föstudagur, apríl 28, 2006
|
Skrifa ummæli
GGG
Ég hjólaði meðfram sjónum á leiðinni heim úr vinnunni áðan og hjólaði þar framhjá kunnuglegum manni þar sem hann sat þar með hund sinn og hjól. Ég snéri við og kynnti mig og spurði hann hvort hann þekkti mig og hann sagði að ég væri kunnuglegur en kæmi mér ekki fyrir sér. Ég sagði honum að ég væri einn þeirra sem réði hann til tónleikahalds í heimahúsi í Hafnarfirði hérna um árið og þá kveikti hann strax. Þetta var semsagt tónlistarsnillingurinn G.G. Gunn sem gerði meistaraverkið Letter from Lasha og spilaði á frægum tónleikum okkar í Hafnarfirði í Túnhvamminum.
Ég spurði hann hvað hann væri að gera þessa dagana og hann sagði að það væri mest lítið nema að kópera og stela tónlist yfir á mínídiska sem hann leigir á bókasafninu. Fór hann síðan mikinn í gagnrýni á íslenskt skattakerfi og sagði að það væri ekki hægt að gefa út eða þýða bók án þess að fá 15 milljóna reikning frá skattinum, þannig að hann hefur haft lítið um sig í diska og bókamarkaði á íslandi. Hann talaði líka mikið um Gunnar Bjarna í Jettaranum, lét hann víst fá lag um daginn en hélt nú að hann hafi ekki notað það á þessum nýju plötum sínum. Hann bjó á Leifsgötu 16, hinum megin við götuna við nýju íbúðina mína og býr núna á Laugarveginum.

Ég kvaddi hann fljótlega eftir að hundurinn hljóp að konu sem var að ganga þarna og gelti að henni og urraði, hún var ekki sátt og sagði GGG að hafa hemil á hundinum sínum og baðst hann afsökunar - sagði mér síðan að rauði liturinn á peysunni hennar hefði æst upp hundinn.

Jæja, við Sonja ætlum að hjóla niður á Hornið og fá okkur að borða - later dutes.
    
Rakst á þetta á vefnum:
http://www.leonardcohenfiles.com/gunn.html

Er ekki rétt að fara að plana 10 árs afmæli tónleikanna að ári? Ef ég finn myndirnar ætla ég að skanna þær og setja á vefinn.

kveðja
Guðjón
14:14   Anonymous Nafnlaus 

Jú, ég held það væri tilvalið að halda afmælistónleika að ári - spurning að leigja bara sal og bjóða öllum sem við við þekkjum og hafa þetta bara stórt partý og gigg?

Hann sagði að hann væri ekki mikið að gera í tónlistinni en gripi einstaka sinnum í gítarinn heima hjá sér bara.

Maður var frekar ringlaður í hausnum að hlusta á hann tala í gær - maður sem blandar Birni Bjarnasyni, Gunnari Bjarna í Jet Black Joe, George Michael, Ingibjörgu Sólrúnu og Michael Jackson öllum saman í sömu setningu og það nokkrum sinnum hlýtur að vera hæfilega hugmyndaríkur (eða eitthvað annað).
16:50   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar