mánudagur, janúar 22, 2007 Joi |
10:09
|
Íþróttir
Gærdagurinn var mjög slæmur íþróttadagur - fyrst var Búrkni hringaður í hlaupagrein sem var sjónvarpað og síðan tapaði United á móti Arsenill 2-1 eftir að hafa verið yfir fram á síðustu stundu. Það var svosem ekkert ósanngjarnt að Arsenill skyldi vinna því þeir voru sennilegast betri aðilinn í leiknum. Verra var þó að sjá Henry vælandi og tuðandi allan leikinn og tók síðan góða dífu inn á vítateig United manna. Leiðinda leikmaður.
|
Já ég var nokkuð ánægður með úrslit helgarinnar - þetta setur keppnina í smá spennu - enn getur margt gerst, sérstaklega um 2 sætið. Persónulega er ég mjög sáttur að sjá utd efst en ekki chelski, utd eru miklu skemmtilegra lið og byggt upp á liðsheild en ekki peningi. Henry er annars frábær leikmaður og Jóhann hatar hann bara :) When hell freezes over þá vinnur Ísland Frakkland
11:41 Árni Hr.
Já það er ljóst að það þiðnar ekki á næstunni í helvíti :)
08:15 Árni Hr.
Liverpool vann og tryggði þar með að það væri enn spenna í þessu nú er þetta að verða þessi 4 vanalegu í toppbaráttunni.
19:43 Hjörleifur
|
|
|
miðvikudagur, janúar 17, 2007 Joi |
16:07
|
Tvær fréttir frá því í dag: Fyrri frétt:Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa pantað og neytt veitinga að upphæð ríflega 10 þúsund krónur á veitingastað í borginni án þess að geta greitt fyrir þær. Seinni frétt:Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt nítján ára gamlan pilt í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stungið öryggisvörð við bensínsstöð Shell við Suðurfell í bakið í haust.
|
Það vantar bara einhvern sem er dæmdur í 2 mánaða skilorðsbundið fyrir grófa nauðgun. Þetta er svona, efnahagsbrot eru þyngstu brotin í íslenska "réttar"kerfinu.
09:13 Burkni
|
|
|
Árni Hr. |
08:32
|
Álverið
Eitt af heitari umræðum í firðinum í dag er stækkun álvers, nú er álverið búið að vera duglegt að reyna að "múta" okkur með gjöfum, til að mynda fékk ég BóHall í jólagjöf frá þeim - disk sem margir skiluðu víst - ekki ég - ég ætla að senda hann út til mömmu minnnar.. Nú eins og menn kannski vita þá er þetta spurning um kosningar hér í Hfj um stækkunina sem er kannski ekki alveg í takti við það sem bærinn hafði lofað álverinu, en so be it nú er þetta staðan og pólitíkin að renna af stað þar sem um 1 mánuður er í kosningar. Spurningin er hvort Hfj á að samþykkja stækkun eður ei - nokkrir punktar: 1. Ekki er þetta spurning um gríðarlega aukningu á mengun - einhver jú en við erum með framleiðsluhverfi þarna í kring sem skilar ekki minna af sér í mengun. 2. Ekki verður þetta augnayndi - en er þessi viðbót það hræðileg - við erum jú með álver 3. Gríðarleg aukning í atvinnumöguleikum í Hfj. 4. Síðast en ekki síst - Hafnarfjarðarbær mun fá mikinn pening til afnota með stækkuninni, skellt hefur verið fram gríðarlega stórum tölum í kringum þetta og spurnning hvort við ættum ekki að nýta þann pening til að lagfæra ýmislegt í Hfj. Já margt að hugsa um - hvað segja menn, vilja menn tjá sig hér. Sumir segja að til hvers að bæta við meiri stóriðju hér, af hverju ekki viðhalda þessari stærð af álveri, hvað erum við að græða á þessu, þ.e. hinn almenni borgari - fyrir utan smá aur inn í bæjarfélagið.. Er þetta það mikið lýti, allir útlendingar þurfa að rúlla í gegn hér til að komast í siðmenninguna, er þetta það sem við viljum að þeir sjái..
|
Allir þessir 4 punktar sem þú setur fram eru með stækkun þannig að það er greinilegt hvaða álit þú hefur á þessu. :-)
Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta - finnst reyndar þessi áróður frá álverunu frekar klénn - þ.e. að kaupa sér framgöngu í málinu. Eins var síðasta útspil þeirra hótun um að þeir myndu bara loka öllu ef ekki verður að stækkun.
Eins hafa margir gagnrýnt að ekki verði beint kosið um stækkun heldur um aðalskipulag og vilja þessir sömu menn meina að það sé til að flækja málið en ég veit reyndar ekki hvernig þetta verður sett upp.
Mitt mat er að það fer að vera komið nóg af álverum á Íslandi - held að við ættum ekki að setja öll eggin í sömu körfuna. Eins er búið að færa góð rök fyrir því að ef allar stóriðjuframkvæmdir sem eru á kortinu verða að veruleika á Reykjanesinu og í nágrenni þá verður svæðið eitt það mengaðasta í Evrópu - það finnst mér bara ekki hægt. Græðgi og skammtímasemi er að kollríða þjóðfélaginu og við þurfum aðeins að staldra við og ná áttum - við erum það nýrík og hlutirnir hafa gerst svo hratt síðustu ár að við verðum að passa okkur. Það er nú ekki svo langt síðan að það átti að virkja Gullfoss sem dæmi.
Ertu búinn að lesa Draumalandið?
09:48 Joi
Nei ég er ekki enn búinn að lesa hana en stefni á að lesa hana fyrr en seinna. Varðandi mína skoðun þá er hún ekki mjög sterk, ég hef ekki sett mig mikið inn í þetta en get verið sammála ykkur báðum um að menn ættu að fara að skoða aðra hluti líka, ekki bara álver - gætum endað uppi sem draugaállandið. Annars bendi ég á heimasíðuna www.straumsvik.net þar sem menn geta sett sínar skoðanir og lesið um annarra manna skoðanir. En ég vil þó segja að þessi stækkun hér í Hfj þarf að skoðast vel og vandlega áður en menn segja af eða á, ákvarðanir eiga að vera teknar á réttum grundvelli - ekki pólitík
10:57 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
08:29
|
Tónlist
Eins og margir vita þá skiptir tónlist mig frekar miklu máli og eftir að ég komst í nýtt starf þá hef ég haft gríðarlegan mikinn tíma til að hlusta á tónlist aftur - ég sest í stólinn klukkan 8 á morgnanna og áður en klukkan slær korter yfir þá er ég kominn með tónlist í gang. Oft set ég mjög kraftmikla tónlist á þar sem það heldur mér vel við efnið og vekur mig vel upp. Einmitt núna er ég að hlusta á 2 lög sem bróðir minn sendi mér um daginn með hljómsveit sem heitir Chainsaws and Children sem er mjög vekjandi tónlist.
|
|
þriðjudagur, janúar 16, 2007 Joi |
13:48
|
Ferðalög og annað búx
Við Sonja erum aðeins byrjuð að ræða um Indlandsferðina sem við vorum að pæla í að fara í á þessu ári og gerum við núna ráð fyrir að fara í haust. Fyrstu helgina í september förum við í brúðkaup í Róm hjá vinkonu Sonju sem er að fara að giftast Ítala og vonandi hittum við einhverja fræga knattspyrnumenn og celeb í giftingunni því þau þekkja slatta af fólki af því sauðahúsi. Við vorum að gæla við að vera kannski í viku í Róm og skoða borgina eða jafnvel leigja bílaleigubíl og keyra um og skoða þorp o.flr. Núna erum við hinsvegar að spá í að vera bara stutt í Róm og fara kannski þaðan til Indlands ef það er hægt að gera það á auðveldan hátt og dvelja í Indlandi í svona 2 mánuði eða jafnvel lengur. Við höfum ekki alveg ákveðið hvert í Indlandi við förum en John Isaac var að bjóða okkur að vera kannski með honum í viku í Kashmir en hann er að vinna að bók um svæðið, og gæti það verið mjög spennandi. Fyrstu hugmyndir voru að fara til Indlands núna á fyrri helmingi ársins en ég er að vinna að bók með nokkrum aðilum sem mun koma út í apríl og mun ég segja meira frá henni síðar. Ég veit ekki hvað verður um fyrirhugaða ferð okkar félaganna á leik Barcelona - Real Madrid - Hjölli svarar ekki fyrirspurnum okkar í tölvupósti og það þýðir sennilega bara eitt ef ég þekki hann rétt. Við Sonja erum síðan að gæla við að kaupa okkur Suzuki Grand Vitara á vormánuðum og ferðast mikið um landið í sumar - sérstaklega Vestfirði.
|
Allt að gerast hjá þér greinilega - líst rosalega vel á þetta hjá þér - Indlandsferðin hljómar mjög spennandi
Einnig hlakkar mig til að heyra meira um bókina...
08:25 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
10:38
|
Karókí
|
|
Joi |
10:11
|
|
Ekki veit ég hvernig þú rambaðir á þetta - en úff what the....
08:28 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
09:32
|
Æfingar
Jæja nú er kallinn að reyna að standa við gefin loforð um áramótin - nú á að taka vel á því og ná að "fita" sig aðeins aftur. Er í ströngu prógrammi í Hress núna, 5 sinnum í viku og ekkert gefið eftir. Prótín í alla mata, hafragrautur á morgnana með rjóma osfrv. Já ekki er öll vitleysan eins, fyrir ári síðan þá var maður að fara í ræktina til að létta sig nú á að þyngja sig aðeins - en vonandi bara af vöðvum. Það er nú doldið gaman að kíkja á þennan merka stað Hress, þetta er mikið Hafnfirðingabæli, þarna lyfta FHingar flestir og svo þekkir maður andlit og andlit og andlit og andlit þarna. Meðal annars þá rakst ég á Óðin sem var í joðinu í de gamle dage. Hann seldi víst fyrirtæki sitt um daginn og hefur það bara gott skilst mér. Annars má maður ekkert vera að því að spjalla, maður er svo upptekinn að lyfta - áður en ég fékk smá leiðsögn frá manni sem á íslandsmet í réttstöðulyftu þá var ég eins og fiðrildi þarna í salnum, flaug á milli tækja og hékk í þeim eins og hver annar væskill - en nú eru tímarnir aðrir og það er tekið á því með stunum og látum og hlýrabolum - helst mjög þröngum hlýrabolum. Rétt af vinnunni, þá er ég taka vel á því hér og gengur svona helvíti vel.
|
|
fimmtudagur, janúar 11, 2007 Hjörleifur |
12:19
|
Snjór
Sjór snjór snjó á migSól sól burt með þigGott er að vera í heimi tilSnjór snjór snjó á migtrallala lala la laAnnars er bara allt gott að frétta og ég er ekki lengur með hausverk. Vinnan gengur bara sinn vanagang og svosem ekkert stórkostlegt gerst á árinu til þessa. Fékk að vísu flugu í höfuðið, en held að það hafi ekki haft neitt alvarlegar afleiðingar, annars er ég svosem ekki dómbær á það. Sá þessa umtöluðu halastjörnu áðan og fannst hún ekkert merkileg. Smá depill á himninum með litlu skotti. Á morgunn er svo hinn árlegi hátíðarfundur MOBS og má því búast við því að maður sötri nokkra bjóra.
|
|
miðvikudagur, janúar 10, 2007 Árni Hr. |
10:57
|
Vinnutengt
Svona smá update af mér í vinnu, ég kláraði fyrir jól formlega mitt "Black Belt" Lean Six Sigma þjálfun og má því kalla mig BB í framtíðinni. Nú ég er þegar að vinna í næstu verkefnum sem eru framundan og má segja að verkefnastjórnun eigi mestan minn tíma. Ég er að byrja nýtt stórt verkefni núna í mánuðnum. ég var beðinnu um að taka af mér verkefnastjórn tímabundið á verkefni sem hefur verið í pípunum í 4 ár og menn hafa trú á því að ég klári þetta núna í einum grænum - mjög jákvætt fyrir mig. Svo er að fara þjálfun á 10 manns í svokallaðri Kaizen þjálfun, en það eru svokölluð örverkefni en það eru verkefni sem eiga að geta klárast á einni viku. Fæ ég að standa að þjálfun þar og hlakkar mig mikið til þess challenge. Núna stend ég í því að endurþjálfa í strikamerkjakerfinu og stefni á að ljúka vinnu minni í kringum það kerfi í næstu viku - eftir ca. 5 ára vinnu. Já margt spennandi að gerast í vinnunni, margir sögðu að ég væri brjálaður að taka að mér verkefnastjórnun í þessu tímabundnu verkefni þar sem það er búið að vera í molum síðustu 3 ár - en ég er svoddan masochisti að ég gat ekki sleppt þessu tækifæri, annaðhvort verður þetta stórsigur eða tap, margt að vinna minna að tapa. Annars vil ég óska liverfool mönnum til hamingju með stórkostlega árangur síðustu daga :)
|
Liverpool er bara mjög gestrisið lið og hananú!
12:07 Hjörleifur
|
|
|
mánudagur, janúar 08, 2007 Joi |
11:00
|
Þetta er ansi gott - hvernig iPod pakkningarnar væru ef iPod væri frá Microsoft: Video
|
|
Árni Hr. |
08:44
|
Slappleiki og veikindi
Þetta er nú búið að vera meiri vikan hjá mér, strax á gamlársdegi var ég eitthvað slappur og endaði kvöldið fljótt með því að ég var kominn undir sæng fyrir 2 um nóttu. Þegar líða fór á vikuna varð ég slappari og slappari og náði hámarki á miðvikudegi og fimmtudegi - þetta er það sem búið að hrjá mig undanfarna 8 daga: 8 dagar - kvef 4 dagar - hálsbólga 5 dagar - hausverkur 5 dagar - hósti Í dag er ég mættur enn og aftur til að vinna - ég fór í vinnuna alla daga í síðustu viku þar sem ég hélt alltaf að ég væri að verða betri, en svo var alls ekki, á miðvikudag var líkaminn hér en ekki í anda. Einnig hefur verið að hrjá mig netleysi heima, er búinn að vera netlaus í rúmann mánuð núna og er að verða geðveikur á því, hringdi í síðustu viku og bað um símvirkja og var lofað á fimmtudegi, svo hringdi ég á föstudegi og spurði hvar hann væri, þá var mér sagt að ég ætti að fá hann á laugardegi, nú er kominn mánudagur og enginn helv.... símvirki. Nú þarf ég að hringja aftur og fá enn eina lygina frá ogvodafone.
|
|
föstudagur, janúar 05, 2007 Joi |
23:22
|
Lagið We're from Barcelona með We're from Barcelona er þvílíkur smellur - mæli með að fólk hlusti á það lag og í raun alla plötuna sem jaðrar við að vera meistaraverk. Mad Dog, sérlegur tónlistarráðunautur minn benti mér að sjálfsögðu á þetta eins og margt annað.
|
Ég sendi Kaffi París tölvupóst með link á blöggið og fullt nafn mitt kemur fram sem sendandi á tölvupóstum og þannig hefur hann líklegast grafið upp númerið mitt í símaskránni.
Ja, Slembibullið er óháður, heiðarlegur og sjálfstæður fjölmiðill og við förum ekki að leggjast svo lágt að skanna úr lélegri og óvandaðri fjölmiðlum til að birta hérna.
Orð þín um Hafnarfjörð voru bæði ljóðræn og falleg og fékk mig til að langa til að hoppa upp í bíl og bruna í fjörðinn.
11:41 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
17:30
|
leiðinlegur vinnustaður
|
|
Hjörleifur |
16:32
|
hausverkur
Af einhverjum völdum er ég búinn að vera með hausverk eftir hádegi.
|
Hættu þá að þvælast fyrir þegar Eldklerkurinn tekur sína eldibranda að markinu.
16:40 Joi
Þið megið bara þakka fyrir að vita það ekki - spyrjið bara Hjölla!
16:26 Joi
|
|
|
Joi |
13:43
|
Þetta er góð og þörf grein hjá Dr. Gunna.
|
Já þetta er frábær hugmynd og sá sem að framkvæmir hugmyndina verður eflaust kominn með mynd af sér í pakkann fljótt.
16:18 Hjörleifur
|
|
|
fimmtudagur, janúar 04, 2007 Joi |
21:16
|
Kaffi París II
Framkvæmdastjóri Kaffi París sem heitir Josue hringdi í mig í gær og baðst innilegrar afsökunar á vandræðum mínum á kaffihúsinu hans (sjá færslu að neðan) og er búinn að fara yfir málin með starfsfólki sínu og skoða málið vel. Hann sagði að starfsfólkið hafi sagt að það hafi verið mikið álag á þeim og fólk þreytt eftir áramótin og það skýri þetta að einhverju leiti þó að svona eigi að sjálfsögðu ekki að geta gerst. Hann tók við kaffihúsinu fyrir mánuði síðan og er að vinna í þjónustumálunum en það hefur tekið lengri tíma en hann vonaðist eftir. Hann gaf mér gjafabréf á staðin og fullvissaði mig um að þetta eigi ekki að geta gerst aftur og hefur tekið kvörtunina til greina og því hef ég ekkert upp á þau að klaga lengur held ég - prófa staðin eftir svona mánuð aftur og læt vita hvernig það verður hérna. Fyrir hönd neytendahorns Slembibullsbræðra Jói
|
Allt er gott sem endar vel.
09:57
Skil það mjög vel að það hafi nýr aðili tekið við staðnum. Ætli ég prófi þá ekki staðinn líka eftir ca mánuð til að taka út stöðuna.
Verð að bæta við svona í þessari veitingahúsaumræðu að ég er ekki ánægður með innanhúsbreytingarnar á kaffibrennslunni og svo hefur matseðillinn versnað til muna og ekki lengur hægt að fá sér sóðalegan hamborgara þarna, heldur er komið eitthvert heilsufæði í staðinn sem er bara ekkert í anda þess að sötra bjór. Bjór og salat passar bara einfaldlega ekki saman. En bjór og sveittur borgari með beikoni passar aftur á móti vel saman.
16:13 Hjörleifur
|
|
|
miðvikudagur, janúar 03, 2007 Hjörleifur |
15:54
|
Gleðilegt ár
Nú er allt hátíðarstússið svo gott sem á enda og aðeins þrettándinn eftir. Það verður að segjast að þetta eru búnir að vera letidagar og veitt svosem ekki af þeim. Mestmegnist glápt á bíómyndir og fór einnig í bíó. Sá James Bond og Eragon. James Bond var frábær eins og allir eru sammála um. Eragon var fínasta skemmtun og greinilegt að rithöfundurinn er undir miklum áhrifum frá Hringadrottinssögu. Myndin gerist í heimi þar sem að drekar og galdrastúss frá álfum kemur töluvert við sögu. Galdraorðin eru mjög germönsk og kemur þar t.d. orðið "kvistr" fyrir og þýðir kvistur í myndinni og er galdraorð til að búa til trjágrein úr engu, eitthvað sem að skógræktarfólk ætti e.t.v að kynna sér betur. Að vísu virtist mér að sú trjágrein sem varð til úr þessu væri heldur líflaus, en það má örugglega þróa þessa tækni eitthvað betur. Svo var farið í matarboð til Pálma og Erlu þar sem borðað var dýrindis kjöt af ýmsum dýrategundum víðsvegar úr heiminum. Gamlárskvöld var svo tekið nokkuð rólega og borðuðum við Matti heima ágætasta lambalæri, fórum út á brennuna við Ægissíðuna, horfðum á skaupið, fórum svo aftur út og horfðum á flugelda og óðum í reyk heim. Á leiðinni heim gerðist svolítið óvenjulegt. Amk hef ég ekki heyrt af svona löguðu áður. En þannig var það nú að við vorum bara á röltinu um Dunhagann og voru nú flestir búnir að skjóta upp sínu drasli, en þó voru þau enn að nokkur á Tómasarhaganum (liggur í boga á milli Dunhaga og Freyjugötu). Svo allt í einu grípur Matti um höfuð sér og þegar hann tekur húfuna af þá foss blæður úr höfðinu á honum. Við litum við en ekkert var sjáanlegt á gangstéttinni á bakvið okkur. En nokkuð ljóst að hér var um rakéttuprik að ræða sem hefur væntanlega skoppað inn í næsta garð. Þá var ekki hægt að gera nett annað en bara drífa sig heim og hreinsa sárið, en blæðingin stoppaði fljótlega eftir að við komum heim. Sárið er samt um 2cm skurður. Við ákváðum að láta þetta jafna sig bara og settum bara eina dvd mynd (Brewsters millions) í tækið og fórum svo að sofa um 3 leitið. Alma kom svo daginn eftir og hreinsaði sárið betur og gaf holl ráð. Það er nú alltaf sagt að fall sé fararheill og því gat árið varla byrjað betur.
|
|
þriðjudagur, janúar 02, 2007 Joi |
10:29
|
Kvörtun
Ég reyni nú yfirleitt að vera jákvæður og þegar ég fæ slæma þjónustu á veitingastað reyni ég bara að pæla ekki í því og njóta þess samt að vera úti að borða - þoli ekki þegar fólk þarf alltaf að leita að neikvæðum hlutum við allt og tuða yfir þeim. Ég gat samt ekki annað en verið pirraður þegar við Sonja fórum á Kaffi París í gær til að fá okkur að borða: Við ætluðum reyndar fyrst á Hornið en það var lokað og einnig grillhúsið sem kom líka til greina þannig að við enduðum á Kaffi París. Við settumst við borð sem var ennþá með einhverju rusli eftir síðustu borðgesti og biðum eftir þjónustu. Eftir dágóðan tíma sótti Sonja sjálf matseðlana því engin kom að afgreiða okkur enda setið á flestum borðum og líklegast mikið að gera. Eftir að við hefðum ákveðið okkur og beðið dágóða stund í viðbót tókst mér loks að kalla til afgreiðslustúlku og hún kom að borðinu til okkar. Stelpan var vægast sagt áhugalaus og var eins og hún væri í einhverjum fílutrans því hún svaraði ekki þegar við pöntuðum heldur skrifaði eitthvað smávegis hjá sér og labbaði í burtu um leið og ég hafði sleppt orðinu án þess að segja nokkuð. Ég var reyndar ekki alveg viss um að hún hafi náð allri pöntuninni og auk þess var ég ekki 100% búinn að ákveða mig og getur vel verið að ég hafi pantað eitthvað meira en hún gaf mér engan séns. Stelpan kom stuttu síðar með bjór fyrir mig og Pepsi fyrir Sonju og skellti á borðið hjá okkur og var síðan rokin (án þess að taka ruslið sem var fyrir á borðinu en það var reyndar ekkert mjög mikið þannig að það truflaði okkur ekkert það mikið). Sonja reyndar pantaði Kók en ekki pepsi en hún var ekkert að láta vita að það væri ekki til og bara Pepsi en Sonju finnst mikill munur á þessum drykkjum þó að ég geti varla greint þar mun. Eftir dágóða stund kom maturinn og forrétturinn okkar á sama tíma en við höfðum pantað einn skammt af hvítlauksbrauði í forrétt og hefðum viljað fá það fyrir matinn en það skipti svosem ekki öllu þó að það kæmi á sama tíma og maturinn. Reyndar var ostur á hvítlauksbrauðinu en það kom ekki fram á matseðlinum og er ég ekki viss um að við hefðum pantað það ef við hefðum vitað að það væri ostur á því. Ég byrjaði síðan að borða Tortillað mitt með nautahakki en það reyndist vera kjúklingur á þessu en ekki nautahakk, áhugalausa afgreiðslustelpan hafði greinilega tekið fram fyrir hendurnar á mér og haft þetta með kjúlla. Þetta skipti mig ekki öllu máli og því ákvað ég bara að borða þetta með kjúlla. Ég pantaði annan bjór um leið og afgreiðslustúlkan (önnur en þessi áhugalausa en þessi afgreiðslustúlka var svipuð og sú fyrri fyrir utan að vera jafnvel enn áhugalausari). Hún muldraði bara eitthvað þegar ég pantaði bjórinn um samþykki um að hún hafi móttekið pöntunina. Þegar ég var búinn með allan matinn minn var bjórinn ekki ennþá kominn og þegar um hálftími var frá því að ég hafi pantað hann sá ég stúlkuna sem ég hafði pantað frá og kallaði hana til mín og spurði: "Pantaði ég ekki bjór hjá þér fyrir c.a. hálftíma síðan?". Hún sagði: "Jú, ég hef gleymt honum." og afsakaði það ekkert frekar. Ég sagði þá við hana að ég vildi ekki fá bjór lengur en hún mætti koma með Esspresso í staðin. Hún muldraði svipaðan hlut og áður og hvarf á braut. Ég beið eftir kaffinu í 20 mínútur en ekki kom það og kallaði ég þá á aðra stúlku og sagðist hafa pantað kaffi fyrir löngu síðan og hún ætlaði að kanna málið. Ég beið aftur í 15 mínútur og þá var mér eiginlega nóg boðið og fór bara að afgreiðsluborðinu og borgaði fyrir matinn. Ég kvartaði yfir þessari þjónustu og borgaði bara 2000 krónur í staðin fyrir 4100 krónur sem þetta átti að kosta - sennilega hefði ég bara átt að sleppa því að borga. Það var athyglisvert að þessar síðustu pantanir mínar á bjór og kaffinu x 2 hafði ekkert ratað á reikninginn og því talaði ég greinilega fyrir tómum eyrum þegar ég var að panta þessa drykki. Stúlkan sem ég borgaði afsakaði þetta eitthvað með að það væri mikið að gera og slíkt og ég nennti ekkert að tuða meira yfir því. Það er eitt að það sé mikið að gera en að afgreiðslufólk sé svona rosalega dofið og áhugalaust og laust við allt sem heitir þjónustulund finnst mér mjög lélegt. Skamm Kaffi París - ég ætla ekki að versla við ykkur næstu mánuðina.
|
Hvernig væri að senda framkvæmdastjóra staðarins tengil á þessa síðu? Breytist lítið ef þeir vita ekki af vandanum.
11:19
Ég er þegar búinn að því - reyndar sendi ég bara á aðalnetfangið, veit ekki hver les þann tölvupóst.
11:22 Joi
Ég hef alveg nákvæmlega sömu sögu að segja frá þessum stað, en þjónustan versnaði til muna eftir útlitsbreytingarnar á staðnum. Hef ég nú aðeins litið við þarna 3-4 sinnum eftir þessar breytingar og í öll skiptin hef ég þurft að bíða mjög lengi til að fá þjónustu (sem gerðist ekki áður) og svo hefur það sem ég hef pantað komið stundum í mjög undarlegri röð. T.d í fyrsta skipti sem ég kom þar inn, þá pantaði ég mér franska súkkulaðiköku og kaffi. Svo beið ég í ca korter og þá kom afgreiðslustúlka til mín og spurði hvort hún gæti aðstoðað mig og ég sagði henni að ég hefði þegar pantað köku og kaffi og hún fór þá strax og sótti kökuna sem var þá búin að standa á afgreiðsluborðinu í þó nokkurntíma og var farin að verða köld. Ég hélt svo að hún kæmi einnig með kaffið svo ég byrjaði ekki alveg strax á kökunni. En nartaði smá í hana enda góð kaka. Svo var kakan búin en ekki fékk ég kaffið fyrr en ég var bara á leiðinni út, ég drakk þá kaffið en það kom ekki á reikninginn sem betur fer. Ég fór ekki aftur á staðinn í nokkra mánuði, en þá gerðist bara það sama. Í rauninni hef ég aldrei fengið þarna góða þjónustu og í rauninni mjög óspennandi staður í dag. Einnig hef ég alltaf fengið að heyra það frá þjónustufólkinu að það sé svo mikið að gera, sem er jú rétt, en það réttlætir ekki að þjónustan eigi að vera léleg.
Kannski ef það væri rukkað fyrir það sem maður borðaði þá væri e.t.v hægt að ráða meiri mannskap í að bera í mann matinn. En ég segi það sama, ég er ekkert á leiðinni á Kaffi París á næstunni.
15:05 Hjörleifur
|
|
|
mánudagur, janúar 01, 2007 Joi |
14:01
|
|
|