fimmtudagur, mars 23, 2006
|
Skrifa ummæli
Kaffi og með'í
Ég skellti mér á Espresso námskeið hjá Te & Kaffi sem var mjög fróðlegt og gott. Fyrst labbaði Njáll (Íslandsmeistari í kaffigerð 2004) með okkur um verksmiðjuna og sýndi okkur hvernig brennslan og annað fer fram og síðan var smá glærusýning sem kenndi okkur grunnatriðin í þessum fræðum. Eftir það sýndi hann okkur á einni vélinni réttu handtökin við að gera kaffi og flóa mjólk í kaffidrykki. Eftir það prófuðum við sjálf á okkar vélum og hann gekk á milli og fylgdist með og sýndi okkur á okkar vélum hvernig á að fara að. Það voru 8 manns á þessu námskeiði (þar með 1 par sem voru saman með vél) og verð ég að segja að þetta var bara ansi skemmtilegt og fróðlegt.
Hann mælti sterklega með þessari kaffikvörn sem myndin er af en hún fæst hjá Ormsson og er víst mun betri en kvörnin sem Te & Kaffi eru að selja samkvæmt honum og gáfu þeir t.d. starfsmanni í fyrirtækinu þessa í afmælisgjöf en ekki vélina sem þau eru sjálf að selja.

Ég fékk tölvupóst í gær og ég beðinn um að taka þátt í þessu litla verkefni og þáði ég það enda nokkuð sniðugt að mínu mati. Málið er að frumkvöðullinn að þessu tekur eina mynd á filmuvél með 36 mynda filmu og sendir þetta síðan á næsta mann í keðjunni og hann gerir það sama og sendir hana áfram. Þannig taka 36 einstaklingar um allan heim eina mynd og gert verður gallerí með þessum myndum og verður gaman að sjá útkomuna úr því.

Í dag fer ég á æfingu í Dómkirkjunni hjá Burkna og Unni en þau eru að fara að gifta sig og ég og Sonja höfum tekið að okkur að taka myndir fyrir þau. Ég ætla aðeins að spjalla við prestinn og taka nokkrar "demó" myndir eins og maður segir í bransanum ;-)

Við Sonja erum búin að vera að pæla í borðstofuborði í aðra stofuna hjá okkur á Leifsgötunni (erum með tvær samliggjandi stofur) og er pælingin hjá okkur að hafa minni stofuna sem meira svona vinnuherbergi með bókahillum, stóru borði í miðjunni með tölvunni og þar sem maður les blöðin o.s.frv. Þegar einhver kemur í mat getur maður síðan tekið tölvubúxið af borðinu og notað það sem borðstofuborð. Við höfum verið að pæla í borðum og okkur var boðinn 50% afsláttur á tveimur borðum sem báðar eru með rauf í miðjunni fyrir snúrur, annað hjá Pennanum og hitt í búð í Garðabæ. Við vorum ekki 100% ánægð með þessi borð þannig að við erum búin að taka ákvörðun um að fá okkur bara límtrés plötu hjá Byko eða Húsa og búa sjálf til rauf og lakka eins og við viljum hafa hana og setja hana síðan á fætur, t.d. fæturnar á skrifborðinu sem við notum í dag og eru úr stáli og ansi massívar.

Ég fékk pósta frá bæði BYKO og Húsa í gær með viðskiptakortum sem veita mér 10% afslátt hjá þeim og allskonar aukaafslátt á ýmsum vörum eins og t.d. 50% á gardínum o.flr. BYKO gefur okkur síðan ljós og tvo lykla og Húsa gefur okkur reykskynjara. Ég er nokkuð ánægður með hvað markaðsdeildirnar eru sniðugar hjá þeim að fylgjast svona með hverjir eru að kaupa og slíkt - ég veit reyndar ekki nákvæmlega hvernig þeir fengu þessar upplýsingar, sennilega þinglýsingunni á sölusamningnum eða eitthvað slíkt.

Ég kvartaði við Persónuvernd og síðan Öryggismiðstöðina um myndavélavesenið í Smáralind fyrir einhverju síðan og baðst Öryggismiðstöðin svona hálfvegis afsökunar á því að starfsmaður hafi gengið heldur röggsamlega fram í þessu og sögðu að mér hafi verið í sjálfval sett hvort ég gæfi upp nafn og kennitölu sem ég er reyndar ekki sammála að hafi verið val í þessu tilviki. Ég er að gæla við að senda Persónuvernd formlega kvörtun en ég held að ég græði í raun ekkert á því.
    
Magnað blogg - mættu fleiri taka þetta sér til fyrirmyndar.
13:31   Blogger Árni Hr. 

Einni gallinn við þetta litla myndaverkefni sem Jóhann ákvað að vera með í er sá að þetta er filmuvél - ég veit ekki hvernig hann ætlar að klóra sig fram úr þeirri tækni ;)
14:13   Anonymous Nafnlaus 

Ja, þegar menn eru með jafn mikla meðfædda hæfileika í þessu og ég og einnig listrænt innsæi þá hlýt ég nú að geta búið til ódauðleg meistaraverk óháð verkfærum.
14:21   Blogger Joi 

Þú tekur náttúrulega nokkrar myndir fyrst með digital myndavélinni áður og skoðar útkomuna og styllir svo filmuvélina eftir því og smellir svo af og málið er dautt.
17:58   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar