föstudagur, janúar 31, 2003 Hjörleifur |
21:41
|
Nú er ég á þorrablóti Veðurstofunnar og púfff....
Tölva fór niður í dag og ég er enn að koma henni í gang aftur, djö er þetta leiðinlegt blogg, talandi um vinnuna á föstudeginum 31 (sem er akkúrat öfugt við 13, og öfugur 13 er greinilega mun verri en 13 einn og sér), andskotinn, þetta blogg verður bara verra og verra með hverju orðinu og fer bráðum að toppa versta bloggið til þessa ef ég hætt
|
|
Joi |
17:06
|
Dear Henry,
I have just seen our picture - BREAKFAST AT TIFFANY'S - this time with your score. A movie without music is a little bit like an aeroplane without fuel. However beautifully the job is done, we are still on the ground and in a world of reality. Your music has lifted us all up and sent us soaring. Everything we cannot say with words or show with action you have expressed for us. You have done this with so much imagination, fun and beauty.
You are the hippest of cats - and the most sensitive of composers!
Thank you, dear Hank.
Lots of love, Audrey
|
|
Hjörleifur |
16:55
|
Gömlu góðu dagarnir voru fyrir 10 árum
|
|
Joi |
13:53
|
Gömlu góðu dagarnir eru núna!!!
|
|
fimmtudagur, janúar 30, 2003 Joi |
20:44
|
Þetta er helvíti ferskur bloggari, mæli með honum: Mannaskítur
|
|
Joi |
15:53
|
Það eru 6 dagar síðan Ánni hefur Bloggað, hvern anskotann á það á þýða?????
|
|
Joi |
13:49
|
Kominn með nýtt GSM númer: 820-1055
|
|
Joi |
10:38
|
Pálmi: "Championship Manager 4 kemur ekki út fyrr en í mars!"
Jói: "I couldn't care less! Eftir að ég byrjaði í Flensborg og fór að smella kellingar hægri vinstri, þá hætti ég að spila tölvuleiki!"
Pálmi: "Ef þú þegir ekki þá mun ég koma með ákveðið myndband í vinnuna og sýna vinnufélögum þínum hvernig þú varst!"
Jói: "Anskotinn!"
|
|
miðvikudagur, janúar 29, 2003 Hjörleifur |
17:53
|
Enginn tími til að blogga neitt núna, er að fara að horfa á Ísendinga taka Pólverjana í óæðri endann
|
|
Joi |
11:49
|
Anskotinn, ég er ekki nógu skyldur honum Oddkatli til að geta athugað hvort hann eigi börn, í Íslendingabók.
|
|
Joi |
11:32
|
Annars verð ég að viðurkenna að ég stal vörum úr kjörbúð í gærkvöldi, óviljandi þó. Ég var að kaupa eitthvað drasl og eitt af því voru 3 kringlur í poka, og ég hélt á þeim framhjá kassanum og lét allt annað dót á borðið hjá afgreiðslustúlkunni. Ég tók síðan ekki eftir þessu fyrr en ég var að labba út, og ákvað að segja henni ekkert frá þessu til að losna við fangelsisvist.
Ég er hinsvegar ekki frá því að kringlurnar hafi verið óvenju gómsætar, og með betri kringlum sem ég hef smakkað .... hvað segir það okkur?
|
|
Joi |
10:29
|
Hvenær er komið að hinu árlega pool-móti Slembibullsbræðra???
|
|
Joi |
10:28
|
Þetta er nú meira kjaftæðið:
Houllier keeps faith in Dudek
Liverpool's Jerzy Dudek is back in Premiership action against Arsenal tonight - but boss Gerard Houllier says he never lost faith in the 'keeper.
|
|
Joi |
09:21
|
Haukur ætlar að kaupa fyrir Pálma í sjoppunni í dag, því hann borðar alltaf allt nammið hans Pálma.
|
|
þriðjudagur, janúar 28, 2003 Joi |
16:20
|
Það var kominn tími til segi ég nú bara!!!
Úr mbl:
Innlent | 28.1.2003 | 15:56
Slippstöðin á Akureyri gerir við Bjarna Sæmundsson
|
|
Joi |
14:11
|
Ég og Hjölli erum ágætis vinir. Ég ákvað í gær að skilgreina betur vinskap okkar og snaraði því fram þessari formúlu sem ætti að skýra málið:
|
|
Hjörleifur |
11:16
|
Á þessari síðu er að finna allt fullt af allskonar framtíðartæknidótaríi og sumt af því bara helvíti flott (bara svona fyrir Jóa til að finna sér eitthvað til að tala um í Nýrri tækni)
|
|
Joi |
10:10
|
Ég tók mig til í gær og ákvað að ráðast á fataskápinn minn og setja í ruslapoka föt sem ég passa ekki lengur í eða eru orðin hálf súr hvað tískuna varðar. Ég náði að troðfylla pokann og eftir það var eiginlega ekkert eftir í skápnum. Merkilegt hvað föt skreppa saman þegar maður geymir þau lengi í skáp. Ég ákvað samt að setja enga af mínum 35 skyrtum í pokann því þær eru allar ennþá helv .... flottar.
|
|
mánudagur, janúar 27, 2003 Hjörleifur |
18:25
|
Var loksins að fá frið til að setjast við mína eigin tölvu og lesa tölvupóstinn og allt það sem maður gerir venjulega þegar maður mætir í vinnuna og nú er ég bara orðinn svo þreyttur að ég nenni ekki að gera neitt meir og er bara farinn heim.
|
|
Joi |
16:59
|
Ég er í áfanga sem heitir Ný Tækni og er hann svona spjalláfangi. Við eigum í áfanganum að skila ritgerð um eitthvað efni sem er á döfunni í tækniheiminum í dag. Ég er að spá í að taka MMS fyrir, sem er næsta kynslóð af SMS í farsímum. Eru menn með betri hugmyndir að ritgerðarefni?
|
|
sunnudagur, janúar 26, 2003 Joi |
16:06
|
|
|
laugardagur, janúar 25, 2003 Joi |
08:23
|
Var smá vinnudjamm í gær, en ég lét mér nægja 2 bjóra. Er samt allur að koma til og hver veit nema ég verði skellandi Tequila drykkjum í mig hægri, vinstri áður en nokkur veit af.
Fór í 10/11 kl. 21:30, eftir vinnuna í gær og ætlaði að kaupa mér eitthvað að borða. Ég sá einhverja nýja skyndibita sem heita Gauja bitar (eftir Gauja feita), sem eru allskonar grænmetisréttir o.flr. Ég var næstum því búinn að spyrja afgreiðslustúlkuna hvort þau ættu ekki Gauja hamborgara, en fattaði síðan að það væri líklegast ekki til.
|
|
föstudagur, janúar 24, 2003 Joi |
16:23
|
... og ekki gleyma því að ég tók ekki gormaafritslínuna af blöðunum.
|
|
Joi |
15:47
|
Í framtíðinni munu öll stríð verða háð með Snooze tökkum (og sögum frá Hjölla)!!!
|
|
Joi |
13:50
|
Jæja, einkunn komin í hús fyrir endurtökuprófið í Stærðfræðilegri Greiningu .... að sjálfsögðu náði ég!!!!
|
|
Árni Hr. |
13:04
|
Stutt saga um hádegismatinn,
Það var þorramatur og ég hef nú ekki smakkað allan þennan þorramat áður þ.a. ég ákvað að prófa:
Sviðasulta - alltaf góð, oft smakkað
hangiket - alltaf gott, oft smakkað
Hrútspungar - voru allt í lagi, ekkert sérstakir
Lundabaggi - ekki gott
Hákarl - need I say more, að fólk borði þetta er alveg magnað.. Kannski hægt með mjög miklu brennivíni.
En alltaf gaman að prófa nýjan mat
|
|
fimmtudagur, janúar 23, 2003 Joi |
17:11
|
Best að blogga bloggsins vegna!
Hef ekkert að segja, fáránlega mikið að gera hjá mér og allt á fullu. Bæ!
|
|
Árni Hr. |
10:24
|
Í næstu deild við mig er að vinna þýskari, sem talar betri íslensku en flestir í hennar deild. Hún er efnaverkfræðingur og er mjög góð stúlka. Hún gaf mér stein úr Berlínarmúrnum, genuine I might add, kostaði ekki neitt, amk ekki enn.
Nú er það næsta verkefni að skella sér til Berlín og sjá leyfarnar, kannski ég fari bara á love parade næsta sumar, já hver veit.
Gaman að sjá hvernig Pálmi ber mikið traust til piparsveinsins um að halda lífi í kettinum, ætli hjölli verði ekki kominn á röltið með kött í bandi og hitt þá GGGunn með 2 hunda í bandi.
Já þetta er skrýtinn heimur þar sem við ráðum ekki ríkjum þrátt fyrir yfirburða getu til þess.
|
|
Árni Hr. |
08:31
|
Ég held að Janúar sé búinn að vera daufasti tími í langan tima - veður leiðinlegt, ég geri ekki neitt nema vinna, sjúkraþjálfun og hanga heima. Mikið annað er ekki gert. Þó áttum við Hjölli góðan laugardag og laugardagskvöld, en það tók smá tíma að jafna sig á því. Auðvitað bíður maður spenntur eftir HM í handbolta og ekki síst leiknum í kvöld (sem er klukkan 7).
Heyrði líka í Bubba í gær og er hann hættur að reykja líka, já tímarnir breytast. Annars gengur sjúkraþjálfun hægt, takmarkið mitt er enn 1 mars en ég veit ekki hvernig það endar, mér finnst þetta ganga afskaplega hægt :(
ó já, ekki má gleyma að við stalkuðum brainpolice um helgina, hægt að krossa þá af listanum.
|
|
miðvikudagur, janúar 22, 2003 Joi |
17:14
|
Jæja, þá læt ég lokið umfjöllun minni um Kárahnjúka í bili og vona að lesendur séu eitthvað nær um þetta málefni og geti tekið afstöðu í þessu óskiljanlega máli.
|
|
Hjörleifur |
11:29
|
Jói, gætir þú ekki smyglað þér inn í Alcóa og reynt að komast að því hvað þeir eru í raun og veru að fara að gera hér.
|
|
Joi |
11:27
|
Ég veit ekki hvort lesendur mínir geri sér grein fyrir hversu miklar framkvæmdir þetta verða. Á myndinni hérna að ofan sjást þessar 3 aðalstíflur og er stíflan í miðjunni þeirra stærst. Hún verður hvorki meira né minna en 190 metrar á hæð (Hallgrímskirkja er 74 metrar) og verður 800 metrar á breidd (Hallgrímskirkja er 30 metrar). Það er frekar erfitt að gera sér grein fyrir þessum stærðum og því setti ég mynd af bílnum mínum til hliðsjónar inn á myndina til að menn geti gert sér grein fyrir hlutföllunum. Ef glöggt er gestsaugað þá má sjá að Hjölli er dauður í skottinu, en mig grunar að svo verði þegar við förum í bíltúr til að skoða stífluna.
|
|
Joi |
10:07
|
Annars er annað miklu meira áhyggjuefni en eyðilegging á hálendi Íslands og það er Íslenskt kvennfólk. Ítalski verktakinn sagði það um daginn að þeir myndu líklegast flytja allt vinnuafl inn til landsins, og það verður rosalega "gaman" fyrir okkur karlmennina að fá hundruðir eða þúsundir ungra Ítala hingað til lands. Ég tók eftir því að allir sem voru að mótmæla þessum framkvæmdum voru kraftalegar (og karlmannlegar) konur og ljótir karlar .... eru þau ekki bara hrædd um sína stöðu? Ég er t.d. skíthræddur við þetta og skil ekkert af hverju ungir karlmenn á Austurlandi voru að fagna þessum virkjanaáformum í fréttum sjónvarps þegar þetta var ákveðið .... þeir hafa líklegast ekki hugsað málið til enda.
|
|
Joi |
09:51
|
Ætli þessir Ítölsku verktakar séu búnir að kaupa sér þessa bók?
|
|
Joi |
09:48
|
Ég ætla bara að blogga um Kárahnjúkavirkjun í dag, þó ég viti ekkert um málið. Hlynur hjálparsveitarmaður, útiverugarpi og vinnufélagi minn er reyndar alveg á móti þessu og vill frekar að Gullfoss verði virkjaður.
|
|
Árni Hr. |
08:45
|
Um árið þegar Grammy var með fyrstu heavy metal verðnlaun þá stóð keppnin á milli Metallica og Jethro Tull - nú þar sem Grammy eru mjög sveitó og því fékk Tull verðlaunin og var það mikið hneyksli (platana sem Metallica var með var and justice for all). Árið eftir að ég held var Metallica aftur útnefndir og þetta árið unnu þeir, í ræðu sinnu þökkuðu þeir Jethro Tull fyrir að gefa ekki út plötu það árið.
Já þetta er skrýtið að bera saman hljómsveit sem var að spila rokk þegar metalllica var í bleyju og segja að þeir séu Metal rokkarara!!!
|
|
þriðjudagur, janúar 21, 2003 Joi |
18:06
|
Tiger Wood my assss!
|
|
Joi |
18:01
|
Slembarar í vinnuferð í Waterwood.
|
|
Hjörleifur |
17:10
|
Allt á fullu og nú er bara að drullast heim að horfa á Ísland-Grænland og hefja andlegan undirbúning fyrir fússballið i morgen eða eitthvað.
|
|
Joi |
12:18
|
Er sennilega að verða veikur ... vantar bara uppköst, þá er bara allur pakkinn kominn!
|
|
Joi |
09:14
|
Mætti snemma í vinnuna í dag og er ennþá þunnur ... hvað er eiginlega málið?
|
|
mánudagur, janúar 20, 2003 Hjörleifur |
19:37
|
Er allur frekar stirður eftir erfiðan laugardag. Brain Police tók verulega á. Annars var laugardagurinn bara helvíti fínn (og þori ég ekkert að tékka á því hve vísareikningurinn er orðinn hár). Boomkirker (gamla Maxims) er að koma nokkuð sterkur inn og stendur til að setja upp poolborð og sýningartjald fyrir fótboltann.
Ísland var að bæta metið sitt í handbolta og unnu Ástrali 55-15. Það var bara sorglegt að hlusta á þetta.
|
|
Joi |
14:07
|
Já, ég get alveg staðfest að Pálminn var þunnur í gær!
Sjálfur var ég frekar slappur eftir gott djamm á laugardaginn, þar sem við vorum í pottinum til kl. 6 um morguninn. Gærdagurinn fór síðan bara í að liggja upp í rúmi og horfa á sjónvarpið og vorkenna sjálfum mér. Í dag er ég ennþá þunnur og er á "fullu" við að laga til hérna í vinnunni, en við vorum að minka við okkur svæðið hérna.
|
|
Árni Hr. |
12:51
|
Cocky
The town of Fruita, Colo., wanted something a little less boring than the usual "pioneers" to focus on for Colorado Heritage Week, so the city revived the story of Mike the Headless Chicken. In the 1940s, farmer Lloyd Olsen went to get a chicken for dinner. Wanting to leave as much of the neck as possible, he lopped off the chicken's head as tightly as he could. The chicken did not die, and continued to "peck" for food as it walked around the yard. Amazed, Olsen started feeding the chicken with an eyedropper. The headless bird, dubbed Mike, appeared in Life magazine and traveled to exhibitions around the country. Fruita's Mike the Headless Chicken Festival is a smashing success, and a new Mike sculpture ("I made him proud-looking and cocky," the artist says) was recently unveiled downtown. Mike lived for 18 months after his head was chopped off. (AP) ...Big deal: politicians can live like that for decades.
|
|
sunnudagur, janúar 19, 2003 Árni Hr. |
15:57
|
Annars fór ég og Hjölli á röltið í gær, fórum á Kaffibrennsluna, Sportkaffi, Boomkickers, Mír, Vegamót og svo á Grandrokk. Já við vorum víðförlir í gær, fengum okkur bjór, ítalskan, belgískan ofl. Einnig fengum við okkur írskt kaffi og flugvélabensín. Sáum Brain Police spila á Grandaranum, þeir rokkuðu feitt.
Já það var bara fínt í gær, takk fyrir að spyrja.
|
|
Árni Hr. |
15:55
|
Oft hefur verið rætt um hver er besti sóknarmaður í Bretlandi - og oft hefur verið rætt um hvort nistel eða henry sé betri. Já eftir að hafa horft á henry skora 3 mörk á móti West Ham þá finnst manni skrýtið að þessi umræða þurfi að koma upp svo góður er hann Henry. En án skoðanaskiptana þá væri nú ekki gaman af fóbó.
Eins og Arnar sagði, þá er Henry Rollsin í boltanum :)
|
|
föstudagur, janúar 17, 2003 Hjörleifur |
22:48
|
Fjölbreyttur föstudagur. Fór í fótbolta í hádeginu, fór á bjórvinafund eftir vinnu, í mat til Pálma og Erlu um kvöldið, kom aftur í vinnuna og þá var enn bjórvinafundur svo ég fékk mér einn bjór þar aftur og blogga núna í smá stund og er nú á leiðinni heim að gera eitthvað lítið. Og þetta er nú ekkert smáræði. Á morgunn geri ég sjálfsagt ekki mikið annað en að taka til og gera eitthvað svoleiðis leiðindadjobb, nema að eitthvað óvænt gerist, en það veit maður ekkert um því þá væri það ekki óvænt.
|
|
Árni Hr. |
22:31
|
Föstudagsbloggið já - ég fór og fékk vetrardekk á miðvikudag og er nú bara heima að slappa af. Er búinn að fara 5 sinnum að æfa í þessar viku - allt gert til að komast í boltann sem fyrst. Sit nú og blogga og horfi á Rat Race aftur.
jæja ég er með writers blogg
|
|
Joi |
13:02
|
Turnarnir tveir var bara nokkuð góð, og ég held bara að ég hafi skemmt mér betur á henni en fyrri myndinni.
|
|
fimmtudagur, janúar 16, 2003 Hjörleifur |
18:57
|
Nú er ég kominn með nokkrar örbylgjuofnauppskriftir og get haldið áfram að hlakka til kvöldmatarins. Í kvöld er svo planið að fara á myndina "Tveir táfýlubræður", en það er að sjálfsögðu framhaldið af myndinni um litla strákinn í diskóskyrtunni sem lætur ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur.
|
|
Joi |
14:12
|
Þar sem ég er að fara í sumarbústað um helgina þá var ég að spá í því að nýta tímann vel: Þar sem netið er svo hægvirkt heima hjá mér þá er ég að spá í því að setja download í gang áður en ég fer og downloada internetinu. Ég er ekki búinn að hugsa þetta í botn en ég ætla að skoða málið.
|
|
Joi |
12:23
|
ANDSKOTINN:
Stöð 2 hefur ákveðið að hætta framleiðslu og sýningum á Gnarrenburg, skemmtiþætti Jóns Gnarr, sem verið hefur á dagskrá stöðvarinnar undanfarnar vikur.
Ég horfði á síðasta þátt (ruglaðan) og mér fannst þetta bara vera algjör snilld!
|
|
Joi |
12:07
|
Ágætis matur í hádeginu hérna í dag: Kjúklingabringur og höfrungakjöt. Síðan var rúsínan í pylsuendanum Royal búðingur með súkkulaðibitum!
|
|
Joi |
11:10
|
Það er aldeilis sem peningarnir flæða inn á mig þessa dagana. Ekki nóg með þessar 86.000- krónur sem ég fékk frá Orkuveitunni, heldur var ég að fá endurgreidda vexti upp á 40.000- krónur. Allt eru þetta peningar sem ég hafði ekki hugmynd um fyrir 2 vikum síðan.
|
|
Joi |
10:34
|
Ekki er gott að mæta í dæmatíma snemma að morgni ókaffidrukkinn!
|
|
Árni Hr. |
08:17
|
Ég mæli líka með að menn skrifi Luke Chadwick og sjái hvaða heimasíða kemur upp þar - hvað hann hlýtur að vera stoltur :)
|
|
Árni Hr. |
08:15
|
Í hvaða tækjabúð er það Hjölli - ég er nefnilega líka búinn að vera gæla við uppþvottavél.
|
|
miðvikudagur, janúar 15, 2003 Hjörleifur |
14:39
|
Tók mér frí á mánudaginn og slappaði af og fór svo og fjárfesti í örbylgjuofni. Í gær gleymdi ég alveg að blogga því ég var bara að hugsa um hvað ég ætlaði að hafa í kvöldmatinn og endaði með því að kaupa mér einhverskonar kjötloku sem hægt var að setja í örbylgjuofninn og svo hef ég einnig hitað svolítið af mjólk til að búa til heitt kakó. Já það má svo sannarlega segja að tæknin mjakist inn á heimilið mitt, en næsta tæki verður ábyggilega uppþvottavél, en ég hef séð svoleiðis á tæpar 30þús í stórri tækjabúð í Kópavoginum.
Nú vantar mig bara góðar örbylgjuofnauppskriftir
|
|
Joi |
13:38
|
Ég hvet alla til þess að fara á google.com og leita að Alexandro Nesta og sjá fjórðu efstu útkomusíðuna!
|
|
þriðjudagur, janúar 14, 2003 Árni Hr. |
17:56
|
Uppþvottavél er nauðsynleg - þá þarf maður ekki að þrífa sitt eigið glas þegar maður kemur í heimókn :)
|
|
Joi |
15:23
|
Ég held að útlitið á Windows hjá mér sé að nálgast fullkomnun:
|
|
Joi |
11:05
|
Ef ég myndi fá mér uppþvottavél, mynduð þið þá skilja það sem uppgjöf hjá mér í að ná mér í konu?
|
|
Joi |
11:00
|
Var að fá það uppgefið hjá Orkuveitunni að ég hef borgað 86.000- kr. of mikið í rafmagn frá því að ég flutti inn og það kemur inn á reikninginn minn í dag. Einnig fæ ég leiðréttann breiðbandsreikning og fæ þar 4.000- kr. þannig að 90.000- kr. eru að koma inn sem ég hafði ekki hugmynd um fyrir viku síðan! LalalalalalalalalaaaalalaLALALALALAAAAAAAAA!
|
|
Joi |
09:28
|
Var mjög andlega þreyttur eftir prófið í gær en var samt mjög duglegur:
- Fór upp í Smáralind kl. 18 og keypti miða á Two Towers í Lúxus á fimmtudaginn.
- Keypti mér 2 stóra hamborgara á grillið mitt og einnig þrönga skyrtu.
- Fór aftur upp í vinnu og var þar til 20:30.
- Fór heim og grillaði hamborgarann sem var bara helv ... góður.
- Vaskaði upp eftir áramótapartíið og allt sem hefur safnast upp síðan.
- Tók af snúrunum.
- Setti í þvottavélina.
- Ryksugaði alla íbúðina.
- Tók til í íbúðinni.
- Þurkaði af öllum borðum.
- Tók úr þvottavélinni og hengdi upp.
- Fór í bað með einn kaldann bjór og hlustaði á Boo Radleys í baðinu
- Spratt upp úr baðinu eins og stálfjöður og stripplaðist nakinn upp í rúm og fór að sofa
|
|
mánudagur, janúar 13, 2003 Joi |
20:19
|
Það voru myndir af Tönju Sif í nýjasta Séð og Heyrt, því hún er að fara að taka þátt í ungfrú Ísland. Hún er nýbúin að trúlofa sig.
|
|
Joi |
19:51
|
Ekki förum við á LOTR:TT í kvöld því það var uppsellt í lúxussalinn. Þess í stað keyptum við bara miða á fimmtudaginn og ég lét mér það ekki nægja heldur keypti líka skyrtu og tvo hamborgara á nýja grillið mitt.
|
|
Joi |
17:27
|
Apúfffffffffffffffff!
Jæja, búin í prófinu og það er mikill léttir skal ég segja ykkur lesendur góðir. Mér gekk nú ekkert sérstaklega vel, og sleppti t.d. alveg tveimur síðustu dæmunum sem voru upp á 24/100 stig. Þetta getur fallið hvorum megin sem er, en ég geri nú frekar ráð fyrir að ná prófinu en hitt .... sjö, níu, þrettán.
|
|
Joi |
11:27
|
|
|
Árni Hr. |
09:45
|
THE INDEPENDENT: For a while at St Andrews yesterday afternoon it seemed that Birmingham City might deny Arsenal victory. Then they found an electrician.
|
|
sunnudagur, janúar 12, 2003 Árni Hr. |
16:18
|
Ég horfði á báðar LOTR myndirnar um jólin og var nr. 2 ekki verri en nr. 1 þ.a. tveir táfýlubræður ættu að skemmta sér á 11 september myndinni.
Annars horfði ég á stórskemmtilega leik með Tottenham - en hann var nú bara skemmtilegur á meðan Tott var yfir þar sem ég var mjög stressaður yfir leiknum. Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér hvaða lið ættu að falla í 1 deild og er þetta mín skoðun:
West Brom
Sunderland
Fulham
Mér þætti leiðinlegt að sjá lið Birmingham og West Ham falla auk Boltons. Mér finnst þetta allt skemmtileg lið, en hin liðin spila frekar leiðinlegan bolta að mínu mati. Hvað segið þið drengir.
|
|
Joi |
10:18
|
Við Hjölli horfðum á Lord of the Rings á DVD í gærkvöldi, og þetta er ágætis mynd. Gef henni 4 stjörnur af 4 mögulegum. Hún fjallar um lítinn strák sem klæðist diskóskyrtu og lætur ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Í vikunni ætlum við síðan á framhaldið sem heitir Tveir táfýlubræður.
|
|
laugardagur, janúar 11, 2003 Joi |
13:45
|
Sit hérna uppi í þjóðarbókhlöðu og netast. Spurning að blogga aðeins í ljósi þess að ég komst á netið í tölvunum hérna.
Ég er búinn að vera í mjög miklum heimspekilegum pælingum hérna í dag, og er það kannski einhver leið hjá mér til þess að sleppa því að læra stærðfræðina.
Þetta byrjaði með því að ég las morgunblaðið (já, ég las það). Þar var minningagrein um stúlku sem var 29 ára, sem ég las. Yfirleitt les ég nú ekki slíkar greinar, en myndin af henni vakti áhuga minn, því þetta var myndar stúlka og hafði augljóslega dáið ung. Þessi grein var eftir fullorðna frænku hennar eða ömmu hennar, eða eitthvað slíkt og ég varð mjög sorgmætur að lesa greinina, og varð svona einhvernvegin meir (er byrjaður að taka eftir því meira eftir því sem árin líða hversu viðkvæmur ég er í raun).
Síðar í dag fór ég í apótek niðri í bæ, því ég var með hausverk, og þar fyrir utan voru Lalli Jones og vinir hans eitthvað að tuða í hvorum öðrum. Þetta voru svona 6-7 manns, flest karlmenn og allt svona útigangsfólk. Ég fór að hugsa um það hvað maður væri í raun heppinn að vera með allt lífið fyrir framan sig ( - 30 ár ) og það eru í raun allar leiðir opnar fyrir mann og maður getur í raun gert það sem maður vill, og hefur allar forsendur til þess að vera mjög hamingjusamur. Þetta fólk fyrir utan apótekið er búið að klúðra sínu lífi, og er líklegast búið að brenna allar brýr að baki sér, og erfitt fyrir það að breyta því sem komið er. Maður veltir því fyrir sér hvort þetta fólk spái í svona hlutum, eða hvort það sé (eða haldi) að það sé bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna.
Síðan fór ég aftur upp í hlöðu og fékk mér kaffibolla, og settist út í horn og sat þar í c.a. 40 mínútur og var bara að spá í fólkinu sem var að fá sér veitingar. Sumt fólk sem heldur til hérna er frekar skrítið, þ.e. gamlir skeggjaðir karlar, eldri bitrar konur, ungar menntaspírur o.s.frv. Gaman að spá í svona persónum.
Annars er hausverkurinn að fara núna (smá vottur að mígreni samt að gera vart við sig), og ég er bara nokkuð sáttur. Held bara að ég sé bjartsýnn fyrir prófið á mánudaginn (er reyndar oftast bjartsýnn fyrir próf) og síðan fæ ég kannski heimsókn um 17 leitið í dag, sem verður fínt.
Jæja, stærðfræðin bíður .... merkilegt hvað maður getur fundið sér mikið annað að gera þegar maður á að vera að læra :-).
|
|
Joi |
10:03
|
Þegar ég bjó á Laugaveginum fyrir nokkrum árum síðan fór ég í eitt sinn niður í ljósmyndastofuna á Hverfisgötu. Ástæðan fyrir því var sú að ég var að fara til útlanda og vantaði nýja passamynd í passann minn. Það var ung og hugguleg stúlka sem leiddi mig þar inn í bakherbergi þar sem ég settist á stól og hún fór að fikta við græurnar. Þegar síðan allt var tilbúið fór hún að stilla mér upp og tók síðan fyrstu myndina og sagði síðan: "Glaður nú!", og ég brosti aðeins. Hún tók aðra mynd og sagði: "Já, glaður!", og ég brosti enn meira, og hún tók mynd. Síðan sagði hún í þriðja skiptið: "Já, glaðari!", og þá sagði ég: "Bíddu, ertu ekki örugglega að segja glaður"?
|
|
Joi |
09:57
|
Ég þakka hlý orð Ánna um mig og Hlyn í blogginu sínu í gær!
Annars er ég núna á leið upp í bókhlöðu að læra fyrir þetta helv ...., ansk ...., djö .... próf!
|
|
föstudagur, janúar 10, 2003 Árni Hr. |
18:17
|
Sá sem sagði að lífið væri slembið hafði rétt fyrir sér, mér líður eins sínusbylgju þessa dagana (eða var það cosinus).
Eina sem er gott að vita er að dagarnir lengjast með hverjum degi og það styttist í næstu jameson hringferð.
Fer á double date í kvöld með Nonna og Rakeli, ég ákvað að reyna að lyfta mér upp og skella mér á Analyze that.
Hitti annars Jóa á fundi í dag þar sem þeir komu ágætlega út úr þeim fundi - alltaf erfitt að hitta menn sem vita nákvæmlega alla pitti framleiðslunnar og vera að ræða um framleiðslumál og vandamál við þá. Annars komu strákarnir frá AGR ágætlega út, töluðu þegar þeir áttu að gera það og þögðu þegar þeir áttu að gera það (það voru tveir sem voru duglegir að tala á fundinum fyrir). Reyndar minntu strákarnir mig á Sólstrandargæjana, stuttermaskyrtur og bros og brattir. Reyndar hafði Jói vinningin þar sem hann var í mjög smart skyrtu.
Ég vona að Deltan muni raka inn pening fyrir AGR - ég ætla þó að fylgjast mjög náið með framgangi kröfulýsingarinnar, mest til að læra hvernig svona kröfulýsing er gerð osfrv. Ég ætla því að ræða þetta í tíma og ótíma við Jóhann þar til í lok mars... og hana nú..
|
|
Hjörleifur |
14:12
|
Ömurlegt veður úti, sem er gott, því ég er inni og er ekkert á leiðinni út.
Nú fer að styttast í hátíðarfund MOBS, "þett'er niiiðurtaaalniiing, tatatadaa tatatatata...." eins og Geirfuglarnir orðuðu það. Á morgun ætla ég að vera með hausverk svona fram eftir degi, en upp úr kvöldmatarleitinu fer ég að verða nokkuð góður. En maður veit aldrei (og veit ég ekkert hvað ég á við með því).
|
|
Joi |
13:00
|
One spider down, 6.000.000.000.000.000.000.000.000 to go!
Víti til varnaðar
|
|
fimmtudagur, janúar 09, 2003 Hjörleifur |
17:08
|
Til hamingju með rafmagnið Jó. Nú ættirðu að komast í gott stuð.
Fílósófus var mjög góður fíll og átti ég góða daga með honum og vorum við bara ágætis vinir, en á undan mér þá átti bróðir minn hann og á undan honum átti systir mín hann. Ég átti líka einhverníman bangsa, en ég afhöfðaði hann amk. tvisvar (mamma bangsalæknir þrjóskaðist við að sauma hausinn aftur á). Þetta var ekkert gert af neinni illsku, en það vantaði bara á hann munninn og því varð ég bara að búa til munn á greiið svo hann vestlaðist ekki upp og í þeim aðgerðum þá datt hausinn alltaf af.
Í dag veit ég betur og er alveg hættur að afhöfða vini mína.
|
|
Joi |
14:29
|
Þar sem aðrir Slembibullsbræður virðast þjást að bloggstíflu þessa dagana verð ég bara að vera duglegari!
Ég er núna að hlusta á lag nr. 3 á nýja Sigur Rós disknum, alveg mögnuð píanómelódía. Þetta fær harða nagla eins og mig til þess að fá smá tár í augun sveimerþá ...
Setti upp StyleXP á vélina mína og þetta er að gera fína hluti. Allt annað að vinna á XP þegar maður er orðinn sáttur við lookið!
|
|
Joi |
12:40
|
Þegar Hjölli var lítið skítseyði þá átti hann lítinn brúðufíl sem hét Fílósófus.
|
|
Joi |
10:54
|
Loksins kom Orkuveitan til að athuga með rafmagnsnotkunina mína, en glöggir lesendur vita líklegast af því að ég hef verð að borga helv... hátt í rafmagn a.m.k. síðasta árið. Í ljós kom að ég er að greiða fyrir rafmagn á annari íbúð í húsinu, og sú íbúð hefur verið að borga fyrir mig, þannig að ég á von á feitum bakreikningi sem notaður verður í ferðina til Skotlands!
|
|
miðvikudagur, janúar 08, 2003 Hjörleifur |
18:41
|
Jói Jói Jói.
Við fórum í pool og í hógværð minni ætla ég ekkert að leiðrétta bloggið hans Jóa.
Annars er bara búið að vera allt fullt af leiðindaverkefnum hér, tölvur að bila, sem enginn tími er til að vera að vesenast í núna. Svo er bara allt!!!
Ætli það sé ekki bara verst að fara barastabara í fótbolta í kvöld og lúta í parket, það ætti að geta fullkomnað leiðindin.
Gærdagurinn og mánudagurinn voru jafnvel enn leiðinlegri.
|
|
Joi |
16:51
|
Ég held bara að þetta sé fallegasta (leik)kona í heimi!!!
|
|
Joi |
13:06
|
Gerðum smá skoðanakönnun í hádeginu, en lesendur geta líka lesið um hana í DV á morgun:
| Skynsamastir | Óskynsamastir | Jói | Norðmenn | Tyrkir og Ísrael | Hlynur | Rússar | Ísrael | Pálmi | Færeyingar | Ísrael og Palestínumenn |
|
|
Joi |
11:49
|
| Þetta er minn næsti sími ... alveg magnaður frá Symbian samtökunum. Hann er með MMS, sem er svona Multimedia Messaging service. Ég held að hann sé líka með myndavél á bakhliðinni og það sem verið er að taka mynd af birtist á skjánum. |
|
|
þriðjudagur, janúar 07, 2003 Joi |
17:16
|
First we thought the PC was a calculator. Then we found out how to turn numbers into letters with ASCII – and we thought it was a typewriter. then we discovered graphics, and we thought it was a television. With the World Wide Web, we've realized it's a brochure.
Douglas Adams
|
|
Joi |
16:22
|
Annars fórum við Hjörleifur Sveinbjörnsson á Snóker- og Poolstofuna í Lagmúla 5, á laugardaginn. Þetta var rannsóknarleiðangur því við höfum lengi planað að athuga hvernig þessi staður er í samanburði við aðrar búllur, og þá sérstaklega búlluna okkar.
Við tókum þar 4 leiki sem ég vann alla, þannig að borðin eru a.m.k. bein og kjuðarnir góðir. Staðurinn er mjög stór og er c.a. helmingur pool og hinn helmingurinn tileinkaður hinni óæðri íþrótt/leik snóker. Síðan er risatjald og flott sófasett fyrir framan það (ásamt sjónvörpum sem eru dreifð slembið um salinn), og spurning hvort þessi staðurinn myndi ekki henta ágætlega fyrir þá knattspyrnuleiki, sem ekki er horfandi á nema með öðru auganu.
Mikil kynjaskipting er inni á staðnum og varð Hjörleifi að orði að þetta væri ekki staðurinn til þess að reyna við stúlkur, og var ég honum hjartanlega sammála í því!
Við mættum um 9:30 og þá var engin bið, en það virtist vera komin eitthvað meiri traffík klukkustund síðar þegar ég gekk sigri hrósandi út af staðnum en Hjörleifur eitthvað niðurlútur. Ég mæli því með því fyrir trygga lesendur mína að mæta ekki seinna en kl. 10, ef hugmyndin er að kíkja í ballskák að helgi til.
Staðsetning staðarins er mjög skrítin, því að þetta er í einhverju iðnaðarhverfi og inngangurinn er frekar ósnyrtilegur og lætur lítið yfir sér. Frekar óskemmtileg aðkoma að svona stórum stað.
Staðurinn fær reyndar plús fyrir það að hafa Egypskt þema, því þar eru ótal myndir á vegg með egypskum papírus myndum.
Staðurinn fær því 2 drullukökur frá mér af 4 mögulegum **
|
|
Árni Hr. |
15:07
|
bloggstífla og þunglyndi á þessum bæ
|
|
Joi |
11:03
|
Hvernig er það, nennir enginn að blogga lengur??? Hvernig væri að rífa sig úr janúarþunglyndinu og fara að blogga?
Annars er það að frétta af mér að ég er að fara í próf næsta mánudag í Stærðfræðilegri Greiningu og ætla ég að hamsa þetta próf. Skólinn byrjaði síðan í gær og það er mjög mikið að gera í vinnunni, þannig að ég er bara sáttur.
|
|
mánudagur, janúar 06, 2003 Árni Hr. |
13:33
|
Er þetta ekki snilld?
7. HOW TO MAKE $$$ FAST!!! JUST BY READING SPAM!!! Harold Hickok of Portland, Oregon, sends an email to a large multinational corporation that's been spamming him. He states he'll be charging them twenty-five dollars for every email they make him read. They keep spamming him. He takes them to small claims court. And wins.
|
|
Joi |
12:15
|
Sálfræðingurinn Carol Rothwell segist hafa fundist reikningsformúluna að hamingju. Formúlan er: P+(5E)+(3H). P stendur fyrir persónueinkenni eins og lífsviðhorf og aðlögunarhæfni. E táknar þarfir okkar í lífinu, eins og heilsu, peninga og vini en H táknar aðra eiginleika eins og húmor og sjálfsmat. Formúlan er mynduð í kjölfar niðurstaðna könnunar þar sem rúmlega þúsund manns tóku þátt.
|
|
laugardagur, janúar 04, 2003 Hjörleifur |
18:38
|
Gærkvöldið var ágætlega heppnað. Byrjað með smá bjór heima á meðan ég beið eftir að Jói pikkaði mig upp og svo var drukkinn aðeins meiri bjór heima hjá Jóa þangað til að Pálmi kom, en þá var haldið af stað í Diskókeilu í Öskjuhlíðinni. Í keilunni var skipt í tvö lið á tveim brautum. Einnig var keppt svona eins og gert er í liðakeppni í skák og var það ágætis fyrirkomulag.
Eftir Diskókeiluna var svo haldið á A Hansen og verður að segjast að það var ekki mikið um að vera, en úr því að við vorum komin alla þessa leið, þá var ákveðið að fá sér einn bjór.
Ég og Jói fórum svo aftur í menninguna en hin fóru bara heim (eða eitthvað). Við skunduðum inn á Nelly's og fengum okkur einn bjór, en það var bara svo leiðinlegt þarna inni að við ákváðum bara að fara. Bærinn var alveg dauður, svo þá var ekkert eftir nema bara að skella sér á Subbarann og fara bara heim, éta og sofa. Einhverra hluta vegna þá hef ég ekki verið í neinu sérstöku stuði í dag og er bara frekar leiðinlegt að vera í vinnunni núna svo ég er nú bara að spá í að fara heim og gera eitthvað annað.
|
|
föstudagur, janúar 03, 2003 Hjörleifur |
13:41
|
Er ég vanur að rugla, hvenær hef ég sagt það?
Var alveg ónýtur í morgunn eftir að hafa komið heim úr vinnunni um klukkan 10 í gærkvöldi og fékk mér þá nokkrar brauðsneiðar með eggjum og skolaði niður með mjólk. Fór svo að spila CIV, verst hvað ég á erfitt með að skrifa save og fara svo að sofa, svo ég spilaði til klukkan 3 í nótt, eða þar til að dagskráin á skjá einum var búin. Mætti svo klukkan 11 í morgun í vinnuna grútsyfjaður, en þetta er allt að koma.
Ég er farinn að halda að ég valdi því bara ekki að vera með tölvu heima hjá mér. Hvernig væri ég ef ég væri með einhverja leiki sem væru betri en CIV???
|
|
Árni Hr. |
10:32
|
Mér líður eins og gömlum bíl - erfitt að komast í gang eftir langt stopp. Maður hefur ekki mjög gott attentionspan þessa dagana.
Þetta kemur þó í næstu viku þegar vélin fer að purra!!
Fór í gær og horfði á hot chick með Rob Schneider - ekki get ég sagt að hún risti djúpt en hún kitlaði hláturtaugar mínar. Tók svo nokkra pool leiki á Players með Gudda og Tine og EE.
Í kvöld er ætlunin að elda skötusel fyrir Gudda og Tine og svo var spurninging með áframhaldið - kannski verður hitt á strákana ef þeir og við erum í stuði.
Jæja ég ætla að reyna að drífa þennan dag af og fara snemma heim...
|
|
Joi |
10:16
|
Jói líka mættur í vinnuna en ætti að vera í prófi núna frá 9-12. Málið er að í gær var ég ekkert búin að læra og fékk tölvupóst um að það yrði annað endurtektarpróf 13. jan sem ég fékk að fá undanþágu til að taka. Fáránleg heppni sem ég á kannski ekki skilið.
Annars voru áramótin bara mjög fín og Iðnó ballið var bara helvíti skemmtilegt.
|
|
fimmtudagur, janúar 02, 2003 Hjörleifur |
17:51
|
Nú eru alþingiskossningar í vor og ætla ég að koma með svolítið skemmtilegri tillögu heldur en þessa venjulegu og finnst mér að á kossningadaginn ættu frambjóðendur að kissa aðra frambjóðendur og fá þeir 1 stig fyrir að kissa gamalmenni (þar sem að það er svo mikið af þeim), 2 stig fyrir að kissa gagnstæða kynið og 1 aukastig ef sá/sú er amk. 10 árum yngri og 4 aukastig ef sá/sú er 50 árum yngri, 5 stig fást fyrir að kyssa sama kynið (aukastigin eru þau sömu og í gagnstæða kyninu) og svo eru það bara þeir sem eru með flest stig fá að vera á alþingi næstu 4 árin. Það væri jafvel hægt að hafa þetta á Laugardalsvellinum og sýna þetta svo bara í beinni í sjónvarpinu eins og venjulega. Er ég nokkuð viss um að við fengjum mun betri alþingismenn, þar sem að þeir þurfa að vera í góðu formi og því líklegri til að geta tekist á við þjóðfélagsvandann. Í framhaldi af þessu þá dettur mér í hug þetta ljóð sem ég heyrði Jón Gnarr flytja í útvarpinu fyrir nokkrum árum, en það er svona: Á alþingi eru fasistar sem ekkert er'að gera eru þeir kannski nasistar sem taka á og skera
|
|
Árni Hr. |
15:28
|
Jæja mættur í vinnu - ég er svo krambúlaður að það er næstum fyndið. Hnéið er í sínu gamla rugli, nú er ég verk í læri og baki sem er sennilega vegna klemdrar taugar eða brjósklos - já maður er að verða gamall kall.
Það var nokkuð fínt í Iðnó á gamló, en ég held að ég hafi ekki verið nógu vel stemmdur - ég fitta kannski bara ekki inn í elítuna :)
Jæja ég ætla heim í dag - tek 2 stutta daga núna fram að helgi - lengja fríið aðeins.
|
|
miðvikudagur, janúar 01, 2003 Hjörleifur |
19:11
|
Gleðilegt nýtt ár.
Geirfugla og SKE dansiballið á Iðnó var mjög vel heppnað og var ekki annað að sjá á fólki að ALLIR hafi skemmt sér vel.
|
|