miðvikudagur, janúar 17, 2007
|
Skrifa ummæli
Álverið
Eitt af heitari umræðum í firðinum í dag er stækkun álvers, nú er álverið búið að vera duglegt að reyna að "múta" okkur með gjöfum, til að mynda fékk ég BóHall í jólagjöf frá þeim - disk sem margir skiluðu víst - ekki ég - ég ætla að senda hann út til mömmu minnnar..
Nú eins og menn kannski vita þá er þetta spurning um kosningar hér í Hfj um stækkunina sem er kannski ekki alveg í takti við það sem bærinn hafði lofað álverinu, en so be it nú er þetta staðan og pólitíkin að renna af stað þar sem um 1 mánuður er í kosningar.
Spurningin er hvort Hfj á að samþykkja stækkun eður ei - nokkrir punktar:
1. Ekki er þetta spurning um gríðarlega aukningu á mengun - einhver jú en við erum með framleiðsluhverfi þarna í kring sem skilar ekki minna af sér í mengun.
2. Ekki verður þetta augnayndi - en er þessi viðbót það hræðileg - við erum jú með álver
3. Gríðarleg aukning í atvinnumöguleikum í Hfj.
4. Síðast en ekki síst - Hafnarfjarðarbær mun fá mikinn pening til afnota með stækkuninni, skellt hefur verið fram gríðarlega stórum tölum í kringum þetta og spurnning hvort við ættum ekki að nýta þann pening til að lagfæra ýmislegt í Hfj.

Já margt að hugsa um - hvað segja menn, vilja menn tjá sig hér. Sumir segja að til hvers að bæta við meiri stóriðju hér, af hverju ekki viðhalda þessari stærð af álveri, hvað erum við að græða á þessu, þ.e. hinn almenni borgari - fyrir utan smá aur inn í bæjarfélagið.. Er þetta það mikið lýti, allir útlendingar þurfa að rúlla í gegn hér til að komast í siðmenninguna, er þetta það sem við viljum að þeir sjái..
    
Allir þessir 4 punktar sem þú setur fram eru með stækkun þannig að það er greinilegt hvaða álit þú hefur á þessu. :-)

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta - finnst reyndar þessi áróður frá álverunu frekar klénn - þ.e. að kaupa sér framgöngu í málinu. Eins var síðasta útspil þeirra hótun um að þeir myndu bara loka öllu ef ekki verður að stækkun.

Eins hafa margir gagnrýnt að ekki verði beint kosið um stækkun heldur um aðalskipulag og vilja þessir sömu menn meina að það sé til að flækja málið en ég veit reyndar ekki hvernig þetta verður sett upp.

Mitt mat er að það fer að vera komið nóg af álverum á Íslandi - held að við ættum ekki að setja öll eggin í sömu körfuna. Eins er búið að færa góð rök fyrir því að ef allar stóriðjuframkvæmdir sem eru á kortinu verða að veruleika á Reykjanesinu og í nágrenni þá verður svæðið eitt það mengaðasta í Evrópu - það finnst mér bara ekki hægt. Græðgi og skammtímasemi er að kollríða þjóðfélaginu og við þurfum aðeins að staldra við og ná áttum - við erum það nýrík og hlutirnir hafa gerst svo hratt síðustu ár að við verðum að passa okkur. Það er nú ekki svo langt síðan að það átti að virkja Gullfoss sem dæmi.

Ertu búinn að lesa Draumalandið?
09:48   Blogger Joi 

Nei ég er ekki enn búinn að lesa hana en stefni á að lesa hana fyrr en seinna. Varðandi mína skoðun þá er hún ekki mjög sterk, ég hef ekki sett mig mikið inn í þetta en get verið sammála ykkur báðum um að menn ættu að fara að skoða aðra hluti líka, ekki bara álver - gætum endað uppi sem draugaállandið.
Annars bendi ég á heimasíðuna www.straumsvik.net þar sem menn geta sett sínar skoðanir og lesið um annarra manna skoðanir. En ég vil þó segja að þessi stækkun hér í Hfj þarf að skoðast vel og vandlega áður en menn segja af eða á, ákvarðanir eiga að vera teknar á réttum grundvelli - ekki pólitík
10:57   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar