Góðan daginn!
Róleg helgi að baki þar sem ég tók því mjög rólega. Á föstudagskvöldið var ég bara að læra og síðan kom S óvænt, hélt hún ætlaði að læra uppi á Kjáló. Á laugardaginn lærði ég þangað til S var búin í prófi (um kl. 17) og síðan fórum við í göngutúr og borðuðum með Ánna og EE á ofurbúllunni Grillhúsi-Gumma. Kvöldið fór síðan í afslöppun þar sem ég horfði á nýjasta Friends þáttinn og Matrix í sjónvarpinu. Sunnudagurinn fór í lærdóm og IKEA ferð (keypti ramma og kertastjaka (fyrir systur S), handklæði, eggjaskera og hníf).
Annars er nú ekki mikið að frétta af mér. Er með allt niðrum mig í skólanum og spurning hvort Siggi þurfi ekki að taka mig almennilega í gegn.
Ég er í miklum myndavélapælingum þessa dagana, eins og ég hef reyndar verið síðasta árið eða svo, eða allt frá því ég fékk áhuga á stafrænni ljósmyndun. Ljósmyndaáhuginn kviknaði nú samt eiginlega fyrst þegar ég keypti mér Canon EOS myndavélina árið '98 eða svo.
Er mikið að pæla núna í nýju vélinni frá Sony (828), filterum, flössum og almennt um ljósmyndun. Merkilegt samt hvað ég veit hræðilega lítið um þessa hluti, en það gerir þetta bara skemmtilegra ... meira að læra Áhuginn virðist vera smitandi því ég, Hlynur og Pálmi höfum allir mikinn áhuga á þessu hérna í vinnunni.
Í kvöld þarf ég að klára verkefnið í Aðgerðagreiningu því þessir helvítis kennarar eru þvílíkt ósanngjarnir og síðan er Tennis. Ætli Hjöllinn hafi ekki hefndaraðgerðir í huga eftir að ég malaði hann síðast. Á morgun ætlum við síðan að skella okkur á Kill Bill.
Jæja, þá er þetta þurra blogg loksins á enda og ég segi bara bless.
|