Pete Tong
Var að horfa á ótrúlega mynd, mynd sem flestir ættu að sjá. Hún heitir It´s all gone Pete TongÞessi mynd fjallar um DJ sem var mjög heitur, drakk mikið, djammaði, dópaði og allt sem sannur rokkari myndi gera. Síðan gerðist það að hann missti heyrnina og að maður myndi halda að vinna við tónlist (þ.e. DJ) heyrnarlaus sé nánast vonlaust, það hélt hann líka og sökkti sér í rugl, síðan fer hann að vinna í sínum málum og fer að vinna aftur í tónlist í gegnum hljóðbylgjur, ryþma osfrv. Þá náði hann að gefa út plötu og náði að DJ á Ibiza aftur, bara einu sinni til að sýna að þetta sé hægt. Mér finnst bara magnað að sjá hvernig allt er hægt ef maður reynir - mæli með þessari mynd.
|