föstudagur, mars 31, 2006
|
Skrifa ummæli
Tippfundur
Tippfundur verður á Café Aroma klukkan 11.00 - ákveðið af HS. Nú verðum við að mæta aðeins fyrr þar sem sumartíminn er kominn.
    
Caffee who?
Getur þú pikkað mig upp þegar þú ferð á fundinn Smjörhleifur?
22:23   Blogger Joi 

bíllinn minn (Matthews) er á veðurstofunni þar sem ég var að drekka bjór í kvöld. Hef samband í fyrramálið.
23:22   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Spamalot
Keypti mérþennan disk í Englandi. Þetta er sönglaikur sem sýndur var á Broadway í fyrra og er saminn upp úr Holy Grail. Eric Idle samdi þetta, en Monty Python kemur ekkert nálægt leiknum. Aðalleikarinn er Tim Curry og Hank Azaria var þarna líka. Textarnir eru í mjög hjöllískum anda eins og þessi hér (sungið eins og Andrew Lloyd Weber hefði samið þetta og gæti alveg sómað sér vel í söngleiknum Cats):

The Song that Goes Like This

Once in every show
There comes a song like this
It starts off soft and low
And ends up with a kiss
Oh where is the song that goes like this
Where is it?
Where?
Where?

A sentimental song
If it casts a magic spell
They only hum along
We'll over-act like Hell
Oh, this is the song that goes like this

Yes it is
Yes it is
Yes it is
Yes it is

Now we can go straight into the middle eight
A bridge that is too far for me
I'll sing it in your face
While we both embrace
And then we change the key

Now we're into E
Hm, that's awfully high for me
But everyone can see
We should have stayed in D
For this is our song that goes like this

I'm feeling very proud
You're singing far too loud
That's the way that this song goes
You're standing on my toes
Singing our song that goes like this

I can't believe there's more
It's far too long im sure
That's the trouble with this song
It goes on and on and on
For this is our song that is too long

Jesus Christ God Damnit!

When we've taken this too long
You'll wish that you weren't born
Let's stop this damn refrain
Before we go insane

The song always ends like this
    
fimmtudagur, mars 30, 2006
|
Skrifa ummæli
Buzz
Helvíti væri gaman að taka eitt kvöld með bjór og spila Buzz Big Quiz leikinn. Ég hef prófað þennan music quiz og þetta er magnaður leikur - reyndar of mikið af R&B tónlistarspurningum (og einn mótleikarinn alltof góður).
    
I´m in....
22:33   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
HM-hornið
Fyrirhugað er að koma upp HM-horni í sumar. Endanleg staðsetning er ekki ákveðin, en líklegast verður það heima hjá mér eða Jóa. Til þess að þetta sé hægt þá verða allir að taka höndum saman, því mánaðaráskriftin í Júní hækkar upp úr öllu valdi og er að mig minnir (að Jói hafi sagt) 14000 kr. Nú hafa 4 lýst yfir áhuga, en það eru: ég, Jói, Mad Dog og Gubbi. Væri gaman ef hægt væri að fá 2 til viðbótar, en þá yrði mánaðaráskriftin fyrir HM-hornið komin niður í 2300 kr, sem er svona ásættanlegt verð.
    
Árni verður með líka!
14:21   Blogger Joi 
miðvikudagur, mars 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Pökkun
Við byrjuðum í kvöld að pakka niður því núna er bara mánuður þangað til við fáum Leifsgötuna. Þetta verður töluvert verk enda eigum við orðið mikið af bókum og allskonar smádóti og við erum að pæla í að flokka vel þegar við pökkum og henda slatta af drasli.
    
Já þið eigið örugglega eftir að henda slatta, ég átti nú ekki mikið, fór samt á annan tug ferða út í sorpu (enda safnaðist líka upp drasl þegar maður var að þrífa og svoleiðis)
Ég held að það væri einfaldast fyrir ykkur að losa ykkur bara við allt nema sjónvarpið, tölvurnar og ísskápinn og setja svo bara pullur á gólfið og hafa þetta svona í japönskum stíl og henda restinni. Þurfið ekkert að eiga bækur þetta er allt á netinu.
14:14   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Dauði tippklúbbs
Við Árni ræddum aðeins um það á síðasta fundi í tippklúbbnum að við vildum stokka þetta aðeins upp því þetta er orðið leiðigjarnt að tippa á t.d. 10 leiki úr fyrstu deild og það vantar smá spennu í þetta að okkar máli, en Pálmi var ekki sammála.

Ég segi fyrir mitt leiti að þetta er eiginlega ekkert spennandi og ég eiginlega hættur að hafa gaman af þessum seðlum sem við erum að taka. Þetta sýnir sig kannski í slæmri mætingu félagsmanna síðasta hálfa árið eða svo og mér finnst þetta vera að deyja út. Þetta átti líka að vera svona félagsskapur og menn að hafa gaman af þessu en það hefur ekki verið mikið tóm fyrir að setjast og fá sér kaffi og spjalla því menn eru oft að flýta sér eða mæta ekki.

Ég mæli því með að við stokkum þetta upp og hérna eru nokkrar hugmyndir hvernig við getum gert það:
1. Skipta í tvö lið og keppa innbyrðist, þ.e. hvort lið gerir sinn seðilinn.
2. Hætta með 1x2 og fara frekar í lengjuna (hjá betfare eða einhverju slíku) og taka nokkra leiki í hverri viku. Þetta myndir gefa þessu soldið nýja vídd því við yrðum að pæla í leikjum sem eru framundan og velja leiki. Það mætti þá t.d. hugsa sér að við myndum kannski taka 5-6 leiki og þá gæti maður jafnvel horft á flesta af þeim til að auka spennuna í þessu.
3. Veðja bara á ákveðna leiki með betfare.
4. Hætta þessu bara.

Ég veit að einhverjir verða ekki sáttir við þennan póst og mótmæla þessu og segja að þetta sé bara gott eins og þetta er (sennilega finnst einhverjum það) en ég hef bara ekki gaman af þessum seðlum sem við erum að taka, ég veit t.d. ekkert um lið eins og Sheff.Wed - Burnley sem eru á næsta seðli og hef bara ekki áhuga á að kafa svona djúpt í þetta að ég viti eitthvað um neðri deildir í Englandi.
    
Já margt til í þessu hjá honum Jóhanni, mér finnst við yfirleitt hittast og þurfum oft að keyra í gegnum seðil hratt vegna tímaleysis. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst félagsskapurinn sem ég hef áhuga á, þó ég sé mikill áhugamaður um fóbó og tipp. Ég er alveg sammála því að við ættum að stokka aðeins upp í þessu, kannski væri sniðugt að ræða þetta nánar á næsta fundi þar sem flestir eru nú á landinu í þetta sinn.
Þessar hugmyndir Jóhanns er fínar, þær hafa sína kosti og sína galla það er alveg klárt mál, enda hefur núverandi kerfi það líka. Ég vil alls ekki loka á núverandi kerfi en ég vil samt að við endurskoðum þetta aðeins til að ná meiri spennu og áhuga, því þar er alveg rétt sem Jói segir að svo virðist sem mæting hefur dottið eitthvað niður undanfarna mánuði, hver svo sem ástæðan er (ég veit að ég hafði nokkuð góðar ástæður sjálfur í flest skipti).
Spurning að við ræðum þetta aðeins á næsta fundi og allir gefi sér smá tíma í þann fund.
11:45   Blogger Árni Hr. 

Önnur hugmynd væri kannski að taka sjaldnar og einbeita okkur þá að Meistaradeildinni, EM eða HM leikjum o.s.frv. þegar meira spennandi viðureignir en Colchester-Swindon eru á seðlunum, og spila þá með hærri upphæðir því þá verður meiri uppsöfnun? Hætta við þetta er reyndar að þá dettur þetta kannski bara uppfyrir þegar það þarf að skipuleggja fundina með óreglulegu millibili því menn eru jú misduglegir að skipuleggja eitthvað svona ;-)

Ég segi fyrir mitt leiti að ég nenni þessu ekki ef við stokkum þetta ekki upp, þ.e. að ef þetta verður nákvæmlega sama kerfi næsta vetur er alveg eins gott að gera bara eitthvað annað, eins og t.d. að hittast og horfa á leiki og fá sér einn öl eða sitja á kaffihúsi og semja ljóð eða .......
11:49   Blogger Joi 

Ég er reyndar ósammála því að hafa þetta sjaldnar, kosturinn við að hafa þetta vikulega er sá að það koma vikur sem maður kemst ekki og þá er leiðinlegt ef það líða margar vikur á milli þess að maður mæti. Frekar að hafa þetta vikulega en reyna að endurskoða fyrirkomulagið eitthvað.
Hvað segja aðrir tipparar um þetta mál.
11:52   Blogger Árni Hr. 

Já, þegar menn drífa seðilinn bara í gegn og fara síðan strax þá er tilgangurinn með klúbbnum kannski farinn, þ.e. að hittast og spjalla. Ég gæti alveg séð fyrir mér að við gætum tekið 1-1.5 klst í þetta og tipp væri bara hluti af þessu og jafnvel horft á hádegisleikinn öðru hvoru, t.d. Liverfools-Everton um síðustu helgi. Auðvitað er þetta ekki alltaf hægt, þar sem menn þurfa öðru hvoru að drífa sig, en svona inni á milli ætti þetta að vera hægt.
12:00   Blogger Joi 

Já ég er sammála þessu, auðvitað kemur það fyrir að maður hefur komið og viljað keyra seðilinn í gegn þar sem maður vill vera hluti af tippinu og það er alveg eðlilegt, en við erum yfirleitt á það mikilli hraðferð að maður er að borða og tippa í leiðinni (ég borða ávallt hádegismat og morgunmat á þessum fundum). En auðvitað er þetta ekki alltaf hægt, en í ljósi þess að við hittumst nánast bara á þessum dögum þá er nú allt í lagi að eyða smá tíma í þetta.
12:03   Blogger Árni Hr. 

Eitthvað rámar mig í það að við höfum verið með svipaðan leik í gangi þegar ég var á Króknum, en þá ákváðum við bara hvað hver og einn mátti eyða miklu í lengjuseðil og sá sem vann mest (eða tapaði minnstu) yfir mánuðinn stóð uppi sem sigurveigari þann mánuðuinn og svo tókum við líka út heildartöluna yfir önnina/veturinn.

Held ég að það væri ekkert svo galið að halda forminu sem við höfum nú þegar en minnka e.t.v. upphæðina sem við setjum í 1x2 og setja jafnvel helminginn í lengjuna og keppa innbyrðis í henni bara svona til hafa einhverja keppni í gangi þar sem að alltaf einhver okkar vinnur.

Við myndum leggja í púkk eða eitthvað slíkt svo að menn hefðu að einhverju að keppa og sigurveigarinn ynni þó alltaf eitthvað smá þó að hann tapaði í lengjunni.

Minnir að þetta hafi verið hluti af 7þrautarmótaröðinni fonrfrægu.
13:25   Blogger Hjörleifur 

Mér heyrist Pálmi og Hjölli vilja halda í þetta form, þ.e. 1x2 og finnst greinilega sumum þetta skemmtilegra en mér. Spurning hvort ég taki mér bara frí frá þessum klúbbi og komi bara síðar inn ef áhuginn glæðist - ég hef a.m.k. ekki gaman af því að pæla í leikjum í 1. deild þó aðrir hafi gaman af því og ekkert í því að gera.
14:21   Blogger Joi 

Ætli vandamálið sé ekki það að Pálmi o.flr. líta bara á þetta sem hóp sem lemur saman 1x2 seðli og búið en ég og aðrir sem meiri svona félagsskap til að hittast.

Ég er að vera uppiskroppa með sögur úr boltanum á milli þess sem Pálmi og Árni rúnka sér yfir því hverjir séu meiddir hjá Schrewsburry og hvaða stjóri tók við Colchester ... ég veit yfirleitt ekki einu sinni í hvaða deildum umrædd lið eru í, hvað þá meira. ;-)
14:42   Blogger Joi 

Ég get svo sem verið sammála því að til að mynda síðasti seðill var bara með 4 eða 5 úrvalsdeildarleikjum á og rest var 1 deild. Við erum ekkert að skoða þá deild sérstaklega vel og það á við alla myndi ég halda. Mér finnst í góðu lagi að við skoðum nýtt skipulag á þessu, eitthvað sem allir eru sáttir við, ef einhver einn dettur út þá finnst mér að við ættum að endurskoða þetta frekar en að það verði upplausn á hópnum.
14:58   Blogger Árni Hr. 

Af hverju heldur þú að maður nenni ekki að einbeita sér að seðlinum? Er það ekki útaf því að fyrirkomulagið er ekki nægilega spennandi?

Það er nú meira að segja það að undirbúa sig meira ef maður hefur bara engan áhuga á neðri deildunum, ég sé t.d. mig og Sigga ekki fara að gera það - það eina sem við tveir höfum lagt fram á þessum fundum undanfarið er að ég segi knattspyrnusögur og Siggi segir að Stoke sé djók ;-) Ég veit reyndar ekki hvar Siggi stendur í þessu máli en þið vitið sennilega hvar ég stend í því.

Ég er ekkert að pæla í árangri okkar í þessu, hvorki á úrvals- eða 1. deildinni, ég er bara að tala um að gera þetta allt skemmtilegra og lífga upp á deyjandi klúbb.
15:05   Blogger Joi 

Ég myndi nú vilja sjá þá tölfræði sem bakkar þetta upp hjá þér PP. Á síðasta seðli voru prem leikirnir nokkuð auðveldir en 1 deildar leikirnir voru ansi snúnir og hefur það marg oft komið upp á fundinum að allt geti gerst osfrv. Ég er alveg sammála því að gaman er að ræða um þetta en upplýsingar fyrir þessa leiki eru ekki á hverju strái eins og fyrir prem leikina, þú finnur ekki mikið scúbb um Burnley eða Coventry osfrv., við styðum ansi oft við síðustu 6 leiki og látum það duga. Já við getum undirbúið okkur betur en er það ekki málið, menn hafa ekki nægilega mikinn áhuga á þessum leikjum til að undirbúa sig betur. Ég tel mig nú lesa ansi mikið um þetta almennt, en ég fer nú sjaldnast og les á heimasíður Stoke osfrv. Ég er ekki að segja að þetta alslæmt en þetta gæti orðið mun betra. Ég held nefnilega að þú ert einmitt að benda á gallana í þessu - menn eru ekki að einbeita sér að seðlinum að því að þeim er kannski alveg sama hvort watfor eða wolves vinnur leikinn - skellum bara 40-30-30 á leikinnn og látum það gott heita.
15:06   Blogger Árni Hr. 

Mér sýnist að þetta snúist allt saman mest megnis um undirbúning fyrir laugardagsfundina, hversu áhugasamir eða ekki menn eru um 1. deildina. Við settum jú þá reglu einhverntíman að menn ættu einn 1. deildarleik og kynntu sér hann til að við þyrftum ekki allir að gera það því það væri svo leiðinlegt, en þetta hefur bara verið það leiðinlegt að menn hafa ekki einu sinni getað kynnt sér sinn eina leik. Við erum farnir að nota bara einhverja stuðla út í bæ til að tippa fyrir okkur á þessa leiki og því skipta þessir fundir eiginlega engu máli hvað seðilinn varðar og getum væntanlega bara alveg notað tölvuna til að gera þetta fyrir okkur og stofnað bara einhvern saumaklúbb sem hittist á laugardögum og drekkur kaffi, eða þá að við látum tölvuna tippa fyrir okkur og setjum svo saman okkar eigin seðla og hittumst svo þegar leikirnir eru og keppumst um það hver sé bestur. Held að við séum flestir heima hver í sínu skoti að fylgjast með leikjunum hvort eð er og því væri nú upplagt að reyna að hittast kannski frekar yfir leikjunum eins og við gerðum meira af áður fyrr frekar en að hittast bara fyrir leik.
17:03   Blogger Hjörleifur 

Já hvernig væri það að hittast endrum eins yfir einum og einum leik, hægt að fá sér kaffi, pizzu eða bjór eftir því hvað menn eru spenntastir fyrir.

Amk verður þetta hitafundur á laugardag - svo þarf að hafa árshátíðina eða aðalfundinn á næstunni.
17:14   Blogger Árni Hr. 

Ég held að það væri sniðugt.
17:18   Blogger Joi 

Svo er spurning um að þróa þetta bara eins og ég, Einar Valur og Ágúst gerðum, en við vorum með Lengjuklúbbinn Lengjubræður og hittumst alltaf eftir vinnu á föstudögum og tippuðum á lengjuna og drukkum smá bjór, þar til að undir vorið þá slepptum við bara lengjunni og drukkum meiri bjór og kom það miklu betur út.
17:22   Blogger Hjörleifur 

Hjörleifur er vitur maður!
17:29   Blogger Joi 

Finnst þér hugmyndir um breytingar á klúbbnum og að hittast meira yfir leikjum það að leggja hann niður?
21:45   Blogger Joi 

Mér líst stórvel á hugmyndir Sigga, þ.e. ef við hættum með þennan seðil og förum aðrar leiðir og tökum stóran laugardag einu sinni í mánuði.

Eru menn hættir að hafa áhuga á föstudagskvöldsfundunum sem áttu að vera annan hvern mánuð? Hvernig gengur árshátíðarnefnd að berja saman árshátíð?
21:40   Blogger Joi 
mánudagur, mars 27, 2006
|
Skrifa ummæli
Gatwick
Er nuna ad bida eftir flugvelinni minni, en eg flyg med British Airways heim og lendi kl. 09:45. Gisti a Premium Travel Inn, en thad hotel er alveg vid Gatwick og getur madur bara labbad a flugvollinn fra hotelinu. Nuna er 1 minuta eftir af internettimanum minum svo eg held ad eg lati thetta gott heita i bili. Eg reikna med ad maeta i tennis i kvold, hvernig er med adra?
    
ég skrifaði þetta semsagt á Gatwick, en tíminn rann út á tölvunni sem ég var að nota (frekar glatað netsamband) svo að þetta upplódaðist ekkert á vefinn, svo í dag sá ég að þetta hafði vistast í blogginu og puplishaði ég þetta því bara aftur og þá kom allt í lag.
17:46   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, mars 25, 2006
|
Skrifa ummæli
Kínamúrinn

Við fórum í dagsferð frá Peking til að labba slatta leið eftir Kínamúrnum á svæði þar sem ferðamenn koma ekki mjög mikið til. Þar rákumst við á þessi merkilegu skilaboð.
    
Alltaf gaman af skritnum skiltum
05:25   Blogger Hjörleifur 
föstudagur, mars 24, 2006
|
Skrifa ummæli
World Talk Radio: Photo Talk Radio
Ég rakst á þennan vikulega útvarpsþátt um ljósmyndun. Hann er á dagskrá á laugardögum (kl. 16 á Íslenskum tíma) en hægt er að hlusta á eldri þætti. Ég hlustaði t.d. áðan á nýjasta þáttinn og þar er viðtal við Karl Grobl sem er þekktur ljósmyndari sem ferðast út um allan heim og tekur myndir af fólki og atburðum. Gott stöff: Check it bitz!
    
|
Skrifa ummæli
Sharm el Sheikh - nokkrar myndir í viðbót.
Vann aðeins úr nokkrum myndum sem ég hef hér, en þessar dökkur eru teknar í næturköfun og notaði ég aðeins ljósið sem ég var með, en ekki flass. Ég er enn bara að feta mín fyrstu spor í neðansjávarmyndatöku, en ég fer til Grikklands í vor og þá mun ég taka fleiri myndir í efstu metrunum, en þar er ljósið meira og betra, þ.a. litirnir verða betri. Í þessari ferð var ég oft á um 20 m dýpi þar sem að ljós til myndatöku er ekki sem best og verða myndirnar því oft bláleitari fyrir vikið. En hér eru semsagt nokkrar í viðbót. Ég vil einnig benda á það að einn úr ferðinni lagðist óvart á ígulker eins og það sem sýnt er hér og fékk að mig minnir 26 stungur og allar eitraðar og brotnuðu broddarnir inn í löppinni á honum og var þetta frekar vont að mér skilst og ekki mælt með því að gera þetta. Þetta var einmitt í næturköfun og sá hann ekki ígulkerið enda eru þau svört. Á daginn skríða þau inn í holur og standa þá broddarnir bara út úr holunum.









    
Flottar myndir - þú ættir kannski bara að fara að sérhæfa þig í þessu.
18:50   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mongólía - Tjaldbúðir

Paradís?


Partý í tjaldinu hjá fararstjórunum. Við byrjuðum á því að horfa á sólarlagið og Paul fararstjóri sagði að þetta væri fallegasta sjón í heimi og lýsti litunum áður en þeir breyttust og það stóðst allt sem hann sagði. Síðan var farið inn í tjald og drukkið fram eftir nóttu.


Við fórum í heimsókn hjá þessu fólki sem við fundum eftir langa göngu á sléttunum og þau gáfu okkur þessar kleinur (eða hvað þetta er) sem er á borðinu.

Þegar við Sonja fórum á Síberíulestinni frá Moskvu til Peking síðasta sumar þá fórum við í gegnum Mongólíu. Við vorum 2 eða 3 daga í tjaldbúðum á sléttunum fyrir utan Ulaan Baatar. Það var mjög skemmtileg lífsreynsla að vera þarna útá sléttunum með þennan ótrúlega bláa himinn fyrir ofan sig og endalausar slétturnar undir fótunum. Við gistum í svona tjaldi sem kallast Gert og búa ansi margir Mongólar í svona tjöldum og þá kannski aðallega bændur en einnig fólk í Ulaan Baatar sem er höfuðborgin og ætla ég að ræða um hana í næsta ferðapistli (það er um 60% atvinnuleysi í henni sem mér finnst ansi magnað).
Næturnar á þessum tíma eru mjög kaldar og því var ofninn í miðju tjaldinu kynntur seinnipartinn og þá varð tjaldið alveg ótrúlega heitt, eiginlega alltof heitt og síðan kólnaði inni í tjaldinu jafnt og þétt fram undir morgun.
Það sem maður gerði sér til dægrastyttingar þarna á svæðinu var að fá sér göngutúr eitthvað út í buskann og jafnvel heilsa upp á bændur. Maður getur gengið að því vísu að þegar maður labbar upp að tjaldi einhverstaðar úti á sléttunum er að fólkið tekur á móti manni og býður manni inn í tjaldið og gefur manni að borða. Það talar náttúrlega ekki ensku þannig að maður tjáir sig bara með því að benda og gefa merki og þetta er ansi merkileg lífsreynsla. Magnað að fá að sjá hvernig fólkið lifir úti á sléttunum og fá að smakka matinn þeirra án þess að það sé að reyna að taka manni pening eða eitthvað slíkt eins og er í mörgum löndum.
Í búðunum sem við vorum í var hægt að fara í útreiðatúra og bogakast og síðan var bara málið að slappa af þarna.

Paul sagði okkur frá ferð sem ferðaskrifstofan sem hann vinnur hjá er með þarna í Mongolíu sem er mjög öðruvísi: Þessi ferð er í 3 vikur og það fer einn fararstjóri með frá ferðaskrifstofunni (Paul var reyndar hættur sjálfur með ferðirnar sjálfur) og síðan tveir bílstjórar. Farið er á tveimur jeppum og er hámark um 8-12 manns í ferðina ef ég man rétt. Farið er í gegnum Gobi eyðimörkina og sér maður varla annað en sand alla ferðina en einstaka hirðingjar með tjöldin sín verða á leiðinni. Það verða allir að hjálpast að í þessari ferð, skipta um dekk þegar springur, elda, vaska upp, reisa tjöld á kvöldin o.s.frv. Eftir ferðina eru menn oft gjörsamlega breyttir menn eftir þessa miklu reynslu því þetta tekur mikið á og eins þekkist hópurinn eins og systkin eftir þessa nálægð í allan þennan tíma. Paul sagði einmitt að það kannski hljómar ekki spennandi að keyra í gegnum eyðimörk í 3 vikur en þetta er reynsla sem er ansi mögnuð og hann mælti með þessari ferð fyrir þá sem vilja eitthvað öðruvísi. Spurning hvort tippklúbburinn skelli sér í ferðina?

Jæja, læt þetta duga í bili.
    
Held eg skelli mer frekar bara a Eurovision :-)
05:27   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, mars 23, 2006
|
Skrifa ummæli
Morgan Kane
check it!
    
|
Skrifa ummæli
Yfirlýsing
Sigurður hefur verið latur að mæta á tippfundi undanfarið og þurfti ég að skamma hann eins og lítinn skólastrák. Hann iðraðist og hefur sent frá sér þessa yfirlýsingu sem hann ætlar að lesa upp fyrir meðlimi á næsta tippfundi:

Yfirlýsing: Ég Sigurður Óli Gestsson biðst hér með afsökunar á slælegtir mætingu á tippfundi síðastliðinn misseri.. Fyrir því liggja fjölmargar ástæður sem ekki verða tíundaðar hér, þó vissulega hafi hræðsla við breytta fas og framkomu Jóhanns einhver áhrif á mætinguna. Ég hef tekið mig taki og mun mæta núna.

23. mars 2006

Sigurður Óli Gestsson
    
Hann Sigurður hefur nú reyndar mætt síðustu 2 skipti á tippfund og útskýrði hann vel hví hann hefði ekki mætt - eða amk nokkuð vel, nokkrar gloppur þó þarna inni - ég bíð spenntur eftir næsta tippfundi.
13:32   Blogger Árni Hr. 

Verður næsti fundur átakafundur?
13:33   Blogger Joi 

Það þarf amk að ræða málin nokkuð alvarlega heyrist mér - spurning hvort PP mæti með heyrnahlífar á börnin svo þau heyri ekki öll þessi fúkyrði, þar sem dætur PP eru nú sennilega með næst bestu mætingu á þessa fundi, þ.e. á eftir PP :)
13:34   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Kvef
Nú er Pálmfróður kvefaður hérna við hliðina á mér en hann er skrítinn að því leiti að hann getur ekki snýtt sér, segir að það geri ekkert gagn og er því með fullt af klósettpappír (sem hann vefur oft í mjóar ræmur) sem hann treður upp í nefið til að taka horið - frekar ógeðslegt en maður fer nú að venjast þessu ;-)
    
Þá er bara að rúlla fleiri horpotsrúllur og troða þeim lengra upp í nefið.
10:05   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Kaffi og með'í
Ég skellti mér á Espresso námskeið hjá Te & Kaffi sem var mjög fróðlegt og gott. Fyrst labbaði Njáll (Íslandsmeistari í kaffigerð 2004) með okkur um verksmiðjuna og sýndi okkur hvernig brennslan og annað fer fram og síðan var smá glærusýning sem kenndi okkur grunnatriðin í þessum fræðum. Eftir það sýndi hann okkur á einni vélinni réttu handtökin við að gera kaffi og flóa mjólk í kaffidrykki. Eftir það prófuðum við sjálf á okkar vélum og hann gekk á milli og fylgdist með og sýndi okkur á okkar vélum hvernig á að fara að. Það voru 8 manns á þessu námskeiði (þar með 1 par sem voru saman með vél) og verð ég að segja að þetta var bara ansi skemmtilegt og fróðlegt.
Hann mælti sterklega með þessari kaffikvörn sem myndin er af en hún fæst hjá Ormsson og er víst mun betri en kvörnin sem Te & Kaffi eru að selja samkvæmt honum og gáfu þeir t.d. starfsmanni í fyrirtækinu þessa í afmælisgjöf en ekki vélina sem þau eru sjálf að selja.

Ég fékk tölvupóst í gær og ég beðinn um að taka þátt í þessu litla verkefni og þáði ég það enda nokkuð sniðugt að mínu mati. Málið er að frumkvöðullinn að þessu tekur eina mynd á filmuvél með 36 mynda filmu og sendir þetta síðan á næsta mann í keðjunni og hann gerir það sama og sendir hana áfram. Þannig taka 36 einstaklingar um allan heim eina mynd og gert verður gallerí með þessum myndum og verður gaman að sjá útkomuna úr því.

Í dag fer ég á æfingu í Dómkirkjunni hjá Burkna og Unni en þau eru að fara að gifta sig og ég og Sonja höfum tekið að okkur að taka myndir fyrir þau. Ég ætla aðeins að spjalla við prestinn og taka nokkrar "demó" myndir eins og maður segir í bransanum ;-)

Við Sonja erum búin að vera að pæla í borðstofuborði í aðra stofuna hjá okkur á Leifsgötunni (erum með tvær samliggjandi stofur) og er pælingin hjá okkur að hafa minni stofuna sem meira svona vinnuherbergi með bókahillum, stóru borði í miðjunni með tölvunni og þar sem maður les blöðin o.s.frv. Þegar einhver kemur í mat getur maður síðan tekið tölvubúxið af borðinu og notað það sem borðstofuborð. Við höfum verið að pæla í borðum og okkur var boðinn 50% afsláttur á tveimur borðum sem báðar eru með rauf í miðjunni fyrir snúrur, annað hjá Pennanum og hitt í búð í Garðabæ. Við vorum ekki 100% ánægð með þessi borð þannig að við erum búin að taka ákvörðun um að fá okkur bara límtrés plötu hjá Byko eða Húsa og búa sjálf til rauf og lakka eins og við viljum hafa hana og setja hana síðan á fætur, t.d. fæturnar á skrifborðinu sem við notum í dag og eru úr stáli og ansi massívar.

Ég fékk pósta frá bæði BYKO og Húsa í gær með viðskiptakortum sem veita mér 10% afslátt hjá þeim og allskonar aukaafslátt á ýmsum vörum eins og t.d. 50% á gardínum o.flr. BYKO gefur okkur síðan ljós og tvo lykla og Húsa gefur okkur reykskynjara. Ég er nokkuð ánægður með hvað markaðsdeildirnar eru sniðugar hjá þeim að fylgjast svona með hverjir eru að kaupa og slíkt - ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvernig þeir fengu þessar upplýsingar, sennilega þinglýsingunni á sölusamningnum eða eitthvað slíkt.

Ég kvartaði við Persónuvernd og síðan Öryggismiðstöðina um myndavélavesenið í Smáralind fyrir einhverju síðan og baðst Öryggismiðstöðin svona hálfvegis afsökunar á því að starfsmaður hafi gengið heldur röggsamlega fram í þessu og sögðu að mér hafi verið í sjálfval sett hvort ég gæfi upp nafn og kennitölu sem ég er reyndar ekki sammála að hafi verið val í þessu tilviki. Ég er að gæla við að senda Persónuvernd formlega kvörtun en ég held að ég græði í raun ekkert á því.
    
Magnað blogg - mættu fleiri taka þetta sér til fyrirmyndar.
13:31   Blogger Árni Hr. 

Einni gallinn við þetta litla myndaverkefni sem Jóhann ákvað að vera með í er sá að þetta er filmuvél - ég veit ekki hvernig hann ætlar að klóra sig fram úr þeirri tækni ;)
14:13   Anonymous Nafnlaus 

Ja, þegar menn eru með jafn mikla meðfædda hæfileika í þessu og ég og einnig listrænt innsæi þá hlýt ég nú að geta búið til ódauðleg meistaraverk óháð verkfærum.
14:21   Blogger Joi 

Þú tekur náttúrulega nokkrar myndir fyrst með digital myndavélinni áður og skoðar útkomuna og styllir svo filmuvélina eftir því og smellir svo af og málið er dautt.
17:58   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, mars 21, 2006
|
Skrifa ummæli
Íbúð
Búin að selja íbúðina: 18,8 kúlur
    
Til hamingju með þetta - þetta er væntanlega smá gróði sem er í gangi hér :)
hvenær missir þú íbúðina þá
18:02   Blogger Árni Hr. 

Ja, gróði og ekki gróði - við keyptum náttúrlega aðra íbúð og "gróðinn" fer í hana. Eina sem maður græddi í raun á var að kaupa íbúð á réttum tíma vs. að kaupa þegar verðið var (eða er) sem hæst.
21:04   Blogger Joi 

Amk muntu þá eignast stærri hlut í næstu íbúð í staðinn fyrir að vera með hana alla á lánum - síðan þú keyptir íbúðina þá hefur markaðurinn heldur betur tekið við sér, síðustu 5 ár hafa svona íbúðir hækkað í verðgildi um amk 1 milljón per ár, jafnvel meira í sumum tilfellum.
Its all good
14:13   Blogger Árni Hr. 

Það er alveg rétt.
Ég keypti íbúðina fyrir 6 og hálfu ári síðan og hún er búin að hækka um rúmlega 1,5 millu á ári. Síðan þarf maður að borga söluþóknun þegar maður selur og lánin eru náttúrlega verðtryggð og hafa hækkað líka.
14:25   Blogger Joi 

Já til hamingju með að vera búinn að selja. Hvenær flyturðu svo inn á Leifsgötuna?
17:21   Blogger Hjörleifur 

Er það satt að Jóhann sé á leið til Kjalarnes - sögur segja að hann sé að flytjast þangað tímabundið.
18:29   Blogger Árni Hr. 

Við fáum Leifsgötuna í síðasta lagi 1. maí en ég efast um að það verði fyrr. Við þurfum að skila þessari af okkur í síðasta lagi 1. maí þannig að ef við fáum hina ekki fyrr þurfum við væntanlega bara að flytja t.d. upp á Kjalarnes í 2-4 vikur og henda dótinu í geymslu.
22:30   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Sharm el Sheikh

Er kominn aftur til Englands eftir viku í Rauða Hafinu (eða Red Sea, eins og það heitir á frummálinu). Var um borð í mjög flottum bát sem heitir Cyclone og var valin "livaboard" bátur ársins árið 2003. Við vorum vaklin kl. 6 hvern morgun og tekin ein köfun fyrir morgunkaffi. Eftir morgunkaffið var svo tekin önnur köfun og svo var snæddur hádegismatur. Eftir hádegismatinn var svo önnur köfun og svo var alltaf ein næturköfun í lokin, annað hvort fyrir eða eftir kvöldmatinn, eftir því hvernig stóð á. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir frá síðustu köfunninni, en flestar myndirnar mínar eru á tölvunni hans Sigvalda og því fáiði ekkert að sjá neitt mikið meira fyrr en ég kem heim frá Englandi. Þessar myndir eru allar teknar rétt utan við Sharm el Sheikh.

    
Já, ég trúi því að þetta hafi verið stórkostlegt ævintýri.
Ég sé að Guðmundur Geir hefur verið í sömu ferð og tekið nokkrar fínar myndir: Check it!
Hann var að fara í annað skiptið og ég held ég skelli mér bara með þér þegar þú ferð aftur eftir nokkur ár.

Þarna er á einni myndinni einhverj spjátrungur að kafa og spurning hvort það sé Hjölli?
Hvenær kemur annars foringinn heim?
22:31   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Morri
Hef verið að hlusta á nýju Morrissey plötuna undanfarið og er hún bara nokkuð góð. Hef ekki tekið hana 100% í sátt ennþá en það eru mjög góð lög þarna eins og hið angurværa "Dear God, please help me". Þegar maður pælir í textanum þá spyr maður sig hvort hann sé um samkynhneigð, spurning hvort sérlegur ráðgjafi Slembara um Samkynhneigð svari því? Hvað er annars að frétta af honum - er hann kominn úr kafi úr Rauða Hafinu?

Dear God, please help me
"I am walking through Rome
With my heart on a string
Dear God, please help me

And I am so very tired
Of doing the right thing
Dear God, please help me

There are explosive kegs
Between my legs
Dear God, please help me

Will you follow and know
Know me more than you do
Track me down
And try to win me?

Then he motions to me
With his hand on my knee
Dear God, did this kind of thing happen to you?

Now I'm spreading your legs
With mine in-between
Dear God, if I could I would help you

And now I am walking through Rome
And there is no room to move
But the heart feels free"
    
föstudagur, mars 17, 2006
|
Skrifa ummæli
VÍSIR.IS » Forsíða
Merkilegt að þegar dollarinn lækkaði úr 110 kr. niður í 59 kr. þá lækkaði bensínverð nánast ekkert en núna þarf að hækka það þegar hann hækkar um nokkrar krónur.

Úr mbl:
Stóru olíufélögin og flest dótturfélaga þeirra hækkuðu bensínverð í gær og er algengt verð á sjálfsafgreiðslustöðvum tæpar 115 krónur. Orkan og Atlantsolía hækkuðu ekki og er lítrinn þar um það bil þremur krónum ódýrari. Hækkunin er meðal annars rakin til þess að krónan hefur lækkað og dollarinn hækkað á móti, en olíuvörur eru keyptar í dollurum.
    
Er það Bush að kenna, haldiði?
En bíómiðar, því lækka þeir ekki?
Svik og prettir!
14:58   Anonymous Nafnlaus 
miðvikudagur, mars 15, 2006
|
Skrifa ummæli
Kárahnjúkar - myndir

Jæja, einn hluti af ferðalaginu okkar á síðustu helgi er kominn inn á SmugMugið og eru það myndir frá Kárahnjúkum. Best er að skoða þetta með því að smella á SlideShow uppi í hægra horninu og þegar það byrjar og myndirnar birtast er ágæt að haka við valbox hægra megin við Caption efst til þess að sjá textann með myndunum (eða ýta á takkann "c" en hann gerir sama gagn). Kárahnjúkar
    
Fólk velur bara þá stillingu sem það vill nota, ég er ekki að banna neinum að nota journal stillinguna sem þér þykir greinilega best.
12:50   Blogger Joi 

Ég ákvað að fara þangað til að skoða svæðið og taka myndir.

Ja, ég veit ekki hvort hver sem er geti farið, hugsa að þeir sem eru búnir að skrá sig á mótmælalista við framkvæmdina séu ekkert alltof velkomnir án þess að vita nokkuð um það. Ég talaði við stjórnendur hjá LV og kynnti ákveðið ljósmyndaverkefni sem ég er að vinna að og þeir tóku vel í það og þessvegna hafði ég kost á þessu. Við vorum líka heppin að fá Unnar því hann er ekki vanur að fylgja fólki um svæðið og hann fór með okkur á staði sem eru kannski ekki í alfaraleið fyrir gesti.

Unnar er að ég held sviðsstjóri yfir deild sem sér um steypuathuganir. Held að hann sé ekki með mikið af verkamönnum sem hann þarf að stjórna þannig að ég held að við höfum ekki tafið framkvæmdirnar neitt að ráði.
15:14   Blogger Joi 

Þetta eru mjög skemmtilegar og flottar myndir og sýna sjónarhorn á þetta samfélag sem fæstir fá að sjá. Þótti þetta mjög áhugavert. En afhverju er Pétur Jóhann Sigfússon á bannernum hjá ykkur? :D
17:28   Anonymous Nafnlaus 

Takk, takk - ég fór aðeins aftur í gegnum þetta og henti út rúmlega 40 myndum sem voru annaðhvort endurtekningar eða máttu missa sín. Nú ættu men frekar að nenna að skoða þetta.
23:11   Blogger Joi 
þriðjudagur, mars 14, 2006
|
Skrifa ummæli
Mbl.is - Forsíða
Hvert stefnum við?
Japanar búa til vélmenni sem er ætlað að annast eldri borgara
    
Er þetta ekki bara gott mál - það virðist enginn vilja vinna við þetta, annaðhvort vegna launa eða fólki finnst þetta ekki merkileg vinna.
Fljótlega verður hægt að fá fylgdardömu robotta, alveg eins og í mynd sem ég sá um daginn
12:15   Blogger Árni Hr. 

Jú, það er alveg spurning - þegar þetta er komið verða róbótar látnir gera eitthvað annað sem við viljum ekki gera og eftir það eitthvað annað .....

Eftir svona 300 ár munum við ekki þurfa að gera neitt nema það sem okkur finnst gaman að gera og þá verður ekki gaman að gera það því maður getur gert það ótakmarkað - það er ekki gaman ef jólin væru alltaf.
12:17   Blogger Joi 

Já, verður samt ekki óþægilegt þegar maður er orðinn gamall og þráir ekkert meira en mannleg samskipti og félagsskap að það séu vélmenni sem hjálpa manni allan daginn í staðin fyrir vant starfsfólk?
12:20   Blogger Joi 

The Grundinator... ?
13:35   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Kárahnjúkar II
Jæja, við erum aðeins byrjuð að fara yfir myndirnar frá Kárahnjúkum og hérna eru nokkrar myndir valdar af nánast handahófi en ég stefni á að setja inn á SmugMug svona 150 myndir þaðan á næstu dögum.


Fyrri myndin er af verkamanni upp á stíflunni og sú seinni af Unnari verkstjóra sem fór með okkur um svæðið.


Hérna er verið að vinna við að setja steypukápu á stífluna.


Konudeildin - þessar tvær konur vinna á völturum ofaná stíflunni.


Dekkin á þessum trukkum eru um 2m há.
    
sunnudagur, mars 12, 2006
|
Skrifa ummæli
Kárahnjúkar
Við Sonja "skruppum" upp á Kárahnjúka um helgina og lögðum við af stað á fimmtudagskvöldið og vorum komin rúmlega sólarhring síðar. Við komum síðan aftur í bæinn núna seinnipartinn. Við keyrðum þetta á Subaru Impreza og var þetta alveg frábær helgi verð ég að segja.

Í Kárahnjúkum vorum við í fríu fæði og húsnæði og fengum síðan að fara með verkstjóra um vinnusvæðið við stífluna og fórum við bæði upp á stífluna, sem er orðin ansi há, og í gegnum göng neðst í hana og allt í kring. Ég held að við höfum verið ansi heppin því venjulega fá ekki nema þeir sem eru að vinna þarna að fara svona víða um svæðið og ekki nema að þeir séu að vinna akkúrat á viðkomandi svæðum. Ég verð að segja að það að sjá þetta svona með eigin augum og fara ofaní göngin og slíkt var mögnuð upplifun.

Ég ætla að setja saman ferðasögu og henda inn myndum í vikunni en hérna koma nokkrar að handahófi frá ferðinni austur.


Við Reynisfjöru.


Þessi hundur tók ástfóstri við Sonju við Reynisfjöru og elti hana út um allt. Þegar Sonja settist fór hann nánast í fangið á henni eða stóð með framlappirnar á bakinu á henni. Við vorum að gæla við að taka hann bara með okkur.


Einn flottasti sveitabær sem ég hef séð, Foss á Síðu.


Gamlir kofar.


Þessir rúllubaggar voru í röð í sandinum.


Grænn og blár.


Allskonar litir.


LU bíll.


Ég er orðinn ansi hrifinn af svona myndum, þ.e. litlir litir og snjór í fjöllum. Er að pæla í að stækka einhverja svona mynd í svona meters breidd og láta prenta hana á striga í nýju stofuna á Leifsgötunni.

Ég læt meira inn síðar og þá sérstaklega frá Kárahnjúkum.
    
flottar myndir - sérstaklega þessi fyrsta úr fjörunni...
09:42   Blogger jonas 
fimmtudagur, mars 09, 2006
|
Skrifa ummæli
England
Ég er enn í Northallerton, en í gær skruppum við Matthew í bíltúr til Redcar, þar sem ég keypti smá kafaradót sem ég þarf að hafa með mér til Egyptalands. Til að komast til Redcar þurftum við að keyra í gegnum Middlesbrough, sem ég verð bara að segja er sú allra ljótasta borg sem ég hef nokkurntíman augum litið. Í borginni eru að mér sýndist 2 kjarnorkuver auk fullt af öðrum mjög stórum verksmiðjum með háum turnum sem m.a. spúa eldi og eiturgufum út í loftið og mengunin var hreint út sagt óhugnaleg og maður fann sterkann fnyk af einhverskonar efnum bara á því að keyra í gegnum borgina. Rétt við borgarmörkin var svo ein verksmiðja, umlukin gasfnyk og hafði maður það á tilfinningunni að ef einhver kveikti á eldspítu þarna þá myndi allt loftið breytast í einn eldhnött, en umhverfið í kring var mjög dautt og vottaði ekki fyrir neinu dýralífi, heldur bara mýri og drasl. Ég var svo gáttaður á þessu að ég tók engar myndir. Miðað við andrúmsloftið þarna þá er ég frekar hissa á því að borgin eigi lið í efstu deildinni, nema að leikmennirnir búi einhverstaðar annarstaðar og komi til borgarinnar aðeins til að spila í 90 mínútur og fari svo í súrefnismeðferð strax á eftir.

En ég er líka búinn að skreppa til York (víkingaplássið), Darlington, Seaton Carew, en sá staður var eitt sinn einn af fallegustu stöðum Englands, lítið sjávarpláss með fallegri strönd, Matthew lék sér þarna sem krakki og vildi því sýna mér staðinn. En það er þetta með litla bæi út á landi að það þarf að byggja upp atvinnulíf. Og hvað er betra en stóriðja. Svo það var byggð stór verksmiðja þarna, en það virtist ekki vera nóg svo það var byggð önnur stór verksmiðja og í dag er þetta bara dapur draugabær og hættir sér enginn þar út á kvöldin af ótta við ræningja eða eitthvað þaðan af verra. Allur gamli sjarminn sem var á þessu litla sjávarplássi er gjörsamlega horfinn og það er eins og menn séu ekki einu sinni að reyna að gera bæinn fínan og er málningin t.d. flögnuð af á mörgum stöðum og þetta er allt eitthvað svo dapurlegt. Fyrir nokkrum árum bjó milljónamæringur þarna og fór hann í bíltúr með kærustunni, en þegar hann steig út úr bílnum á bílastæðinu við ströndina þá réðust á hann ræningjar og rændu honum og heimtuðu lausnargjald og veit ég í rauninni ekki hvernig þetta endaði, en semsagt í dag er þetta semsagt bara sorglegur draugabær umlukinn ljótum stórum verksmiðjum og mikilli mengun. Nákvæmlega það sem Íslendingar eru að gera núna. Byggja stórar verksmiðjur til að bjarga litlum þorpum út á landi, sem enginn vill svo búa í því það er svo stór og ljót verksmiðja við bæinn. Jæja, það þýðir ekkert að svekkja sig á svona hlutum, maður fær ekkert betri stjórn en maður kýs yfir sig.

Ætli það endi ekki þannig að þeir sem hafa efni á því flytji frá Íslandi til heitu landanna og komi svo bara heim við og við til að athuga hvort ástandið sé eitthvað betra en síðast.

Læt þetta gott heita í bili
    
Er þetta ekki bara ein hlið af teningnum Hjörleifur, fólk þarf að lifa og það gerir það ekki nema að hafa vinnu og ef enga vinnu er að hafa þá þarf stundum stóriðjur á svæðin. Það er rétt að þetta er ekki fallegt og virkar kannski ekki alltaf, en er betra að allt fólkið hefði bara flutt til stærri borga þar sem það vildi hvort sem er ekki vera. Ég held að bæjarstjórnir í svona bæjum eru að gera þetta vegna þess að fólk vill vinnu og vill vera þarna og eina leiðin er að skapa verðmæti og atvinnu - það geta ekki allir lifað af ríkinu í UK :)
15:36   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, mars 08, 2006
|
Skrifa ummæli
Helgin
Við Sonja ætlum að fara á Kárahnjúka um helgina að taka myndir. Við leggjum af stað seinnipartinn á morgun og gistum á Vík eða á því svæði næstu nótt. Við keyrum síðan að Kárahnjúkum á föstudaginn og verðum þar fram á sunnudag og keyrum þá heim sem verður ansi mikill akstur fyrir einn dag. Við höfðum samband við Landsvirkjun og munum fá að taka myndir af mönnum að vinna á svæðinu og verðum í ókeypis gistingu og fæði hjá þeim.

Ég verð semsagt ekki á tippfundi á laugardaginn.
    
Ég kemst heldur ekki á tippfund.
15:41   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, mars 07, 2006
|
Skrifa ummæli
Iron Man
Your results:
You are Iron Man
















Iron Man
65%
Superman
65%
Green Lantern
60%
The Flash
60%
Supergirl
55%
Robin
53%
Wonder Woman
50%
Spider-Man
45%
Catwoman
40%
Hulk
35%
Batman
25%
Inventor. Businessman. Genius.
    
Þetta er ég:
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.

Spider-Man
75%
Catwoman
60%
Iron Man
60%
Green Lantern
50%
12:28   Blogger Árni Hr. 

hmmm... Græni lampinn er reyndar einn af uppáhalds ofurhetjunum hans Matthews:

In brightest day, in blackest night
No evil shall escape my sight:
Let those who worship evil´s might
Beware my power - green lantern´s light!
21:20   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, mars 06, 2006
|
Skrifa ummæli
Ég er Spider-Man
























Spider-Man
75%
The Flash
70%
Robin
68%
Green Lantern
65%
Catwoman
65%
Superman
60%
Supergirl
53%
Hulk
45%
Wonder Woman
43%
Iron Man
40%
Batman
30%
You are intelligent, witty,
a bit geeky and have great
power and responsibility.


Click here to take the Superhero Personality Quiz

    
|
Skrifa ummæli
United
Hmmm ... ekki góðir tímar hjá United, t.d. eru þetta 5 efstu fréttirnar á Manchester Football:

1. United að fara að kaupa afrískan leikmann í sumar frá Lille. Næsti Djemba-Djemba-Djemba ?
2. Skoski leikmaðurinn ætlar að reyna að koma United í annað sætið í deildinni.
3. Skoski leikmaðurinn ætlar að vinna aftur sæti sitt í liðinu.
4. Silvestre hinn mistæki ætlar að sanna að hann eigi heima í United liðinu.
5. Ferguson er búinn að gefast upp með að ná Chel$ki í deildinni.

Úffff segi ég bara.
    
sunnudagur, mars 05, 2006
|
Skrifa ummæli
England
Jæja, þá er maður kominn til útlanda. Lenti semsagt um 18:30 í gær á Stansted. Og ég var svo forsjáll að kaupa lestarmiða á netinu með Stansted express til London. Svo þegar ég var búinn að sækja miðann minn í miðavélina og var ásamt öðru fólki að leita að lestinni þá kom þar að ung stúlka sem að sagði við okkur að það væru engar lestir í kvöld. Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað hún meinti og aðrir sem stóðu þarna eins og illa gerðir hlutir á lestarpallinum voru heldur ekki alveg að fatta. En það sem hún meinti var semsagt að það voru engar lestir til london um kvöldið og vísaði okkur í rútuna í staðin. Ég spurði hana því hvort að það hafi því verið algjör óþarfi fyrir mig að kaupa first class ticket og hún bara brosti og sagðist vera voða sorrí yfir þessu og lét mig fá smá miða sem ég gat skrifað á hvað mér fannst þjónustan vera frábær og skilað því til þeirra síðar og sagði við mig líka að ég ætti að reyna að fá ókeypis miða í staðin. En svona miði kostaði £24 en rútumiði kostar einhvern skít og kanil, enda ekki alveg það sama. Bæði tók ferðin lengri tíma og náttúrulega verri sæti, þó að þetta hafi svosem verið ágætis rúta, en sama hversu góð rútan hefði verið þá hefði hún aldrei náð first class í lest standardinum.

En þetta var bara versti hluti ferðarinnar. Flugið var mjög gott og flaug ég í nýju vélinni sem Iceland express á og var þetta mjög góð vél og pantaði ég sæti við neyðarútganginn og fékk mjög mikið pláss fyrir mig, en það voru ekkert mjög margir í vélinni svo ég hafði 3 sæti fyrir mig við neyðarútgang og gat því teigt úr mér á leiðinni með lappirnar upp í sætunum og las moggan. Veðrið var alveg frábært og sérstaklega yfir Englandi þar sem að sólarlagið var mjög flott.

Í gærkvöldi var svo farið á næturkúbb sem var alveg við hótelið og var þar drukkið og tjúttað fram eftir nóttu.

Og í dag var lestin tekin frá London til Northallerton þar sem ég sit núna heima hjá mömmu Matta, drekk kaffi og þvælist á netinu.

Matthew fór í gær í kafaraljósmyndabúð og keypti handa mér hús utan um myndavélina, svo núna get ég tekið myndir í kafi.
    
föstudagur, mars 03, 2006
|
Skrifa ummæli
Blogg eða ekki blogg

Tók saman síðustu 100 blögg hvað hver maður hefur verið duglegur að blogga og niðurstöðurnar eru sláandi. Verða menn ekki að fara að vera duglegri, hvað segið þið um það helvítis tossarnir ykkar?
    
Já, Pálmi þetta er ekki nægilega gott hjá þér - líklegast eru 80% þessa blogga þinna tilkynningar um tippfundi!
13:37   Blogger Joi 

Þetta er skandall hjá PP...
22:04   Blogger Árni Hr. 

Óvenjulegt að sjá Jóa setja fram e-r línurit með sjálfan sig í fyrsta sæti ...
15:21   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Sund
Ægir litli hringdi í mig seinni partinn í gær og spurði hvort við ættum að gera eitthvað - ég náði því í hann í Hafnarfjörð og við fórum heim til mín, fengum okkur pylsur og horfðum á Simpsons og fórum síðan í Laugardalslaugina. Það var ansi magnað að vera í frosti og myrki í lauginni því það kemur svo mikil gufa upp af henni og skemmtileg lýsing geriri þetta nokkuð magnað. Ég er að spá í að fara og taka myndir þarna næst þegar aðstæður verða svipaðar.
    
fimmtudagur, mars 02, 2006
|
Skrifa ummæli
Ricky Gervais... Obviously.
Mæli með þessu podcast-i. Þetta er gaurinn úr Office með tveimur félögum sínum að spjalla og er það ansi fyndið. Fínt að hafa þetta í iPod-inum og hlusta þegar maður er að labba eða keyra: Ricky Gervais... Obviously.
    
|
Skrifa ummæli
Íbúð og út að borða með aðdáendaklúbbi Jóa
Gærdagurinn var góður.

Við Sonja skrifuðum undir kaupsamning af Leifsgötu 16 og núna erum við orðnir eigendur af þeirri ágætu íbúð. Langamma mín bjó á Leifsgötu þannig að það má segja að hluta til að ég sé kominn heim. Við erum mikið að pæla í því hvernig við ætlum að hafa íbúðina, þ.e. hvernig við ætlum að innrétta, hvort við ætlum að gera breytingar á henni o.s.frv. Við höfum einnig verið að skoða sófasett, langar báðum í flottan hvítann leðursófa sem myndi passa vel við gömlu "retro" stólana okkar í stofunni.
Stofan er tvískipt og ég fékk þá hugmynd í hausinn að innrétta annan helminginn eins og lítið kaffihús, þ.e. lítinn skenk í horninu, tvo kaffihúsaborð á gólfinu o.s.frv. Veit ekki hvort þetta er praktískt en ágæti hugmynd engu að síður.

Sáum t.d. þennan stól í gær sem er sýndur með þessi bloggi sem okkur langar mikið í - held að þetta sé einhver fræg hönnun og verðið eftir því en fallegur er hann! Reyndar spurning hvort maður sé ekki kominn of langt í efnishyggjuna en ég hef nú samt áhuga á að gera íbúðina soldið flotta.

Við héldum upp á undirskriftina með því að fá okkur að borða á bæjarins bestu eins og sönnum miðjbæarrottum.

Um kvöldið fórum við og fengum okkur drykk á Victor með aðdáendaklúbb mínum ;)
Svo er mál með vexti að ég fékk á síðustu helgi tölvupóst (sem ég setti hérna inn) frá ensku pari sem sagðist hafa fylgst með myndasíðunni minni lengi og ákveðið að koma til Íslands útfrá því. Þau vildu hitta mig og við Sonja fórum því og fengum okkur drykk með þeim. Við sátum með þeim í 3 klst og var það mjög gaman, skemmtilegt fólk sem gaman var að tala við og ótrúlegt hvað alnetið getur leitt fólk saman.
Þegar heim var komið tékkaði ég á tölvupóstinum mínum og sprakk úr hlátri því ég var kominn með tölvupóst frá einhverjum öðrum sem byrjaði svona: "I very much like your photographic work, it has inspired me to want to visit Iceland.".
    
já hvernig er það fyrir papparazza að vera orðinn frægur, lendir þú þá ekki bara í öðrum papparözzum (hmm... ætli þetta geti nokkuð misskilist)??
13:26   Blogger Hjörleifur 

Til hamingju með nýju íbúðina, verður spennandi að sjá hvernig innlit/útlitsmálin þróast. Þú ert nú orðinn soddann bóhem að efnishyggjan hlýtur að vera í bakgrunni :)
Gaman að sjá að þú hefur nógan tíma í aðdáandaklúbbinn þinn, þarf maður sem sagt að ganga í hann til að ná að hitta þig fyrir utan tippfundstímann :)
13:27   Blogger Árni Hr. 

Takk, takk.

Við fáum íbúðina 1. maí, kannski fyrr en ég býst síður við því að það verði fyrr. Veit ekki alveg hvenær við flytjum inn, fer eftir því hvort við ætlum að gera einhverjar breytingar, kemur í ljós síðar.
23:03   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar