miðvikudagur, ágúst 31, 2005 Joi |
19:34
|
Leikur
Þurfum við ekki að fara að kaupa okkur miða á landsleikinn á laugardaginn?
|
|
Hjörleifur |
13:55
|
Flensuskítur
Hef verið slappur síðustu 2 vikurnar, en lét mig nú samt hafa það að hjólamassast um síðustu helgi, en eftir það hef ég verið frekar slappur og í gærkvöldi var ég farinn að verða frekar mikið slappur. Þetta er svona eins og með þessar flensur, manni finnst maður ekkert vera neitt rosalega veikur, en samt er maður með nefrennsli, illt í eyrunum og hálsinum, þurrar varir, hausverk og almennt slen í líkamanum. Í morgunn var ég bara ekki að meika þetta lengur, enda alveg jafn slappur og ég var þegar ég fór að sofa, svo ég er bara heima í dag og tek því rólega. Er að tefla við JoeGud sem er einhver gaur á netinu og er allt í járnum í þeirri skák, svo er ég byrjaður á 2 öðrum skákum og er planið að mala þá gaura gjörsamlega. Jæja, best að halda áfram að taka því rólega. Myndin sýnir hvað ég á rosalega mikið bágt.
|
|
þriðjudagur, ágúst 30, 2005 Hjörleifur |
14:52
|
100 ára
Nú á Pálmi afmæli í dag og óska ég honum til hamingju með það, en með þessu þá eiga ég, Pálmi og Jói sameignlega 100 ára afmæli í dag og er þetta því merkisdagur og óska ég okkur öllum til hamingju með afmælisins af því tilefni.
|
Já, þurfum við þrír ekki að detta í það eða eitthvað í kvöld til að halda upp á þetta?
15:32 Joi
Þar sem að þetta er nú fæðingardagur Pálma er þá ekki upplagt að halda brjálað partý heima hjá honum strax eftir vinnu ;)
15:34 Hjörleifur
Jú!
15:34 Joi
Til hamingju strákurinn sem varð að manni í dag. Hvar er partýið í kvöld þá?
16:39 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
12:46
|
Tennis
Já, Haukur átti ekki séns í okkur í gær enda við í fanta formi og möluðum fyrri leikinn 6-1 en sá seinni fór í framlengingu sem við Hjölli unnum nokkuð örugglega. Haukur og Siggi hafa ekki ennþá keypt bikarinn sem þeir lofuðu síðustu jól og þurfa þeir að drífa í því að kaupa og afhenda hann takk fyrir.
|
Já, ég gleymdi að segja frá því að ég vann af Hauki 3 kippur af bjór í tennis í gær!
13:16 Joi
|
|
|
sunnudagur, ágúst 28, 2005 Hjörleifur |
21:55
|
|
|
föstudagur, ágúst 26, 2005 Árni Hr. |
18:53
|
Robert Plant
Um daginn fór ég á tónleika með þessum meistara frá Led Zeppeline. Ég sem er mikill Zeppelin maður var gríðarlega hrifinn af þessum tónleikum og var gaman að sjá nýtt stuff með gömlu góðu Zeppelin dóti, þó klikkaði hann á Stairway to Heaven og Immigrant Song en þau lög voru ekki á dagskránni. Undanfarna daga hef ég verið að renna í gegnum tvo diska með þessum meistara, en það eru diskarnir Dreamland og Mighty Rearranger. Þetta eru 2 nýjustu diskarnir að mig minnir og eru þetta ótrúlega flottir diskar, rödd hans er mjög flott blúsuð rödd, nokkrir whiskysopar í gegnum árin hafa að sjálfsögðu gert hann aðeins rámari en það kemur bara vel út á þessum diskum. Ég mæli með þessum diskum þar sem þeir leyna klárlega á sér og er fínn blúsfílíngur í þessu.
|
|
Joi |
14:45
|
Vídjó
Jæja, þá er tæknin loksins orðin þannig að við getum farið að taka upp JoeBob the Movie. Þurfum bara að kaupa þessa.
|
Þetta kostar svona 3-4þ dollara. Hvenær hefjast tökur?
15:21 Joi
Athyglisvert. Held samt ekki að maður taki þessa með í fríið...
Hvernig líður handriti að JoeBob?
kveðja Guðjón
19:24
|
|
|
Árni Hr. |
11:28
|
Tippfundur
Er hægt að hafa tippfund í fyrra fallinu á morgun, þ.e. klukkan 9.30? Það myndi henta mér mjög vel þar sem ég þarf að vinna á morgun og hefði viljað klára mig af fyrir 14.00 en þá er hinn stóri leikur Tottenham-Chelski
|
Ég kemst hvenær sem er, hvenær sem er!!!
11:31 Joi
|
|
|
fimmtudagur, ágúst 25, 2005 Hjörleifur |
16:59
|
Hjólamassinn
Jæja þá er maður farinn í Hjólamassann 2005
Frekari skýrsla kemur eftir helgi þegar ég kem heim.
|
|
Joi |
16:28
|
Dómar
Skemmtileg síða þar sem hægt er að skoða hvað kvikmyndagagnrýnendur hafa sagt um bíómyndir: Check it!
|
|
Joi |
09:04
|
talk
|
|
miðvikudagur, ágúst 24, 2005 Hjörleifur |
22:40
|
Menningarnótt 2005
Lagt var af stað í bæinn aðeins seinna en planað var en ég og Matthew byrjuðum á Iðnó og mættum þar kl. 15:40. Þurftum að bíða eitt augnablik, en svo var okkur hleypt inn í salinn, en aðeins var hleypt inn á milli laga til að trufla ekki. Sáum við þar konu spila á þverflautu og aðra spila á selló. Þær spiluðu eitt lag og svo var dagskráin búin í Iðnó og verður að segjast að við vorum doldið svektir. Við ákváðum því að rölta bara aðeins um bæinn og sjá hvort að við gætum ekki fundið eitthvað áhugavert. Á leið upp laugaveginn rákumst við á Jóa og fórum við 3 saman á rölt um bæinn, en Jói hefur sagt stuttlega frá því. Ég ætla ekkert að hafa þetta neitt mikið lengra, en myndirnar tala sínu máli og alveg óþarfi að bæta miklu þar við. Myndir frá Menningarnótt 2005
|
Fínar myndir, greinilega stuð í bænum á menningarnótt. Proppé stendur líka fyrir sínu.
08:23 Árni Hr.
|
|
|
mánudagur, ágúst 22, 2005 Hjörleifur |
12:27
|
FH Íslandsmeistari
Ég og Árni horfðum á FH vinna Val 2-0 í gær og verða um leið Íslandsmeistarar. Setti myndir frá leiknum inn á smuggið: FH - Valur
|
Ágætis myndir hjá þér! Ertu hættur að nota messenger?
12:40 Joi
Glæsilegar myndir af glæsilegum sigri. Nú erum við bara 3 sigrum frá því að vinna alla leiki sumarsins. Skaginn, Fylkir og Fram eftir, en bara einn heimaleikur sem er fylkir en þá ættum við að fá dolluna.
16:32 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
10:25
|
Canon EOS 5D
|
eitthvað segir mér að palmknowledgable verði búinn að kaupa þessa innan 6 mánaða!
12:55 Joi
|
|
|
sunnudagur, ágúst 21, 2005 Joi |
23:18
|
Menningarnótt
Ég fór með Hjölla og Matthew niður í bæ um miðjan daginn og skoðuðum við ýmsa viðburði, og verður að segjast að fólksfjöldinn var ansi mikill. Við sáum Dr. Spock spila fyrir utan Prikið og var það ansi skemmtileg upplifun, Óttar Proppe og félagar að gera góða hluti. Eins sáum við Pál Óskar (segi frá því hér að neðan) og Todmobile o.flr. í miðbænum og svo að sjálfsögðu flugeldasýninguna. Hjölli tók með sér myndavél og fékk ég lánaða hjá honum þessa mynd hér að neðan. Pall Óskar og MonikaMatthew var eitthvað hálf slappur þegar við vorum búnir að sitja aðeins inni á Iðu og keyrðum við hann því heim og fórum síðan og lögðum heima hjá Hjölla og kíktum á Dr. Spock. Ég fékk mér síðan Nonna bát og síðan fórum við upp í Listasafn Einars Jónssonar til að sjá Pál og Móniku spila. Tónleikarnir áttu að byrja kl. 20, og vorum við aldrei þessu vant mættir nokkuð tímalega, eða um 19:30. Það kom sér vel því tónleikarnir voru í kellaranum í litlu herbergi með um 30-40 sætum og voru þau næstum öll upptekin þegar við komum en við náðum samt tveimur sætum. Þetta litla herbergi er með nokkrum listaverkum á veggjunum og er um 5 metrar til lofts í því. Monika byrjaði síðan að spila og var fyrsta lagið án söngs og ekkert sást til Páls. Hún byrjaði síðan á næsta lagi og Palli labbaði inn í herbergið í inngangi fyrir aftan okkur syngjandi án mígrafóns og var þetta ansi flott innkoma. Þau fluttu síðan um 12 lög sem maður þekkti nánast öll sem gerði þetta enn skemmtilegra (endaði m.a.s. á Ást sem Ragnheiður Gröndal gerði vinsælt fyrir einhverju síðan). Palli talaði á milli lagana og sagði frá þeim og var hann í miklu stuði. Þau hafa aldrei áður haldið svona tónleika án hljóðnema, en það var búið að koma þeim fyrir þarna en þau ákváðu á síðustu stundu að prófa að sleppa þeim og kom það ótrúlega vel út. Hann sagði lika að þau væru búin að bíða í 4 ár að fá að syngja í þessum sal og því var þetta eitthvað sem gerist ekki á hverjum degi. Ég gef þessum tónleikum fullt hús stiga því þetta var nánast fullkomið! 5 stjörnur af 5 mögulegum.
|
Tek undir með Jóa að tónleikarnir með Páli voru hreint frábærir. Einnig verð ég að segja að tónleikarnir með Dr. Spock voru líka frábærir, en bara allt öðruvísi, hendi myndum á smugið fljótlega frá þessum degi.
13:07 Hjörleifur
|
|
|
Hjörleifur |
00:00
|
|
|
föstudagur, ágúst 19, 2005 Joi |
13:05
|
Siggi kemur hér með enn einn ARFAslakann pistil: Hér er listi yfir ýmsa spennandi hluti sem ég hef eignast það sem af er árinu - Hamar, þetta er þarfa þing á hverju heimili og nýtist í ótrúlegustu hlut. Meðal hluta sem ég hef nýtt í þetta eru eftirfarandi
- Hengja upp myndir
- Laga hjónarúm
- Taka rennu af þaki
- Slípirokkur 1
- Þessi slípirokkur hefur verið notaður til að slípa nagla af þaki nagla af þaki og liggja nú um 2000 naglar í valnum.
- Slípirokkur 2
- Þessi rokkur er enn í kassa þar sem ekki reyndist þörf á aðstoðarmanni við pússningu.
- Stefnt er að því að skila honum aftur í húsasmiðjuna.
- Sláttuorf
- Nokkuð gott orf sem gengur fyrir tvígengisvél, en fyrir áhugsama má sjá hvernig tvígengisvélar virka hér á slóðinni við hliðina: http://www.keveney.com/twostroke.html
- Ég hef notað sláttuorfið 3 sinnum í sumar og er enn að ná tökum á því.
- Sláttuvél
- Hún hefur nýst vel í að slá garðinn sem minnir orðið á vel hirtan knattspyrnuvöll með rennisléttu grasi.
- Sláttuvélin er með um 5 hestafla fjórgengisvél sem gengur eftir hring sem nefndur er eftir Otto. Fyrir áhugasama má sjá nánar hér hvernig Otto vélar virka: http://www.keveney.com/otto.html
Allir þessir hlutir eru í mínum huga einstakir og stand hver fyrir sig fyrir ákveðan þjófélagslega þætti.
|
|
Joi |
10:25
|
Ferðalög
Við Sonja erum aðeins farin að hugsa um hvað við ætlum að gera í sumarfríinu á næsta ári. Við förum út í afmæli Halla í Danmörku í nóvember (ef hann sendir okkur einhverntíman boðsmiða) og síðan er tippklúbburinn að plana fótboltaferð núna í haust sem Árni mun kynna á fundinum á morgun. Næsta sumar förum við í giftingu í Róm og ætli við verðum ekki svona viku í Ítalíu og erum við að gæla við að leigja okkur bíl og keyra um sveitirnar.
Okkur langar síðan að fara t.d. í febrúar eða mars á næsta ári til Indlands, Nepal eða/og Tíbets í svona 4 vikur. Ég er byrjaður að skoða vefsíður og slíkt um hvert er skemmtilegast að fara og hvernig ferðalaginu verður háttað - þetta er allt á frumstigi.
Við erum á fullu að flokka myndirnar frá Asíu og vinnum við þetta þannig að við setum myndir í 3 flokka: Vefur, Geyma, Henda. Við reynum að láta ekki of margar myndir fara í vefur folderinn en það verður gaman að sýna þetta þegar við verðum búin að vinna þetta (hvenær sem það verður).
|
|
Joi |
09:37
|
Canon Australia - EF 24-105mm f/4L USM
Canon var að tilkynna nýja linsu og þessi virðist vera ansi öflug og dekkar breitt svið. Hugsa að ég og Pálmi og jafnvel Guddi verðum búnir að fá okkur þessa innan árs: Check it!
|
Þessi er líka með IS! Ég held að þessi linsa verði á $850 í USA.
09:53 Joi
|
|
|
Joi |
09:12
|
Filmur
Jæja, nú er komið eitt og hálft ár síðan ég byrjaði að biðja Pálma að koma með gamlar filmur sem hann á frá því við vorum ungir og ætlaði ég að skanna þær inn og setja þær hérna á blöggið. Ég hef beðið hann svona 30x um þetta og enn er þetta ekki komið í hús ... maður fer að halda að hann ætli ekki að koma með þær!
|
|
miðvikudagur, ágúst 17, 2005 Joi |
12:25
|
Smug
|
|
Joi |
10:52
|
SmugMug
Andskoti sniðugt forrit fyrir Windows og SmugMug notendur til að setja myndir inn á Smuggið með því að hægri smella á folder: Forrit
|
|
Hjörleifur |
09:19
|
Ég er ad bida efti straeto nuna
|
Ekkert svo, fór bara með hann í hjólastyllingu
09:33 Hjörleifur
Helvíti er þetta skýr mynd - er þetta tekið á símann þinn?
12:53 Árni Hr.
Jebb, síminn er ekki sem verstur, gleymdi bara að ég hefði getað bloggað með símanum á meðan ég var í fríi
14:31 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
01:23
|
SY
Jamm, magnaðir tónleikar! Hérna eru myndir: Meira hérna: Sonic
|
Ja, ég gæti tekið að mér að vera með nokkra fræðslupistla um linsur og ljósmyndun.
09:18 Joi
Já þetta voru frábærir tónleikar, flottar myndir og hlakkar mig til að sjá restina af myndunum frá tónleikunum.
09:36 Árni Hr.
|
|
|
þriðjudagur, ágúst 16, 2005 Hjörleifur |
22:29
|
|
|
Hjörleifur |
16:12
|
Þróttur - FH
Farið var á sögulegan leik í gær, en Þróttur tók á móti FH á Laugardalsvellinum og unnu FH-ingar sigur sem vart gat talist sanngjarn, en hann endaði 5-1, en sanngjörn úrslit hefðu verið miklu stærri sigur.
En það sem var sögulegast við þennan leik var að FH vann sinn 17 leik í röð í deildinni (vann síðustu 3 leikina sína í fyrra) og bætti þar með sigurgönguíslandsmet í efstu deild karla í knattspyrnu, en valur átti víst gamla metið sem voru 16 leikir í röð. Svo var nú annað sögulegt, en FH-ingar fengu 1 mark á sig í leiknum, en síðast var skoraði Fram gegn FH þann 30. júní í 3-1 sigri FH-inga.
Nú hefur FH skorað 44 mörk, en fengið á sig 6 og hafa 11 stiga forskot á næsta lið (Val), en 4 leikir eru eftir, en næsti leikur er einmitt gegn Val næstkomandi Sunnudag og ef Valur vinnur ekki þann leik þá verða FH-ingar íslandsmeistarar, en allar líkur benda til þess að FH klári þetta bara og fari í gegnum mótið taplaust.
|
|
Joi |
12:29
|
SY
Hmmm ... skrítið Sonic Nurse er bara alveg ágætis diskur!
Er að pæla í því hvaða linsur ég tek með mér í kvöld á SY tónleikana (fékk leyfi til að taka myndir) og þetta er sú röð sem ég er að pæla í (1. er sú sem ég held að nýtist mér best o.s.frv.):
1. 70-200 f/2.8L IS - Þessi linsa er með mikinn aðdrátt, er björt og með "Image Stabilizer" þannig að ég held að þetta sé sú linsa sem ég mun nota mest.
2. 35 f/1.4L - Ótrúlega björt linsa sem kemur sér sennilega vel í myrkrinu.
3. 17-40 f/4.0L - Held að það gæti verið gaman að taka með gleiðlinsu af öllu sviðinu en spurning hvort hún sé nægilega björt, veit það ekki alveg.
4. 50 f/1.8 - Þessi er björt og nær lengra heldur en 35mm linsan og er auk þess lítil og nett.
5. 24-70 f/2.8 - Þessi myndi nýtast mjög vel en ég held ég dekki hennar svið ágætlega með hinum linsunum.
Ég myndi helst vilja taka allar linsurnar með en ætli ég taki ekki bara fyrstu 3-4 með, held þær dugi nú alveg.
Hvernig líst mönnum á að draga inn í Bloggið hjá okkur ýmsa pistlahöfunda sem skila af sér pistlum öðru hvoru? Ég ætla t.d. að tilnefna Burkna sem pistlahöfund en hann hefur skrifað einn pistil áður og var það plötudómur um Eminem plötu þar sem hann gagnryndi hvert einasta lag á plötunni. Burkni er drengur góður og hefur vit á frjálsum íþróttum og öðru sprikli.
|
Jamm, það verður þröngt DOF á lágu f-i en þetta er bara 35mm þannig að það ætti að reddast ef maður er ekki of nálagt. Skiptir heldur ekki máli ef maður tekur myndir af einum tónlistarmanni í einu. Ég verð að viðurkenna að ég er frekar feiminn við að vera að flassa mikið framaní hetjurnar, nenni ekki að láta Thurston Moore lemja mig. Var að gæla við að taka án flass því að lýsingin á tónleikum skilar sér betur á myndirnar þannig. Sonja ætlar að renna við og taka draslið þegar fyrstu tvö lögin eru búin (má bara taka myndir yfir þeim) þannig að það er spurning að taka frekar meira en minna með sér (Pálmi verður sérlegur aðstoðarmaður minn og hann vær jafnvel að grípa í svo hann geti sent myndir inn á DPChallenge keppnina sem er einmitt Live Music). Held ég taki 4 linsur og flass með.
12:39 Joi
Jamm, skemmtileg tilviljun því ég prófaði það sama fyrir um klukkutíma síðan :-)
12:46 Joi
|
|
|
mánudagur, ágúst 15, 2005 Hjörleifur |
15:55
|
Hinsegindagar (gay pride) 6. ágúst 2005
Var að uppfæra smugmugið mitt með nokkrum myndum frá þessum degi. En fyrir þá sem ekki vissu þá átti ég afmæli þennan dag og á síðustu myndunum er ég að opna pakka frá bróður mínum.
|
Þessi mynd af GG Gunn er nú alveg frábær verð ég að segja: http://hs.smugmug.com/photos/32263789-L.jpg
16:16 Joi
Stórkostleg mynd af GGGunn. Hetja ungra drengja.
16:37
|
|
|
Joi |
14:16
|
Bull
Eigum við ekki að fara að taka okkur á í blogginu og rífa það upp á hærri hæðir þar sem sumarið er nánast á enda?
Sigurður hefur boðist til að vera ritstjóri og sjá um stefnumótun og slíkt og hann kannski útskýrir frekar hugmyndir sínar í athugasemd hérna að neðan. Upp hefur komið hugmynd að allir bloggararnir skrifi reglulega pistla (t.d. vikulega) um það sem þeir hafa áhuga á, og þannig væri þetta svona svipað og fjölmiðill með fasta liði og annað er síðan bónus. Ég gæti skrifað um ljósmyndun og líkamsrækt, Pálmi um uppeldismál, Árni um knattspyrnu/tónlist/mótorsport o.s.frv.
|
Uppeldismál? Væri ekki nær að verðlaunaljósmyndarinn sæi um pistla um ljósmyndun. Enda snillingur á ferð skv. myndinni.
15:49
Nei, ég var svona meira að tala um áhuga/þekkingasvið ... þú ert vonandi okkur fróðastur um þessi mál og við hinir hefðum gott af því að læra af fróðari mönnum. Annars var þessu bara hent fram, engin djúp pæling við þessi áhugasvið.
16:29 Joi
Já það er kannski sniðugt að opna umræðuna aðeins á blogginu, einnig væri sniðugt að koma með málefni sem hægt er að ræða aðeins um þar sem mér finnst vanta svolítið af góðum umræðum í kringum misgáfuleg málefni. Ekkert er betra en gott rifrildi í gegnum bloggið til að koma blóðinu af stað. Að minnsta kosti ættum við að henda inn pistlum sem tengist öðru en bara því sem maður gerir sjálfur, þó verðum við að halda blogginu áfram sem persónulegur miðill og ekki búa til fréttatengt efni - skoðanir manna verða að liggja fyrir að mínu mati.
16:32 Árni Hr.
Palmi er fordæmdur uppalandi :D
16:47
|
|
|
Hjörleifur |
12:54
|
Fríið búið
Nú er ég kominn í vinnuna aftur og í netsamband að nýju.
|
Hvert fórst þú eiginlega í fríinu? Ég fór til Síberíu, Kína, Laos og fleiri staða og gat sent frá mér blögg öðru hvoru!
13:25 Joi
Ég var nú bara mest megnis hér í bænum, en skrapp út á land í fyrstu vikunni og var þá ekkert í netsambandi og svo þegar ég kom heim þá var síminn að uppfæra hjá sér ADSLið sitt og við það hrundi netið og er ég nú fyrst að komast í netsamband eftir 2 vikna sambandsleysi.
13:40 Hjörleifur
Ég var með svartadauðaskít á laugardeginum, virðist vera að ganga því Jói var með hann viku á undan.
13:46 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
11:00
|
Ljósmyndakeppni
Ég vill óska Pálma til hamingju með frábæran árangur en hann lenti í öðru sæti á ljósmyndakeppni.is í keppninni Sumarfrí: Myndin
|
|
Joi |
10:45
|
Dolli
Horfðu menn á hina frábæru þætti um Hitler síðustu tvö sunnudagskvöld á RÚV?
|
Þú ert nú snaðgeðveikur og rétt að skríða í fertugt!
10:50 Joi
|
|
|
Joi |
09:45
|
HH
Skemmtilegur rittdómur um Howard Hughes og einnig talað um Aviator: Check it!
|
Horfði einmitt á myndina í gær og fannst hún alveg ágætis afþreying, held að einkunin á imdb (um 7) sé svona ágætis nálgun á gæði hennar. Það sem var kannski merkilegast var karakterinn HH, alveg mögnuð týpa sem hafði í sínum heimi flotta sýn á hlutina þótt crazy væri, ótrúlegt hvað hann náði að gera.
14:03 Árni Hr.
|
|
|
föstudagur, ágúst 12, 2005 Joi |
15:09
|
Listi yfir fólk
Nýjasta uppfærsla á listanum yfir fólk: - Árni Snævarr
- Björgvin Halldórsson
- Björk Jakobsdóttir
- Finnur Vilhjálmsson
- Friðrik Weisshappel
- Guðjón Guðmundsson
- Guðlaugur Þór Þórðarson
- Guðlaugur Helgason
- Guðrún Gunnarsdóttir
- Jón Axel Ólafsson
- Hálfdán í Landsins Snjallasti
- Ingi Hrafn (nýr)
- Magnús Kjartansson
- Randver Þorláksson
- Rúnar Freyr Gíslason
- Selma Björnsdóttir
- Sigmar Vilhjálmsson (nýr)
- Stefán Hilmarsson
- Stefán Hrafn Hagalín
- Valtýr Björn Valtýrsson
- Þorgeir Ástvalsson
Annar öðruvísi listi (* (-1)): - Bubbi Mortens
- Áhöfnin í Kastljósinu
- Áhöfnin á Halastjörnunni
- Dagur B. Eggertsson
- Davíð Þór Jónsson
- Emilia Torrini
- Hilmir Snær
- Steinn Ármann Magnússon
- Svanhildur Hólm Valsdóttir
|
Hvar er HINN LISTINN?
15:12 Burkni
Af hverju eru færri á hinum listanum? Á maður að túlka út frá því eitthvað um þinn persónuleika og lundarfar?
15:19 Burkni
það er af því að hann er glænýr ... hinn listinn byrjaði sem eitt nafn en nýji listinn með nokkur og ÞAÐ segir allt um mitt lundarfar helvítið þitt!
15:20 Joi
OK semsagt: þú byrjaðir á og hélst úti neikvæðnis-lista í mörg ár áður en þú byrjaðir á jákvæðnis-lista (sem e-r annar lagði m.a.s. til)
15:21 Burkni
Var einhver að segja að þetta væri neikvæðislisti ... er þetta ekki bara slembinn listi um fólk sem er áberandi?
15:23 Joi
Já það var einhver að segja að þetta væri neikvæðnilisti.
PS Ef þetta er slembilisti, af hverju eru slembibullsbræður ekki á honum?
15:24 Burkni
Það voru ekki mín orð!
15:25 Joi
Er þetta hitlist? Eru menn að tapa sér?
11:25
Fyrri listinn er bara leiðbeinandi listi en seinni listinn var bara settur inn til gamans og verður ekki fastur liður í þessu. Jú, þeir sem hafa farið heim og hugsað sinn gang ættu væntanlega að detta út ... pælum í'su.
11:05 Joi
|
|
|
fimmtudagur, ágúst 11, 2005 Joi |
10:41
|
Enski
Já, það er kominn smá spenningur í mann útaf enska boltanum, bæði hefur maður kost á að velja um alla leikina í sjónvarpinu og eins er tippið að byrja aftur. Hérna eru þau 4 lið sem flestir telja sigurstranglegust og óhætt er að segja að þetta eru sterk lið (menn mættu gjarnan commenta á hvaða leikmenn eru sterkastir og hvar veiku hlekkirnir eru ef þeir nenna). Í hvaða sætum spá menn í að þau lendi (ég ráða í þá röð sem ég spái): United Chelski Arsenill Liverfools Margir furða sig kannski á því að ég spá United meistaratitlinum frekar en Chelski, en ég hef bara mikla trú á þeim þetta tímabilið.
|
Skv. beiðni Jóhanns sjálfs bið ég hér með um uppfærðan "lista" ásamt nýjum lista. (hann veit hvað ég á við)
16:58 Burkni
Ég hef nú verið að spá í spilin aðeins :) og ég get verið sammála Jóhanni um eitt en það er að Liverpool verður í 4 sæti. Annað og þriðja sætið verður mikil barátta á milli UTD og Arsenal en ég held og vona að Arsenal hafi það nú af UTD, þó held ég að þetta verði mikill slagur og verður það miðjan hjá báðum liðum sem mun ríða baggamun, gömul og lúin hjá UTD, mjög ung og efnileg en óreynd hjá Arsenal. Þetta þýðir því miður að Chelski kaupi titilinn aftur þetta árið, nema að Rússar nái að nappa Abramovich og henda honum í jailið fyrir mafíu stæla. Spái frekar dull tímabili varðandi titilinn, hef því miður ekki trú á að nokkurt lið geti keppt við Chelski. Ég las reyndar þar sem menn spá Arsenal 4 sæti í DV og finnst mér það mjög merkilegt en það þýðir í raun að menn hafa fulla trú á liverpool gæjunum spænsku. Ég held þó að það taki þá aðeins lengur að spila sig inn og að þreytan muni ná þeim, ekki gleyma því að þeir eru búnir að spila síðan júní um það bil. En besta er að Tottenham kemur til með að ná 5 sæti sem er evrópusæti.
17:36 Árni Hr.
Já, það er mikið til í þessu en ég er ekki alveg sammála þér um að miðjan hjá United sé gömul og lúin. Ronaldo er bara 20 ára (ætti ekki að vera frammi heldur á miðjunni eins og hann mun spila) og Scholes og Giggs eru bara 30 og 31 árs sem er nú ekki það hár knattspyrnualdur. Keane mun sennilega ekki spila alla leikina en þegar hann spilar þá er hann það mikill keppnismaður að aldurinn skiptir engu máli ;-)
21:27 Joi
Já það er gott að menn sjái hlutina með mismunandi sjónarmiðum, annars væri ekkert gaman að ræða boltann. Ég er nú ekki sammála um vörnina hjá Arsenal þar sem þeir voru með eina af bestu vörnum í lok síðasta tímabils þar sem Senderos stóð sig eins og hetja. En ég er sammála PP að Liverpool er ekki alveg tilbúið og einnig gæti orðið erfitt fyrir Arsenal að hafa misst Viera, en menn mega ekki gleyma að lið sem hefur Henry og Wenger komast nú ávallt langt. Varðandi UTD þá er nú ekki alveg allt kurl komið til grafar varðandi Glazer og einnig Keane vs Fergie rifrildið. UTD án Keane á miðjunni er eins og Arsenal á Viera á miðjunni.
23:23 Árni Hr.
Ég held að KR vinni.
23:24
|
|
|
miðvikudagur, ágúst 10, 2005 Árni Hr. |
21:46
|
8-0
og hefði getað verið stærri.....
|
|
Joi |
13:23
|
Enski
Búinn að gerast áskrifandi að enska boltanum.
|
Til hamingju, var tekinn 10 mánaða pakki á 1990 kr á mán.
13:29 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
10:53
|
Fótbolti
Já í tilefni af því að deildin er að byrja skellti ég mér í 2 tíma fótbolta í gær, lappirnar eru að sjálfsögðu alveg ónýtar eftir þessa útreið en mér hlakkar mikið til að byrja að sprikla í vetur aftur eða þar til ég slasa mig aftur.
|
|
þriðjudagur, ágúst 09, 2005 Joi |
22:10
|
3-0
|
|
Joi |
14:11
|
Tipp
Fyrsti tippfundur vertíðarinnar verður á laugardaginn ... málmi mun væntanlega tilkynna stað og tíma.
|
Ég minni á verkefnin sem sett voru á menn á síðasta tippfundi, nú er komið að skuldadögum.
10:53 Árni Hr.
|
|
|
föstudagur, ágúst 05, 2005 Joi |
10:43
|
GayPride
Nokkrar myndir sem ég tók í fyrra á GayPride:
Rock on!
|
|
Joi |
10:19
|
MSN samtal
Búrkni sendi mér þetta samtal sem einhver vinur hans átti: Skrítinn vinahópur Ég fékk símtal frá einhverjum skrítnasta kunningja hópi sem ég hef komist í tæri við. Svona var símtalið. Ég: Blessaður Kunninginn: Sæll, hvað ertu að hugsa af hverju ertu ekki mættur? Ég: Mættur hvert? Kunninginn: Nú að mála vagninn. Ég: Vagninn? Kunninginn: Já, veistu ekki hvað er á næstu helgi? Ég: Sól og útilega? Kunninginn: Ertu með frómas maður, það er GayPride maður! Ég: Ok, og hvað kemur það málinu við? Kunninginn: Jú, við verðum með vagn þar niður Laugarveginn og það þarf að skreyta hann. Ég: Eruð þið félagarnir komnir út úr skápnum? Kunninginn: Neinei, en þú? Ég: Nei, reyndar ekki, sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég vissi ekki hvað var í gangi um næstu helgi Kunninginn: Drífðu þig, við ætlum að vera hommar í einn dag og vera með vagn og þú kemur líka. Ég: *hlátur* Eruð þið með frómas? Kunninginn: Þú ert að fara að mæta, keyptum rasslausar leðurbuxur á þig. Ég: Sorry, gefðu konunni þinni þær og sjáðu hvað hún segir... Ég tek ekki þátt í svona, þó ég hafi ekkert á móti samkynhneigðum. Hvað ætlar Hjölli annars að gera í tilefni dagsins? Er eitthvað rosa plan?
|
|