að ég er ekki með aðgangsheimild í grunninn þá var einn úr tölvudeildinni loggaður inn svo ég gæti pófað þetta tól og það gekk svona ljómandi vel).
    
|
Skrifa ummæli
Fínasta helgi að baki. Á föstudaginn var ég í mat uppi á Kjalarnesi og síðan fórum við Sonja í Salsa, þar sem ég var að gera góða hluti. Við horfðum síðan á tvo Coupling þætti fyrir svefninn, og eru það fínustu þættir. Laugardagurinn var síðan letidagur, þar sem ekki var mikið gert. Um kvöldið fórum við Sonja reyndar á Austur Indíafélagið, og var þar fínasti matur og við fengum ekki matareitrun. Eftir það kíktum við aðeins á vinafólk hennar, sem var á árshátíð í bænum og vorum síðan komin frekar snemma heim. Sunnudagurinn var síðan letidagur.

Annars þarf ég að fara að taka mig á í náminu, er að dragast heldur mikið afturúr ... og verð ég því að fara að hysja upp um mig.

Annars er ég að gæla við það að selja stóru myndavélina mína og kaupa mér annaðhvort Sony DSC-828 eða Canon EOS 300d. Ég held að þetta sé ekki raunhæft nema ég fái c.a. 60þ fyrir mína ... en kannski er þetta bara vitleysa því vélin mín er alveg nógu góð fyrir mig og rúmlega það. Annars er ekki búið að gefa út 828 vélina, held hún komi í byrjun desember eða jafnvel nokkrum vikum síðar. Þetta eru þeir gallar sem ég sé í fljótu bragði fyrir hvoru vél:

Sony 828:
  • Ekki hægt að skipta um linsur.
  • Sensorinn er það lítill að það gæti verið mikið "noise", t.d. á hærri ISO stillingum
  • Ekki jafn mikil "alvöru" myndavél og Canon vélin.
  • Nær ekki jafn góðu DOF (Depth of Field) eins og Canon vélin. Þ.e. að láta bakgrunn vera úr fókus og viðfangsefnið í fókus næst ekki jafn vel fram og á Canon vélinni.

Canon 300d:
  • Frekar stór og klunnaleg.
  • Dýr með jafn góðri linsu og Sony vélin.
  • Maður sér ekki myndirnar fyrr en maður er búinn að taka þær og er heldur ekki með "live histogram".
  • Ekki hægt að taka hreyfimyndir (kannski er það bara í góðu lagi).
  • Ekki jafn mikil upplausn og í Sony vélinni (6mp vs. 8mp).
  • Þarf alltaf að horfa í gegnum view-finderinn þegar maður tekur myndir en Sony vélinn er með hreyfanlegan body, þannig að auðvelt er að taka myndir af jörðinni og upp fyrir haus. Einnig er gott með Sony vélinni að taka myndir af fólki þegar það veit ekki af því (t.d. þegar ég ætla að taka mannlífsmyndir í austur-evrópu næsta sumar).
  • Aðeins USB 1.1 (Sony 717 vélin mín er með USB 2)
    
sunnudagur, október 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja nú eru 3 erfiðir dagar búnir, en skemmtilegt var þetta.

Vikan var þannig:
Mánudagur - Miðvikudag var unnið að meðaltali 11 tímar, svo sem allt í lagi með það miðað við að maður var svo frá fimmtudag og föstudag.
Fimmtudagur - haldið var til Brjánslæk, eða Hótel Hekla eins og það heitir núna. Þar var mjög fróðlegur fundur, skemmtilegur, góður matur, djamm um kvöldið osfrv. Skemmti mér mjög vel, meira að segja var farið í pottinn um 1:00 um nóttina og var tekinn klukkutími í það og einn bjór.
Föstudagur - ágætt að vakna, bjóst við að þetta yrði erfiðar, en svo var ekki, strax var farið að vinna og unnið fram eftir degi. Nú margt fróðlegt var gert á þessum tíma og greinilega spennandi tímar framundan.
Haldið var heim um 17.00 og kom ég heim upp úr 18:30, fór í sturtu og hélt að heiman í partý hjá JBM klukkan 19:30 þ.a. ekki var mikill tími. Nú þá var ég búinn að jafna mig, enda búinn að skola niður 2 drykkjum hér heima og var allur að hressast, fékk mér smá að borða hjá JBM og kaffi og koníak og þegar haldið var á NASA þar sem starfsmannapartý var haldið um 21.00. Þar hitti ég svo marga að ég komst ekki yfir að tala við fólkið, en spjallaði mikið við Jón Frey sem er ávallt hress og skemmtilegur. En ég held ég hafi nú náð að mingla nokkuð vel á þessum tíma.
All in all fín skemmtun.
Laugardagur - þynnka dauðans, var ekki viss um að ég myndi lifa þennan dag af, og ekki var nú gott að vita af því að ég var á leið í innflutningspartý, nú það var annað hvort að baila úr partýinu eða skella sér bara og reyna að lifa þetta af. Nú EE vildi fara og ég vildi nú ekki vera leiðinlegur og skellti mér af stað líka. Nú nokkrum bjórum og skotum seinna þá viti menn, Árni búinn að ná sér, skreið svo heim um 2:30 og þá búinn með nokkra bjóra (nálgaðist sennilega 10).
Sunndudagur - já ekki alslæmt, get svo sem ekki farið í sturtu heima, frekar dapurt, en er allur að hressast og þessi dagur var nú ekki svo slæmur, eyddi deginum í að horfa á sjónvarp og dunda mér við hitt og þetta.
Gerði svo sem ekki mikið þessa helgina ef maður horfir á þetta frá hlutlausum augum - en þetta var skemmtilegt, ekki hægt að neita því, en svona gerir maður ekki oft.

En nú er enn ein helgin búin - nú bíður manns vinna í viku og einnig bíður maður spenntur eftir næstu helgi þar sem ísland og þýskaland kljást og svo auðvitað tyrkjaslagurinn mikli - eða stríðið.

Annars er greinilegt að menn eru mjög busy þessa dagana, þar sem ég hef þurft að draga mig út úr Tennisinu í bili vegna meiðsla þá er maður hættur að hitta slembibullara - ætli við höfum ekki eitthvað meira að gera þessa daga, amk vitum við að PP hefur það - stolur faðir þriggja stúlkna.
    
|
Skrifa ummæli

Guddi stakk upp á að skera aðeins út úr hestamyndinni, og hún er miklu flottari og listrænni svona.
    
föstudagur, október 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Búið að vera allt á fullu í dag og er allt á fullu enn, en nú er ég rokinn í Þórsmörk.
    
|
Skrifa ummæli
Annars vill ég gefa Sigurði Óla gula spjaldið fyrir að vera mjög ílla undirbúinn fyrir reglulegan pistil sinn ... og það gengur ekki að hann reddi sér svona ódýrt á síðustu stundu. Legg ég til að hann leggi meiri vinnu og metnað í sinn næsta pistil.

Fyrir hönd ritstjórnar Slembibullsbræðra:
Jóhann
    
|
Skrifa ummæli

Salka Þöll.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er komið að öðrum pistli Sigga og ætlar hann nú að prófa viðtalsformið. Kíkjum á þetta:

----------

Föstudagspistill

Jæja ég ætla að hafa fjölbreytni í pistlum mínum, að þessu sinni tók ég viðtal við Jóhann, og tel ég skynsamlegast að láta viðtalið koma óritskoðað og án skýringa og menn legg dóm að það í heild sinni.

Góða skemmtun

Jóhann says:
Hvar er helvítis pistillinn???
Siggi says:
hef ekki komist í hann búið að vera dáldið mikið að gera
Jóhann says:
Já, hann verður bara að ganga fyrir!
Siggi says:
já þetta er vítavert kæruleysi
Jóhann says:

Siggi says:
talandi um kæruleysi
Siggi says:
og forgangsröðun
Siggi says:
eru ekki 11 ár síðan þú byrjaðir í náminu sem þú ert að ljúka núna
Jóhann says:
Ja, hvenær byrjar þú að telja?
Siggi says:
1992
Jóhann says:
Ég byrjaði í HR 95
Siggi says:
hvað varstu að gera á árunum 1992-1995
Jóhann says:
flensborg
Siggi says:
hvað varstu lengi í flensborg
Jóhann says:
Flensborg er MJÖG erfiður skóli!!!
Siggi says:
hehe
Jóhann says:
4,5 ár
Siggi says:
byrjaðirðu þar ekki árið 1988 um haustið
Jóhann says:
man það ekki
Siggi says:
jú það hlýtur að vera ef þú hefur byrjað strax eftir grunnskóla
Jóhann says:
Byrjaði reyndar í HR haustið 94 en hætti vegna þess að ég féll í áfanga sem ég þurfti að ná til að halda áfram. Var reyndar algjört svindl að ég náði honum ekki
Siggi says:
en fyrst þú hefur lokið skólanum um áramótin 92/93 hvað varst uþá að gera fram að hausti 94
Jóhann says:
vinna í Njarðvík
Siggi says:
að gera hvern andskotan
Jóhann says:
Ég var að smíða glugga í Byko Gluggar og Hurðir
Siggi says:
fékkstu að ríða mikið á þessum árum
Jóhann says:
Þokkalega maður .... var þokkalegur á hægri kantinum! Góður!
Siggi says:
ég hef fyrir reglu að berja menn sem tala svona
Jóhann says:
ó
Jóhann says:
Jájá, ég var smellandi hægri vinstri
Siggi says:
voru þetta konur sem þú stærir þig af á tilldögum núorðið eða eru þetta bara minnigar sem þú geymir inni í læstum skáp
Jóhann says:
Ja, í góðra vina hópi lætur maður stundum eina og eina sögu flakka .... maður er jú alltaf þokkalegur á hægri kantinum.
Jóhann says:
Eins og þú sérð þá hef ég ákveðið að ganga í raðir FM hnakka Íslands.
Siggi says:
ég vil vara vara þig við svona talsmáta og vona að þú munir hvað ég sagði varðandi þau mál áðan
Jóhann says:
Góður!!!
Jóhann says:
Svalur!
Jóhann says:
Þokkalegur!
Siggi says:
varðandi þennan tíma milli 93 og 95
Siggi says:
hvort telurðu að þú hafir rúnkað þér meira eða riðið meira
Jóhann says:
Ég hef aldrei lagt það í vana minn að rúnka mér þannig að svarið hlýtur að liggja ljóst fyrir.
Siggi says:
Það hafa allir rúnkað sér þannig að villtu vinsamlegast svara þessari spurningu af hreinskilni og ekki vera að snúa út úr sinkt og heilagt
Jóhann says:
Ég hef aldrei rúnkað mér, þannig að ég er búinn að svara henni
Siggi says:
þú ferð í kringum þetta mál eins og köttur í kringum heitan graut
Siggi says:
(ég er að spá í að hafa þetta viðtal sem hluta af pitslinum er það í lagi þín vegna)
Jóhann says:
Ja, þú ræður því.
Siggi says:
gott
Siggi says:
þá getum við haldið áfram með viðtalið
Siggi says:
Hefur sjálfsmynd þín breyst eitthvað undanfarinn 12 ár
Jóhann says:
Er þetta ekki ódýr leið við að sleppa því að skrifa pistil?
Jóhann says:
Nei, ég myndi segja að hún sé nákvæmlega eins og hún var þá.
Siggi says:
við skulum halda okkur við efnið, svaraður spurningunni
Siggi says:
Hverer sjálfsmynd þín
Jóhann says:
Ég skil ekki spurninguna.
Siggi says:
ja lýstu þeirri persónu sem þú telur og upplifir að þú sért
Jóhann says:
Ja, ég er líklegast sá eini sem getur ekki svarað þessu eða farið út í svona lýsingar ... aðrir verða að gera það.
Siggi says:
við erum að tala um þína sjálfsmynd, þ.e. hvernig þú upplifir sjálfan þig ekki hvernig aðrir upplifa þig
Jóhann says:
Ég upplifi mig sem frekar kærulausan ... a.m.k. í námi, þrátt fyrir að hafa nú klárað það betur en margir. Síðan get ég verið lengi að fyrirgefa. Kostina ætla ég ekki að fara út í því það tæki alltof langan tíma.
Siggi says:
þetta var ágætis svar
Siggi says:
ertu rómantískur
Jóhann says:
Hvað er rómantík? Ef rómantík er að geta átt rólega stund með aðila sem maður hefur skrítnar tilfinningar til þá er ég líklegast rómantískur. Ef rómantík er að koma hinum helmingi sínum á óvart þá er ég líklegast rómantískur. Ef rómantík er að hlusta á Celine Dion og borða osta þá er ég alls ekki rómantískur.
Siggi says:
gott svar
Siggi says:
Eiga mygluostar upp á pallborðið hjá þér
Jóhann says:
Nei, ég borða ekki skemmdan mat og ég borða heldur ekki vini mína.
Siggi says:
það er ýmislegt í samtalinu sem bendir til að þú sért alinn upp í borgarsamfélagi og hafir misst öll tengsl við veruleikann og gerviveröld þín sé full af gervivandamálum, er eitthvað til í þessari tilfinningu minni
Jóhann says:
Svona tala bara helvítis landkrabbar!!! Ég var á hverju sumri í sveit frá því ég var smá skítseiði upp í 14 ára aldur. Hægri fótur minn stendur á grasi og skít og sá hægri á malbiki ... þannig að ég tel mig vera víðsýnni en flestir, þ.m.t. ÞÚ spyrjandi góður.
Siggi says:
þetta er gott svar fyrir utan skítkast í viðmælandan
Siggi says:
en það er eitt sem ég furða mig á í svari þínu og það er hvar vinstri fóturinn er
Jóhann says:
Ó, já ég vona samt að þú vitir hvað ég meina.
Siggi says:
jæja þá er komi að lokum þessa spjalls okkar og þakka ég þér kærlega fyrir fræðandi og skemmtileg svör
    
|
Skrifa ummæli
Eldfuglinn flýgur hátt!
    
fimmtudagur, október 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú hef ég sýnt Jóa andlegan stuðning (hef að vísu verið að nota Mozilla í nokkra mánuði, en Mozilla Firebird er eitthvað nýtt og betra Mozilla) og sett upp Mozilla Firebird hjá mér og er þetta blogg m.a. bloggað með litlum glugga sem hægt er að sækja sér og setja inn í vafrarann, helvíti sniðugt það. En java plugin er ekki alveg að virka hjá mér, en það virkaði í hinum vöfrurunum, en nú kemur bara þessi villa hérna þegar ég keyri upp Mozilla Firebird (þetta fer nú eiginlega að hljóma eins og hin versta auglýsing) [/usr/bin/plugins/java2/plugin/i386/ns600/libjavaplugin_oji.so: undefined symbol: __vt_17nsGetServiceByCID]
sem þýðir það bara að ég þarf líklega að sækja mér Mozilla Firebird aftur (því ég er búinn að prófa að sækja nýjasta java pakkann) og þýða á vélinni minni, en ég nenni því nú eiginlega ekki og ef það koma upp einhverjar java síður þá nota ég bara gamla Mozillað mitt á þær síður. En svo er ég búinn að uppgötva GIMP og má sjá glögg merki þess á heimasíðunni minni, svo notaði ég líka tækifærið og uppfærði köfunarsíðuna mína.
    
|
Skrifa ummæli
Ég hef sagt skilið við Internet Explorer og ætla að nota Mozilla Firebird í staðinn. Ég mælist til þess að Hjörleifur geri slíkt hið sama til að sýna mér andlegan stuðning í þessu máli.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar