fimmtudagur, maí 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Mikið að gera þessa dagana í vinnunni - allt Jet Set liðið hjá Pharmaco var úti í London í síðustu viku og var ég nánast einvaldur hér í verksmiðjunni, þó ég nýtti mér það nú ekki mikið þar sem ég var aðallega að vinna og vinna.
Áfram heldur vinnan í þessari viku - þó með þeim undantekningum að nú vinn ég hjá fyrirtæki sem heitir actavis, en acta er latneskt og stendur fyrir framsækni og vis er líka latneskt og stendur fyrir styrkur.
Fórum á kynningu gærmorgun - einkar glæsilegt og held ég að þetta sé bara hið besta mál og vel að verki staðið að mínu mati.
Á föstudaginn frá 16-22 á að fara upp í sveit og fara í smá hópefli, reiknað er með að stór hluti mannskaps mun mæta þar, m.a. grill ofl. en því miður ekkert áfengt.. en það er svo sem ágætt bara.

Síðustu helgi skellti ég mér upp í bústað - skrallaði þar aðeins og var kominn heim í Hafnarfjörðinn lítið sofinn um 14.00 (meira að segja alla leið frá Húsafelli). Var nú frekar ónýtur en mætti þó á fyrsta leik Hauka og Val í úrslitakeppninni og held ég bara að Haukarnir taki þetta 3-0 (þegar komnir í 2-0 núna). Stefni á að fara á þriðja leikinn í kvöld.

Nú Eurovision helgin er framundan og yfirleitt hefur verið haldið stórpartý því til heiðurs, en í ár dettur það nú niður sökum þess að Jóhann og Haraldur eru í DK, PP er alltaf upptekinn, Guddi er í DK, Hjölli er á vakt þessa helgina og því eru nú ekki margir eftir. Maður verður víst að horfa á Evróvisíonið annars staðar í ár.

Nú enska deildin kláraðist í gær í raun þar sem Liverpool náði 4 sætinu og þar með Champ League, Newcastle floppaði á endasprettinum, jafntefli á móti Úlfunum og Southampton. Nú getur maður farið að bíða eftir EM.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar