mánudagur, maí 31, 2004
|
Skrifa ummæli
Er staddur nuna i Transilvaniu og herna er allt i thoku og skritnir ulfar (sem sumir geta stadid a afturloppunum) hlaupandi um i thokunni. Sonja gerir ferdinni betri skil a sinni sidu, thannig ad eg aetla bara ad lata myndirnar tala:

Karel Poporksy. Horft utum einn kastalagluggann:


Loftid a klosettinu a hotelinu i Karel var thakid konguloavef og er thetta liklegast ogedslegasta klosett sem eg hef farid a:


Svona eru allar eldri konur i Austur evropu ... t.e. feitlagnar, med slaedu a hausnum og hafa greinilega thurft ad vinna mikid um aefina:


Thad tok ludrasveit a moti prinsessunni a lestarstodinni:


Betlari:
    
föstudagur, maí 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Er að bíða eftir að vinnudagurinn klárist, er ekki í stuði til að byrja á nýjum hlutum svona rétt áður en maður hættir svo nú er ég að lesa Python bók og hlusta á Pixies. Í gær pantaði ég mér 2 diska með Pixies hjá skífunni, en þeir voru á 20% netafslætti og svo senda þeir þetta til mín með pósti, en það er ódýrara fyrir mig að kaupa þetta svona heldur en að rölta bara niður í skífu og kaupa þetta þar. Skrítið að meiri þjónusta skuli vera ódýrari kostur.
    
fimmtudagur, maí 27, 2004
|
Skrifa ummæli

Tónleikar ársins.

Ef einhver segir að einhver hljómsveit sé betri en Pixies þá hefur hann/hún bara ekki hlustað nógu mikið á Pixies, en það er bara ekki hægt að gera betur.

Þessir Pixies tónleikar voru alveg frábærir og liggur við að maður hafi bara kunnað öll lögin, enda var þetta 99% af Surfer Rosa og Doolittle, þar sem ég hef mjög lítið heyrt í Trompe le Monde þá var ég ekki með alveg á hreinu hvað fyrsta aukalagið var, en grunaði þá að það væri af þeim diski. Maður var nú svektur þegar hljómsveitin hætti á sínum tíma og man ég eftir að við strákarnir töluðum um það á Flensborgarárum að Pixies væri sennilegast sú hljómsveit sem maður mundi mest vilja sjá af öllum sveitum og svo hætti hún bara, en kom aftur eins og tíminn hafi staðið í stað allan þennan tíma.

Þegar ég kom svo heim í gær þá setti ég Doolittle á fóninn (já ég er með vínilplötu) og plöggaði hedfónunum í sambandið og hækkaði ágætlega og þegar fyrri hliðin var búin og ég var að snúa plötunni við tók ég eftir því að það heyrðist enn í hátölurunum, en ég gleymdi að snúa einum takka sem segir að það eigi aðeins að heyrast í hedfónunum, svo ég hef nú sennilegast haldið ágætis Pixies tónleika fyrir alla í húsinu, en það kvartaði enginn, því þetta er jú langflottasta hljómsveitin sem hefur stigið á stokk fyrr og síðar.
    
miðvikudagur, maí 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Jaeja, tha erum vid stodd i Odessa og skodudum i dag troppurnar sem voru adalatridid i myndinni Battleship Potemkin. Sonja er annars sma veik thannig ad vid tokum thvi bara rolega i dag. Vid erum ad brasa vid thad ad komast til Rumeniu hedan en thad er ekki audvellt thvi thad virdist bara vera haegt ad komast hedan i gegnum Moldaviu, en vid hofum ekki visa thangad. Thad gaeti thvi farid svo ad vid thurfum ad taka lest uppfyrir allt drasslid og thadan hinumegin nidur og thad tekur c.a. 2 x 20 klst. :-(

Nyjar myndir eru nu komnar inn:

Herna er Sonja ad posa i kastalanum i Karel Poposky:


Tveir dillibossar i Lviv (Sonja bad mig ad taka thessa mynd):


Eydibyli i Zakopane. Ef thid skodid myndina vel sjaid thid umrenning aeda ut ur husinu en hann elti mig sidan yfir gotuna og stoppadi umferdina, aetladi greinilega ad hella sig yfir okkur en vard sidan blidur eins og lamb thegar hann sa Sonju.
    
|
Skrifa ummæli
Alveg er þetta nú frábært, en þar sem að ég notaði ekki allt sumarfríið mitt í fyrra þá bætist það við núna og nú á ég 43 daga í sumarfríi. Enda tók ég svolítið af sumarfríi í vetur, en þá fær maður afslátt, þ.a. í 5 daga sumarfríi (vetrarfrí) eru bara 4 dagar dregnir frá.
    
|
Skrifa ummæli
Er að hlusta á Pixies núna. Gömul spóla með Surfer Rosa á annari hliðinni og Doolittle á hinni. Það ætti að vera góð upphitun fyrir kvöldið þar sem að Árni sagði að þeir hefðu spilað mjög mikið af lögum af þessum plötum.
    
mánudagur, maí 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Fékk ánægjulegt bréf inn um lúguna á föstudaginn var. En í því stóð að frá maí - sept. yrðu svolítil óþægindi í götunni, þar sem að það á að taka götuna í gegn og skipta um allar lagnir og nota þá tækifærið til að setja breiðbandið inn í hús. Svo er einnig boðið upp á að setja hitalagnir í stéttina, en við þurfum þá að borga það í húsinu sérstaklega og verður fundað um það núna eftir 15 mínútur og því þarf ég að drífa mig heim svo ég missi nú ekki af þessu.
    
sunnudagur, maí 23, 2004
|
Skrifa ummæli
Erum stodd i Yalta nuna sem er sydst a Krimskaga sydst i Ukrainu. Heitt og gott vedur herna og eg er ekki fra thvi ad eg hafi verid sma raudur eftir gaerdaginn.
Gaerdagurinn for i thad ad ganga a milli bara og athuga hvort their vaeru med sjonvarp og hvort their myndu syna leikinn. Thad kunnu fair ensku og enginn vissi um hvada leik eg var ad tala thannig ad thetta var half vonlaus leit. Loks a sidasta stadnum (staersta hotelid herna i Yalta a 17 haedum og nokkur hundrud metrar a lengt) var madur a barnum sem sagdi ad leikurinn yrdi i sjonvarpinu kl. 23 um kvoldid. Vid fengum okkur thvi bara ad borda um kvoldmatarleitid og forum sidan a thetta hotel um 23 og eg fekk lanada fjarstyringuna og fann leikinn. Eg gat thvi horft a hann tharna en enginn annar var ad horfa a hann. Sonja skrifadi i dagbokina a medan. En thad sem skiptir mali er ad vid unnum og fengum thvi jafn marga bikara og Arsenill (eda unnu their deildarbikarinn lika?).

Annars hofum vid thad bara fint og mjog gaman hja okkur. Verdum herna sennilega i 2 daga i vidbot og forum sidan til Odessa og thadan til Rumeniu. Hofum tekid nokkud margar myndir og verdur gaman ad halda myndakynningu thegar eg kem heim.

Chao.
    
laugardagur, maí 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Hér á landi er skítaveður núna - eksta vorveður með rigningu og roki. Þó er ekki kalt og er það því mun betra. Var annars að koma úr klippingu og snyrtingu, en hef ákveðið að skeggið fjúki í sumar, veit ekki alveg hvenær, en amk reikna ég ekki með að vera með skegg í Króatíu. Nú ég er að skella mér í stutta ferð til Germany á miðvikudag og kemst því miður ekki á Pixies tónleikana, reyndar reddaði ég mér miða á þriðjudeginum í staðinn og Hjölli seldi Þorkeli miðann minn og því næ ég amk að sjá tónleikana áður en ég fer. Svo fer ég af stað á miðvikudagsmorgni, verð fram á laugardag en þá flýg ég til DK og verð þar fram á mánudag og kem heim þar sem ég mun fara á Korn tónleika um kvöldið.
Nóg að gera svo sem, sama og í vinnunni en þar er ég enn einn, við auglýsum í mbl um helgina og vonandi fara að fljúga inn umsóknir strax á mánudag, enda veitir ekkert af þar sem ég er að drukkna í vinnu - en mér heyrist að fleiri séu að því.

Ég er svo sem ekki búinn að plana mikið meira fyrir sumarið en þetta - er þó að spá í að kíkja til DK í sumar, en ekkert ákveðið enn.

Nú þessi helgi hefur farið rólega af stað - hef verið að horfa á hina frábæru þætti Son of the Beach með Timothy Stack - en ég ætla að kaupa mér þessa þætti við tækifæri.

Lítið hefur heyrst frá Hjölla og nágrönnum hans, spurning hvort þeir séu i sumarfríi eða að Hjölli hafi tekið Rambo á þá.

Svo gerðist stóráfall hér í Hafnarfirðinum, hann Þórir Jónsson FHingur og Hafnfirðingur lést af slysförum á leið sinni frá Keflavík og má segja að margir séu í miklu áfalli eftir þetta, enda mikill persónuleiki þar á ferð.
    
fimmtudagur, maí 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Allt fint ad fretta af okkur herna i Ukrainu. Vorum ad koma a hotel i Kiev sem kostar um 10.000 kr. nottin. Hotelid sem vid aetlum a var fullt og thetta var besti kosturinn i stodunni. Tokum eina nott og reynum ad finna odyrara a morgun. Leigubilsstjorinn sem keyrdi okkur a hotelid tok okkur i ras........ thvi hann let okkur borga 50 hrn. (700 kr.) fyrir leid sem var c.a. 15 minutna gangur. Venjulega hefdi thetta kannski att ad kosta 5 hrn.

Lentum lika i aevintyri med ukrainska herinn og logguna thegar vid stoppudum a lestarstod um midja nott. Sluppum tho thadan an thess ad borga mikinn pening med thvi ad spila okkur frekar faetaek, skemmtilegt aevintyri. Jaja, laet inn tvaer fleiri myndir fra Pollandi (hofum ekki getad sett inn fleiri myndir undanfarid).

Hersyningin i Warshaw:


Herbergi i Auswitch I:
    
miðvikudagur, maí 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Ferðalagapælingar
Nú er ég að pæla í að skella mér til Englands í haust eftir Króatíuferðina og skoða Scylla, skipið sem var skökt nú um daginn með pompi og prakt. Vikuferð og kostar aðeins 60 þúsund kall með öllu (fyrir utan bjór og mat).
    
þriðjudagur, maí 18, 2004
|
Skrifa ummæli
Hjólað í vinnuna í dag, enda svoleiðis dagar í gangi.
Enginn tími til að skrifa neitt meira í bili þar sem nú þarf maður að hjóla heim áður en maður lokast hér inni þar sem að það á að fara að sprauta allt hér með hvítri málningu. Kominn tími til að mála hér, enda man ég ekki eftir að það hafi neitt verið málað hér í mörg ár (að vísu er ég bara búinn að vera hér í 4 ár, en ég man samt ekki eftir því).
    
mánudagur, maí 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Síðustu seðlar í THS í bili gengu ekki alveg nógu vel, en gengu samt smá, en það kom upp 1 röð með 11 réttum og 5 með 10 réttum. Vinningar þessa helgina voru óvenju lágir og var aðeins borgað út 450 kr fyrir 11 rétta og 150 kr fyrir 10 rétta og því var vinningurinn þessa helgina aðeins 1350 kr.

Nú verður smá pása á getraunum þar til að evrópukeppnin byrjar, en þá munum við græða mikla peninga, þar sem að við höfum landsleikjasérfræðing innan hópsins (amk segir hann það).
    
laugardagur, maí 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Herna eru lika 3 myndir fra Zagopane. Meiri sogur eru a sidunni hennar Sonju: Check it!


Thessar tvaer eru i staerri utgafu hja Sonju en eg laet thaer samt herna lika:


Sidan eru herna nokkrar i vidbot:

Gydingakyrkjugardurinn i Krakow (og thurti ad hafa eitthvad a hausnum):


Cyclone B:


Gotuspilari i Krakow:


Sonja ad leika vid dyrin a torginu i Krakow:
    
|
Skrifa ummæli
Hallo, hallo, hallo.

Allt gott ad fretta af okkur Sonju. Fyrir tha sem vilja vita eitthvad meira bendi eg a bloggid hennar, thvi eg nenni ekki ad skrifa aftur thad sem hun er ad skirfa. I stadinn aetla eg ad setja inn bestu myndina ur ferdinni ad minu mati. Thessi mynd var tekin i Warshaw a torginu sem hersyningin var og thar voru nokkrir motmaelendur.

    
föstudagur, maí 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Í nótt var svaka partí hjá nágrönnunum fram eftir öllu og það mikið að konan á 2. hæð gat ekki sofið og hringdi í lögregluna. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum svaf ég eins og steinn, en hún á 2. hæðinni var svo elskuleg að láta mig vita að það væri partí í húsinu, hún hafði miklar áhyggjur af mér og datt ekki í hug að ég gæti sofið undir þessum hávaða, en ég leit á klukkuna þegar hún hringdi og var hún þá 03:37.
Lögreglan kom eftir dúk og disk og nú var ég vaknaður og gat ekkert sofið fyrir þessum helvítis hávaða, en eftir að löggan fór var partíið búið, en ég var svo dauðþreyttur að ég veit ekkert hvað hún gerði þarna, en það virkaði, heyrði bara að það var eitthvað að gerast.

Set þessa mynd inn hér svo menn geti áttað sig á sögusviðinu.
Ég bý í kjallaranum (undir græna þakinu) og vísar öll íbúðin mín út í garðin. Partístuðsvandamálagemlingarnir eru svo í þessu hvíta og nær íbúðinn þeirra alveg út í götu.

(myndin er stolin af borgarvefsjánni, sniðugt tól það)
    
|
Skrifa ummæli

Tippfélag HS



Næsti fundur verður haldinn í Kaffi Strætó (Pálmi segir að þetta sé kaffihús en ekki bara biðskýli) í mjóddinni Laugardaginn 15. maí klukkan 11:00, eru meðlimir vinsamlegast beðnir um að muna eftir þessu.

Ræstitæknir öldungaráðs

(Pálmi ætlaði nú að setja þetta inn í dag en ég nennti ekkert að bíða eftir því lengur)
    
fimmtudagur, maí 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Jaeja, tha koma loksins myndir ur ferdinni. Vid erum buin ad taka um 800 myndir og herna set eg inn tvaer bestu. Teknar a frabaerum bar herna i Krakow. Enjoy!


    
|
Skrifa ummæli
Mikið að gera þessa dagana í vinnunni - allt Jet Set liðið hjá Pharmaco var úti í London í síðustu viku og var ég nánast einvaldur hér í verksmiðjunni, þó ég nýtti mér það nú ekki mikið þar sem ég var aðallega að vinna og vinna.
Áfram heldur vinnan í þessari viku - þó með þeim undantekningum að nú vinn ég hjá fyrirtæki sem heitir actavis, en acta er latneskt og stendur fyrir framsækni og vis er líka latneskt og stendur fyrir styrkur.
Fórum á kynningu gærmorgun - einkar glæsilegt og held ég að þetta sé bara hið besta mál og vel að verki staðið að mínu mati.
Á föstudaginn frá 16-22 á að fara upp í sveit og fara í smá hópefli, reiknað er með að stór hluti mannskaps mun mæta þar, m.a. grill ofl. en því miður ekkert áfengt.. en það er svo sem ágætt bara.

Síðustu helgi skellti ég mér upp í bústað - skrallaði þar aðeins og var kominn heim í Hafnarfjörðinn lítið sofinn um 14.00 (meira að segja alla leið frá Húsafelli). Var nú frekar ónýtur en mætti þó á fyrsta leik Hauka og Val í úrslitakeppninni og held ég bara að Haukarnir taki þetta 3-0 (þegar komnir í 2-0 núna). Stefni á að fara á þriðja leikinn í kvöld.

Nú Eurovision helgin er framundan og yfirleitt hefur verið haldið stórpartý því til heiðurs, en í ár dettur það nú niður sökum þess að Jóhann og Haraldur eru í DK, PP er alltaf upptekinn, Guddi er í DK, Hjölli er á vakt þessa helgina og því eru nú ekki margir eftir. Maður verður víst að horfa á Evróvisíonið annars staðar í ár.

Nú enska deildin kláraðist í gær í raun þar sem Liverpool náði 4 sætinu og þar með Champ League, Newcastle floppaði á endasprettinum, jafntefli á móti Úlfunum og Southampton. Nú getur maður farið að bíða eftir EM.
    
miðvikudagur, maí 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Vaknaði eldsnemma í morgunn (08:15) og spratt á fætur eins og gamall kall og nuddaði stýrurnar úr augunum. Því nú þurfti ég að skreppa aðeins fyrir vinnu upp á Stórhöfða 34, þar sem pósturinn er til húsa. Fékk nebbnilega pakkatilkynningu í gær. Í pakkanum var kafarabókin "Dive Atlas of the world" og nýjasti diskurinn með The Cramps (Fiends of Dope Island), sem er alveg eins og ég var búinn að lesa um, þ.e. alveg eins og hinir diskarnir og lögin svipuð og allt það (Same as all the other albums but so what? Rating 5. 5 er mest), en hinir diskarnir hafa verið fínir svo þessi er líka alveg ágætur þó að ég sé nú aðeins búinn að hlusta á hann einu sinni nokkuð hratt.
Nú er ég semsagt að fara heim og lesa kafarabók og hlusta á The Cramps.
    
|
Skrifa ummæli
Rolegir kallarnir minir, eg hef nu betra vid timann ad gera en ad leita ad internetkaffihusum til ad blogga fyrir ykkur.

Allt fint ad fretta herna fra Krakow og thetta er ansi flott borg verd eg ad segja. Midtorgid er vist thad staersta i evropu og verd eg ad segja ad thad er flottara en thau torg sem eg hef hingadtil sed og thar med talid midbaeartorgid i Prag.
Forum i gaer i Auswitch og leigdum leigubil allan daginn fra kl. 9:30 til 18:00. Leigubilstjorinn Bob var eiginlega lika guide og vissi allt um sogu Pollands og tha stadi sem vid forum a a leidinni til Auswitch/Krakow asamt thvi ad vida mikid um Holokostid. Thad var mjog gaman ad koma a thessa stadi en eg verd ad segja ad tho madur se kominn a thann stad sem thessir atburdir gerdust tha virdast their enntha vera mjog fjarlaegir og erfitt ad yminda ser ad thetta hafi nokkurntiman gerst. Eg tok med mer brot ur murveggnum sem gasklefinn var og thad verdur nu sennilega merkilegasti minnjagripurinn ur thessari ferd (sennilega er stranglega bannad ad taka med ser thessi brot en eg er svo mikill kriminal eftir svadifarir sidustu daga ad eg akvad bara ad taka murbrotid med mer).

I dag forum vid i saltnamur sem eru a lista UNESSSSSSSSSSSSSCO yfir fridada hluti og eru namugongin alls um 300 km. Vid gengum sennilega um 2 kilometra og forum i marga flotta sali sem sumir hafa verid skreittir med ljosakronum og flottum styttum og allt er thetta handgert. Alls forum vid nidur 54 haedir labbandi og um 400 threp og eg held ad dyptin hafi verid um 130-140 metrar.

Vid erum buin ad taka um 800 myndir i ferdinni (hersyningin, Auswitch og gydingakyrkjugardurinn hafa verid thar drygst) og aetla eg ad reyna ad setja inn 1-2 a morgun til ad syna adeins hvad vid hofum verid ad gera.

Nuna vorum vid ad koma ur gydingakyrkjugardinum thar sem vid tokum ansi margar myndir og aetlum ad fara ad skrida upp i ibud. Ibudina leigdum vid af Polskri konu og er thetta i daemigerdri austantjaldsblokk en samt mjog god. Vid borgum 25 evrur a dag fyrir hana sem eg held ad se bara aegaett midad vid ad vid hofum eldhus og sturtu.
Thad virdist annars flest vera frekar odyrt, og ma gefa daemi ad vid vorum ad koma af frekar finum veitingastad (sem er mjog nalagt midbaenum) og bordudum vid thar burritos og entiladas og fengum okkur nachos i forrett asamt 3 storum bjorum. Thetta kostadi adeins 1000 kr. islenskar sem er nu bara hlaegilegt.

Jaeja, aetli vid verdum ekki ad fara ad drifa okkur, Zakopane er a morgun og ferdalagid hefur gengid eins og i sogu fram ad thessu.

Over and out.
Joi hinn mikli landkonnudur.
    
þriðjudagur, maí 11, 2004
|
Skrifa ummæli
Ekki vissi ég að það væri til MEGAS dót, hann hlýtur að stórgræða á þessu.

    
|
Skrifa ummæli
Fór í tennis í gær með Sindra. Ég taldi ekki hve marga ég vann en hann vann 3 leiki og náðum við bara góðu spili og hljóp maður út um allan völl. Ekki slæmur árangur hjá honum, miðað við að hann hefur ekki spilað þetta í alllangan tíma og var það síðast einhverntíman í gamla daga á víðistaðatúninu í Hafnarfirði, en sjálfur á hann ekki spaða.

Af THS að segja þá gekk nú ekki alveg nógu vel síðustu helgi en við náðum aðeins einni röð með 10 réttum og fengum í vinning 470 kr. Nú er síðasta helgin framundan með enska seðlinum og þýðir ekkert annað en að fá bara 13 rétta núna.
    
mánudagur, maí 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er enski boltinn að klárast - en í staðinn kemur íslenski boltinn með allr sinni dýrð.

Bendi á að FH er nú spáð þriðja sæti í deildinni og ekki má gleyma að þeir verða í evrópukeppninni í sumar þ.a. mikið að gerast þar.

1. KR 267
2. ÍA 260
3. FH 241
4. Fylkir 233
5. KA 145
6. Keflavík 139
7. Fram 103
8. ÍBV 102
9. Grindavík 96
10. Víkingur 64

Maður reynir svo að fara á leikina í sumar, á milli þess sem maður er að horfa á EM og Copa Suður Americana..
    
sunnudagur, maí 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Jaeja, vorum ad koma ur sturtu herna a hostelinu og aetlum ad fara ad lesa og sidan snemma ad sofa. Forum til Krakow snemma i fyrramalid og thvi agaett ad vera uthvildur.
Forum a myndavelamarkad herna i Warshaw i dag og var thad skemmtileg ferd. Thessi markadur er alltaf a sunnudogum og saekja eiginlega bara polverjar hann. Vid keyptum okkur c.a. meterslangan thrifot ur ali sem aetti ad nytast vel i ferdinni. Einnig keyptum vid auka batteri i Sony 717 velina og kostadi thad einungis 2500 kronur. Ad lokum keyptum vid okkur "Large format" myndavel sem heitir Canron eda eitthvad slikt og er hun russnesk fra arinu 1966. Large format thidir thad ad thad er haegt ad staekka myndirnar mun meira en a venjulegum velum. Mjog flott vel sem verdur liklegast flott uppi a hillu eda bara i practice thvi vid keyptum lika nokkrar filmur i hana. Vid forum sidan i gongutur um gydingahverfid og endudum i gydingakyrkjugardinum sem var reyndar lokadur.
Vid forum lika upp i haestu byggingu pollands sem er 234 m hatt hahysi sem Stalin gaf Polverjum a sinum tima og var thad onotad i 10 ar thvi Polverjar vildu ekkert med thad hafa. Nuna er thad notad undir listasofn o.flr. en margir Polverjar vilja ekkert med thad hafa og eru half modgadir ut i husid.

I gaer gerdum vid ansi margt og m.a. hittum vid a tilviljun a minningarathofn fyrir fallna hermenn og var thad algjor paradis fyrir ljosmyndara. Eyddum thar miklum tima og var thad hin besta skemmtun ad horfa a thessa hersyningu og gomlu hermennina med heidursmerkin syn.

Jaeja, laet thetta duga ad sinni.

Baejo.
    
föstudagur, maí 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Búinn að vera annasamur dagur í dag. Vaknaði upp heima hjá Jóa klukkan 03:30, var kominn á fætur um 20 mínútum síðar eftir að Jói var búinn að ganga um húsið og kalla "RÆS".
Við (ég, Jói og Sonja) héldum svo af stað um 04:24 áleiðis til Keflavíkur. Stoppuðum aðeins svo að Jói gæti talað við lögguna í smá stund (eins og búið er að greina frá hér að neðan). Ég fylgdi þeim svo inn í flugstöðina passaði upp á að þau færu örugglega út. Svo keyrði ég heim aftur og fór að sofa klukkan 06:00 og vaknaði aftur þennan dag klukkan um 09:30 (frekar skrítið að vakna svona tvisvar sama morguninn). Í dag er ég svo búinn að vera á þönum og er orðinn frekar þreyttur núna. Gæti best hugsað mér að slappa bara af eða fara í bíó.
Nú er ég farinn að fá mér eitthvað smá snarl og ætla svo að kanna stöðuna á Bjarna og Kela. Kannski maður kíki á póstinn hans Jóa áður líka.
    
|
Skrifa ummæli
Komin til Warshaw og erum ad fara ut ad borda eitthvad. Ferdin hefur gengid vel fyrir utan ad eg var tekinn a 122 km hrada a leidinni i Keflavik. Meira sidar.
Chichoa.
    
fimmtudagur, maí 06, 2004
|
Skrifa ummæli

Kökuveisla

Eins og fróðir menn vita þá útskrifast ég 12. júní og býð því til kökuboðs sama dag kl. 17. Þeir sem telja að þeir þekki mig eru boðnir.

So long, suckers!

    
|
Skrifa ummæli
Nú er ég kominn á biðlista hjá Miðbæ

Ég prófaði fyrst Domus Medica, en þar var allt fullt og þeir taka ekki við neinum nýjum. Svo hringdi ég í tryggingastofnun, því hún á í rauninni að sjá til þess að allir hafi heimilislækni í sínu sveitarfélagi, en þar var mér bara bent á að hringja í heilsugæslustöðvar og leita sjálfur því það væri allt fullt og ekki hægt að fá heimilislækni. Þ.a. ef maður hefur heimilislækni þá á maður ekki að láta hann af hendi því þú getur ekki fengið neinn annan í staðinn. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að fullt af fólki er með heimilislækna út um allar trissur því það getur ekki skipt vegna þess að Tryggingastofnun er ekki að vinna vinnuna sína og rótera þessu eftir þörfum. Vegna þessa þá er ég enn með heimilislækni í Hafnarfirði og tek þá frá pláss frá einhverjum sem býr í Hafnarfirði og einhver annar í Hafnarfirði hefur væntanlega heimilislækni í Reykjavík og tekur pláss frá mér. Þar sem að það er enginn sem sér um þetta (þó að tryggingastofnun eigi að gera það) þá endar þetta að sjálfsögðu með því að allt situr fast og enginn getur skipt.
Nú er ég kominn á biðlista í heilsugæslustöðinni Miðbær og hafði konan þar ekki hugmynd um hve lengi það tekur að komast af listanum og fá loksins lækni, en vonaðist þó til að það væri minna en hálft ár.

Jæja, ég er farinn heim núna þarf að undirbúa mig fyrir nóttina.
    
|
Skrifa ummæli
Eurovisionpartei Jóa og Halla verður í höndum Ánna þetta árið því aðalmennirnir verða ekki á landinu. Ánni mun væntanlega auglýsa þetta síðar so watch this space!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, passar komnir í hús og vegabréfsáritun til Úkraínu þannig að þetta reddaðist fyrir horn.
    
|
Skrifa ummæli
Siggi bað mig um að setja eftirfarandi á blöggið:
Spurning dagsins
Hvort lýsir Jóhann Guðbjargarsyni betur:
a. Jóhann er dulur og drykkfelldur kvennamður
b. Jóhann er lítill týndir strákur í stórborg sem finnur ekki leiðina heim
    
|
Skrifa ummæli
Og já, ég gleymdi að segja að passarnir eru ekki komnir en koma vonandi með DHL í dag.
    
|
Skrifa ummæli
Picasso-málverk á 7,6 milljarða.

Kraftwerk tónleikarnir í gær voru bara ansi góðir og betri en ég bjóst við. Samt fannst mér á köflum eins og lögin væru nákvæmlega eins og þau voru á plötunum fyrir 25 árum síðan og engin framför hefði verið á lögunum. Í heildina flottir og skemmtilegir tónleikar og frábært þegar vélmeninn komu á sviðið í laginu "We are the Robots".

Í dag þarf ég að vera ansi duglegur til þess að klára allt sem þarf að klára fyrir utanlandsferð. Flugið er síðan kl. 9 í fyrramálið og ætlar Hjöllinn minn að keyra okkur, enda fær hann að hafa bílinn í láni í mánuð í staðin.
    
miðvikudagur, maí 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Við Sonja verðum í þessu hóteli síðustu 3 næturnar í ferðinni núna ... staðsett á Ítölsku rívíerunni. Þetta er staðurinn sem ríka og fræga fólkið heldur til og Jói og Sonja. Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Það er totally random hvort við lendum í svona húsi á Króatíu ...

.... eða svona húsi ...


Annars er þetta staðurinn:
    
|
Skrifa ummæli
Photoshop leikfimi hjá mér fyrir þá sem hafa gaman af slíku: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Núna er komið smá stress í ferðalangana því passarnir okkar eru ennþá í Finnlandi og við erum að fara út eldsnemma á föstudaginn, en þetta hlýtur að reddast.
    
þriðjudagur, maí 04, 2004
|
Skrifa ummæli

Tippfélag HS

Næsti fundur verður haldinn miðvikudagskvöldið 5. maí kl. 18:00 á Súfistanum í Hafnarfirði.
    
|
Skrifa ummæli
Tókum skyndiákvörðun um að skella okkur til Króatíu í haust og tókum síðustu 5 sætin í vélinni. Vorum nokkuð tæp á að missa af þessu. Þetta átti nú að vera paraferð (ég+S og Á + EE) en Hjölli smokraði sig inn á síðustu stundu og tók síðasta sætið (Heimsferðir hafa líklegast verið ánægð með að sitja ekki uppi með 1 laust sæti).

Annars er skrítið að vera að kaupa sér utanlandsferð 3 dögum áður en ég fer í aðra ferð :-)
    
|
Skrifa ummæli
Díp Pörpúl miðar komnir í hús og búið að greiða inn á ferð til Króatíu og ég er enn að drepast í hálsinum.
    
mánudagur, maí 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Ég er enn með háls eitthvað og bryð lemsil eins og þetta væri nammi (en þetta er alls ekki nammi þó að það sé ágætt á bragðið og er í líki bróstsskykurs). Að vísu er ég búinn að borða svo mikið af þessu að ég er að fá brjóstssviða. Spurning hvort maður ætti ekki að fá sér eitthvert meðal við því. Ætli ég sé nú að festast í meðalavítahring og verði háður háls og brjóstsviðalifjum.

Annars er ekkert mikið að frétta. Varð að sleppa köfunum um helgina vegna veikinda. Nágrannakonan í sumarbústaðinum fór út með slatta af rusli í gær og dustaði af mottu og var eitthvað að laga til. Hún hefur greinilega einhverjar aðrar hugmyndir hvernig á að vera inni hjá þeim heldur en kallinn, enda var hann ekkert heima á meðan þessu stóð.

Ætli maður taki því ekki rólega núna og reyni að koma sér í lag svo maður geti skellt sér í köfun við fyrsta tækifæri. Er ekki enn búinn að prófa búninginn eftir að ég keypti hann.

Svo er ekkert að ganga í Tippfélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar, en við vorum bara með 9 rétta síðast og enn og aftur klikkuðum við á Blackburn leik, en Úlfarnir unnu og þá er Fiddi (Friðrik Ingi Oddson) ánægður, en við hittum hann á BSÍ á laugardagsmorguninn um hálf 11 leitið. Hann heilsaði upp á okkur og fór svo út í leigubíl, en hann nennti ekki að bíða eftir rútunni til Þorlákshafnar. Um leið og leigubíllinn keyrði af stað þá kom rútan. Fyrir þá sem ekki þekkja til Fidda, þá er hann þekktur Hafnfirðingur (í Hafnarfirði) og mikill FH-ingur. Hélt upp á 50 ára afmælið sitt í fyrra (Daginn sem FH tapaði fyrir ÍA i bikarnum) og kom þá mynd af honum í Fjarðarpóstinum.
    
|
Skrifa ummæli
Sett inn fyrir Fúsa:

Hann kom aðeins til tals í fótboltanum í vetur. (hér er verið að tala um miðvikudagsfótboltann)

Gaddafi fékk loks að leika

Al Saadi Gaddafi, sonur Moammars Gaddafis Líbýuleiðtoga, fékk loks í
gærkvöldi að spreyta sig í ítölsku úrvalsdeildinni þegar hann kom inn á sem
varamaður í síðari hálfleik í leik Perugia gegn Juventus. Perugia vann
leikinn 1:0.
Gaddafi, sem er þrítugur að aldri, gekk til liðs við Perugia á síðustu
leiktíð en hefur ekki fengið að koma inn á fyrr en nú, þegar þrjár umferðir
voru eftir af deildinni. Gaddafi þótti ekki í nægilega góðu formi og til að
bæta gráu ofan á svart féll hann á lyfjaprófi í október og var úrskurðaður
í þriggja mánaða leikbann.

Það kom nokkuð á óvart að Gaddafi skyldi koma inn á í gær þar sem Perugia
þurfti nauðsynlega á sigri að halda enda í fallbaráttu. En Serse Cosmi,
þjálfari Perugia, sagði við ítölsku fréttastofuna ANSA að Gaddafi hefði átt
skilið að fá tækifæri.

Gaddafi var áður í stjórn Juventus og hefur oft lýst stuðningi við félagið.
En Cosmi sagðist hafa rætt við Gaddafi í vikunni og hann hafi sagt sér að
það væri draumur hans að leika gegn Juventus. Cosmi hafi ekki gefið Gaddafi
nein loforð en eftir að hafa séð hvernig leikurinn þróaðist hafi hann
ákveðið að setja Gaddafi inn á.

Gaddafi hefur áður tvívegis verið í leikmannahópi Perugia.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Tók þessa mynd árið 1997 í British Museum af styttu af Búdda eða einhverjum vini hans sem er feitur og pattaralegur.
    
|
Skrifa ummæli
Ef allir leikmenn væru svona trúir félagi sínu:

http://soccernet.espn.go.com/headlinenews?id=299261&cc=5739
    
|
Skrifa ummæli
Smellti mér á Haukar-KA leikinn í gær - stórgóð skemmtun og voru Haukarnir alltaf skrefinu framar. Að sjálfsögðu eru þeir komnir í úrslitin og næst er það að vinna Val, ætti að vera auðvelt.

Er annars kominn með nýjann síma og aftur sama gamla númerið eftir að hinn stakk af og byrjaði með einhverjum öðrum. - Nokia 6100 er nýja tækniundrið mitt, þetta kom svo sem á ágætis tíma þar sem hinn síminn var orðinn erfiður og á dagskrá að fá sér nýjann síma.

    
sunnudagur, maí 02, 2004
|
Skrifa ummæli


Svona verður múnderíngin á mér á interrailinu þegar ég er ekki í síðbuxum og ekki í stuttbuxum og ekki í síðerma bol. Bakpokinn er af gerðinni Karrimore sem fróðir menn (Hjölli) segja að sé besta merkið í þessu og hann kostaði líka slatta. Ætti að koma sér vel næstu árin og kemur sterkur inn í gönguferðina á Hornstrandir hvenær sem hún verður.
Þetta blögg var sérstaklega sett inn fyrir Sigga.
    
|
Skrifa ummæli
Í dag vaknaði ég snemma - ætlaði í vinnuna, annan daginn í röð og sennilega annar dagurinn í röð þar sem ég ákvað að fara ekki. Ætla hins vegar að skella mér í sund á eftir, raka mig og liggja í pottinum og fara í gufu. Þegar því lýkur þá ætla ég að skella mér á Haukaleikinn, en þar keppa Haukar-KA í oddaleik en KA hefur einmitt verið spáð sigri þ.a. þetta verður erfiður leikur held ég.

Á morgun mun ég setja auglýsingu til Hagvangs vegna starfs innan minnar deildar, er með nokkrar umsóknir en leist ekki nógu vel á þær og mun skila þeim til baka á morgun.

Núna er svo listahátíðin að byrja og stefni ég á að fara á nokkra atburði þar - svona til að víkka sjóndeildarhringinn. Ég sé fram á að það verði mikið að að gerast helgina 14-15 maí en þá hátíðin í hámarki, Eurovision er á laugardeginum og á föstudeginum er eitthvað Pharmaco dæmi þ.a. nóg verður að gera.
    
|
Skrifa ummæli
Fór í gær í bíó og sá Kill Bill part 2 - stórgóð mynd og skil ég vel allt þetta umtal í kringum hana. Mæli eindregið með þessari mynd, stórskemmtilegar persónur og ekki verra að þarna er nettur splatterfílíngur í gangi.

Á leiðinni heim þá ákváðum við hjónakornin að kíkja á vídeóleigu þar sem ætlunin var að taka mynd til að sofna yfir ásamt einni flottri mynd fyrir nýju græjurnar. Nú fyrir valinu varð The Golden Medallion með Jackie Chan og Godzilla fyrir græjurnar.
Nú við byrjuðum á að kíkja á Jackie Chan og get ég ekki annað sagt en að hann er búinn að vera, þokkalega það. Þessi mynd var hörmuleg, við hættum við 34% af myndinni (ég kláraði hana í morgun samt) og er hann bara orðinn of gamall fyrir þetta, nú er hann hættur að nota skemmtileg stunt atriði og er kominn út í flugatriði í strengjum sem mér finnst alls ekki henta honum. Þetta er að vissu leiti mikill sjónarsviptir í kvikmyndum.

Nú til þess að bæta upp leiðindin í gær þá kíktum við á Godzilla í fullu blasti í græjunum og það er alveg hægt að segja það að þær eru að virka - alveg magnaðar. Ég veit ekki hvort ég hafi veitt hljóðinu meiri athygli eða myndinni.

Svona rétt til að ljúka þessu þá hef ég verið að prófa tónlistina mína í græjunum og get ég sagt að industrial tónlist á bara að vera í surround kerfi - annað er móðgun við lagahöfunda.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar