laugardagur, apríl 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Award winning photographer
Já, ég held áfram að raða inn verðlaunum fyrir ljósmyndun og núna lenti ég í 3ja sæti í keppni sem World Talk Radio hélt í "Glamour" ljósmyndun og sendi ég mynd af Unni Birnu sem ég tók síðasta haust. Dómari var David Macey sem er mjög frægur ljósmyndari og starfaði m.a. í 20 ár hjá Playboy við myndatökur (skítajobb) og hefur skapað sér safn víðar - hérna er síðan hans: "Check it".
Hérna er síðan síða fyrir þáttinn ef menn vilja hlusta á hann og heyra þá tala um keppnina - ég hef sennilega ekki tíma til þess sjálfur fyrr en eftir helgi: Þátturinn.
    
doldið skrítið við þessa keppni að það er ein mynd sem fær spes verðlaun og svo koma 1., 2. 3. og 4. sæti. En til hamingju með árangurinn. Líka þessi flotti spegill sem þú færð í verlaun :)
16:38   Blogger Hjörleifur 
föstudagur, apríl 28, 2006
|
Skrifa ummæli
GGG
Ég hjólaði meðfram sjónum á leiðinni heim úr vinnunni áðan og hjólaði þar framhjá kunnuglegum manni þar sem hann sat þar með hund sinn og hjól. Ég snéri við og kynnti mig og spurði hann hvort hann þekkti mig og hann sagði að ég væri kunnuglegur en kæmi mér ekki fyrir sér. Ég sagði honum að ég væri einn þeirra sem réði hann til tónleikahalds í heimahúsi í Hafnarfirði hérna um árið og þá kveikti hann strax. Þetta var semsagt tónlistarsnillingurinn G.G. Gunn sem gerði meistaraverkið Letter from Lasha og spilaði á frægum tónleikum okkar í Hafnarfirði í Túnhvamminum.
Ég spurði hann hvað hann væri að gera þessa dagana og hann sagði að það væri mest lítið nema að kópera og stela tónlist yfir á mínídiska sem hann leigir á bókasafninu. Fór hann síðan mikinn í gagnrýni á íslenskt skattakerfi og sagði að það væri ekki hægt að gefa út eða þýða bók án þess að fá 15 milljóna reikning frá skattinum, þannig að hann hefur haft lítið um sig í diska og bókamarkaði á íslandi. Hann talaði líka mikið um Gunnar Bjarna í Jettaranum, lét hann víst fá lag um daginn en hélt nú að hann hafi ekki notað það á þessum nýju plötum sínum. Hann bjó á Leifsgötu 16, hinum megin við götuna við nýju íbúðina mína og býr núna á Laugarveginum.

Ég kvaddi hann fljótlega eftir að hundurinn hljóp að konu sem var að ganga þarna og gelti að henni og urraði, hún var ekki sátt og sagði GGG að hafa hemil á hundinum sínum og baðst hann afsökunar - sagði mér síðan að rauði liturinn á peysunni hennar hefði æst upp hundinn.

Jæja, við Sonja ætlum að hjóla niður á Hornið og fá okkur að borða - later dutes.
    
Rakst á þetta á vefnum:
http://www.leonardcohenfiles.com/gunn.html

Er ekki rétt að fara að plana 10 árs afmæli tónleikanna að ári? Ef ég finn myndirnar ætla ég að skanna þær og setja á vefinn.

kveðja
Guðjón
14:14   Anonymous Nafnlaus 

Jú, ég held það væri tilvalið að halda afmælistónleika að ári - spurning að leigja bara sal og bjóða öllum sem við við þekkjum og hafa þetta bara stórt partý og gigg?

Hann sagði að hann væri ekki mikið að gera í tónlistinni en gripi einstaka sinnum í gítarinn heima hjá sér bara.

Maður var frekar ringlaður í hausnum að hlusta á hann tala í gær - maður sem blandar Birni Bjarnasyni, Gunnari Bjarna í Jet Black Joe, George Michael, Ingibjörgu Sólrúnu og Michael Jackson öllum saman í sömu setningu og það nokkrum sinnum hlýtur að vera hæfilega hugmyndaríkur (eða eitthvað annað).
16:50   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Klám klám klám
Er á leiðinni til Edinborgar. Það er að segja, ég fer á eftir en núna er ég á leiðinni í sturtu og er því alsber núna. Ég er frjáls, ég er frjáls.... tralalala-la.
    
Þetta er nú líklegast besta blogg þessa árs - til hamingju!
09:14   Blogger Joi 
þriðjudagur, apríl 25, 2006
|
Skrifa ummæli
Syndin
Þeri sem vilja hlusta á þemalag Eldklerksins geta hlustað hérna (samið af Jónasi): http://www.myspace.com/mrorthogonal
    
|
Skrifa ummæli
New York
Lenti í gær á JFK airport - tók flugleigubíl hingað til Clark New Jersey þar sem ég er staddur núna. Þessi bær er bara 14000 manna bær og því lítill, en ég er nýkominn frá NY þar sem aðeins stærri borg bíður mín, enda stefni ég á Central Park by midnight eins og law and order hefur sýnt mér marg oft.

Er enn að vinna í Jet lagginu og því kominn upp í rúm um 10 að horfa á CSI Miami enda sjónvarpið með endæmum gott hér...

læt þetta duga frá Clark í bili
    
Talandi um sjónvarp: Ertu búinn að gera ráðstafanir til að sjá Arsenill leikinn í dag í evrópukeppninni?
09:43   Blogger Joi 
mánudagur, apríl 24, 2006
|
Skrifa ummæli
Kaffi Viktor
Ég og Jói fórum á Kaffi Viktor að horfa á Liverpool vinna Chelsky. Ætluðum reyndar á Gaukinn, en hann virtist bara vera lokaður. Svolítill galli með þennan stað að það eru stórir gluggar þarna og ekki almennileg gluggatjöld, þ.a. að það sést ekkert of vel á tjaldið þegar það er bjart. Maturinn er aftur á móti yfirleitt alveg ágætur, en í þetta skipti fengum við okkur bara franskar kartöflur. Jói fékk sér líka bjór, en ég fékk mér kaffi. Var ég nokkuð ánægður með það að fá stóra kaffikönnu á borðið. En kaffið sjálft var alveg ömurlegt og hef varla fengið verra kaffi á veitingahúsi. Það var svo lafþunnt að það var í rauninni ekkert annað en liturinn sem minnti mann á að þetta væri kaffi. Ég bað því þjónustustúlkunna að taka kaffið og benti henni á að þetta væri svo þunnt að það væri alveg ódrekkandi. Hún kom að vörmu spori með aðra könnu handa mér. Það var aðeins betra, enda heitara kaffi í þeirri könnunni. En það var alveg sama sagan, þetta var svo þunnt að það var eins og það væri hellt upp á handa manni sem finnst mjög þunnt kaffi gott. Ég hef aftur á móti áður fengið mér þarna Kaffi Latte og var það allt í lagi. Það hlýtur eiginlega verið tekið úr annarri vél. Ég drakk semsagt um 2 sopa af nýja kaffinu mínu og pantaði mér svo bara kókglas. Veit ég ekki hvort þau gerðu það viljandi eða ekki, en kaffið var ekki sett á reikninginn þó að ég hafi sagt við þau að ég ætlaði að borga kaffið um leið og ég borgaði kókglasið og franskarnar. Svo ég fékk bara ömurlegt kaffi, en þurfti ekkert að borga fyrir það. Held ég hefði frekar viljað borga fyrir að fá gott kaffi og njóta þess.
    
fimmtudagur, apríl 20, 2006
|
Skrifa ummæli
Kúba libre

Hafnarbolti er ótrúlega vinsæll af börnum í Havana og er spilaður nánast á hverju horni í borginni og þá oft notast við tappa o.flr. smádót fyrir bolta og spýtur fyrir kylfur. (Canon EOS 5D - Canon EF 70-200 f/2.8L IS @ 200mm - 1/200s - f/5.0 - ISO 320)

Ferðin var mjög viðburðarík og skemmtileg og kem ég til með að setja inn c.a. eina mynd á dag á joephotos.net úr ferðinni næstu dagana fyrir þá sem hafa áhuga. Eins munum við setja in á SmugMug bestu myndirnar úr ferðinni þegar við erum búin að fara yfir þetta.

Það er mjög sérstakt að koma til Havana að mínu mati - borgin hefur verið stórkostlega falleg fyrir byltinguna fyrir 50-60 árum síðan en er núna í algjörri niðurníðslu. Castro hefur lagt alla peningana í heilbrigðis- og menntamál og er þá ekkert eftir og því hefur nánast ekkert verið gert fyrir borgina síðan byltingin varð. Það sést því mjög mikið á borginni - hús inni á milli hrunin og mörg hús illa farin, sem setur ansi mikinn brag á borgina. Það er ótrúlegt hvað það eru falleg hús þarna í tuga þúsunda mæli sjálfsagt en borgin er ansi stór og mikill íburður hefur verið um hana alla. Eins er gaman að sjá alla gömlu bílana sem eru á götunum en þegar komið er í úthverfi og út fyrir borgina er nánast hver bíll frá fyrri hluta síðustu aldar og setur það skemmtilegan svip á borgina. Í miðbænum eru margar lödur og aðrir nýlegir bílar en það virðist vera minna um það þegar komið er í úthverfi og út á land eins og áður sagði. Eins er mikið líf í borginni og þá sérstaklega seinnipartinn og á kvöldin. Fólk situr í dyragættunum eða í gluggunum og horfir út á götu og fólk að spila eða krakkar í hafnarbolta á götunum, mjög skemmtilegt.

Fólkið þarna er mjög gott og virðist hafa það ágætt þó það hafi ekki meira en í sig og á af því sem það hefur til framfærslu á mánuði. Tvö hagkerfi eru í gangi, þ.e. eitt fyrir Kúbuverja sem nota gjaldmiðilinn Kúbverskir pesóar og síðan er annar fyrir ferðamenn sem nota Kúbverskann dollara (CUC) sem er svipaður í verði og bandarískur dollari. Ferðamenn mega ekki nota (að ég held) Kúbversku pesóana og því eru tvö verð á nánast öllu. Castro setur því verð á allt fyrir ferðamenn en allar búðir og þjónusta er nánast ríkisrekið og ræður hann því þessu algjörlega. Þetta þýðir að það er ekkert ódýrt að vera ferðamaður í Kúbu. T.d. kostar hreinn appelsínusafi 3.5 CUC á hótelinu okkar (sem var reyndar 5 stjörnur) en verð á bjór og slíku var alltaf 1.5 - 3 CUC sem er miklu meira en t.d. í Asíu. Eins er tekin 11% þóknun í hraðbönkum og því að skipta yfir í gjaldmiðilinn og því má segja að allt sé því sem nemur dýrara. Innfæddir Kúbverjar eru flestir með mjög svipuð laun enda er þarna nánast hreinræktað kommúnistakerfi og eru flestir með 10-15 dollara á mánuði, þ.e. sá sem hreinsar göturnar er með nánast sömu laun og kennari eða læknir. Innfæddir geta skipt CUC í sinn gjaldeyri og það gerir það að verkum að þeir eru alltaf að biðja um pening og vilja fá pening fyrir myndatöku o.flr. enda geta þeir verið fljótir að fá inn mánaðarpeninga á tippi og betli þegar munurinn er þetta mikill á gjaldmiðlunum.

Maður fer ekki í neina gourmet ferð til Kúbu því maturinn er oftast mjög vondur þarna - bragðlaus eða bragðvondur og ekki mikið úrval af veitingahúsum þó nokkur séu í miðbænum og á hótelum. Það er þó hægt að fá ágætis mat ef maður leitar aðeins eftir því en mun auðveldara er að fá gott Romm eða vindil.

Che Guevara er algjör hetja á Kúbu og eru myndir og tilvitnanir í hann út um allt en Castro virðist ekkert vera of hrifinn af því að hafa myndir af sjálfum sér sýnilegar, a.m.k. sér maður ekki mikið af því. Eins er Bush og USA ekkert of vel liðinn þarna og eru sumstaðar gagnrýni á þá á plakötum og veggjakroti. Eins er mjög áberandi þarna myndir og upplýsingar um "hetjurnar fimm", t.d. á frímerkinu sem túristar kaupa, sem eru Kúbanskir menn sem sitja núna í fangelsi á Miami vegna ásakana um landráð í Bandaríkjunum eða eitthvað slíkt. Mikill áróður er í gangi um að fá þá heim og að það sé verið að brjóta mannréttindi á þeim í Bandaríkjunum.

Hótelið okkar hét Habana Libre og er 5 stjörnu hótel sem Castro dvaldi á um tíma eftir byltinguna og er bara ágætis hótel - ágæt þjónusta, sundlaug og fínn matur.

Eins og fólk veit eru Bandaríkjamenn með viðskiptabann á Kúbu og mega t.d. Bandarískir ríkisborgarar ekki koma inn í landið og fólk sem lætur stimpla í vegabréfið sitt þegar það kemur eða fer frá Kúbu má ekki koma til USA (eða lenda í miklu vandræðum). Kúba var paradís Bandaríkjamanna fyrir byltinguna (sem var árið 1956 ef ég man rétt) og hafði mafían ansi sterk ítök þarna og því var mikill íburður í borginni. Fidel (aldrei kallaður Castro á Kúbu því að kalla menn með fornafni ber vott um virðingu) og Che stjórnuðu þá uppreisn gegn stjórn Batista og náðu undirtökum í landinu og stofnuðu nýja stjórn og gerði allar eigur Bandaríkjamanna og annarra útlendinga að eign Kúbu og eins allar eigur ríkra Kúbverja að eign ríkisins. Þetta leiddi til þess að Bandaríkin settu viðskiptabann á Kúbu sem er enn við líði. Menn segja að það breytist mikið þegar Castro fellur frá en ég held að USA vilji fá allar eigur sínar aftur sem voru teknar af Kúbu og það gerist varla og því er ekki miklar líkur að samband þjóðanna batni eitthvað eða viðskiptabanninu verði aflétt. Það mun mikið breytast í Havana næstu árin því miklar endurbætur eru hafnar á borginni styrktar af UNESCO og stjórninni og því fer hver að verða síðastur að sjá borgina eins og hún er núna myndi ég halda þó það þurfi sennilega einhver tugir ára til að laga allt ef það verður þá einhverntíman gert. Eins er ferðamannaiðnaðurinn að aukast og því má búast við miklu breytingum.

Við Sonja vorum nokkuð dugleg við það að labba um Havana og þá helst kannski vafasamari hverfin því þar eru skemmtilegustu myndefnin af okkar mati. Eins fórum við einu sinni á frekar óvænta djamm en það er efni í sér blogg og við fórum tvisvar með leigubíl út á land í 5-6 tíma í hvort skipti og þær ferðir eru einnig efni í sér blogg.

Læt þetta dug að sinni og set inn tvær myndir í viðbót úr ferðinni.


Þessi kona sat í dyragættinni hjá sér og var greinilega að safna dósum. (Canon EOS 5D - Canon EF 17-40 f/4.0L @ 24mm - 1/40s - f/5.6 - ISO 125)


Dæmigerð gata í Havana - takið eftir því hvað húsin láta á sjá. (Canon EOS 5D - Canon EF 70-200 f/2.8L IS @ 78mm - 1/640s - f/5.6 - ISO 200)
    
efsta myndin er hrikalega flott - eins vildi ég vita hvort að þú drekkir bara Cuba Libre í dag? Og reyndu ekki að segja mér að þú hafir ekki fengið þér vindil þarna úti og síðan komið með nokkra kassa heim...
20:53   Blogger jonas 

Takk takk.

Ég held sveimerþá að ég hafi ekki fengið mér einn einasta Cuba Libre úti en fékk mér nokkra bjóra og Mohitos. Planið var alltaf að fá mér vindil þarna úti en ég klikkaði gjörsamlega á því. Keypti hinsvegar nokkra vindla til að taka með heim, þ.e. bæði Romeo+Juliet og Cohiba sem er besti Havana vindillinn.
00:00   Blogger Joi 

Frábært blogg og verður gaman að lesa meira úr ferðinni og skoða myndirnar
23:56   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, apríl 19, 2006
|
Skrifa ummæli
Kúba
Ég þekki mann sem fór til Kúbu og upplifði sjálfan sig sem Che Guevara endurfæddann.
    
jahá, það var aldeilis.
14:16   Blogger Hjörleifur 

Mig grunar nú hver það var...
14:24   Blogger Árni Hr. 
föstudagur, apríl 14, 2006
|
Skrifa ummæli
Fullur
Nú er ég fullur og er að bíða efti að barirnir opni. Oddgeir er að skíta og ér er að srifa þetta á meðan ég bíð eftir honum. Svosum ekkert meira að segja um það
    
ég var bara að pissa, true!
23:21   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, apríl 13, 2006
|
Skrifa ummæli
Páskafrí
Þá er páskafríið byrjað og vaknaði ég í morgunn um 9 leitið og kveikti þá á sjónvarpinu og horfði ég á barnaefni upp í rúmi til um 11 leitið (held ég), en í sjónvarpinu var hin stórgóða mynd Toy Story (með íslensku tali). Eftir það fór ég á fætur og setti í þvottavélina og tók til og þreif ofninn og setti í þurkarann og aftur í þvottavélina og hengdi upp á snúrur og setti svo aftur í þvottavélina og tók meira til og nú er bara orðið nokkuð þokkalegt hérna þó að ég sé ekki enn búinn, en núna lítur íbúðin ekki út eins og það hafi einhver flutt þarna inn og bara komið fyrir dótinu sínu á víð og dreif, en það er einmitt það sem ég gerði.

Svo fór ég í mat til mömmu og pabba og er núna kominn aftur heim og ætla bara aðeins að slaka á núna og gera helst ekki neitt, nema þá kannski að glápa á eitthvað í imbanum. Blanda mér kannski nokkra bleika kokteila ef ég nenni og sturta í mig bara svona til að skjóta mig upp, en ætli ég endi ekki bara með því að glápa á eitthvað bull eða skrifa bara hér einhverja vitleysu þar til nóttin verður ung og stjörnurnar losna af himinfestingunni. Svo er alltaf möguleiki á að jólasveinninn komi í heimsókn, því ég er nú með páskatré í stofunni, en það er um 2 metra hátt grenitré skreytt allskonar dóti og með rauðri páskaseríu. Já best að fara bara að ganga í kringum páskatréið mitt. Sjáumst.
    
miðvikudagur, apríl 12, 2006
|
Skrifa ummæli
Heimasíða Hjörleifs
Enn ein nýjungin frá google
Heimasíða Hjörleifs
    
Flott og líka ný heimasíða hjá okkur. Hún er ekki kominn eins langt og þín en er efnileg. Suðurkot
09:40   Anonymous Nafnlaus 

Já þetta er efnileg síða og myndarleg stúllka.
10:59   Blogger Hjörleifur 
föstudagur, apríl 07, 2006
|
Skrifa ummæli
Þetta er blogg
Af hverju bloggaði enginn í gær?

Annars þá er ekkert mikið að gerast þessa dagana, bara vinna, borða, horfa á sjónvarpið og leika sér á netinu og svo þarf maður að setja einstöku sinnum í þvottavélina og uppþvottavélina og kaupa bensín. Annars þá er ekki mikið annað að gerast. Er á bakvakt þessa vikuna svo ég fer ekki mikið að kafa um helgina, en ætli maður reyni ekki bara að vera duglegur heima eða eitthvað.
    
miðvikudagur, apríl 05, 2006
|
Skrifa ummæli
Póker
Setti inn blogg á Morgan Kane.
    
ég setti inn athugasemd á morgan kane
14:44   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Kúba líbra
Okkur Sonju datt það í hug í gærmorgun að skella okkur til Kúbu um páskana og við keyptum miða áðan og erum að fara út á mánudaginn næsta.
    
Þið eruð nú meiri kommúnistarnir
09:03   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, apríl 03, 2006
|
Skrifa ummæli
Jörðin
Var að horfa á ótrúlegan þátt á RÚV sem heitir Planet Earth. Hreint út sagt ótrúleg myndataka og þegar maður horfði á þetta þá leið manni eins og dýrin væri fólk, maður fann til með þeim sem minna máttu osfrv.

Mæli með að kíkja á þennan þátt ef hann er endursýndur, ótrúleg myndataka...
    
Jamm, verst að ég er í tennis á þessum tímum. Þátturinn verður endursýndur á sunnudaginn kl. 11.20 og ég ætla að kíkja á hann þá. Sigur Rós á víst upphafsstefið í þessum þætti.
23:08   Blogger Joi 

Fyrir áhugasama er rétt að benda á að þetta var fyrsti þátturinn af fimm.

Oddgeir
09:43   Anonymous Nafnlaus 

Ég sá einn þátt á BBC þar sem sýnt var hvernig þeir tóku þessar myndir og þurfti kvikmyndatökuliðið oft að vinna við verstu aðstæður, eins og t.d. að vera í helli í 10 daga án þess að sjá dagsbirtu og vinna í mykjuhaug á marga klukkutíma fulla af allskonar stórum skriðkvikindum.
11:33   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn er seldur
Seldi bílinn minn í dag. En það er nú komið ár síðan ég keypti bílinn og var þá sett á hann 700.000 kr en ég fékk hann á tilboðsverði á 530.000 kr. Nú setti ég á hann 540.000 kr. og fékk ég tilboð í hann í dag, sem var jafnframt eina tilboðið sem ég hef fengið í bílinn síðan ég setti hann á sölu fyrir mánuði síðan og var tilboðið upp á 380.000 kr. Ég vildi nú fá meira en það og sagði við bílasalann að ég vildi hels fá 450-480.000 kr. Hann hringdi svo í mig síðar í dag og sagðist vera með tilboð upp á 420.000 kr. sem ég tók. Ég tapaði því 110.000 kr. á bílnum á einu ári og er það nú bara svona óskup venjulegt.
En bílasölur hafa auglýst mikið síðastliðinn mánuðinn og hafa bílar verið seldir með miklum afslætti. Greinilegt að bílaæðið sem greip landann er byrjað að ganga til baka og verð á bílum byrjað að lækka mikið. Í ljósi þessa þá var ég bara nokkuð sáttur með að hafa getað selt bílinn.
    
Enn minnkar yfirdrátturinn :)
21:59   Blogger Árni Hr. 
laugardagur, apríl 01, 2006
|
Skrifa ummæli
Egyptalandsmyndir
Búinn að setja nokkrar myndir inn á smugmugið mitt.
    
Gaman að skoða þessar myndir.
20:14   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tippsaga
Tippfundur var haldinn í dag og sáu Siggi og Pálmfróður sér ekki fært að mæta. Við gerðum nýjungar og tókum lengjuna og var mál manna að það væri mun skemmtilegra að pæla í henni heldur en 1. deildar leikjum.

Fundurinn var haldinn í Hafnarfirði og var Fiddi staddur á barnum þegar við komum og var búinn að vera að drekka í meira en sólarhring og því sátum við bara fyrir utan kaffihúsið. Fiddi drakk eitthvað inni og kom síðan út úr kaffihúsinu með tvo frostpinna og gekk að borðinu fyrir aftan okkur þar sem sátu hjón með krakkana sína tvo og lét ísana á borðið og sagði við þau: "Hérna eru ísar fyrir börnin.". Þau sögðu við hann: "Þau meiga ekki fá ísa núna!", enda ekkert gaman að láta haugafullan mann vera að gefa börnunum eitthvað. Hann sagði þá: "Það er bara ekki mitt vandamál!" og labbaði í burtu.
Hann labbaði þvínæst framhjá kvennfatabúð þarna við hliðiná og kallaði inn í búðina: "Hey, kellingar, seljið þið kjóla?".
    
Enda var það sá leikur sem klúðraði þessu fyrir okkur :)

Tottenham klúðraði svo seinni og ódýra seðlinum.

En Hjölli keypti nú líka 1x2 miða með prósentum sennilega.
16:00   Blogger Árni Hr. 

Akkúrat þegar ég var að fara að senda inn seðilinn þá lokaði boltinn. Svo það var enginn 1x2 seðill í dag.
16:47   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar