þriðjudagur, desember 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Úr
Tvo trefla
10 bækur
1 disk
2 dvd diska
Kertastjaka
Uppþvottavél (eða hluta úr henni)
Baðfroður
    
|
Skrifa ummæli
Siggi bað mig um að segja sér hvað ég borðaði um hátíðarnar:
- Aðfangadagur var hamborgarahryggur hjá foreldrum mínum.
- Á jóladag var hangiket í jólaboði.
- Á annan í jólum var kalkúnn í jólaboði hjá frænku Sonju.
    
mánudagur, desember 29, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég brunaði á pólónum upp í mosfellsbæ og til baka í hádeginu í dag og hann lék sér að því. Brunaði framhjá fullt af föstum bílum, jebbum og fólksbílum.

Jólin voru bara mjög góð hjá mér. Fór að heiman kl. 16 á aðfangadag og kom ekkert heim fyrr en seint um nóttina eftir annan í jólum. Eyddi öllum jólunum hjá foreldrunum og uppi á kjalarnesi.

Fékk fullt af jólagjöfum og er ég bara nokkuð sáttur. Núna þarf ég að fara að lesa undir helvítis prófið, en það verður þann 5. jan :-(
    
|
Skrifa ummæli
Athyglisverð fyrirsögn á mbl: Þýsk mannæta við góða andlega heilsu
    
fimmtudagur, desember 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Til að byrja með þá ætla ég að óska öllum gleðilegra jóla.

Þessi jól virðast ætla að vera fín jól - ég er nú ekki mikið jólabarn en menn geta enn breyst. Ég hef hitt marga undanfarna daga og hef haft gaman af, hef talað við fólk sem ég sjaldan hitti og líkar vel. Því meira sem maður hittir aðra og talar við aðra því betur kynnist maður sjálfum sér. Ég hef alltaf vitað að ég hef átt erfitt með að ná einhverju plateau sem ég er sáttur á, sífellt vil ég meira. Ekki það að það sé slæmt, en það getur stundum truflað nútímann því ekki er alltaf hægt að lifa í framtíðinni eða fortíðinni eins og ég virðist stundum gera.

Í dag fór ég í hádegismat hjá tengdó, keyrði svo austur fyrir fjall og fór í jólaboð hjá Ömmu og Afa, litla tíkin mín (þ.e. bíllinn minn, ekki misskilja) fór léttilega yfir Heiðina - báðar leiðir. Kom heim og er búinn að horfa á vídeó síðan ég kom heim. Nú er ég að horfi ég á á mynd sem heitir Henry Fool að mig minnir og er eftir Hal Hartley, en hann gerði einmitt myndina Monster sem gerðist að hluta til á Íslandi. Þessi mynd er svo niðurdrepandi að það er ótrúlegt, mæli með að horfa á svona myndir inn á milli því þetta er nauðsynlegt reality check eins og sumir myndu segja..

En á morgun er 2 í jólum og þá byrjar lífið á ný, mér finnst alltaf eins og lífið stoppi 3 daga á ári, þ.e. jóladag, föstudagur langi og páskadagur. Í mínum huga var þetta alltaf frekar niðurdrepandi dagar, en nú er þetta nauðsynlegur tími til að eyða með fjölskyldu og til að endurhlaða batteríin.

The Great American Poet..
    
miðvikudagur, desember 24, 2003
|
Skrifa ummæli

Gleðileg Jól!

    
þriðjudagur, desember 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Breytti mynd af Sonju og Emý úr þessari (seinni myndin er mjög dökk og ég nennti ekki að laga það):



.... í þetta:

    
mánudagur, desember 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Áhugaverð og skemmtileg lesning: Ferilskrá George W. Bush
    
sunnudagur, desember 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Næsti dagur - föstudagurinn. Dagurinn var allur í upplausn - vann hálfan daginn og tók frí hinn helminginn. Þegar ég var í vinnunni þá var ég að hreinsa upp mistök annarra og því frekar þreytt dæmi. En dagurinn leið og stefndi ég á Frostrósir um kvöldið með S, HS, EE og JG. Nú ég klæddi mig upp fyrir kvöldið - keyptum pils á EE þar sem við vildum vera uppáklædd fyrir kirkjuna og spilið. Ætlaði svo að kíkja í bæinn með fólkinu og fá mér einn tvo bjóra.
Nú smá lýsing á tónleikunum, en þetta voru bara ansi magnaðir tónleikar - hin skemmtilegasta skemmtun. Dífurnar 5 voru stórglæsilegar og verð ég nú að lýsa aðeins nánar hvernig ég upplifði þær.
Ragnheiður Gröndal - var eins og dúkka, alger dúkkukjóll og var hún í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég stefni að fara á djasstónleika með henni í framtíðinni, hefur skemmtilega rödd, öðruvísi en hinar stúlkurnar, meira djassaða.
Védis Hervör - var eins og drottning þarna, glitraði frostið á hálsi hennar svo skemmtilega að maður gat ekki annað en dáðst af henni. Söngur hennar var svo sem ekkert rosalegur, þ.e. hún rann í gegnum öll lögin mjög skemmtilega og professional.
Margrét Eir - hún átti sviðið þegar hún kom upp og síðasta lagið sem hún söng með Maríusi var alger snilld, ég held að Jói hafi meira að segja fellt tár þegar hann heyrði lagið. Já hún var eitthvað svo sophisticated of flott þarna uppi.
Guðrún Árný - hún var nú sú sísta, röddin í henni var smá jarmandi, þ.e. þegar ég var að hlusta á hana þá datt mér alltaf sínusbylgjur í hug. En þetta var sexý gellan í hópnum - var svona friský og skemmtileg en söngurinn var ekki alveg nógu góður.
Eyvör - Já hún var bara Eyvör með sinn special stíl - lítið hægt að bæta við þetta.

En aftur í atburðarásina, þegar við komum þá hafði S farið inn á undan og náð þessum eðalsætum þrátt fyrir að við hefðum komið seint.
Nú Hjölli mætti uppástrílaður í jakkafötum sínum, glæsilegur að vanda en Jói og frú mættu í gallabuxum - mjög pen þó en kom smá á óvart þar sem ég bjóst við að sjá Jóhann í jakkafötum.
En tónleikar liðu hratt sem segir nú ýmislegt um hvernig tónleikarnir voru og þegar við komum út þá var greinilegt að flestir voru nú ekkert að nenna mikið á röltið í bænum og því splittaðist hópurinn og heim var haldið undir sæng og gera sig andlega tilbúinn fyrir Perlukvöldið.

En látum þetta duga í bili - Perlusagan verður að bíða betri tíma, eina sem hægt er að segja um hana er að þetta tókst bara mjög vel og held ég að flestir hafi skemmt sér mjög vel - ég veit að ég gerði það.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja kominn tími á að skrifa nokkrar línur um síðustu daga, byrjum á Xmas á NASA, nú ég á miða nr. 001 þar sem Hjölli keypti fyrstu 3 miðana sem voru seldir, frekar fámennt var þarna miðað við í fyrra og kom það nokkuð á óvart. Reyndar fannst mér ekki gert eins mikið úr þessu eins og í fyrra, það var mun öflugar í fyrra að mínu mati.
En ég ætla að hlaupa yfir spilendurna og gefa þeim einkunn.
Hölt Hóra og Dáðadrengir - missti af þeim, komum of seint.
Tommygun Preachers - var nokkuð sáttur við þá gef þeim 7 af 10 í einkunn. Góð röddin hjá söngvaranum og skemmtilegt bassaspil í þessari grúppu, almennt bara nokkuð gott rokk.
Næstir á svið var hljómsveit frá kópavogi, kölluð Dogdaze, ég var ekki ánægður með þá, spiluðu svona Blink 182 lög, eða Greenday, var ekki að virka hjá mér, gef þeim einungis 3 í einkunn.
Ekki batnaði það þegar Hafnarfjarðarhljómsveitin Soliv IV mætti á svið, jú kannski aðeins, gef þeim 4 í einkunn en söngvarinn var í gömlu Bootlegs hljómsveitinni ef einhver man eftir henni. Þeir spiluðu lög eins og Metallica gerði fyrir ca. 10 árum síðan og greinilegt að þeir hafa ekki þroskast mikið í tónlistinni.
Nú var kominn tími á að Doktorinn mætti á svið, allt frumsamið þar og var bara nokkuð skemmtilegt, gef honum líka 7 en ekki meira þar sem mér fannst jólalagið frekar dapurt hjá honum, svolítið metnaðarlaust þrátt fyrir að vera frumsamið. Besta við þá tónleika var þegar Freysi kynnti hann sem einn af gömlu kynslóðinni og benti á skallann á honum og sagði svo að Doktorinn liti út eins og egg sem mér þótti fyndið.
Næstir voru Vinýll - grúppa sem ég fíla mjög vel, þeir voru þrusu þéttir, góð framkoma og jólalagið var snilld. Pottþétt 9 í mínum huga, stórgott rokk sem toppaði algerlega í lokalaginu, þ.e. jólalaginu þar sem bassaleikarinn mætti í kjól og söng. Skemmtilegt það.
Svo var það Botnleðjan, skemmtilegir að vanda, ég var að fíla þá mjög vel eins og alltaf. Þeir eru ferskir og með skemmtilega hljóm og því ætla ég að gefa þeim 7 - eins voru smá áhugaleysis vottur en kannski var það bara ég sem fannst þetta vera svoleiðis. En 7 áttu þeir skilið og jöðruðu alveg við 8.
Næstir á við voru Brain Police - þéttasta rokkhljómsveit Íslands. Vonbrigði er það sem ég segi - þeir voru ekki alveg að gera sig þarna og gef ég þeim bara 6 í einkunn sem er sennilega lélegasta einkunn sem ég hef gefið þeim fyrir tónleika. Kannski á maður bara að horfa á þá á Grand Rokk - sveittir og flottir.
Næst síðasta band var svo Ensími - já þeir eru mjög öflugir spilarar, flott og vel gert allt en þetta er bara ekki alveg fyrir mig, eitthvað sem ég er ekki alveg að fíla við Ensími og hef og mun sennilega aldrei detta almennilega inn í þá. En vel gert en gef þeim ekki nema 6 í einkunn og er það bara vegna þess að ég er ekki alveg að detta inn í Ensímis pakkann þrátt fyrir að vita að þeir eru mjög vandaðir - einnig var jólalagið hjá þeim nokkuð skemmtilegt, bassajól.

Í lokin var það svo hin óviðjafnanlegi Barði í Bang Gang sem mætti á svið - að sjálfsögðu sem Bang Gang. Nú þeir sem hafa hlustað á diskinn (eins og ég) héldu nú að hann myndi nú ekki alveg fitta þarna inn - en heldur betur, hann rokkaði rosalega feitt og var jólalagið bara þungarokk að bestu gerð. Já þessi maður er ótrúlegur - honum virðist vera margt til lista lagt og er ég rosalega sáttur við hans frammstöðu og endaði kvöldið á góðum nótum. 9 í einkunn.
Ég geymi svo 10 fyrir Singapore Sling sem reyndar mættu ekki - en þeir eru bara flottastir.

Rétt svona til að nefna það þá runnu nokkrir Becks gold ljúflega niður þarna hjá mér og Hjölla - enda vorum við ekkert að finna fyrir því að standa allann þennan tíma. En greyið Jóhann var á bíl og vildi ekki drekka og þar með var honum miklu meira illt í fótunum sínum - greyið strákurinn.

Já ég var ánægður með þetta kvöld - stefni ótrauður næsta ár, en vona að þetta verði betra markaðsfært þá og metnaður verði aðeins meiri en í ár.
    
miðvikudagur, desember 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Fúsi var að fá sér kött, spurning hvort hann verði svona þegar hann stækkar (blandaður af norskum skógarketti og Gremlins)
Þessi á neðri myndinni er frændi kattarins hans Fúsa. Svo má nú bæta því við að börn Fúsa og Birgittu Haukdal eru alsystkin.

    
|
Skrifa ummæli
Ekki hefur blogg Musið verið ofarlega hjá mér undanfarið. Lítið til að skrifa um og þar með hef ég ekki nennt að eyða orku í að skrifa inn bloggið.
En núna er nú eitthvað að gerast, EE búinn í prófum og kannski kætist aðeins við það það. Ég stefni á Xmas á fimmtudag, Frostrósir á Föstudag og Perluna á Laugardag. Já busy weekend.

Nú EE verður 25 ára 31 des og stefni ég á að halda smá veislu - hún er nú ekkert voðalega brött með það þar sem hún telur að erfitt sé að smala fólki saman á þessum degi - en við finnum eitthvað út úr þessu.

Einnig er Guddi að koma heim á föstudag og smellur hann beint inn í Perluna - því miður er hann solo núna þ.a. engin Tine, en það verður bara næst.
Ég var búinn að senda út alla Jólapakka tímanlega vegna þess að mér var sagt að 15 des væri síðasti séns, skrýtið það þar sem 18 des voru pakkarnir komnir til DK og pabbi glaður að vera kominn með hangiketið og grænu ora baunirnar, eins og hann orðaði það þá er ég búinn að bjarga jólunum fyrir hann og þar með er jólagóðverkið mitt búið.

Nú maður stefni nú á að fara á jólaball Pharmaco á laugardag, barnlaus og konulaus, ákvað nú samt að kíkja til að hitta fólk í jólaskapinu.

Einnig reifst ég við PP í morgun á MSN - já þar var jólafingurinn á lofti, en stríðsöxin er nú sennilega grafin núna :)

Já eins og ég sagði, áður var ekkert en núna er allt að gerast. Jólin nálgast og er það bara fínt í þessu tilviki.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er enn kominn tími á fimmtudagsklúbb - nú verður haldið á Xmas Xins á NASA. Helstu rokkhljómsveitir landsins stíga á stokk og spila sennilega tvö lög hvert, annað að vanda jólalag.
Í fyrra fórum við nokkrir og var þetta hin mesta skemmtun og var ég mjög ánægður með þetta (hægt að lesa um þetta í desember bloggi árið 2002).
Nú er kominn tími á að tilkynna sig í klúbbinn - ég mun amk mæta. Vinsamlegast tilkynnið ykkur í athugasemdardálkinn eða í mailinu sem ég sendi.
Veit ekki enn klukkan hvað þetta byrjar - en læt ykkur vita um leið og það fréttist, þarf líka að kasta upp á hver kaupir miðana, þó Hjölli komi sterkur inn.
    
þriðjudagur, desember 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú skilur maður hvernig jólasveinninn hefur efni á öllum þessum gjöfum:

Rændi banka í gervi jólasveins
Bankaræningi, í gervi jólasveins, rændi banka 50 km suðaustur af Pittsburgh í Bandaríkjunum á mánudag. Ræninginn, sem einnig var með rauðan poka á bakinu, gekk upp að gjaldkera í bankanum, sýndi honum skammbyssu sína og krafðist fjármuna úr peningaskúffunni. Bankaræninginn komst undan í bifreið með ótilgreinda upphæð í fórum sínum. Enginn særðist í ráninu.
    
|
Skrifa ummæli
Mér sýnist á öllu að þetta sé orðinn ljósmyndavefur og menn séu hættir að setja inn "venjuleg" blögg ... sem er ekki gott.

Allt gott að frétta af mér en frekar mikið að gera. Endurtektarprófið verður kl. 16, mánudaginn 5. janúar. Ég er ekki byrjaður að læra undir það og farinn að hafa smá áhyggjur af því. Síðan er ferlega mikið að gera í vinnunni, sem er mjög gott.

Tennisbræður mættu galvaskir í gærkvöldi í sportvang og háðu þar harða keppni. Pálmi sá sér ekki fært að mæta, eins og oft áður, og vorum við því bara þrír. Við byrjuðum að klára leik frá síðasta tíma sem Hjölli var einn á móti mér og Ánna og var staðan þar 4-5 fyrir Hjölla sem vann 4-6. Síðan var ég einn og vann grislingana 6-4 og Ánni tapaði síðan í síðasta leik á móti okkur 6-2. Síðan var farið í pott og gufu með bjór.

Ákveðið var að mæta til mín kl. 18 á laugardaginn og sulla í sig nokkrum cock-teilum og spila spil sem Ánni ætlar að redda. Síðan verður mæting kl. 21 í perluna.

Annars ætla ég að lesa í kvöld og vinna aðeins og kíki kannski eitthvað á sjónarpið. S er að læra undir próf og verð ég að tippla á tánnum til að trufla hana ekki. S býður upp á gúllas með kartöflustöppu í kvöldmat sem við fengum sent úr sveitinni og smákökur (sem eru einnig úr sveitinni) verða sennilega á borðum um kvöldið.

Over-and-out
    
mánudagur, desember 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, er ekki kominnn tími á gott nördablögg?
Ég hef verið að pæla undanfarið í hvaða forrit maður ætti að nota til að flokka ljósmyndir í tölvunni og hvernig er best að gera þetta. Ég á tæplega 6000 myndir sem ég hef tekið á þessu ári, og hafa þær flestar verið teknar síðan í apríl. Þetta er gríðarlegt magn og því spurning að koma upp flokkunarkerfi áður en þetta vex úr öllu valdi. Ég hef því tekið þá ákvörðun að nota umsýsluforritið iMatch til að flokka og sjá um myndirnar og ætla ég að nota flokkunaraðferð sem bent er á á heimasíðu þeirra sem hægt er að skoða hérna og hérna.
Það verður náttúrlega gríðarleg vinna að flokka allar þessar myndir en forritið býður upp á mjög öfluga fídusa til að hjálpa manni við þessa vinnu. Síðan verðru maður bara að koma upp vinnuflæði við það þegar maður setur inn myndir úr myndavélinni, þ.e. að flokka strax.
    
|
Skrifa ummæli
Margt að gerast um helgina. Örn í 2. sæti í sundi, Íslendingar að dæma úrslitaleik á HM í handbolta, Saddam handtekinn, en stórfrétt helgarinnar er sú að bíllinn minn er orðinn gangfær og gat ég því keyrt í vinnuna í morgunn. Nú þarf ég bara aðeins að fylgjast með bremsunum, en í morgunn heyrðist skrítið hljóð til að byrja með og bremsuljósið fer ekki af nema að maður togi aðeins í bremsuna. Í gærkvöldi fannst mér einnig eins og að bíllinn væri eitthvað kraftlaus, en þá var bíllinn bara að prófa bremsurnar upp á eigin spítur. Það er sennilegast bara enn loft á kerfinu. En þetta er nú svolítið spennandi að keyra bílinn núna, eða eins og skáldið sagði: "Að bremsa, eða ekki bremsa. Það er efinn".
    
föstudagur, desember 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Sigurður bað mig að setja eftirfarandi inn á blöggið:

Ég vil hér með kanna hljómgrunn meðal slembibullsbræðra og annarra velunnara síðunnar hvort ekki sé tilvalið að Jóhann haldi létt jólaboð á heimili sínu. Þeir sem eru sammála því vinsamlegast komið því á framfæri í athuasemdum við þetta blögg. Við finnum svo út dagsetninu síðar ef hljómgrunnur er góður.

Ég óska hér með formlega eftir aukaaðild að slembibullsbræðrum.
bara að ég sé presentaður sem aukaaðili opinbera og njóti ýmissa fríðinda sem þið njótið.
þið fáið svo mikið að ríða, stelpur graðar í ykkur, peningar og glamúr í kringum ykkur
    
|
Skrifa ummæli
Greinilegt að keppnin er að slá í gegn en aðsóknarmet var slegið í gær, 74 innlit. Verst að smugmug er eitthvað að vesenast í sínu kerfi og því ekki hægt að sjá neitt þar sem stendur og því er hin falda perla íslands mjög vel falin.
    
fimmtudagur, desember 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Hvaða frábiðleit ert þú að frábiða fráspenalingurinn þinn?
    
|
Skrifa ummæli
Muse tónleikarnir í gærkvöldi voru frábærir og mun betri en ég þorði að vona. Mjög góðir spilarar á ferðinni og héldu uppi góðum dampi alla tónleikana. Manni leiddist aldrei eins og oft vill verða á tónleikum því þeir eiga orðið mörg fræg og góð lög og það var skemmtilegt að heyra að áhorfendur tóku vel við sér í byrjun nánast hvers einasta lags þegar þeir heyrðu fyrstu tónana. Síðan var mjög flott hvernig þeir blönduðu saman hljóðfærum, þ.e. stundum var bara bassinn, eða trommur o.s.frv. Ég gef þessum tónleikum 4,5 drullukökur af 5 mögulegum.
**** 1/2
    
miðvikudagur, desember 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Já, maður hefur verið ansi latur við blöggið undanfarið enda hefur verið mikið að gera. Ég hef verið að taka íbúðina aðeins í gegn, var að fá nýtt sófasett og var að færa stóra skápinn í stofunni. Eins hef ég verið að gera smávægilegar breytingar eins og að setja hillu inn á baðherbergi, ljós fyrir ofan rúmið o.flr. Ég keypti mér líka borvél um daginn sem er alveg magnað tæki og langar mig nánast að bora í allt sem ég sé heima, og finn minnstu ástæður til að bora í veggi og innanstokksmuni. Aumingja sá sem kaupir íbúðina af mér, hvenær sem það nú verður.
Breytingarnar koma mjög vel út og stofan virðist stækka mikið og veggplássið er meira og því hef ég hug á að setja upp ljósmyndir og annað slíkt, og jafnvel litlar hillur. Ég er með fullt af hugmyndum í kollinum og Sonja lumar líka á nokkrum.
Ég er byrjaður að hafa áhyggjur af endurtektarprófinu sem verður í byrjun janúar, því ég sé ekki alveg hvenær ég á að læra undir það próf. Algjör skandall að falla í þessu, en þetta herðir mann sjálfsagt.
Við erum að fara á Muse tónleika í kvöld og sú hugmynd kom upp að skella sér á jólatónleika með íslenskum söngkonum 19. desember. Ánni er samt eitthvað að tefja það mál og spurning hvort við náum miðum :-).
Annars er bara allt gott að frétta, mjög mikið að gera og ég er bara sáttur.
    
þriðjudagur, desember 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, allt of langt síðan eitthvað hefur verið sett hér niður á skjá, annaðhvort er allt að gerast eða bara dauði og djö.

Á sunnudeginum fór ég í mína 4. köfun og byrjuðum við á að kíkja á straumsvíkina, en það var skip í höfninni og frekar mikil fjara og öldugangurinn svona í það mesta svo við brunuðum bara upp á Kleyfarvatn. Veðrið á var alveg súper gott og vatnið spegilslétt. Þar sem að Thelma (hinn nemandinn) var einni köfun á eftir mér þá fór hún í fyrri köfunina með Héðni (kennara) og Bjarna Þór (kláraði fyrir um ári síðan). Þetta tók uþb klukkutíma og á meðan vappaði ég bara þarna um og tók myndir og horfði líka doldið út í loftið og boraði í nefið.
En svo var komið að mér. Eftir að við vorum komin út í þá ákvað Thelma að hætta við þar sem að henni leið ekki mjög vel og fór hún því uppúr og Bjarni fór með henni. Ég gerði svo þær æfingar sem eftir voru (taka gleraugum af mér í kafi og setja þau aftur á, kafa eftir áttavita, smá flotjafnvægisæfing og að lokum að fara úr vestinu og aftur í það á yfirborðinu). Þar með eru allar æfingar búnar sem þarf til að öðlast Open Water PADI köfunarréttindi niður á 18 m.

Nú var búið að gera við gallann minn, en ástæðan fyrir því að ég blotnaði alltaf svona mikið var sú að einn saumur í hálsmálinu var orðin lélegur og fossaði vatnið þar niður, en nú var ég alveg þurr og var þetta allt annað líf. Af þessum sökum þurfti ég því meira af blýi, en venjulega var ég með 13 Kg + fullt af vatni inn í búningnum, en nú var ég þurr og með 15 kg af blýi.

Annars er ekki mikið að sjá í Kleyfarvatni. Botninn er bara sandur lengst út og með lágvaxinni gróðurþekju yfir. Einnig var ég svolítið hissa á hve það var grunnt þarna út af höfðanum, en dýpið var aðeins rétt um 5-6 m og dýpkaði mjög hægt. Ég var eitthvað að reyna að leita eftir spúnum, en botninn er svo mjúkur að ef það lendir eitthvað á botninum þá hverfur það bara niður í drulluna. Að vísu fundum við eina gamla dós og á henni stóð Mexíkó 86, svo það er greinilegt að það sekkur ekki allt niður.

En svona heildina á litið þá var þetta skemmtilegasta köfunin, þar sem að ég var alveg þurr og munar það nú bara töluvert miklu upp á hvað það er svo mikið hlýrra að kafa og maður nýtur þess mun betur og öryggistilfiningin er mun meiri.
    
föstudagur, desember 05, 2003
|
Skrifa ummæli


Svona endaði myndin sem ég tók fyrir systir mína sem hún ætlar að nota á jólakort. Hún er hrifnari af dökkum myndum, þannig að ég hafði hana frekar dökka.
    
|
Skrifa ummæli
"The wonderful thing about Standards is that there are so many to choose from."
    
|
Skrifa ummæli
Portkonur að störfum á stræti stórborgar:


Flott mynd sem Sonja tók í gær. Aðeins lýst og kroppuð í Photoshop af ljósmyndaranum.
    
fimmtudagur, desember 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Glöggir lesendur hafa líklegast tekið eftir því að Siggi hefur ekki sent frá sér pistil. Þar sem flestir pistlar hans hingað til hafa verið arfaslakir hefur hann ákveðið að skrifa bara þegar hann hefur eitthvað merkilegt að segja.

Þetta hafði hann um málið að segja:
þetta er ekki búið þar sem ég ætla að senda frá mér pistil ef ég hef eitthvað þarft að mæla og ég hef ekki mikið þarft að mæla þessa dagana þannig að ég á síður von á að pistill komi á morgun nem mér detti eitthvað snjallræði í hug sem í gerist nú reydnar stundum.
hins vegar finnst mér margt af því sem birtist núorðið á blogginu óttaleg sápa og það er af sem áður var þegar nær eingöngu var kjarnmikið og innihaldríkt blogg á síðunni
í mörgum tilfellum eru bloggin farin að minna á dapurt eftirpartý eftir þriggja daga fyllery
hins vegar er ég að mýkjast hættulega mikið með aldrinum
spurning að ég fari að vera meira röff í blogginu
    
miðvikudagur, desember 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Fyrir nokkrum árum síðan sendi ég póst á Björn Bjarnasson með þessum stutta texta:

Halló!

Hann svaraði um hæl og sagði:

Þakka kveðjurnar.

Björn Bjarnasson
    
|
Skrifa ummæli
Við skulum setja myndina af MS liðinu á Slembibullssamhengi:

    
|
Skrifa ummæli
Ég legg til að ljósmyndakeppnin verði með einhverju ákveðnu þema og allar innsendar myndir verði að vera teknar eftir að keppnin hefur verið tilkynnt.
    
|
Skrifa ummæli
Já, ég óska BjaKK frænda líka til hamingju með daginn.
    
|
Skrifa ummæli
Við Sonja horfðum á Duplex í gær sem er með snillingnum Ben Stiller og Danny Devito leikstýrir (er á svipuðum slóðum og í War of the Roses). Þetta er annars bara fín mynd, svona í Art Deco stíl og gef ég henni 3 stjörnur fyrir skemmtilega leikmynd og listræna stjórnun.
    
þriðjudagur, desember 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Búið að vera nóg að gera - eftir að nýja tölvan fór að virka þá kem ég heim úr vinnu og skipti tíma mínum heima við að svara póstum og spila tölvuleiki sem Jói reddaði mér.
Hef verið að spila Need For Speed Underground undanfarið og er þetta snilldar bílaleikur sem virðist hafa allt. Flott grafík, góð stýring og mikil skemmtun.
Einnig fékk ég NBA 2004, en því miður komst hann ekki inn og bíð ég því spenntur eftir því. Svo setti ég inn Commandos 3 og er ekki hægt að kvarta yfir gæðum þar.

Já ekki hægt að segja annað en að maður er dottinn aftur í nördapakkan, já alveg síðan maður leit út eins og ríkasti maður heims hér fyrir neðan.
Ég minnist þess þegar ég og Jói mættum galvaskir á fyrsta busaball okkar í Flensborg, við vorum svo helvíti magnaðir strákarnir, kvenmenn hrúguðust að okkur úr öllum áttum og máttum við okkur lítils á dansgólfinu. Já við kölluðum sko ekki allt ömmu okkar á þessum villtu árum.

Því miður höfum við ekki margar minningar frá okkar töffaraárum, kannski nokkrar skákmedalíur en ekki mikið meira en það.

Í dag er öldin önnur, við erum ekki sömu töffarar og áður, ekkert nema Háskólamenntaðir nördar sem lifa á fornri töffarafrægð, hvar man ekki eftir ljósu lokkunum hans Hjölla, þegar hann var kvensamari en Robert Redford, hver man ekki eftir hvernig Jói veiddi grimmt á designer gleraugu sín, PP var þekktur fyrir göngutúra sína í kraftgallanum og undirritaður var þekktur fyrir gífurlega peningasnilld sína. Nú situr maður fyrir framan tölvu allan daginn og skrifar niður minningar sína á bloggformi, bara til að geta munað hvað gerðist í gær og hvað þá í síðustu viku.

Jæja nóg með memoirs fyrir kvöldið - er sennilega búinn að sitja fyrir framan tölvu núna í um 12 klst í dag og eru herðarnar orðnar þreyttar.
Rétt í lokin vil ég nefna að flísalögn á baðherbergi er lokið, frændi minn ætlar að kíkja á morgun eða hinn og setja upp blöndunartæki og hver veit nema að ég fari í heitt bað um næstu helgi, já það yrði alger snilld..

    
|
Skrifa ummæli
þetta eru nú meiri hippanördarnir (og út-úr-kú-nördar). Microsoft gengið árið 1978. En sá sem virðist vera minnsti hippinn (bara tekinn beint úr star-trek) er í dag ríkasti maður heims eða eitthvað.
    
|
Skrifa ummæli
Jónas tennisútleigukall hringdi í gær og ég sagði honum að við myndum taka salinn líka eftir áramót.

Annars var tennis ágætt í gær. Við byrjuðum að klára leik sem var með stöðuna 2-2 og endaði hann 7-5 fyrir J og Á. Seinni leikurinn var J og H á móti Á og P og var staðan þar 4-0 fyrir J og H og eigum við að gefa upp í næsta leik.
    
|
Skrifa ummæli
Var aðeins að vinna í mynd í gær sem við Sonja tókum á sunnudaginn. Ég er ekki alveg viss um það hvernig hún er best, og ætla ég því að láta ykkur kjósa um það á kommentakerfinu. Allir að kjósa, líka laumulesarar eins og Oddgeir og Halli:

1) Svona var myndin óunnin:


2) Svona var hún eftir að ég vann hana aðeins og lagaði lýsinguna:


3) Og hérna er hún svarthvít með smá "sepia" tón:
    
mánudagur, desember 01, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er komið leiðindaveður og þá er passlegt að fara að hjóla heim og undirbúa sig andlega fyrir tennisinn og fara yfir kerfi
    
|
Skrifa ummæli




Allt að gerast!
    
|
Skrifa ummæli


Ætlaði Hjölli ekki að redda svona djúnksi?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar