sunnudagur, nóvember 30, 2003
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Slembarar (-Pálmi) fórum fyrr í kvöld á rokkheimildamyndina "Achtung, wir kommen!". Þessi mynd á að lýsa 10 árum í austur-þýsku rokki frá falli múrsins, og er Rammstein nokkuð áberandi í þessari mynd. Það eru tvær konur sem gera þessa mynd og ég verð bara að segja að þær klúðruðu gjörsamlega ágætri hugmynd. Myndin inniheldur í raun ekkert merkilegt eða áhugavert myndbrot, og er í raun óskiljanlegt hvað þær fengu lélegar myndir frá þessum 10 árum. Myndin er gjörsamlega stefnulaus og þær hafa greinilega ekki haft hugmynd um það hvað þær ætluðu að fara með þessa mynd, eða hvað átti að taka á. Myndin líður áfram stefnulaust og maður varð alveg hissa á því hversu þetta var ómarkvist. Síðan komu inn í myndina fáránleg myndskot, sem áttu væntanlega að gefa myndinni listrænt gildi, sem var alveg að missa marks. T.d. voru þessar tvær ágætu konur oft svífandi í einhverjum undirgöngum og meira var af slíkri vitleysu. Eina sem í raun var skemmtilegt við myndina var að sjá Rammstein, því þeir eru alltaf traustir.
Myndin fær eina drulluköku af fimm mögulegum og fékkst hún aðeins fyrir það að Rammstein var í myndinni og rokkguðinn Óttar Proppe sat fyrir framan okkur (einn í bíó).

Annars er Sonja að vinna núna og ég er að laga til mynd (í Photoshop) af Særúnu og Ægir litla sem ég ætla að prenta út fyrir hana fyrir jólakort. Það breytir samt ekki því að það er fátt nördalegra en að blögga á laugardagsnótt.
    
föstudagur, nóvember 28, 2003
|
Skrifa ummæli

DagsetningTímiBreiddLengdDýpiMlGæði Staður 
2003-11-2802:51:10,164,060-21,2827,22,090,02 3,8 kmSSAaf Skeggja á Hengli

2003-11-2720:50:32,363,932-21,9774,51,490,02 6,6 kmNAaf Krísuvík
2003-11-2720:45:28,963,929-21,9815,51,590,02 6,2 kmNAaf Krísuvík

2003-11-2720:19:50,163,931-21,9745,01,490,02 6,6 kmNAaf Krísuvík
2003-11-2718:06:57,966,374-17,1972,22,490,01 34,2 kmVNVaf Kópaskeri

2003-11-2717:00:05,663,590-19,1682,62,390,02 3,5 kmVNVaf Háubungu
2003-11-2716:54:41,563,888-21,3992,51,990,02 3,6 kmNNVaf Þorlákshöfn

2003-11-2713:45:17,366,843-18,1806,91,985,78 34,3 kmNNVaf Grímsey
2003-11-2708:07:49,864,878-19,7341,12,390,02 8,9 kmVaf Hveravöllum

2003-11-2700:03:33,566,218-18,2665,81,690,01 5,0 kmNaf Gjögurtá
2003-11-2621:45:21,663,400-24,0131,12,879,87 14,4 kmSVaf Eldeyjarboða á Rneshr.

2003-11-2621:14:11,563,652-19,3171,12,684,48 3,6 kmVNVaf Goðabungu
2003-11-2617:05:18,963,711-19,4571,22,590,01 3,9 kmNNAaf Básum

2003-11-2615:12:00,964,041-22,0071,11,088,32 1,8 kmAaf Straumsvík
2003-11-2611:54:19,063,952-22,1144,10,776,80 7,6 kmNNVaf Krísuvík
    
fimmtudagur, nóvember 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars er þetta nú helvíti gott merki. Ætli löggan viti af þessu?
    
|
Skrifa ummæli
Já þetta ætlar að ganga brösulega með fimmtudagsklúbbinn. Þar sem aðeins 2 úr klúbbnum (Á og H) ákváðu þeir í sameiningur að færa fimmtudagsdagskránna yfir á föstudaginn og kíla á Angusinn á Grandaranum.

Annars er ég bara enn bíllaus og hjóla um allt (eða næstum allt) og kemur sér nú vel að vera á negldum.

Nenni ekki að skrifa neitt meir þar sem ég er alveg að detta í sundur úr hungri, ætli ég brasi ekki bara nokkrar pylsur á pönnu og hræri nokkrum kartöflum og eggjum með og strái svo einhverjum heilsukryddum yfir, maður verður jú að hugsa um heilsuna. Spurning hvort maður sjóði jafnvel svona 30-40 hrísgrjón og skelli smá karrí út í þau. Svo er líka alltaf hægt að rölta bara á Vitabarinn og fá sér steik og bjór fyrir 1500 kall (frétti ég, spurning um að kanna hvort það sé rétt), ekki slæmur díll það.
    
|
Skrifa ummæli
Nú er ég loksins búinn að setja inn linkana mína. Það var svolítið erfitt og uppgötvaði ég þá að ég er bara voða lítið í netflakkinu þar sem að google getur svarað flestu sem ég þarf á að halda. En svo er ég náttúrulega mest á lokuðum síðum hér á veðurstofunni, þar sem að netið er nú svo mikið notað í vinnunni og sennilegast nota ég nú bara netið mest í vinnutengdri upplýsingaleit.
    
|
Skrifa ummæli
Við Sonja fórum seint í gærkvöldi og tókum myndir af norðuljósunum. Hérna eru 4 bestu: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja nú er fimmtudagsklúbburinn enn í voða - einn búinn að hellast úr lestinni og ekki heyrst í öðrum tveimur. Planið var að skella sér á Grand Rokk í kvöld og hlusta á glæpasögu upplestur með djassundirleik. Showið byrjar kl. 22.00 og látið vita hverjir ætla með.
Nenni varla að rífa mig af stað ef við erum bara tveir sem mætum. PP og OG vinsamlegast látið vita hvort þið ætlið eður ei.

Annað mál er að Sub Dub Micromachine hefur verið flutt, þ.e. frá NASA yfir á Grand Rokk og hefjast herlegheitin um 23.00, mér skilst að Brain Police hiti upp auk einnar annarrar hljómsveitar sem ég man ekki nafnið á.
Þrír meðlimir hafa látið vita af sér og hef ég keypt miða fyrir þá (auk fylgdi bíómiði fyrir laugardaginn) og væri gott að heyra hvort aðrir ætli að skella sér, enn eru miðar til skilst mér í Dogma á laugarveginum.

Endilega setjið inn athugasemd um hver ætlar að koma og hver kemur ekki.

Einnig bendi ég á að allir slembarar eru búnir að setja sína linka á síðunua, þykir leitt að ég sé neðstur, hefði komið betur út ef stafrófsröðin myndi vera nýtt.
    
|
Skrifa ummæli
Nú er ég loksins búinn að setja inn linkana mína. Það var svolítið erfitt og uppgötvaði ég þá að ég er bara voða lítið í netflakkinu þar sem að google getur svarað flestu sem ég þarf á að halda. En svo er ég náttúrulega mest á lokuðum síðum hér á veðurstofunni, þar sem að netið er nú svo mikið notað í vinnunni og sennilegast nota ég nú bara netið mest í vinnutengdri upplýsingaleit.
    
miðvikudagur, nóvember 26, 2003
|
Skrifa ummæli
Keypti mér 200 stk. af 80 mínútna diskum á 7980 krónur. Nokkuð góður díll held ég.
    
|
Skrifa ummæli
Hugh Grant öflugur. Hann leikur í þremur aðsóknamestu myndum í bretlandi:

Úr mbl:
Kvikmyndin Love Actually sló breskt aðsóknarmet um síðustu helgi, en kvikmyndin var tekin til sýningar í Bretlandi um síðustu helgi. Tekjur í kringum kvikmyndina námu tæpum 900 milljónum króna. Bridget Jones's Diary og Notting Hill höfðu áður fengið mestu aðsókn á frumsýningarhelgi í Bretlandi, en Love Actually sló þeim báðum við.
    
|
Skrifa ummæli
Fyrir einni viku síðan var Pálmi einn harðasti Delphi maður á landinu og núna er hann orðinn ástfanginn af C#.
    
|
Skrifa ummæli
Ég og Pálmi erum búnir að setja inn linkana okkar.
    
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú vill ég fá lista frá Slemburum yfir uppáhalds vefsíðurnar sínar í tveimur flokkum, þ.e. daglegar síður og aðrar síður (5 uppáhalds og 5 daglegar). Þetta fer í barinn hægra meginn á síðuna.
    
|
Skrifa ummæli
Við Sonja keyptum 4 DVD diska á sunnudaginn (þegar ég átti að vera að læra):
* Three Amigos
* Four Weddings and a Funeral
* Groundhog Day
* Bram's Stalkers Dracula
    
|
Skrifa ummæli
Sigurður er hlussa
algjör helvítis tus...
Jóhann er pus...
sem kann bara að frussa
    
mánudagur, nóvember 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Þoli þetta ekki var búinn að skrifa heilmikið, en svo þegar ég gerði "Post & Publis" þá kom upp sign in gluggi og allt sem ég skrifaði hvarf í burtu og get ekki með nokkru móti fengið það til baka. En nú er ég bara orðinn svo svangur að ég er bara farinn.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, það er síðasta prófið búið og spurning hvort skólagöngu minni sé hérmeð lokið. Gæti reyndar verið að ég þurfi að taka endurtektarpróf í Stöðuvélar og reikneitthvað en það kemur bara í ljós.
Það var mál nemenda að prófið væri ílla unnið og miklar vitleysur í því. Ég ætla ekki að leggja mitt mat á það.
    
sunnudagur, nóvember 23, 2003
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Langt síðan ég hef sett inn mynd hérna og ætla því að setja inn mynd af Sonju sem ég lagaði smá til í Photoshop (hún var klædd sem blökkumannaleiðtogi, því hún var að fara á grímuball). Ég fann "uppskrift" af þessari aðferð á netinu og þetta er líklegast notað mikið í tískuljósmyndum og slíku.



Annars fór ég upp á Kjalarnes í gær og borðaði þar stórgóðan kvöldverð, og síðan horfðum við aðeins á sjónvarpið og fórum síðan að sofa. Núna er ég að byrja að læra fyrir prófið á morgun.

Spurning hvort við slembarar ættum að taka saman lista af uppáhaldslinkum hvers og eins og hafa þá flokkaða undir nöfnum í hægri barnum? Síðan er spurning að útbúa svona spurningablað fyrir hvern og einn (líkt og var í dagbókum í barnaskóla þar sem spurt var að uppáhalds lit, bíómynd, tónlistarmanni o.flr.), og birta þessar upplýsingar þegar smellt er á hvern og einn í headernum efst á síðunni.
    
laugardagur, nóvember 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Fékk póst frá Samskip í gær þar sem þeir eru að bjóðast til að kaupa hlutabréf af þeim hluthöfum sem eiga undir 1% af heildarhlutafé, á genginu 4,2. Þetta kemur sér ágætlega fyrir mig þar sem þetta var bara pappír uppi í hillu og ég var í raun búinn að afskrifa þetta þar sem ég reyndi árangurslaust að selja bréfin fyrir c.a. ári síðan. Þá vildi ekki einu sinni stjórn fyrirtækisins kaupa þetta.
    
|
Skrifa ummæli
Menn ættu að skoða þessa síðu ... helvíti flott: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er fyrra prófið búið og það þyngra. Þessi áfangi var algjört torf og ég skil ekkert hvað ég var að hugsa þegar ég ákvað að taka hann sem valgrein. Ég var uppi í skóla til kl. 23 í gærkvöldi og mætti síðan aftur í morgun kl. 7:30 til að lesa fyrir prófið (sem byrjaði kl. 9 stundvíslega (eða allt að því (byrjaði reyndar aðeins fyrr (um svona 4 mínútur (ef ég man rétt))))). Prófið gekk svona lala, aðeins betur en ég átti von á en það er spurning hvort það dugi (fékk reyndar mígreni þegar það var svona 30 mínútur eftir). Vona að ég slefi því ég nenni ómögulega að fara að lesa þetta aftur fyrir upptökupróf.

Núna í dag ætla ég að reyna að lesa aðeins Aðgerðagreiningu og síðan fer ég í mat upp á Kjalarnes í kvöld, og síðan verður vaknað snemma til að lesa í fyrramálið.
    
|
Skrifa ummæli
Mæli með laginu In league með hljómsveitinni Bile - ef þetta lag kemur ekki blóðinu í gang þá gerir ekkert það. Ég held að þetta gæti vakið mig upp frá dauðum.

Annars er ég búinn að vera með múrarann góða í 2 daga núna - hann er að flísaleggja á fullu og það styttist í lokin á þessu - vonandi að það náist fyrir desember. Að minnsta kosti verður hægt að taka jólabaðið.

Er með aðra löppina inn á baði að hjálpa og hina á ferð og flugi um bæinn - er að koma mér í gang fyrir jólahlaðborðið.

Annars fór ég í bíó í gær - sá Mystic River, þessi mynd er algert skyn konfekt eins og listaspírurnar myndu segja. Ég mæli eindregið með þessari myndi, frábær leikur, frábær saga og handrit og hvernig tónlistin fullkomnar myndina með því að vera ekki að þvælast fyrir. Hér erum við að tala um óskarsverðlaunamynd - amk útnefningar. Tim Robbins, Marcia Gay Harden og Sean Penn eru frábær í þessari mynd.
Ekki missa af þessari mynd - ég gef henni toppeinkunn.

Ég á rakarstofuna í morgun - hitti þar Mikka (gamall skólafélagi) og var hann að segja mér frá reunioni sem var í Víðistaðaskóla síðustu helgi. Skemmtilegar lýsingar, hvernig sumir gengu um eins og þeir væru orðnir fertugir, sumir orðnir vel pattaðir og aðrir skemmtilega ungir í anda.
Mér varð hugsað til þess að ég myndi vilja hitta fólkið sem var með mér í skóla - allar ástæður verða nú ekki taldar upp hér, en þeir sem þekkja mig gruna ábyggilega eitthvað.

Á eftir ætla ég að horfa á fótbolta, sötra einn bjór, hitta Jóa á leiðinni á staðinn og láta hann fá tónlistardisk sem ég var búinn að lofa fyrir löngu og einnig ætla ég að kaupa 3 miða á Sub Dub Micromachine en undirritaður er mjög spenntur fyrir þeim tónleikum og jafnvel spenntari fyrir þeim en Muse - en maður á nú eftir að koma sér í Muse stellingar og hlusta á Stockhol Syndrome þar til blæðir úr eyrunum.

Í lokin ætla ég að koma einni stuttri sögu að - sagan gerist í einu starfsmannapartýinu mínu þegar ég var slátturkonungur Hafnarfjarðar, ég var orðinn vel ölvaður, lögreglan var búin að koma 3 sinnum og vissi ég ekki af því þar sem alltaf einhver annar svaraði - það var fullt hús af liði, ég var úti á plani að spila körfubolta og var orðinn svo drukkinn að ég gat ekki einu sinni dribblað, í hvert sinn sem ég ætlaði að hlaupa af stað með boltann þá fór líkaminn af stað en boltinn varð eftir skoppandi á götunni - no need to elaborate on that, en ég tapaði þeim leik. En enn jókst vitleysan, allt í einu kom bíll upp að og spurði hvort ég ætlaði að koma í bæinn - ég var á ullarsokkum og einni peysu klæða (að sjálfsögðu í buxum) og þar sem ég fór nú ekki alltaf troðnar slóðir hugsaði ég með mér að þetta gæti verið góður djókur að skella sér í bæinn á sokkaleistunum - nú ég skellti mér upp í bíl og hélt af stað, þegar við vorum kominn upp að kirkjugarði (bjó þá á Túnhvammi) þá runnu á mig 2 grímur og ég kallaði, stopp!! Henti mér út úr bílnum og sagðist ekki ætla í bæinn, rölti svo á sokkunum í partýið og hélt áfram að skemmta mér.

Já tilgangur sögunnar er sá að sama hversu drukkinn maður verður - þá verður að vera smá vit sem heldur aftur af manni.
En partýið var gott og sem betur fer voru foreldrar úti í löndum :)
    
föstudagur, nóvember 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Þegar ég var að klára lokaverkefnið hjá TVÍ, á sínum tíma, sem var að skrifa hugbúnað fyrir NÍ, varð einum hópmeðlimi mínum að orði (sem við skulum kalla Hr. R): "Ég er búinn að taka þá ákvörðun að vinna ekkert við forritun þegar ég er búinn með námið". Þá mælti ég: "Þá hefur þetta lokaverkefni verið góð æfing fyrir þig!"
    
|
Skrifa ummæli
Ég tók þátt í þessu djúnksbúnxi og er búinn að vera með þetta ókeypis frá því í mars:

Úr mbl:
Tilraunir með gagnvirkt sjónvarp um ljósleiðara hafa staðið yfir í Reykjavík frá því í mars síðastliðnum. Að verkefninu standa fyrirtæki á fjarskiptamarkaði, meðal annars Industria, Ljósvirki og 24tímar. Íbúar um eitt hundrað heimila á þremur stöðum í borginni hafa tekið þátt í þessu tilraunaverkefni, að því er kemur fram í tilkynningu frá Industria. Verða þessar lausnir verðar sýndar í framkvæmd á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður á Nordica hóteli í næstu viku.
Auk gagnvirks sjónvarpsefnis hafa þátttakendur í verkefninu haft aðgang að háhraða netsambandi og stafrænum sjónvarpsútsendingum um ljósleiðara. Erling Freyr Guðmundsson, segir í tilkynningu, að verkefnið hafi í alla staði gengið vel fyrir sig og gefi góð fyrirheit um það sem koma skuli ef ráðist verði í frekari uppbyggingu ljósleiðaranets.

Gagnvirkt sjónvarp gerir notendum kleift að nálgast úrval nýrra kvikmynda og annars efnis gegnum einfalt valmyndakerfi á sjónvarpsskjá. Fjarstýringin er þannig ekki bara notuð til að skipta á milli stöðva, heldur beinlínis til að velja þá efnisliði sem menn vilja horfa á á hverjum tíma. Mynd- og hljóðgæði eru sambærileg við það sem gerist á DVD-mynddiskum. Þegar efnið hefur verið valið bjóðast allir sömu möguleikar og með myndbandstæki eða DVD-spilara: spóla fram og til baka, gera hlé á spilun og jafnvel skipta yfir á annað efni og koma aftur inn í myndina á sama stað síðar.

Að auki bjóðast margir nýir möguleikar, til að mynda að bera saman dagskrá allra stöðva í myndrænu viðmóti og fá áminningar um áhugaverða efnisliði. Industria segir, að fljótlega muni þátttakendum standa til boða að horfa á útsent efni hvaða stöðvar sem er eftir hentugleika, allt að sólarhring eftir að hefðbundinni útsendingu þess er lokið. Þetta sé gert með því geyma efnið á miðlara hjá þjónustuveitu og streyma því síðan til viðtakanda eftir óskum.
    
|
Skrifa ummæli
að ofmetnast er manna hól
leikur fast að sinni
gengur fram í þitt ból
fæðist hátt að minni
    
|
Skrifa ummæli
Nennekki nennekki nennekki!
    
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Ekkert sérstakt að gerast í dag og í kvöld var bara ekkert áhugavert í gangi, en næsta fimmtudagskvöld verður örugglega betra. Þar sem að svo lítið var að gerast í dag og ég verð í mjög takmörkuðu tölvusambandi á morgunn þa slembi ég hér einu framtíðarbloggi fram:

Föstudagurinn 21. nóvember
Annasamur dagur. Í morgunn var tölvunördaráðstefna (SUN að kynna nýjungar) og eftir hádegi var jarðnördaráðstefna (ráðstefna um vöktun á hættulegum náttúrufyrirbærum) og var bara ágætis mæting. Bjórvinafélagið fór svo út að éta um kvöldið og datt svo íða á eftir, en skippaði því í þetta sinn.


Annars ætla ég nú að reyna að koma mér snemma heim og koma bílnum í lag svo ég þurfi nú ekki að taka strætó á laugardagsmorguninn, en þá er stefnt að því að taka 2 kafanir og klára námskeiðið (loksins). Spáin er góð og bara að vona að hún haldist svoleiðis.
    
|
Skrifa ummæli
Við erum að fara á þetta - ekki spurning:

Sub Dub Micro Machine - 28-11-2003
Þýska rokk sveitin Sub Dub Micro Machine er væntanleg á klakann 28. nóvember n.k sveitin mun leika á Nasa ásamt íslensku stoner snillingunum í Brain Police. Sveitin kemur hingað til lands í tengslum við frumsýningu á myndinni Achung-wir-kommem sem fjallar víst um rokkmenningu í austur þýskalandi fyrir sameiningu Þýskalands.

Miðasala er hafin í Dogma á Laugarvegi og kostar litlar 2000.kr inn. Fyrstu 200 sem versla sé miða á þessa tónleika fá einnig miða á myndina Achung-wir-kommem sem verður sýnd í Háskólabío frá 29. nóvember.

Nánari upplýsinar um sveitina er að finna heimasíðu þeirra: http://www.sdmm.de/
Sub Dub Micro Machine
Brain Police


Vinsamlegast látið vita hver vill koma með - þetta eru rokkarar með Rammstein ívafi.

Þeir taka meira að segja lag með Prong - Snap Your Fingers, Break Your Neck

    
|
Skrifa ummæli
Dagurinn í gær var horror dagur frá helvíti - byrjaði ágætlega, ég var nokkuð ferskur til ca. 10 um morgunin en þá fóru áföllin að dynja yfir í vinnunni - ekkert gekk upp, allar forsendur sem ég hef verið að vinna með hrundu, margra daga starf farið í súginn. Þegar leið að hádegi var ég orðinn svo reiður og enginn til að taka reiðina út á (flestir í útlöndum) þ.a. ég fór niður í mat um 12:20 og var svo pirraður og reiður að ég var hálf utan við mig í hádeginu, hitt þó forstjórann og kvartaði aðeins í honum - en fór þó varlega í það.
Aðal kvörtunarefnið mitt er söluáætlunin fyrir árið 2004 - gera menn sér enga grein fyrir mikilvægi þess - ég er að reyna að skipuleggja 2004 í framleiðslu og hef í höndunum bara eitthvað eins og ég kýs að kalla það.
Nú eftir að hafa náð að borða eitthvað smá (matarlystinn minnkaði meira að segja vegna pirringsins) þá fór ég upp og ákvað að fara í eitthvað annað - en viti menn það var allt í hönk líka og þar með mjög vinnuskapandi.

Endaði með því að ég gafst upp á þessum degi snemma og var kominn heim fyrir 17.00. Þegar ég kom heim reyndi ég að róa mig aðeins en það gekk illa - var með hrikalegt tak í hægri öxl og hámaði í mig íbúfen yfir daginn og ekkert gekk. EE sagði að það væri pirrings og reiðiský fyrir ofan mig.

En hlutirnir löguðust aðeins þegar ég hitti strákana á leiknum - það var svo sem ágætt og eftir það fór ég á létta æfingu þar sem ég náði að skella mér í pott, gufu, sturtu og rakstur. Leið aðeins betur eftir það en var samt ekki alveg búinn að ná mér niður þar sem ég var orðinn pirraður út í allt aðra hluti á þeim tíma.

Lagðist upp í rúm um miðnætti setti Babes in Toyland á (tónlistina) og huggaði mig við hana. Sofnaði svo vært hreinn og í vondu skapi.
Dagurinn í dag er amk mun betri - er amk enn í góðu skapi. Einnig er ég nú sammála því sem vinkona mín sagði í sínu bloggi - kominn tími á að taka sér smá frí.

Jæja over and out í bili - alltaf að muna að það kemur dagur eftir þennan og vandamál eru til að takast á við.
    
miðvikudagur, nóvember 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Það er komin pressa frá lesendum að við borgum þessa $15 til að losna við bannerinn efst á síðunni. Ég held að þetta sé bara ágætis hugmynd. Spurning hver vill láta straua kredit kortið sitt? Spurning með Pálma eða Ánna ... hvað segið þið um það (og ekki svara núna með þögn)?

Annars fór Hlynur með mér í efnið í Aðgerðagreiningu í gær og ég held að ég skilji nú bróðurpartinn af efninu, en hvort ég geti skellt þessu fram á prófi er annað mál. Þarf líklegast að æfa mig í að reikna dæmi og stefni ég á að gera það eftir prófið á laugardaginn og á sunnudaginn. Talandi um prófið á laugardaginn þá er ég nú ekkert alltof bjartsýnn á það (Stöðuvélar og reiknanleiki). Ég er ekki nærri því nógu mikið inn í efninu og veit ekki alveg hvernig ég á að læra undir prófið. Ætla samt að taka mér frí eftir hádegi í dag og næstu tvo daga til að klóra í bakkann.

Annars er bara frekar mikið hjá mér að gera þessa dagana á öllum vígstöðvum og það er bara ágætt ..... þannig að ég er bara sáttur (fyrir utan helvítis prófið á laugardaginn andskotinn hafi það).
    
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Frábært lag fyrir alla sem hafa áhuga á efnafræði: Lotukerfislagið
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er að taka helgina aðeins í gegn.

Á laugardeginum var farið í köfun og var þetta 3. af 5. Hún gekk bara ágætlega og bætti ég persónulegt dýptarmet, eða 15 m. En alls vorum við í 29 mínútur í kafi. Eftir nokkrar nauðsynlegar æfingar og skemmtiköfun um svæðið (Óttarstaði, sami staður og fyrsta köfunin) var bara ein æfing eftir og það var að taka af sér vestið með kútnum á og allt og fara svo í það aftur. Ég átti bara í mesta basli við þetta, enda ekki gert þetta áður. Eftir töluvert basl ákváðum við bara að geyma þetta þar til næst, enda var vestið eitthvað orðið eitthvað skrítið eftir barsmíðarnar. Nú á ég því bara eftir eina köfun með einhverjum æfingum, en 5 köfunin er bara skemmtun án nokkurra æfinga.
Restin af deginum fór svo bara í tiltekt á heimilinu, uppvask og þvottavélastúss.

Strætó
ég verð að koma kagganum í lag

Á Sunnudeginum ætlaði ég að vesenast aðeins í bílnum. Ég rölti því niður á Hlemm og beið eftir strætó. Um 5 mínútum síðar kom vagninn og ég hoppaði uppí. Í Kópavogi var stoppað upp á brúnni eins og venjulega. Eftir ca 5 mínútur var manni farið að finnast þetta vera óvenjulega langt stopp, en við biðum nú samt aðeins lengur. Eftir 10 mínútur í viðbót kom svo loksins annar vagn og var öllum sagt að fara í hinn vagninn. Hinn vagninn var nú mun óþægilegri, með harðari sætum og subbulegri að innan, greinilega notaður sem næturvagn.
Nú var bara haldið áfram og næsta stopp í Garðabæ. Ein ung og sæt stelpa trítlaði fram í vagninn og bað vagnstjórann um að hleypa sér út á næstu ljósum og þar sem að vagnstjórinn var karlmaður á fimmtugs aldri gat hann ekki sagt nei við þessari bón. Þegar stelpan var svo á leiðinni út, skiptu umferðaljósin yfir í rautt. Vagnstjórinn hikaði fyrst aðeins með að fara yfir og svo þegar komið var grænt á hin ljósin, þá gaf hann bara í og lullaði vagninum yfir á rauðu ljósi. Bíll sem ætlaði að fara yfir á sínu græna varð bara gjörosovel að hafa sig hægan.
Næsta stopp var í Hafnarfirði. Þegar vagninn var rétt búinn að beygja inn í norðurbæinn kemur hann að gönguljósum og voru nokkrir krakkar að fara þar yfir götuna. Stoppustöðin var hins vegar hinumegin við gönguljósin. Vagninn var orðinn allt of seinn og því var ekkert tími til að bíða eftir því að krakkarnir kæmu sér yfir götuna. Um leið og þau voru komin yfir okkar megin þá hélt hann bara áfram og stoppaði á stoppustöðinni. Þar með var búið að fara yfir á tveimur rauðum ljósum í þessari ferð og það bara nokkuð gróflega.
Á endastöðinni þurfti ég svo að sjálfsögðu að skipta um vagn, en þar biðu 2 vagnar óþreigjufullir eftir því að komast af stað. Ég var sá eini sem skipti um vagn. Eftir góðan útsýnistúr um Hafnarfjörð fór vagninn loksins upp á holt.
Þrátt fyrir að hafa farið yfir á 2 rauðum ljósum á leiðinni þá tók það mig rétt um 90 mínútur að komast heiman frá mér og til foreldra minna (enda var stoppið í Kópavogi óvenjulangt).
Svo eru sumir hissa á að almenningur ferðist svona lítið með strætó.

Í gær var tennis, man ekkert hvernig þetta fór, en Hlynur kom á óvart og greinilega efnilegur tennisleikari.
    
|
Skrifa ummæli
Er BjaKK frændi ennþá ósáttur við litavalið á síðunni? Ég dekkti leturgerðina til að hún væri læsilegri og stækkaði hana líka.
    
|
Skrifa ummæli
"Beckham er of sætur fyrir fótboltavöllinn. Hann er svo sætur, hann lítur út eins og kona. Hann er góður leikmaður en ekki heimsstjarna. Það er skömm að Beckham sé enskur."
Maradona
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, vorum 4 í tennis í gær og Hlynur vinnufélagi minn var sá fjórði. Hann tók mig í aukatíma í Aðgerðagreiningu og fór yfir næstum allt efnið og kann ég honum bestu þakkir fyrir. Hann var nú bara skrambi góður í tennis, þó hann hafi nánast ekkert spilað áður, og líklegast betri en Pálmi og Oddur til samans.
Annars er merkilegt að Hlynur hefur þá mætt oftar en Pálmi sem hefur aldrei mætt. Það var maður, sem við spjölluðum við í hádeginu, að segja okkur frá því að hann er í fótbolta með 7 öðrum félögum sínum á fimmtudagskvöldum. Þeir hafa verið í þessum bolta í 13 ár og það hefur í mesta lagi klikkað 5x að einhver hafi klikkað eða ekki fundið skiptimann fyrir sig. Það er greinilega allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Spurning hvort við ættum að koma upp kerfi þar sem menn verði að redda manni ef þeir komast ekki?
    
|
Skrifa ummæli
    
mánudagur, nóvember 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er einni helginni enn lokið:

Á föstudag fór ég aðeins í bæinn að skemmta mér og gerði það - enda var laugardagurinn góð minning á það. Ég er farinn að verða eins og Jói, er bara ónýtur daginn eftir smá drykkju. Ég er kannski kominn úr æfingu.
Nú eins og ég sagði þá var laugardagurinn frekar ónýtur, reynt var að horfa á sjónvarp um daginn, en það versta var að klukkan 9:30 hringir múrarinn á dyrabjölluna og ég opna svefndrukkinn og þunnur og hann spyr hvort hann megi byrja að flísaleggja - viti menn, ég hafði ekki málað undirlagið nógu vel og því þurfti hann frá að hverfa frekar fúll og eina sem hann sagði var:
Já nú hefur þú eitthvað á samviskunni - þú ert búinn að eyðileggja daginn minn. Já ekki gott þetta.
En ég druslaðist til að mála um morguninn og kláraði það fyrir hádegi - sennilega hefur það ekki lagað þynnkuna að vera í þessari málaravímu.
Um kvöldið var svo farið að horfa á sjónvarpið og svo vídeó, horfði á The Core sem var frekar döður jarðeðlisfræðingamynd og held ég að Hjölli sé orðinn spenntur eftir að ég sletti um mig með nokkrum bergtegundum.

Sem betur fer kom Elín snemma heim af djamminu, ég var að horfa á The Gladiator í sjónvarpinu og horfði hún á 10 mín áður en hún sofnaði. Nú ég kláraði myndina og fór að sofa tilbúinn í ekki þunnan dag á sunnudeginum.

Sunnudagurinn var fínn - var mættur um 12 í ræktina, svo í rétt fyrir 14 í hádegismat á Súffanum og svo um 14:30 í vinnuna þar sem ég talaði við gkth í smá stund og vann excel verkefni á fullu. Nú kom heim þegar um 30 mín voru liðnar af leiknum (já ég segi leiknum) og var þetta það sem ég var nú búinn að stefna á allan daginn - nú var ég mjög sáttur við úrslitin þar sem ég tel að betra liðið hafin nú barasta unnið.

Síðan hringdi Hjölli, bíllinn bilaður, hann heima hjá ma and pa og spurði hvort við ætluðum að borða eitthvað, ég hélt nú það og fórum við þrjú (EE bættist í hópinn) á KFC (styrkja Hauka) og svo stuttu eftir héldum við Hjölli á leikinn stórgóða, Haukar-Magdeburg.

Leikurinn var taumlaus skemmtun og vorum við á besta stað - beint fyrir aftan annann varamannabekkinn og var Hjölli alltaf að henda poppi í þjóðverjana og púaði hástöfum við hverja skiptingu. Hjölli lét orðið öllum illum látum þarna og þurfti ég að róa hann niður þegar Haukarnir voru komnir yfir og 10 mín voru eftir. Hjölli æpti og gólaði á dómarana og þurfti ég að segja honum margsinnis að þeir skildu ekki íslensku - en hann lét ekki segjast og byrjaði að góla á ensku og einvherju tungumáli sem ég skildi ekki.
En gaman var og héldum við sáttir heim eftir mikla skemmtun og æsing - rauðir í framan og hásir.

Já þetta var fínn endir á góðri helgi og nú tekur við mikil vinna og fullt að gera næstu kvöld:
Mánudagur - Tennis
Þriðjudagur - Tónleikar - rokktónleikar vegna 10 ára afmælis X-ins, allar helstu sveitir landsins mæta þar.
Miðvikudagur - Stefni á að horfa á landsleiki, helst Holland-skotland
Fimmtudagur - klúbbur eða ég er að fara út að borða
Föstudagur - laus ennþá
Laugardagur - jólahlaðborð Pharmaco
Sunnudagur - sennilegast þynnka.

    
|
Skrifa ummæli
Vildi bara minna menn á fimmtudagsklúbbinn. Spurning hver ætlar að taka að sér að finna atburð? Ég verð því miður að tilkynna forföll þar sem ég fer í próf á laugardaginn.
    
sunnudagur, nóvember 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Það væri nú snilld að skella sér á Bottom Live 5 (Weapons Grade Y-Fronts) og á leik í sömu ferðinni.

Tuesday 25th November Empire Theatre, Liverpool 0870 606 3536
Wed 26th November Empire Theatre, Liverpool
Thursday 27th November Hammersmith Apollo 0870 606 3400
Friday 28th November Hammersmith Apollo
Saturday 29th November Hammersmith Apollo
Monday 1st December De Montfort Hall, Leicester 0116 233 3111
Tuesday 2nd December De Montfort Hall, Leicester
Friday 5th December The Point, Dublin 01 836 3633
Saturday 6th December The Odyssey, Belfast 02890 739074
Monday 8th December Ipswich Regent theatre
Tuesday 9th December Ipswich Regent theatre.
Wednesday 10th December Newcastle City Hall
Thursday 11th December Wolverhampton Civic Hall.
    
|
Skrifa ummæli
Rannsóknarblaðamannadeild Slembibullsbræðra hafa komist á snoðir um meint spillingarmál sem aðalgagnrýnandi Slembibullsbræðra er miðpunkturinn í. Ekki þykir ritstjórn við hæfi að við þegjum þetta mál niður heldur höfum við ákveðið að láta lesendur fá téðar upplýsingar og geta þá sjálfir dregið dóm að þessu alvarlega máli:

Siggi says:
misjöfn bloggin
Jóhann says:
núnú
Siggi says:
æltar Pálmi að veita þér aukatíma
Jóhann says:
veit ekki - ég er að spyrja hann í gegnum blöggið. Ég er svona að kanna miðilinn og þetta er enn ein tilraunin hjá mér. Þú átt að vera sáttur með þetta!
Siggi says:
ég er sáttur við það blogg
Siggi says:
á C# bloggurinn að tvíeggjuð ádeila
Jóhann says:
ha?
Jóhann says:
af hverju setur þú ekki inn athugasemdir?
Siggi says:
ég er tilbúinn að gefa jákvæða dóma um blogg gegn greiðslu
Siggi says:
hvernig lýst þér á það?
Jóhann says:
nei, en ég er tilbúinn í að þú farir að greiða fyrir aðgang að blögginu. Hvernig lýst þér á það?
Siggi says:
illa
Siggi says:
verðskráin er þessi
Siggi says:
Einkunn 10.0 2.000 kr
Siggi says:
9. 1000 kr
Siggi says:
8. 750 kr
Siggi says:
7. 500 kr
Siggi says:
6. 100 kr
Siggi says:
5. 50 krónur
Siggi says:
annað er ókeypis
Jóhann says:
hmmmm .... þetta segir meira en mörg orð um þig sem gagnrýnenda. Þú ert gjörsamlega siðlaus og greinilegt að ég tek allri gagnrýni frá þér með fyrirvara héðan í frá. Miklum fyrirvara!
Siggi says:
hefurðu ekki tekið eftir hvað Pálmi hefur haft lítið umleikis peningalega undanfarið
Siggi says:
það fer stór hluti af hýrunni hjá honum í mig nú orðið
Jóhann says:
já, ég trúi því - einhver er ástæðan fyrir því að hann fær svona góða dóma frá þér
Jóhann says:
hættu nú þessu tuði og skrifaðu sanngjarnar athugasemdir - þú færð ekki krónu frá mér!
    
|
Skrifa ummæli
Spurning hvort/hvenær Pálmfróður ætli að taka mig í aukatíma. Þeir tímar sem koma til greina hjá mér eru þessir:
  1. Mánudagskvöld fyrir tennis.
  2. Þriðjudagskvöld.
  3. Miðvikudagskvöld.
  4. Laugardagur eftir United leikinn.
  5. Allur sunnudagurinn.
Hentug staðsetning er fundarherbergið á 5. hæð og það má velja fleiri en einn tíma að neðantöldu (æskilegt). Takk takk takk.
    
|
Skrifa ummæli
Mastering Visual C# .NET
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, mættur eldsnemma í skólann til að gera enn eina tilraunina í að læra. Ég hef átt ótrúlega erfitt með að setjast niður að læra, á þessari önn, eins og reyndar var með tvær síðustu annir. Hugurinn leitar alltaf eitthvað annað, og ég fer að hafa áhuga á ótrúlegustu hlutum á netinu, sem ég hef yfirleitt engann áhuga á. Núna er aðeins 5 dagar í fyrra prófið og 8 dagar í það seinna, þannig að nú verður maður að taka á því.

Annars var gærdagurinn mjög rólegur. Var uppi í skóla frá 12-16 að leika mér á netinu og fór síðan heim og tók myndir af Gubba litla og frú og prentaði myndina út í 32 eintökum. Síðan kom Sonja um kl. 20 með 18" pizzu, frá Devitos, í fanginu og við borðuðum og tókum því síðan rólega um kvöldið. Gerðum heiðarlega tilraun til að horfa á mynd, sem ég sótti á HR netið sem heitir Lilja 4 ever. Við gáfumst fljótlega upp á henni enda var hún á slafnesku og enginn texti. Enduðum á því að horfa á friends þátt (10.07) og einn Simpsons þátt (15.02) og fórum að sofa snemma, enda þurfti hún að mæta í vinnu í morgun og ég í skólann að halda Internet rannsóknum mínum áfram.

Jæja, ætli þetta dugi ekki í bili .... ta ta.
    
föstudagur, nóvember 14, 2003
|
Skrifa ummæli
jæjja, þá er ég loksins búinn að aðlagast nýja útlitinu. Gott starf hjá listamanninum Jóa.

Í gærkvöldi fór ég út að borða á Sommelier ásamt restinni í stjórn JFÍ og Fúsa. Var maturinn bara helvíiti fínn og gott rauðvín með matnum, enda staðurinn þekktur fyrir að vera góður vínstaður. Hefði að vísu viljað fara á útgáfutónleika Dr. Gunna, en það var bara ekkert pláss fyrir þá í gær, verð bara að halda áfram að hlusta á Zombie.

Dagurinn í dag er búinn að vera gjörsamlega pakkaður og það var ekki fyrr en klukkan var orðin 7 í kvöld að ég skrapp niður í kjallara og fékk mér einn bjór og svo fórum við nokkur saman héðan frá Veðurstofunni á Nóa albinóa. Mæli hiklaust með þessari mynd. Fær alveg fullt af stjörnum af mörgum mögulegum. Eftir bíóið kom ég hingað aftur upp á Veðurstofu til að sækja hjólið mitt og tók þá eftir að ein tölvan var ekki í sambandi svo ég fór að kippa því í lag. Ég þurfti bara nauðsynlega að sækja hjólið þar sem ég ætla að vera svo duglegur að vakna snemma og hjóla suður í Hafnarfjörð klukkan 8 um morguninn. Klukkan 9 í fyrramálið er nefnilega planið að fara halda áfram í þessu köfunarstússi og verðum við í því eitthvað fram yfir hádegi. Svo verður gerð önnur atlaga að bílnum í bílaviðgerðir og reyna að lappa eitthvað upp á bremsukerfið. Þó að það sé gaman að hjóla, þá er nú samt þægilegra að keyra, sérstaklega þegar er rigning.
    
|
Skrifa ummæli
Það var eins gott að maður mætti snemma - þó ekki eins snemma og fólk sem var að mæta 12 tímum fyrir opnun.
En það gerir tónleikana enn betri að vita að það eru sennilega nokkrir þarna úti sem vilja komast en munu ekki komast - illa innrættur strákurinn.
Reyndar er ég með alla miðana enn - ætti að geta selt þá hæst bjóðandi, verst að ég er búinn að fá borgun frá Jóa og sennilega Hjölla.

Uppselt er á tónleika Muse í Laugardalshöll 10. desember næstkomandi. Miðasala hófst kl. 9 í morgun og var uppselt á flestum útsölustöðum á innan við klukkutíma. Það er því ljóst að Höllin verður troðfull af aðdáendum ensku tónlistarmannanna í Muse á miðri aðventunni.
    
|
Skrifa ummæli
Þá er komið fullt ár í blöggi síðan ég blöggaði hin ódauðlegu orð:
"Jájá, ég er bara byrjaður að blogga!."

Til hamingju!!!
    
|
Skrifa ummæli
Sigurður Óli annarhversföstudagspistlagerðamaður mun víst ekki geta skilað inn pistli fyrr en í kvöld, þannig að lesendur verða víst að bíða.

Annars er spurning hvort við ættum að taka linkasafnið, hægra megin, í gegn. Ég henti þessu bara óbreyttu frá gömlu síðunni og hugmyndir um viðbætur og afbætur væru vel þegnar.
    
|
Skrifa ummæli


Þetta er fáránlega flott júnksbúnx. Maður getur horft á video á innbyggðum skjá, hlustað á tónlist og síðan getur maður sett inn myndir beint af minniskortum úr myndavélum. 40gb og 80gb útgáfur. Snilld þegar maður fer í ferðalög!!!
    
|
Skrifa ummæli
Dagurinn tekinn snemma, mættur rétt fyrir 8 í morgun í röð í smáranum - bíða eftir miðum á Muse. Seldist upp fyrstu 10 mínúturnar í stúku og var bara fólk sem hafði mætt klukkan 11 kvöldið áður sem fékk miða. Þannig að ég fékk bara miða í stæði, en það er svo sem ok - þurfti sem sagt að bíða í 2 klst, en miðar í hús amk.

Líst ágætlega á síðuna hans Jóa, lookið er flott en ég hefði viljað sjálfur fá aðeins dekkra yfirbragð. En lookið er mjög flott og myndirnar á headernum eru skemmtilegar.
    
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki ágætt í tilefni dagsins?
    
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Fór í bíó í gær, kíkti á Matrix 3 með Bubba félaga mínum. Ekki var ég nú hrifinn, eins góð og mér fannst nr. 1 vera þá fannst mér 2 og 3 frekar slappar.
Nýjasta myndin er mjög svipuð nr. 2 í gæðum, frekar þunnur söguþráður en flott atriði en það er einmitt það sem 2 og 3 stíluðu upp á, flott atriði slappur söguþráður.
Ég er nú sammála því sem ég las í fréttablaðinu um daginn að Matrix hafi aldrei verið hugsuð sem trilógía, það var ekki fyrr en 1 sló rækilega í gegn að svo varð. Fyrsta myndin stendur alveg fyrir sínu frá byrjun til enda.
Já ég held ég gefi þessari mynd um 1,5 stjörnu af 4 mögulegum. Mér actually leiddist á köflum og sá ég að Bubbi var nú ekkert meira hrifinn en ég.
Fór svo og skoðaði crossarann hans, en nú er hann að reyna að draga mig út í það að kaupa mér crossara og er ég orðinn ansi heitur fyrir því. Ætla þó að fá að prófa fyrst með honum við tækifæri.

Kom síðan heim og þá hafði EE náði í DVD, en það var Identity en sú mynd er hreint út sagt snilld. Frábær mynd, frábær leikur, frábær saga.
Ég gef þessari mynd 3,5 af 4 stjörnum en ég veit að IMDB gefur þessari mynd vel yfir 7 sem er nokkuð gott. Ég ætla ekki að segja mikið meira um þessa mynd nema að kvikmyndaunnendur mega ekki láta þessa mynd fara fram hjá sér. Þarna sér maður að Hollywood getur enn drullast til að gera myndir sem virka og virka vel. Mjög lítið þannig séð sem ég get sett út á þessa mynd og er ég duglegur að skammast í Hollywood myndum þó ég horfi á þær.

Í kvöld verð ég víst að halda áfram í baðherberginu, nú er ég búinn að grunna vegginn við baðið og nú bíða 2 umferðir að vatnsmálningu sem ég ætla að ljúka fyrir helgi. Þá er bara flísalögnin eftir og nú er virkilega farið að styttast í þetta, sé fram á að geta farið í sturtu heima fyrir jól, það er amk jákvætt.
    
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Í morgunn kom strákur frá þýskaralandinu og er að læra jarðeðlisfræði. Þetta er óskup venjulegur strákur á þrítugsaldrinum, með grænan hanakamb og hringi í nefinu og einn í vörinni. Gengur um í slitinni svartri peysu með mynd af sjóræningjahauskúpu og fyrir neðan stendur St. Pauli og buxurnar eru hvítþvegnar gallabuxur. Semsagt dæmigerður jarðeðlisfræðingur, eða hvað?
    
|
Skrifa ummæli
Eins og venjulega á mánudagskvöldum er tennis. Þar sem að bíllinn var bilaður þá sótti Jói mig. Hann var að koma beint úr skólanum og var eitthvað að kvarta yfir því að hann væri eitthvað slappur (var í einhverri drykkjuveislu á laugardagskvöldið) og líklegast yrði hann mjög lélegur í tennisnum um kvöldið. Ég var aftur á móti með hressara móti og fékk mér bara léttan kvöldverð (e.t.v. full mikið af m&m kúlum, en það var nú líka bara í eftirrétt).
Það var eins og við manninn mælt að ég vann fyrstu 2 leikina og svo vann Jói einn og ég þann þriðja og staðan því orðin 3-1 fyrir mér. Ekki veit ég hvað Jói var að drekka á laugardagskvöldinu, en hann sagði að síðasti drykkurinn hafi verið gin+sprite+bjór. Ekki ber á öðru en að þessi samsetning virki bara ágætlega sem hinn besti orkudrykkur því Jói vann næstu 6 leiki og staðan allt í einu orðin 7-3 fyrir Jóa. Ég tók mig þá til og vann næsta leik og staðan því 7-5. Jói vann næstu tvo leiki á eftir og ég svo einn til viðbótar og staðan orðin 9-6 fyrir Jóa og aðeins 20 mínútur eftir af tímanum. Það dugði Jóa til að vinna 4 leiki til viðbótar og endaði þetta því 13-6 fyrir Jóa.

Jói gaf það nú í skyn að hann hafi borðað fjölvítamín og gingseng fyrr um daginn og stend ég nú í viðræðum við alþjóðlegu lyfjaeftirlitsstofnunina til að athuga hvort þessi lyf séu ekki örugglega á bannlista, því þetta átti alls ekki að geta gerst. Verst að ég veit ekki nákvæmlega hvað það var sem Jói fékk sér, svo þetta verður doldið erfitt. En hér er listinn sem ég er að grúska í.
    
|
Skrifa ummæli
Hér eru helstu upplýsingar í sambandi við tónleika Muse í höllinni 10.des. Húsið opnar 19.00.

Miðaverð
4500 kr. í stæði
5500 kr. í stúku

Hámark 10 miðar á mann.
Ekki tekið við ávísunum.
Ekkert aldurstakmark annað en það sem útivistarlög segja til um.
Miðasala hefst kl.9.00 föstudaginn 14 nóv. í verslunum Skífunnar.

Jæja hverjir ætla að fara? Ég stefni á að fara.
    
|
Skrifa ummæli


Þetta gæti verið málið fyrir ferðalagið næsta sumar.
    
|
Skrifa ummæli
Ég e-mailaði fyrirspurn í tölvupósti á útgefundur blaðsins Digital Photo, sem er systurblað Practical Photography, um það hvort það væri hægt að panta eitt blað áður en maður myndi gerast áskrifandi. Ég fékk svar um hæl þar sem beðið var um heimilisfangið því þeir ætla að senda mér ókeypis prufueintak. Góð þjónusta!
    
|
Skrifa ummæli
Við Hjölli erum búnir að ákveða að halda þessum tennistíma eftir áramót því þetta er orðið mjög skemmtilegt. Það er hinsvegar ekkert víst að hinir verði með:
- Pálmi ber fyrir sig minnisleysi og tímaskort á víxl.
- Oddur er slappur í hönd og segist ekki vera viss um að hann haldi þessu áfram.
- Ánni er meiddur og óvíst hvenær hann verður nógu góður.
    
|
Skrifa ummæli
Annars er Gubbi bróðir minn fyrir þá sem ekki vita (Siggi).

Við Hjölli áttum frábært tenniskvöld í gær og ótrúlegt hvað við erum farnir að ná upp góðu spili. Boltinn gengur oft fram og til baka endana á milli og þetta er orðið mjög skemmtilegt. Annars var ég slappur ennþá eftir helgina, og frekar óglatt eftir tvær pylsur og bjóst því ekki við miklu af mér. Ég hef hinsvegar aldrei verið í jafn góðu tennisformi og fannst ég vera léttur á mér og mikill kraftur í mér. Leikar fóru líka 13-6 fyrir mér þannig að Hjöllinn sá nú aldrei til sólar.

Pálmi fær STÓRT mínusstig í kladdann því hann var búinn að tilkynna að hann myndi mæta og lét síðan ekki sjá sig og lét ekkert vita. Maður verður alltaf jafn hissa hversu ómögulegt er hjá honum að hagræða hlutunum þannig að hann geti gert eitthvað með okkur, en það þarf víst einhvern áhuga til.

Laugardagskvöldið var mjög fínt. Fyrst kom Ánni, Sandra (vinkona Sonju sem er airobic-þjálfari) og Ívar (kærasti Söndru, sem er fjallagarpur) í mat og síðan fóru allir nema J og Á í bíó en við sötruðum bjór og hlustuðum á tónlist á meðan. Þegar S kom síðan heim var haldið í síðbúið Halloween partý hjá G (Gubba bróðir Jóa) og var þar mikið fjör og SÆ (Særún systir Jóa) og Ma (móðir Jóa) voru á staðnum. Sunnudagurinn fór síðan í það að liggja í rúminu og láta S vorkenna mér, sem hún gerði ekki, en ég braggaðist nú þegar fór að kvölda og fór í myndaleiðangur um 101.
    
mánudagur, nóvember 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Myndir frá Gubba af Halloween partíinu: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Þá er viðburðaríkri helgi lokið. Á laugardeginum var farið í köfun á Þingvöllum. Stefnan var að taka tvær kafanir á þessum degi. Allt var í fína lagi til að byrja með, en svo komst ég að því (eins og í fyrri köfun) að það lak með hálsmálinu, en ég er greinilega með frekar mjóan háls. Svo ég varð fljótlega blautur frá toppi til táar og við vorum bara rétt að byrja. Ég komst semsagt að því að Þingvallavatn er mjög kalt. Eftir að hafa gert nokkrar æfingar þarna niðri var mér farið að verða mjög kalt. Tilfinningin í puttunum var orðin svolítið slappari og ég var kominn með óstöðvandi hroll, enda var ekki mikil hreyfing á okkur, heldur vorum við mest megnis bara á sama stað á botninum, á 3 m dýpi til að byrja með, en færðum okkur svo í lokin á 6 m dýpi. Eftir 24 mínútur komum við upp á yfirborðið og þá kom nú í ljós að það var nú ekki bara mér sem var kallt, heldur var í raun öllum kalt. Við syntum því næst bara í land svo var ekkert annað að gera en að drífa sig úr blautum gallanum og koma sér í eitthvað þurrt. Þetta varð því eina köfunin og haldið var heim á leið, með viðkomu á snælands vídeó í Mosó og þar fékk ég mér 2 kaffibolla og pylsu og var það kærkomið, enda enn með hroll.
En þegar á heildina er litið þá var þetta alveg frábært. Veðrið var alveg frábært og nú veit maður hversu kalt það er að vera blautur í Þingvallavatni.

Sunnudagurinn fór í bílaviðgerðir. Ég skutlaðist heim til mömmu og pabba og kom bílnum fyrir í bílskúrnum. Planið var að skipta um púströr og dempara. Eftir frekar mikið basl við að ná gamla púströrinu í burtu gekk nú ágætlega að koma því nýja undir. Þegar ég var búinn að tjakka bílinn vel upp tókum við (ég og pabbi) eftir því að það lak á 2 stöðum undan bílnum. Fyrst hélt ég nú að annað væri bara sápa, en ég notaði slatta af sápu til að ná gamla púströrinu undan bílnum, en svo reyndist það nú ekki vera, heldur var þetta bremsuvökvi. Hinn lekinn virtist vera úr bensíntanknum, en svo reyndist það sem betur fer bara vera vatn. Þegar ég svo keyrði bílinn út úr bílskúrnum þá var bíllinn ekkert á því að bremsa og var honum því bara komið fyrir aftur inn í skúr, þar sem hann stendur enn.
Mig vantar því nú eitt stykki bremsurör hægra megin. Svoleiðis er því miður ófáanlegt og þarf ég því að láta smíða svoleiðis, en ég ætla nú samt að tékka aðeins betur á partasölum.
    
|
Skrifa ummæli
Hljómar þetta ekki eins og rosalega spennandi mynd:

Honey:
Honey (Alba) is a sexy, tough music video choreographer who shakes up her life after her mentor gives her an ultimatum: sleep with him or be blacklisted within their industry.

Get ekki beðið eftir að þessi mynd komi í bíó.
    
sunnudagur, nóvember 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Bætti við tveimur nýjum myndum af húsum ... Check it!
    
föstudagur, nóvember 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Spurning hvort menn átti sig á muninum á góðri, sanngjarni og uppbyggilegri gagnrýni annars vegar og niðurrifsstarfsemi hins vegar?
    
|
Skrifa ummæli
Yfirlýsing frá Sigurði sem hann bað mig um að setja hingað inn:
"Hnappurinn "Refresh" á Internet Explorer er óþarfur fyirr síðu slembibullsbræðra"
    
|
Skrifa ummæli
David var fínn og fékk ég áritaða bók hjá honum og lét kappann skrifa inn í hana:
To Sonja
David Attenborough

Annars er ég ósáttur með klúbbfélaga mína. Ég gerði miklar fórnir í gær til að mæta í klúbbinn en við Hjölli vorum síðan þeir einu sem mættu.

ÁnniHjöllJóiOddPálm
MagdalenaXXX
AirwavesXXXX
9/11XXXX
DavidXX
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er konan farin út - fór til DK yfir helgina. Vonandi kemur hún ekki meira brók eftir þessa ferð en hún er. Var einn heima í gær - sat fyrir framan tölvuna í 5 tíma þ.a. ekki gerði ég nú mikið.
Annars er þetta nú skammvinn sæla þar sem systir mín er að koma í dag - skil ekkert í henni að velja þessa helgi af öllum, en þetta er svo sem í lagi, þarf bara að laga til og geri það þegar ég kem heim í kvöld og þá verður hún að hjálpa til :)

Annars er árs afmæli bloggsins 15 nóv eins og GKTH benti á - slembarar hafa verið að slemba í heilt ár, ótrúlegt það.

Jæja nú er amk komin helgi - ágætt það, þarf að klára rekstraráætlun, vonandi gerist það í dag og þá er ég laus um helgina. Á sunnudag verður lítið annað gert en að horfa á fótbolta, frá 12:30 til 18:00, sennilega verður maður nú með annað augað á leikjunum og hitt á tölvunni.

En þvílíkt veður, það dundi á svefnherbergisrúðunni minni og það þýddi að ég svaf ekki hálfan svefn í nótt - nú ætla ég niður á morgunfund og fá mér kaffi.
    
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Reyndar var síðasta blögg skellt fram til að stríða Sigga. Hann skellti þessari kenningu fram fyrir 1,5 ári síðan og ég setti þetta hérna inn og þóttist ekkert kannast við að hann hafi sagt þetta þegar hann fór að ásaka mig um ritstuld. Pálmi stóð með mér í þessari stríðni og kann ég honum þakkir fyrir.

J 12:41:14 B
S 12:41:27 takka fyrir
S 12:42:11 þetta er stolið, af hverju geturðu ekki höfundar í bloggum eftir aðra
J 12:42:24 Þetta er ekkert stolið!
S 12:42:35 jú ég benti á þetta fyrir margt löngu
J 12:42:40 neinei!
S 12:43:11 þetta er líka blogg sem stendur illa eitt og sér
J 12:43:19 nú?
S 12:46:33 já yfirlýsingin þarf útskýrngar og smá sögu í kringum sig
J 12:49:03 neinei
J 12:51:39 finnst þér þetta samt ekki fyndin kenning hjá mér?
S 12:51:52 hún er stolin
S 12:52:28 þetta er málið með undrabörn eins og mig, aðrir taka cretid fyrir gjörðir mínar og meistarverk og eftir sit ég með sárt ennið
J 12:52:41 hvað meinar þú með að þetta sé stolið??
S 12:53:35 þetta er yfirlýsing sem ég sendi frá mér þegar við borguðum nokkurhundurð krónur fyrir kexköku þegar ég var með námskeið
S 12:53:39 í nýjerja húsinu
J 12:53:57 hvorki ég né pálmi könnumst við það 8-)
12:54:45 Pálmfróður (B) has been added to the conversation.
S 12:54:50 Pálmfróður!!!
P 12:54:57 sæll
P 12:55:09 mjög busy pálmfróður akkúrat núnar
S 12:55:22 ertu að gerast þjófsnautur í máli Jóhanns og hagkerfanna þriggja
P 12:56:13 ha?
S 12:56:20 Jóhann
J 12:56:27 hvað?
S 12:56:29 Pálmi virðist ekki kannast við málið
P 12:56:41 ég skil bara ekki bofs um hvað þú ert að tala????
S 12:56:52 Jóhann viltu skýra málið út fyrir drenghelvítinu
J 12:57:01 búinn að því!
S 12:57:15 Pálmfróður hann segist vera búinn að því
P 12:57:27 afhverju heldur þú að þetta sé stolið hjá honum?
S 12:57:34 af því að ég bjó þetta til
P 12:57:37 mér finnst þetta nú of frumlegt til að vera stolið
S 12:57:45 Pálmi ég bjó þetta til
P 12:57:49 þú?
S 12:57:52 já
J 12:57:55 ???
P 12:57:58 hvað meinarðu
S 12:57:59 svona eitt og hálft ár síðan
P 12:58:09 nú
P 12:58:30 og hvað?
S 12:58:34 þegar ég var að röfla yfir leigu, verði á kexkökum og einhverju fleiru fáránlegu sem Nýherji var að rukka fyrir
P 12:58:52 eru menn alveg að tapa sér
S 12:58:58 svo sagði ég að eini munurinn á íslenska hagkerfinu og nýherja væri að það væri allt dýrara í nýherja hagkerfinu
J 13:00:06 hmmmm
P 13:02:53 eru þá komnar upp deilur um höfundarrétt ykkar á milli ?
P 13:03:09 þetta er nú ansi góður djókur hjá þér sigurður
J 13:03:29 ja, ég þarf greinilega að muna allt sem Siggi hefur sagt og segja ekkert svipað (humm)
13:08:20 Pálmfróður (B) has left the conversation.
    
|
Skrifa ummæli
Ég er með ákveðna kenningu: Það eru þrjú hagkerfi á Íslandi: Íslenska hagkerfið, hagkerfi Latabæjar og Nýherji!
    
|
Skrifa ummæli
Planið er að fara á fyrirlestur hjá David Attenborough í kvöld og spurning að mæta frekar tímalega!
    
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Þetta eru þær græjur sem ég er að nota og mæli með:
Photoshop CS 8
ACDSee 6
Neat Image Pro 2.6
Smugmug
Sony DSC-F717
Manfrotto þrífótur


Annars var ég að setja nýja mynd inn á myndagalleríið sem ég og Sonja tókum í gær, og Pálmi var mjög, mjög hrifinn af. Check it!
    
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Pálmfróður says:
ein spurning til SIGGA:
Pálmfróður says:
Trúir þú á guð?
Siggi says:

Pálmfróður says:
snöggur að svara
Siggi says:
it depends
Pálmfróður says:
skrýtið svar
Pálmfróður says:
depends hvað
Pálmfróður says:
já eða nei
Siggi says:

Siggi says:
en þú
Pálmfróður says:
takk fyrir
Pálmfróður says:
já ég trúi á guð en jóhann vinur okkar gerir það ekki þó hann ætli að skíra og ferma börnin sín og gifta sig í kirkju
Siggi says:
hver er ástæða spurningarinnar
Pálmfróður says:
umræður okkar jóa um andleg málefni í hádeginu
Siggi says:
og trúir þú á guð
Pálmfróður says:
ætlar jóhann ekkert að ræða þessi mál á þessum vettvangi?
Pálmfróður says:
vísa í 5tu grein hér að ofan varðandi svar við spruningu þinni sigurður lestu svörin
Jóhann says:
nei, auk þess læt ég ekki barn mitt fermast - læt það ráða því sjálft.
Pálmfróður says:
það geri ég líka
Pálmfróður says:
ef ég hins vegar tryði ekki á guð þá myndi ég heldur ekki skíra barnið mitt
Siggi says:
er þitt svar pálmi, it depends?
Jóhann says:
auk þess geri ég ráð fyrir að leifa konu minni að ráða því hvort barn mitt muni skírast. Geri ráð fyrir að móðir og tengdamóðir fái meira að ráða um þetta en ég þannig að það er ósanngjarnt að segja að ég ætli að skíra barn mitt!
Pálmfróður says:
U svar ið var hér að ofan, "já, ég trúi á guð"
Pálmfróður says:
hmmm
Siggi says:
Jóhann ég beini næstu málsgrein til þín
Pálmfróður says:
maður myndi samt halda að þú hefðir eitthvað um það að segja
Siggi says:
Það lýsir skammsýni og heimsku að halda að upphaf og endir alls lífs í alheiminum takmarkist við þrjár víddir í okkar tíma rúmi og skynjun
Pálmfróður says:
heyr heyr
Jóhann says:
Já, ég er ekki það mikill heiðingi að ég neiti því að láta skíra, málið er bara það að ég efast mikið um þessi mál en maður getur aldrei þvertekið fyrir það að guð sé til. Þá væri ég hræsnari eins og mér finnst Pálmi að mörgu leiti vera!
Siggi says:
mér sýnist þú nefnilega vera að gangast upp í einhverjum hroka og stælum sem snúa væntanlega að því að þú sért raunsæismaður eða eitthvað álíka kjaftæði
Pálmfróður says:
eru þetta samt ekki fjórar víddir sem þú telur upp sigurður
Siggi says:
það er skilgreiningar atriði
Pálmfróður says:
hræsnin er öll þín megin jóhann í þessu máli
Siggi says:
tek undir með Pálma í síðustu línu
Pálmfróður says:
jói skrifar hratt og örugglega
Jóhann says:
Nei, Pálmi er hræsnari því hann segist trúa á guð og síðan þegar maður gengur á hann þá trúir hann ekki á neitt af þessu og veit ekki einu sinni á hvað hann trúir. Hann trúir af því að hann getur ekki afsannað tilvist guðs og þegar maður spyr hann hvort hann trúi þá ekki líka á Ásatrú, því hann geti heldur ekki afsannað það, þá segir hann bara: Já, líklegast.
Pálmfróður says:

Siggi says:
mér finnst spurninginn ekki kanski hvort þú trúir á guð sem persónu
Pálmfróður says:
ásatrú er bara ein mynd trúar, flest trúarbrögð eiga ansi margt sameiginlegt
Pálmfróður says:
nei sammála sigga
Siggi says:
er að fara á fund
Jóhann says:
Þá skil ég ekki af hverju hann lætur skíra börn sín í þessari trú þar sem hann trúir ekkert meira á boðskap hennar heldur en ása- eða búddatrú!!!
Pálmfróður says:
verður rætt um trúmál þar?
Pálmfróður says:
er þetta ekki allt partur af sömu kúnni, kristna trúin samt höfðar mest til mín
Pálmfróður says:
en ég tel að tengsl séu sterk á milli hinna ýmsu trúarbragða
Jóhann says:
Ok, búddatrú höfðar til mín og get ég þá ekki alveg skírt börn mín með ágætis samvisku?
Pálmfróður says:
þá mæli ég með að þú farir að kyrja hið snarasta
Jóhann says:
Mér finnst þú sína ákveðna hræsni með þessu tali þínu og ekki geta réttlætt þetta og það að þú kallir mig hræsnara að ætla að skíra börn mín og talar síðan eins og þú talar sínir merki um MIKLA HRÆSNI og hananú!!!
Pálmfróður says:
sé enga hræsni í orðum mínum?!?
Pálmfróður says:
er það hræsni að telja sterk tengsl milli ásatrúar, búddatrúar og kristni
Jóhann says:
Jú, að þú gagnrýnir það að ég ætli að skíra börn mín er merki um mikla hræsni þar sem þú segir öll trúarbrögð vera sama tóbakið!
Pálmfróður says:
er það hræsni að mæla með því að þú kyrjir
Pálmfróður says:
ekki öll trúarbrögð en ef þú skoðar þessi trúarbrögð þá sér maður svipaða línu í gegnum þau burt séð frá athöfnum
Jóhann says:
Af hverju höfðar þessi trú mest til þín?
Jóhann says:
Er ekki búddatrú alveg fín trú þar sem kennt er að göfga sig sem persónu, láta gott af sér leiða og ná hámarksþroska?
Jóhann says:
Er Pálmi þá ekki líka bara múslimi??
Pálmfróður says:
ég hef ekki kynnt mér búddatrú maður veit aldrei, en ásatrú og iðkun hennar finnst mér full blóðug
Pálmfróður says:
nei það held ég varla þó það sé nú mjög skylt kristinni trú
Jóhann says:
Hvað er það í þessari trú sem höfðar svona mikið til þín annars?
Pálmfróður says:
búddatrú hefur líka þann kost að þar er kennt að virða önnur trúarbrögð
Pálmfróður says:
bara general boðskapurinn
Jóhann says:
Er það þá ekki bara sú trú sem maður ætti að skoða betur?
Pálmfróður says:
hinn kristilegi kærleikur
Jóhann says:
Kristilegi kærleikur? Er ekki saga kirkjunnar og þessara trúarbragða blóði drifinn? Ætli það sé ekki meiri kærleikur í búddatrú?
Pálmfróður says:
ég er ekki viss um að það sé jafn mikil áhersla á hann í búddatrúnni hún snýst meira í að vinna út frá manni sjálfum
Pálmfróður says:
jú auðvitað hafa margir misvitrir menn gert ljóta hluti í nafni trúarinnar, maður má samt ekki fókusa á þá hluti
Pálmfróður says:
jæja þetta er orðin fullróleg umræða
Pálmfróður says:
AMEN
Jóhann says:
En er ekki þessi íslenska kirkja sprottin upp af þessari blóði drifnu kirkjusögu?
Pálmfróður says:
nei ekki rétt að taka þannig til orða
Pálmfróður says:
ég lít amk ekki á kirkjuna sem skrímsli með blóðuga fortíð´, kirkja er ekkert annað en núið að mínu mati
Pálmfróður says:

Jóhann says:
eiga þessar umræður heima á blögginu?
Pálmfróður says:
veit ekki held þær séu ekki nógu kjarnmiklar til þess en þú ræður því
Jóhann says:
kjarnmiklar? Betra samt en margt russlið sem kemur þangað inn. Held að þetta sé ágætlega kjanrmikið
Pálmfróður says:
hentu þessu þá bara inn enda á bloggið að vera til vakningar og til að vekja upp umræður í þjóðfélaginu
Jóhann says:
ok
    
mánudagur, nóvember 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Rise of Nations - 9,5
Commandos 3 - 8,9
Max Payne 2 - 9,6
    
|
Skrifa ummæli
Nokkuð ljóst er að fimmtudagskvöldið verður ágætis kvöld, hvað sem gert verður. Fyrir mitt leiti þá verð ég nú að segja það að ég hef nú meiri áhuga á fyrirlestrinum, enda er hann einn þekktasti náttúrulífsþáttagerðamaður í heiminum og væri gaman að sjá tæknina á bakvið þættina.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, nú ætla ég að henda upp mætingatöflu í fimmtudagsklúbbnum okkar. Eins og sést er ákveðinn maður með hræðilega mætingu og þarf hann að fara að taka sig á:


ÁnniHjöllJóiOddPálm
MagdalenaXXX
AirwavesXXXX
9/11XXXX
    
|
Skrifa ummæli
Attenborógh fær mitt atvkæði!
    
|
Skrifa ummæli
Kannski það, en ég væri til í að sjá þetta:

Fimmtudagur 6. nóvember

Kl. 20.30 í Íslensku óperunni: Sænska gleðisveitin Fläskkvartetten heldur tónleika. Þarna eru á ferðinni einir þekktustu skemmtikraftar Svíþjóðar; einstök blanda af kabarett, rokkhljómsveit og uppistandi.

AMG segir þetta um hljómsveitina.

Starting as a string quartet, Flesh Quartet turned into an experimental group mixing classic music with dub and techno, while later becoming more ambient. The front figure Wadling, with his scarred but explosive voice, was capable of providing an intense output, but the group also co-operated with a great number of other artists during the late '80s and the '90s. Apart from recording albums they wrote film soundtracks and music for modern ballet.
    
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki einhvað sem væri alveg tilvalið að skella sér á, eða bara skylda.

UPPGÖTVANIR MYNDAVÉLANNA

Opinn fyrirlestur Sir Davids Attenborough í Salnum í Kópavogi

Bókaforlagið Iðunn og Endurmenntun Háskóla Íslands standa fyrir opnum
fyrirlestri Sir Davids Attenborough í Salnum, tónlistarhúsi Kópavogs,
fimmtudaginn 6. nóvember n.k. klukkan 20:30. Öllum er heimill aðgangur
meðan húsrúm leyfir

David Attenborough er löngu heimskunnur fyrir sjónvarpsþætti og ritstörf
um náttúruvísindi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og heiður
fyrir störf sín. Hann hefur alla tíð haft einstakt lag á að miðla
þekkingu sinni af smitandi ástríðu og sameina fróðleik og skemmtan
þannig að einstakt getur talist. Fyrirlestur Davids nefnist
Uppgötvanir myndavélannab (Discovery of the Camera) og fjallar um þá
margvíslegu tækni sem beitt er við gerð sjónvarpsþáttanna og hvernig
þróun myndavélanna hefur leitt til nýrra uppgötvana. Fyrirlesturinn er
studdur einstöku myndefni.

Sir David Attenborugh heimsækir Ísland að þessu sinni í tengslum við
útkomu bókarinnar Heimur spendýranna, sem Iðunn gefur út. Hann mun
árita þessa nýju og glæsilegu bók fyrir þá sem þess óska, að loknum
fyrirlestrinum, í sýningarsal Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem er tengd
Salnum.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja ein lítil skírnarsaga:

Vaknaði upp úr 9 á sunnudeginum til að dröslast niður í sundlaug þ.a. ég kæmi nú hreinn og fínn í skírnina til Pálma, en messan átti að byrja 11.00.
Nú ég fékk far Oddgeiri og gekk sú ferð áfallalaust og við vorum mættir 5 mínútum í og ég náði meira að segja að torga niður einum kaffibolla áður en haldið var inn í messuna.
Þegar ég kem inn þá sé ég bara Jóa - fyrsta sem ég hugsaði var að nú hefði Hjölli gleymt sér og kæmi á harðahlaupum rétt um 11, en nei nei svo var nú ekki, hann var á leiðinni í köfun aðra helgina í röð (sem reyndist líka vera önnur helgin í röð þar sem hann fór ekki í köfun - í þetta sinn sagði hann að ástæðan væri bræla - eitthvað kafara jargon). Nú messan byrjar og undirritaður lítur á messublaðið og sér að hann er lentur í lengstu messu í heimi. Nú messan byrjar og fer vel af stað (hratt og örugglega niður listann) - kemur svo að skírninni sem var hin fallegasta og gaman að sjá forvitni hinna dætranna þegar Sölku Þöll var "dýft" í vatnið. Ekki heyrðist múkk í henni og var hún hin stilltasta. Nú undirritaður hugsaði með sér að nú væri fínt ef messan væri bara búin - búinn að sjá það sem hann kom til að sjá. En nei nei, við vorum rétt að byrja, það voru tendruð kerti, það var berging og ræður. Já það var meira að segja ræða frá meðhjálpara sem brings me to that, nú síðasta þegar við strákarnir fórum í skírn hjá PP þá gifti hann sig í leiðinni þ.a. við vorum við öllum búnir og biðum eftir sprengjunni frá honum.
Ekkert gerist, messan líður og líður (hægt þó) og í lokin stendur meðhjálparinn upp og heldur ræðu um að hann sé að hætta eftir 10 ára vinnu í því starfi osfrv. Nú að sjálfsögðu héldum við að PP ætlaði að standa upp og segja frá því að hann væri nýji meðhjálpari hóla og fellakirkju - ekki gerðist það þó (en við fréttum seinna að tengdó tók við því starfi).

Nú eftir ca. 1 klst. og 20 mín var messan búin og við spurðir hvort við ætluðum ekki að mæta í hádegismat - ég sagðist nú halda það, væri svangur og vildi nú aðeins hitta á stolta foreldrana.
Við mættum þar fyrstir (alltaf erum við nú tímanlega á hlutunum) - meira að segja var enginn host mættur þ.a. það voru bara læstar dyr, en það reddaðist þegar Jói smeygði sér inn um gluggann og opnaði fyrir gestum. Ég og Oddgeir pössuðum nefnilega ekki inn um gluggann þ.a. Jóhann reddaði þessu.

Nú inni fengum við kjúklingasúpu (án tindavodkans í þetta sinn) og var hún mjög góð og voru reyndar allar veitingar af háum gæðaflokki, það háum að við átum á okkur gat og sögðum nei takk við skírnarkökunni sem leit mjög vel út verð ég að segja.
En aftur að svarta sauðnum, já hann Hjölli labbar inn um hurðina og segir okkur frá því að hann hefði ekki getað kafað vegna brælu (???) og hafi því ákveðið að koma, mjög gott mál að sjá alla strákana í þriðju skírn PP (ef PP væri ekki til staðar þá myndum við aldrei hittast við hátíðleg tilefni).
Nú reglurnar voru að ef þú sast ekki messuna þá máttir þú ekki fá mat, þ.a. nú var illt í efni fyrir Hjörleif sem kom bara í matinn (sagan segir að aldrei hafi staðið til að fara í köfun - en við látum lesendur meta það). Nú eftir mikil fundahöld var ákveðið að Hjölli myndi mæta í messu um næstu helgi með PP og hans fjölskyldu og gæti því borðað hádegismat. Allir urðu sáttir við það og Hjölli fékk að vera með í þessari hátíð.

Já þetta var hin fínasta skírn og gáfum við PP góða gjöf sem verður nú ekki tilgreind hér þar sem við vitum ekki hvort hann sé búinn að opna gjöfina.

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar