mánudagur, júní 26, 2006
|
Skrifa ummæli
Frétt
Þetta finnst mér ansi merkileg frétt. Ég hætti að nota Pixmantec RawShooter í byrjun árs og sé ég ekki eftir því. Adobe er málið.
    
En þetta sem Adobe er að gera er að hluta til tekið frá Pixmantec. En ertu búinn að vera að nota einhverja beta útgáfu af þessu nýja djúnxbúnxi.
16:08   Blogger Hjörleifur 

Nei, Lightroom frá Adobe er ekki tekið frá Rawshooter heldur ætla þeir greinilega að nota einhverja tækni í framtíðinni úr Rawshooter í Lightroom. Það er ekki komin beta útgáfa af Lightroom fyrir Windows ennþá en ég bíð spenntur eftir henni.
17:28   Blogger Joi 
laugardagur, júní 24, 2006
|
Skrifa ummæli
Brids
Kínversku spilararnir Zhong Fu og Jie Zhao urðu í dag heimsmeistarar í tvímenningi í brids á opna heimsmeistaramótinu, sem haldið var í Veróna á Ítalíu.

Þá vitum við það - ég er fróðari maður eftir þessa tilkynningu
    
|
Skrifa ummæli
Gnarls Barkley
Hef verið að renna þessum í gegn - fínn diskur - minnir svolítið á Moby Play, þ.e. þetta er svona þægileg popptónlist með þykkri svertingjarödd ofaná. Sum lögin erum keimlík finnst mér.
Þó nær þetta ekki Moby standard að mínum mati :)

Annars sit ég hér í vinnunni að reyna að klára verkefni mín - það styttist óðum í utanlandsferð mína til DK, en ég fer á miðvikudag.
    
fimmtudagur, júní 22, 2006
|
Skrifa ummæli
Tja
Var hjá tannlækni í morgun og hann þurfti að deyfa mig í þrjú skipti þannig að kjálkinn á mér er ansi skrítinn núna og ég get ekki opnað munninn :(

Spurning að banna það að hlusta á hljómsveitir með löngum nöfnum því barinn til hægri verður svo breiður? Héðan í frá er bannað að hlusta á Isobel Campbell & Mark Lanegan og einnig á hljómsveitina The Clouds That Fondle Jagged Crags And Raging Storms Conspire And You Will Know Us By The Trail Of Dead.
    
viðbrögð
14:42   Blogger Burkni 
þriðjudagur, júní 20, 2006
|
Skrifa ummæli
HM hornið
Mér var bent á það að það vita ekki allir hvar ég á heima, en það er á Fálkagötu 34 neðsta bjalla (ómerkt) og þar er HM hornið nú.
    
Það eru hvítar IKEA gardínur hangandi fyrir HM-hornsglugganum
10:10   Blogger Hjörleifur 

Er þetta vottað HM horn?
10:12   Blogger Joi 

Já það voru 2 vottar í því í gær
10:14   Blogger Hjörleifur 

Þetta voru stefnuvottar sem voru kallar til vegna gruns um ólöglegt horn.
10:15   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Pálmi spáir sviptingum í 3ju umferð.
    
mánudagur, júní 19, 2006
|
Skrifa ummæli
HM Hornið
Já, þá er HM hornið búið að vera hjá mér frá byrjun HM og nú er kominn tími til að færa það til Hjölla í einhvern tíma. Frá deginum í dag verður það semsagt á Fálkagötunni hjá Hjölla og Hjölli sér alfarið um hornið frá deginum í dag, þ.e. að opna fyrir menn og slíkt. Yfir til þín Hjölli!
    
Hvenær opnar Hjölli húsið í dag?
10:22   Blogger Árni Hr. 

það er komið hljóð og sýn var testuð í gærkvöldi, en miðað vð leiki dagsins þá reikna ég ekki með því að opna kl. 16, nema að menn vilji endilega mæta þá.
11:52   Blogger Hjörleifur 

Ég ætla ekki að mæta í 16 leikinn en mæti kannski í 19 leikinn ef það er stemming fyrir honum.
11:53   Blogger Joi 

Það gæti vel farið svo að ÁHH muni mæta amk í 19.00 leikinn.
11:55   Blogger Árni Hr. 

ég er þá ekkert að oppna fyrr en fyrir leikinn kl. 19. Minni á að á morgunn eru 2 leikir kl. 14 og 2 leikir kl. 19, en ég get ekki farið úr vinnunni kl. 14 (því ég er að spara þá fáu frídaga sem ég á eftir) svo á morgunn verður bara kl. 19, en þá er Svíþjóð - England og verður gaman að fylgjast með þeim leik.
16:40   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, júní 15, 2006
|
Skrifa ummæli
Simon og Garfunkel
Er að hlusta á þessa stórkostlegu plötu "Ballad of the broken seas" með Isobel Campbell og Mark Lanegan.
En þar er lag sem heitir Black Mountain og er þetta lag undir mjög miklum áhrif af lagi sem heitir Scarborough affair með S&G. En þetta er ekki eina hljómsveitin sem hefur fengið "lánað" eitt af fallegustu stefum tónlistarinnar þar sem ekki minni hljómsveit notaði þetta í lagið sitt Elizabeth Dear - sem er í raun bara blatant ripoff eða óður til S&G.

En ég held að þessi plata sé með því betra sem ég hef heyrt lengi - og þar sem Isobel er nú hluti af Belle and Sebastian (sem ég er þarf að fara að hlusta á) þá get ég nú ekki annað en hlakkað til að sjá þessa merku söngkonu (reyndar er hún titluð former singer of B&S - vona að svo sé ekki - en þeir sem þekkja til mega endilega bæta inn athugasemd).
    
Gat ekki beðið - sá að Isobel er farin úr B&S - ekki slæm sólóplata hér á ferð. Þ.a. maður þarf að hlusta á nýjustu B&S plötuna til að heyra í hvaða stefnu þau hafa farið.
Einnig gleymdi ég að nefna að ég sá Mark Lanegan einu sinni syngja með Queens of the Stone Age - þessi kappi er töffari, það er óhætt að segja..
09:27   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, júní 14, 2006
|
Skrifa ummæli
Stærsta íslenska íþróttafrétt nokkurn tímann!!
Sjáið kappann... Við munum sjá hann spila á móti Real Madrid á Camp Nou næsta vetur.

Magnað!!!
    
|
Skrifa ummæli
Bjór fyrir HM
Fór í ríkið áðan og keypti mér nokkra HM bjóra..
3x Pilsner Bud - Tékkland
2x Newcastle Brown ale - UK
2x Grolsch - Holland
2x Erdinger - Þýskaland
2x Miller - USA
2x Sol - Mexíkó
2x Zywiec - Pólland

Þannig að ég er með fínar birgðir út riðlakeppnina.
    
|
Skrifa ummæli
Bendir
Ef menn vilja skoða skemmtilegt blogg þá mæli ég með blogginu hans Scott Adams sem er höfundur Dilbert. Þetta eru oft miklar pælingar sem eru vel skrifaðar og oft fáránlega fyndnar: Dilbert blog

Eins bendi ég mönnum á að nota readerinn til að fylgjast með þeim síðum sem þeir lesa oft, þ.e. að þá poppa bara inn í hann nýjar færslur og maður þarf ekki að kíkja á síðurnar öðru hvoru til að athuga hvort eitthvað nýtt sé komið inn ... þetta er algjör snilld eins og maður segir stundum: Google reader
    
þriðjudagur, júní 13, 2006
|
Skrifa ummæli
HM hornið

Leikar æstust í HM horninu á meðan leik Brasilíu og Króatíu stóð í dag og þurfti gestgjafi að gefa Árna rauða spjaldið og verður hann því í banni frá horninu í fyrri leiknum á morgun. Hjölli kvetur dómarann til að spjalda og Pálmfróður fylgist spekingslega með.
    
Ég var mjög ósáttur við þetta - þetta var í mesta lagi gult spjald, smá kjaftbrúk..
14:11   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
HM og hár
HM hornið er í fullum gangi, byrjaði á föstudaginn og nú fer að líða að því að Hjölli taki við því, ef hann drattast til að klára að taka til heima hjá sér og kaupa hljóðkort í tölvuna.

Í tilefni þess að HM hornið heima opnaði á föstudaginn breytti ég um útlit til að falla betur að Þýskri menningu og þetta er útkoman:


Daginn eftir ætlaði Sonja að raka allt hárið af en hætti þegar það var síður hanakambur eftir og þannig var ég þar sem eftir lifði helgar:


Hérna er síðan mynd af HM horninu frá því á föstudaginn:


... og önnur frá því á laugardaginn þar sem eldklerkurinn og Árni eru að fagna en ekki Gubbi litli og Pálmfróður:


Læt þetta duga í bili.
    
Skemmtilegar myndir af góðu HM horni sem Hjölli ætlar að þvílíkt að toppa á næstu dögum.
10:16   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, júní 12, 2006
|
Skrifa ummæli
HM
Hvað er eiginlega að gerast - engin óvænt úrslit - stefnir þetta í fyrstu HM í langan tíma þar sem engin óvænt úrslit verða....

Annars mæli ég með lagi númer 4 á Tool nýja disknum - 11 mínútna orgýa - þó ekki industrial symfónían sem ég hef kallað eftir... :)
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
waters
    
fimmtudagur, júní 08, 2006
|
Skrifa ummæli
Mykonos og London
Setti inn á smugmugið mitt 144 myndir frá Mykonos og London
Þessi mynd var tekin frá hótelinu okkar, en sólarlagið var alltaf mjög fallegt þarna. Ef vel er að gáð, má sjá fugl á miðri mynd að steypa sér niður

.
    
Margar fínar myndir hjá þér, sérstaklega myndin af myllunum (nr. 100) sem er ansi góð. Næstsíðasta myndin er samt hræðileg.
12:43   Blogger Joi 

Þetta dýr var bara hluti af ferðinni og því varð ég að hafa það með
13:57   Blogger Hjörleifur 

En ég viðurkenni það að myndin í ljósmyndalegu samhengi er alveg hræðileg. Ekki í fókus og sýnir dýrið ekkert sérstaklega vel og er eiginlega bara frekar óspennandi og ef ég hefði séð svona mynd í DPChallenge þá gæfi ég henni eflaust 2 í einkunn, þ.e. ef þemað væri köngulær.
13:59   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, júní 07, 2006
|
Skrifa ummæli
Samsæriskenning
Ég held að það hafi legið ljóst fyrir 1-2 vikum að Rúna yrði klár fyrir HM en þeir hafa frestað því að tilkynna það fyrir liðinu og almenning þangað til í dag eða á morgun til þess að bússta móralinn í liðinu svona rétt áður en keppnin byrjar.
    
þriðjudagur, júní 06, 2006
|
Skrifa ummæli
Stjórnmál

Stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum um næstum ekki neitt, svo hverjum er þá ekki sama. Stjórnmálamenn búlla bara og búlla eins og prakkarinn sem stal börnunum orðaði svo skemmtilega.
    
|
Skrifa ummæli

Mynd eftir Dan Chung

Cole, Becham og Rúna á æfingu í morgun.
    
|
Skrifa ummæli
Afmæli
Ég óska Bubba Morthens til hamingju með afmælið

Af þessu tilefni ætla ég að hlusta á nokkur bubba lög í dag og hvet aðra til að gera slíkt hið sama.
    
will do
12:32   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Porn
Þegar ég var að bíða á Stansted flugvelli í fyrradag þá ætlaði ég að kíkja á slembibullið og þá var mér ekki hleypt á síðuna þar sem að hún var listuð sem hugsanleg klám síða og ég sem var búinn að eyða heilu pundi í þetta net fyrir aðeins 10 mínútna notkun. Því næst ætlaði ég að reyna að sjá hvernig úrslitin í borgarstjórnarkosningunum hefðu verið og tókst mér ekki að finna neitt út úr því, en næsta sem ég komst því að komast að þessu var á vefnum kosningar.is en það var of flókið að finna úrslitin fyrir 2006 að 10 mínútur dugðu ekki (setti annað pund í tölvuna) en ég fékk hins vegar upp úrslitin árið 2002.

Svona er hægt að drepa tímann á flugvellinum, með leiðinda netþjónustu sem hirðir allt klinkið af manni á svipstundu.
    
mánudagur, júní 05, 2006
|
Skrifa ummæli
Kominn heim
Bara að láta vita að ég sé kominn heim, en ég er í vinnunni núna. En þarna úti sá ég ketti og hunda, fiska og fugla, einn asna og einn hest. Drakk allskonar blöndur af göróttum drykkjum sem höfðu undarleg áhrif á mann en eftir nokkra svoleiðis drykki varð maður mjög sniðugur og klár.

Frekari ferðasaga kemur síðar
    
Velkominn heim.

Má ég gerast svo frekur að biðja um að frekari ferðasaga komi frekar fyrr en síðar?
10:16   Blogger Joi 

Já ég skal vera kominn með hana fyrr en síðar. Helst í kvöld á meðan ég bíð eftir þvottavélinni.
11:27   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, júní 04, 2006
|
Skrifa ummæli
Púki
Púki litli er skrítinn fugl (eða réttara sagt kanína) og er Sonja að reyna að ala hann upp. Hann er mjög gjarn á að naga klæðnað og vill ekki naga það sem við látum hann fá. Eins er honum mjög illa við að labba á parketinu hjá okkur og labbar bara á teppum - spurning hvort hann sé konungborinn.


Hérna er Sonja með Púka úti á svölum í fyrsta skipti sem hann fær að leika sér úti. Hann hafði gaman af því að labba um svalirnar.


Hérna liggur hann uppi á sófanum og lætur fara vel um sig en honum finnst mjög gaman að stökkva upp í sófa og hlaupa þar upp og niður. Verst er að hann vill naga sófann en við erum að reyna að láta hann hætta því.

Þetta blögg er sérstaklega skrifað fyrir Sigga, fyrrum yfirgagnrýnanda, og krefst ég þess að hann gagnrýni þetta mannlega blögg.
    
|
Skrifa ummæli
Pete Tong
Var að horfa á ótrúlega mynd, mynd sem flestir ættu að sjá. Hún heitir It´s all gone Pete Tong

Þessi mynd fjallar um DJ sem var mjög heitur, drakk mikið, djammaði, dópaði og allt sem sannur rokkari myndi gera. Síðan gerðist það að hann missti heyrnina og að maður myndi halda að vinna við tónlist (þ.e. DJ) heyrnarlaus sé nánast vonlaust, það hélt hann líka og sökkti sér í rugl, síðan fer hann að vinna í sínum málum og fer að vinna aftur í tónlist í gegnum hljóðbylgjur, ryþma osfrv. Þá náði hann að gefa út plötu og náði að DJ á Ibiza aftur, bara einu sinni til að sýna að þetta sé hægt.

Mér finnst bara magnað að sjá hvernig allt er hægt ef maður reynir - mæli með þessari mynd.
    
fimmtudagur, júní 01, 2006
|
Skrifa ummæli
HM
Sýn komin í hús, kostaði 13900 kr. og núna fer ég fljótlega að senda út rukkanir.
    
|
Skrifa ummæli
The Knife
Ég sat í allt gærkvöld með Doug frá ástralíu sem var í sambandi við mig í gegnum myndasíðuna mína og langaði til að hitta mig og ræða ljósmyndun. Við fórum á fjölmenningarhúsið á Hverfisgötu og þar voru spilaðar 2 plötur með Knife, sem var gaman.
    
Gott að heyra að aðdáandaklúbburinn sé enn virkur
10:43   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Tool
Þessi plata er í spilaranum þessa dagana:

Tool - 10.000 Days

Verður væntanlega á topp 10 hjá flestum plötugagnrýnendum í lok árs 2006.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar