Ég veit ekki hvort lesendur mínir geri sér grein fyrir hversu miklar framkvæmdir þetta verða. Á myndinni hérna að ofan sjást þessar 3 aðalstíflur og er stíflan í miðjunni þeirra stærst. Hún verður hvorki meira né minna en 190 metrar á hæð (Hallgrímskirkja er 74 metrar) og verður 800 metrar á breidd (Hallgrímskirkja er 30 metrar). Það er frekar erfitt að gera sér grein fyrir þessum stærðum og því setti ég mynd af bílnum mínum til hliðsjónar inn á myndina til að menn geti gert sér grein fyrir hlutföllunum. Ef glöggt er gestsaugað þá má sjá að Hjölli er dauður í skottinu, en mig grunar að svo verði þegar við förum í bíltúr til að skoða stífluna.
|