Ég brunaði á pólónum upp í mosfellsbæ og til baka í hádeginu í dag og hann lék sér að því. Brunaði framhjá fullt af föstum bílum, jebbum og fólksbílum.
Jólin voru bara mjög góð hjá mér. Fór að heiman kl. 16 á aðfangadag og kom ekkert heim fyrr en seint um nóttina eftir annan í jólum. Eyddi öllum jólunum hjá foreldrunum og uppi á kjalarnesi.
Fékk fullt af jólagjöfum og er ég bara nokkuð sáttur. Núna þarf ég að fara að lesa undir helvítis prófið, en það verður þann 5. jan :-(
|