mánudagur, nóvember 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er einni helginni enn lokið:

Á föstudag fór ég aðeins í bæinn að skemmta mér og gerði það - enda var laugardagurinn góð minning á það. Ég er farinn að verða eins og Jói, er bara ónýtur daginn eftir smá drykkju. Ég er kannski kominn úr æfingu.
Nú eins og ég sagði þá var laugardagurinn frekar ónýtur, reynt var að horfa á sjónvarp um daginn, en það versta var að klukkan 9:30 hringir múrarinn á dyrabjölluna og ég opna svefndrukkinn og þunnur og hann spyr hvort hann megi byrja að flísaleggja - viti menn, ég hafði ekki málað undirlagið nógu vel og því þurfti hann frá að hverfa frekar fúll og eina sem hann sagði var:
Já nú hefur þú eitthvað á samviskunni - þú ert búinn að eyðileggja daginn minn. Já ekki gott þetta.
En ég druslaðist til að mála um morguninn og kláraði það fyrir hádegi - sennilega hefur það ekki lagað þynnkuna að vera í þessari málaravímu.
Um kvöldið var svo farið að horfa á sjónvarpið og svo vídeó, horfði á The Core sem var frekar döður jarðeðlisfræðingamynd og held ég að Hjölli sé orðinn spenntur eftir að ég sletti um mig með nokkrum bergtegundum.

Sem betur fer kom Elín snemma heim af djamminu, ég var að horfa á The Gladiator í sjónvarpinu og horfði hún á 10 mín áður en hún sofnaði. Nú ég kláraði myndina og fór að sofa tilbúinn í ekki þunnan dag á sunnudeginum.

Sunnudagurinn var fínn - var mættur um 12 í ræktina, svo í rétt fyrir 14 í hádegismat á Súffanum og svo um 14:30 í vinnuna þar sem ég talaði við gkth í smá stund og vann excel verkefni á fullu. Nú kom heim þegar um 30 mín voru liðnar af leiknum (já ég segi leiknum) og var þetta það sem ég var nú búinn að stefna á allan daginn - nú var ég mjög sáttur við úrslitin þar sem ég tel að betra liðið hafin nú barasta unnið.

Síðan hringdi Hjölli, bíllinn bilaður, hann heima hjá ma and pa og spurði hvort við ætluðum að borða eitthvað, ég hélt nú það og fórum við þrjú (EE bættist í hópinn) á KFC (styrkja Hauka) og svo stuttu eftir héldum við Hjölli á leikinn stórgóða, Haukar-Magdeburg.

Leikurinn var taumlaus skemmtun og vorum við á besta stað - beint fyrir aftan annann varamannabekkinn og var Hjölli alltaf að henda poppi í þjóðverjana og púaði hástöfum við hverja skiptingu. Hjölli lét orðið öllum illum látum þarna og þurfti ég að róa hann niður þegar Haukarnir voru komnir yfir og 10 mín voru eftir. Hjölli æpti og gólaði á dómarana og þurfti ég að segja honum margsinnis að þeir skildu ekki íslensku - en hann lét ekki segjast og byrjaði að góla á ensku og einvherju tungumáli sem ég skildi ekki.
En gaman var og héldum við sáttir heim eftir mikla skemmtun og æsing - rauðir í framan og hásir.

Já þetta var fínn endir á góðri helgi og nú tekur við mikil vinna og fullt að gera næstu kvöld:
Mánudagur - Tennis
Þriðjudagur - Tónleikar - rokktónleikar vegna 10 ára afmælis X-ins, allar helstu sveitir landsins mæta þar.
Miðvikudagur - Stefni á að horfa á landsleiki, helst Holland-skotland
Fimmtudagur - klúbbur eða ég er að fara út að borða
Föstudagur - laus ennþá
Laugardagur - jólahlaðborð Pharmaco
Sunnudagur - sennilegast þynnka.

    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar