Enski
Já, það er kominn smá spenningur í mann útaf enska boltanum, bæði hefur maður kost á að velja um alla leikina í sjónvarpinu og eins er tippið að byrja aftur. Hérna eru þau 4 lið sem flestir telja sigurstranglegust og óhætt er að segja að þetta eru sterk lið (menn mættu gjarnan commenta á hvaða leikmenn eru sterkastir og hvar veiku hlekkirnir eru ef þeir nenna). Í hvaða sætum spá menn í að þau lendi (ég ráða í þá röð sem ég spái): United Chelski Arsenill Liverfools Margir furða sig kannski á því að ég spá United meistaratitlinum frekar en Chelski, en ég hef bara mikla trú á þeim þetta tímabilið.
|
Skv. beiðni Jóhanns sjálfs bið ég hér með um uppfærðan "lista" ásamt nýjum lista. (hann veit hvað ég á við)
16:58 Burkni
Ég hef nú verið að spá í spilin aðeins :) og ég get verið sammála Jóhanni um eitt en það er að Liverpool verður í 4 sæti. Annað og þriðja sætið verður mikil barátta á milli UTD og Arsenal en ég held og vona að Arsenal hafi það nú af UTD, þó held ég að þetta verði mikill slagur og verður það miðjan hjá báðum liðum sem mun ríða baggamun, gömul og lúin hjá UTD, mjög ung og efnileg en óreynd hjá Arsenal. Þetta þýðir því miður að Chelski kaupi titilinn aftur þetta árið, nema að Rússar nái að nappa Abramovich og henda honum í jailið fyrir mafíu stæla. Spái frekar dull tímabili varðandi titilinn, hef því miður ekki trú á að nokkurt lið geti keppt við Chelski. Ég las reyndar þar sem menn spá Arsenal 4 sæti í DV og finnst mér það mjög merkilegt en það þýðir í raun að menn hafa fulla trú á liverpool gæjunum spænsku. Ég held þó að það taki þá aðeins lengur að spila sig inn og að þreytan muni ná þeim, ekki gleyma því að þeir eru búnir að spila síðan júní um það bil. En besta er að Tottenham kemur til með að ná 5 sæti sem er evrópusæti.
17:36 Árni Hr.
Já, það er mikið til í þessu en ég er ekki alveg sammála þér um að miðjan hjá United sé gömul og lúin. Ronaldo er bara 20 ára (ætti ekki að vera frammi heldur á miðjunni eins og hann mun spila) og Scholes og Giggs eru bara 30 og 31 árs sem er nú ekki það hár knattspyrnualdur. Keane mun sennilega ekki spila alla leikina en þegar hann spilar þá er hann það mikill keppnismaður að aldurinn skiptir engu máli ;-)
21:27 Joi
Já það er gott að menn sjái hlutina með mismunandi sjónarmiðum, annars væri ekkert gaman að ræða boltann. Ég er nú ekki sammála um vörnina hjá Arsenal þar sem þeir voru með eina af bestu vörnum í lok síðasta tímabils þar sem Senderos stóð sig eins og hetja. En ég er sammála PP að Liverpool er ekki alveg tilbúið og einnig gæti orðið erfitt fyrir Arsenal að hafa misst Viera, en menn mega ekki gleyma að lið sem hefur Henry og Wenger komast nú ávallt langt. Varðandi UTD þá er nú ekki alveg allt kurl komið til grafar varðandi Glazer og einnig Keane vs Fergie rifrildið. UTD án Keane á miðjunni er eins og Arsenal á Viera á miðjunni.
23:23 Árni Hr.
Ég held að KR vinni.
23:24
|
|