fimmtudagur, desember 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Nýársheit
Á hverju ári set ég nokkur "nýársheit" - þetta árið setti ég enn og aftur það sama, en það er að lesa fleiri bækur í ár en í fyrra. Yfirleitt er þetta nú ekki mikið challenge þar sem ég les ekki mikið en nú á að gera skurk í því.
Þannig að strax eftir jól byrjaði ég á fyrstu bókinni og viti menn ég kláraði hana strax. Þetta var bókin fótboltafíkill og er eftir Grindvíking að nafni Tryggvi.
Sagan er í hnotskurn um tímabil Grindavíkur í fótbolta árið 2003 og allar þær tilfinningar sem fylgja því. Þetta er Lee Sharp árið ef einhver er að velta sér fyrir hvað gerðist þetta ár. Bókin er byggð upp þannig að það er einn kafli per leik og eru kaflarni mjög mislangir.

Mér fannst þetta afar skemmtileg lesning þar sem ég kannast nú við margar þessar tilfinningar þegar maður mætir á leikina, þó held ég nú að Grindvíkingar séu nú enn betri en Hfj í þessu þar sem þeir eru með 2000 manna völl í 2500 manna samfélagi, nokkuð gott það.
Já fyrir þá sem hafa áhuga og hafa dottið á leiki endrum eins þá mæli ég alveg með þessari bók, þetta er nú ekki löng lesning (sem betur fer fyrir íþróttafíkla sem eru ekki frægir lestrarhestar) en ágætis skemmtun.
Ég gef þessari bók 3 stjörnur af 5, en þykir líklegt að EE hefði gefði henni 1 stjörnu þar sem hún "skilur" ekki þessa áráttu mína.
Einnig datt oft inn í haus minn hugsunin um þegar ég og Hjölli ætluðum á leikinn í Grindavík í sumar þar sem við heyrðum á miðri leið að honum hefði verið frestað vegna veðurs, en þá var stormur í Grindavík og ég og Hjölli í gúmmara á leið á leik.

Einnig er ég nýbúinn að lesa bók sem heitir The Goal, það tók mig langan tíma að lesa hana þar sem ég var nú yfirleitt að glugga í hana, en þetta er bók sem ég mæli eindregið með fyrir fólk sem vinnur við að skipuleggja hluti eða hafa áhuga á því eða hafa áhuga á framleiðslu in general. Gef þeirri bók 4 af 5 stjörnum, mikil snilld þar og hefur gagnast mér gífurlega í starfi.
    
Sammála um The Goal, mjög skemmtileg aflestrar og las hana á örfáum dögum. Mæli eindregið með henni. Önnur svipuð bók um framleiðslu heitir Gung Ho og er líka ágæt (en Goal er samt betri).

gkth
13:53   Anonymous Nafnlaus 
miðvikudagur, desember 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Athugasemd
Við Sonja fengum í dag comment á Auschwitz galleríið:

Rob Aleksander : Dec 29, 2004 8:47am *****
The silence in my office seemed deafening as I viewed your stunning photos. My uncle Joseph and his wife Johanna are survivors of Auschwitz and I have heard his stories of the cruelty as well as documentaries during my school years in Skokie IL. I hesitate to send the news of these photos to him as they may stir some unnecessary emotions at his age. Your commentaries awaken my angers at the former Nazi Germany and bring to mind atrocities taking place right here and now and remind me we must never be complacent against the Hitlers of our own ages.

Bravo.
    
magnað
18:30   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
A RUSH & A PUSH & THE LAND IS OURS
Oh hello
I am the ghost of troubled joe
Hung by his pretty white neck
Some eighteen months ago
I travelled to a mystical time zone
And I missed my bed
And I soon came home

They said :
There's too much caffeine
In your bloodstream
And a lack of real spice
In your life

I said :
Leave me alone
Because I'm alright, dad
Surprised to still
Be on my own...

Oh, but don't mention love
I'd hate the strain of the pain again
A rush and a push and the land that
We stand on is ours
It has been before
So it shall be again
And people who are uglier than you and i
They take what they need, and just leave

Oh, but don't mention love
I?d hate the pain of the strain all over again
A rush and a push and the land that
We stand on is ours
It has been before
So why can't it be now ?
And people who are weaker than you or i
They take what they want from life

Oh, but don't mention love
No - no, don't mention love !
A rush and a push and the land that
We stand on is ours
Your youth may be gone
But you're still a young man
So phone me, phone me, phone me
So phone me, phone me, phone me

Oh, I think I'm in love
Oh, I think I'm in love
Oh, I think I'm in love (think I'm in love)
Urrgh, I think I'm in lerv
Oh ...
Smiths
    
Sæll "ghost of troubled joe"
Your youth may be gone
en samt you're still a young man
17:43   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, desember 28, 2004
|
Skrifa ummæli
vinna vinna vinna
Þá er ég mættur í vinnuna aftur, var eitthvað þreyttur í gær og ákvað bara að taka mér frí og var bara heima og slappaði af og las og spilaði smá tölvuleiki (fór reyndar bara í R.O.N, enda ágætis afþreying), horfti á sjónvarpið frekar truflað, þar sem að það þarf að laga tenginguna inn í húsið út af breiðbandinu.

Nú þarf ég að drífa mig heim og skipta um föt því maður þarf jú að komast á Thorvaldsens bar á réttum tíma.
    
|
Skrifa ummæli
Miðverðir
Þessir 4 miðverðir eru 4 af þeim bestu í heiminum í dag, en hvaða tveir ættu að vera aftastir hjá Englandi:
Ledley King, John Terry, Rio Ferdinand og Sol Campbell.

Mitt mat er Rio og Sol, þó er þetta rosalega erfitt val þar sem Terry og King eru frábærir en þó tel ég King vera sístan af þessum.
    
Terry er bestur að mínu mati og Sol og Rio næstbestir.
16:24   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Fordrykkur
Ég verð nú að segja það að ég er nú frekar hissa á mönnum varðandi þennan fordrykk, það að geta ekki sest niður í smá tíma fyrir drykk eða spjall án þess að lágmarka tímann sem við verðum þarna.
Erum við virkilega orðnir svona leiðinlegir að við viljum lágmarka þann tíma sem við eyðum saman, ég hélt að þetta væri nú líka kvöld til að hittast allir og ræða liðið ár :)

En út frá þessum umræðum er ljóst að menn vilja nú helst vera sem lengst heima, en ég ætla nú samt að stinga upp á því að mæting verði eigi síður en 18.30 á Thorvaldsen og ef menn hafa áhyggjur af því að leiðast gríðarlega þennan stutta tíma sem við verðum þar þá fussa ég bara á það.

fusssssssss

ps þar sem ég verð einn af þeim sem kem á bíl og mun ná í PP og OG þá verðum við amk 4 mættir klukkan 18.30. :)
    
Já, ég er 100% sammála þér - virðist vera stórmál að setjast niður í 1,5 - 2 klst og ræða málin ... skil þetta ekki!!!
15:26   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
LIIT

3/4 oz. gin
3/4 oz. vodka
3/4 oz. triple sec
3/4 oz. white rum
1 1/2 oz. sweet and sour mix
splash of coke
lemon wheel or wedge

Combine gin, vodka, triple sec, rum, sweet and sour mix and coke in a mixing glass filled with ice. Shake or stir. Pour into a highball glass. Garnish with a lemon wheel or wedge.

Makes 1 cocktail.

    
Það er eins gott að þeir hjá Thorvaldsen geti blandað þetta.
13:54   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Perlan 2002

Hin árlega mynd frá 2002
    
|
Skrifa ummæli
Perlan
Nokkrar ágætar myndir úr síðustu Perluferð:

    
|
Skrifa ummæli
Perlan
Jæja, þá er komið að Perlunni enn eitt árið og allt í lausu lofti með skipulag eins og gengur og gerist. Vaninn hefur verið að hittast heima hjá mér fyrir Perluna og myndi það alveg ganga nema það að íbúðin er full af dóti eftir jólavertíðina og því spurning að hafa einn fordrykk bara á Thorvaldsen (Long Island Icetea)?

Hvað með Pool eftir jólasnæðing (Pálmi, Guðjón hvað segið þið?)?
    
Ég veit að Guðjón er heitur fyrir smá Pool eftir snæðingin, spurning með fyrir snæðing, þetta þýðir að við náum þá ekki spili, hvenær er þá mæting osfrv.
10:11   Blogger Árni Hr. 

Við getum líka verið heima hjá mér - nenni bara ekki að taka til. Hvaða spil voru menn að tala um?
10:12   Blogger Joi 

Vertu ekki svona mikill öryggisfíkill - fínt að brjóta þetta aðeins um og snobbast á Thorvaldsen.
10:19   Blogger Joi 

Ég vitna nú bara í S um daginn, við verðum ekki ofklæddir, heldur eru það hinir sem eru ekki nægilega snyrtilega klæddir (something like this).
Varðandi fordrykkinn þá er mér alveg sama, ég skil vel ef Jóhann nennir ekki að laga til eftir jólaörtröðina, legg þetta algerlega í hans hendur.
Treysti á að PP og JG komi upp með eitthvað snilldarplan sem involveri bæði fordrykk og pool á eftir :)
10:20   Blogger Árni Hr. 

Þetta er planið:
18:00 Mætt á Thorvaldsen og snobbast og spilað sig stóra.
20:00 Haldið í Perluna og fengið sér fordrykkur og spilað sig stóra.
23:00 Haldið á búlluna og spilað sig með almúganum og þar verður jólamót Slembara (eða hvað þessi félagsskapur heitir).
01:00 Haldið heim á leið.
10:23   Blogger Joi 

... auk þess man ég ekki til þess að við séum vanir að spila fyrir Perluna - höfum gert það einu sinni og náðum ekki að klára spilið ;-)
10:24   Blogger Joi 

Ég er svo sem sammála PP með að mæting hjá Jóa sé nú skemmtilegri, en í ljósi aðstæðna þá gerist það ekki í ár.
Er ekki nóg að mæta um 18.30 fyrst við ætlum að fá okkur einn fordrykk áður en haldið er í Perluna, þetta er nú bara 30 mín drykkur, ég held að það sé nú ekki margir á þessum tíma á Thorvaldsen hvort sem er. Auk þess ætlum við að fá okkur annann drykk þegar komið er uppeftir í Perluna.
10:26   Blogger Árni Hr. 

Ég leyfi ykkur að ráða staðsetningu - mér finnst persónulega flottara að mæta úti í bæ í fordrykk, meiri heimsborgarabragur á því ;-)
Sonja verður í brúðkaupi og því ekki heima í ritgerðasmíði og því verðum við ekki að trufla annað en draslið ef við höldum þetta heima.
Ég er líka bíllaus og nenni ekki að fara í ríkið og kaupa eitthvað dót og sulla saman fordrykkjum.
10:30   Blogger Joi 

... Hjölli er líka varla mikið fyrir að sulla saman víni þar sem hann getur ekki verið að drekka sjálfur. Af hverju getum við ekki verið í tvo tíma á pöbb áður en við förum á Perluna?
10:32   Blogger Joi 

Við skulum ekki vera að flækja þetta meira, í ljósi aðstæðna Jóhanns þá er best að hittast á Thorvaldsen, mæting á milli 18 og 18.30.
Reikna nú með því að ég, Guðjón, Oddgeir og PP komum í sama bíl hvort sem er.
10:34   Blogger Árni Hr. 

Mér líst ekkert of vel á tveggja tíma pöbbaferð áður en farið er í fjögra tíma matarveislu.
Ég verð væntanlega í samfloti með fleirum þannig að þetta er ekki alfarið í mínum höndum, en hefði haldið að klukkutími á pöbbnum fyrir mat væri temmilegt.

Oddgeir
10:46   Anonymous Nafnlaus 

Voðalega eru menn orðnir gamlir að geta ekki setið lengur en klukkutíma áður en farið er að borða ... held að við ofreynum okkur nú ekkert að því, eða ég veit ekki hvernig við förum að því :-)
10:59   Blogger Joi 

Þar sem Jóhann hefur ávallt séð okkur fyrir fyrsta fordrykk kvöldsins þá er við hæfi að hann verði búinn að ákveða fyrir hópinn hvað mun brjóta ísinn þetta kvöld á Thorvaldsen.
Að sjálfsögðu er það einn fyrir alla og allir fyrir einn.
11:06   Blogger Árni Hr. 

*** LONG ISLAND ICETEA ***
11:07   Blogger Joi 

Excellent choice, minni líka menn á að suitari er ekki option fyrir þetta kvöld, hann er skylda.
Að mínu mati þá er bindi líka nauðsyn - en ætla ekki að þvinga alla í það en mun mæta sjálfur með bindi.
11:09   Blogger Árni Hr. 

Bindi eru fyrir nörda og uppskafninga ... mætum allir með bindi!!! Er samt ekki viss um að ég mæti með bindi, ætla a.m.k. að vera í hvítri skyrtu og jakka.
11:10   Blogger Joi 

Mér finnst að hér eigi að ríkja bankareglur og því bindisskilda. Annars gætu menn haldið að hér væru starfsmenn veðurstofunnar á ferð eða einhverjir tölvunerðir og það viljum við ekki.

Oddgeir
12:03   Anonymous Nafnlaus 

miðað við að ég fæ mér bara óáfengan fordrykk (og ætla ekki að drekka marga slíka) þá verð ég nú að segja að 2 tímar í fordrykk er doldið mikið, klukkutími væri nærri lægi (svo að þeir sem drekka áfenga drykki geti slappað af við drykkju (ættu að nást amk 2 drykkir á þeim tíma). Einnig er fordrykkur í Perlunni, en þar mun ég einnig bara drekka eitthvað af léttara taginu, en hyggst aftur á móti fá mér smá glögg með matnum, e.t.v. rauðvín, en þó ekki mikið.
Pool eftir jólasnæðing hljómar aftur á móti alveg ágætlega, þ.e. ef menn geta þá hreyft sig, annars verðum við bara að fara í "frúnna í Hamborg" eða "ég hugsa mér hlut"
14:03   Blogger Hjörleifur 

Ég held að menn séu nú að mikla þennan tíma, við hittumst allir einu sinni á ári sennilega og finnst mér allt í lagi að eyða aðeins meiri tíma í að spjalla og vera ekki að velta okkur upp úr 30 mín til eða frá. Ég skil vel að Hjölli ætli nú að taka því rólega, en það breytir því ekki að maður getur nú alveg spjallað við félaga sína ódrukkinn í 30 mín í viðbót.
14:13   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Forrit
Varúð: Það hefur enginn áhuga á þessu blöggi nema ég:
Ég hef verð að pæla mikið í því undanfarið hvaða hugbúnað ég eigi að nota til þess að halda utanum myndir á nýju tölvunni minni. Í byrjun var ég hliðhollari IMatch og síðan Elements og núna aftur IMatch, ásamt því að hafa skoðað helling að öðrum forritum þar sem FotoStation er sennilega öflugast. Kostir hvors forrits framyfir hitt eru þessir:

Imatch Elements
Folder view Útlit
Hraði Backup
Exif í slideshowi Útgáfustjórnun
Heildarsýn CR2 stuðningur
Histogram Samofið Photoshop

Það virðist ekkert forrit vera nákvæmlega það sem ég er að leita að og spurning að skrifa bara hið fullkomna forrit sjálfur :-)
    
mánudagur, desember 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Bond
Þar sem undirritaður mætti fullur á síðasta tippfund og fór þar mikinn og drakk Vodka Martini (Haukur fékk sér líka, ég bað um að þeir myndu hrista hann en alls ekki hræra) og lét strákana panta fyrir mig bjór þegar ég var ekki mættur á staðinn þá vill Sigurður að ég seti eftirfarandi fróðleik inn:

1 1/2 oz vodka
dash dry vermouth

Combine ingredients with cracked ice in a shaker. Shake well. Strain and serve in a chilled cocktail glass. Garnish with an olive.

From the Editor: In the movies, James Bond was a hard-core vodka martini drinker who prefered his cocktail "shaken, not stirred." Due to his popularity, the cocktail was the hottest drink of the 1960s. However, we believe his fondnes for vodka was due in large part because Smirnoff bought the product placement rights in the films. Before the movie series almost all martinis were made exclusively with gin.

    
föstudagur, desember 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Gleðileg Jól!
    
Gleðileg Jól slembibullsbræður..

og gleðileg jól athugasemdarmenn og konur.
13:40   Blogger Árni Hr. 

Gleðileg jól. Það er FH fótbolti í Kaplakrika á gamlársdag kl 10. Þetta er á hverju ári. Bara venjulegur innahúsfótbolti fyrir þá sem vilja mæta. Hef mætt tvisvar og haft gaman af .
kv. Fúsi
10:07   Anonymous Nafnlaus 
miðvikudagur, desember 22, 2004
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Bolti
Ég krefst þess að United kaupi Samuel Eto, Ronaldino og Deco frá Barca!!!

Loksins er fókusstillingarspjaldið komið til Íslands og er núna í tollinum þannig að það er ekki öruggt að vélin náist fyrir jól. Samt gott að það fer að líða að því að vélin verði með 100% fókus.
    
|
Skrifa ummæli

Pálmi ad forrita eins og hundur og hvolparnir fylgjast med.


    
þriðjudagur, desember 21, 2004
|
Skrifa ummæli
Skárri en í gær og Shadow Divers
Ekki mikið að frétta, en ég er semsagt enn hér hjá mömmu og pabba í Hafnarfirði. Hálsinn er aðeins skárri en í gær og ég borðaði súpu og spaghettí með tómatssósu í kvöldmat og jógúrt í eftirrétt, én ég fékk mér líka jógúrt í hádegismat. Fer til læknis á morgunn og ætlar hann að skoða mig svo þarf ég líka að fá einhver vottorð um að ég hafi verið veikur, annars fæ ég bara tómt launaumslag.

Var að klára bókina "Shadow Divers" eftir Robert Kurson. Bókin fjallar um nokkra kafara (en 2 þeirra eru aðalgaurarnir í bókinni og fjallar mest um þá) sem finna U kafbát 110 mílur frá New York á 210 feta dýpi (70 metrar). Þetta er mjög dularfullt flak því ekki eru til neinar heimildir um það neinsstaðar, en bandaríski herinn er með skrá yfir alla báta sem þeir hafa skotið niður og staðsetningar á þeim, en þessi var ekki á þeirra skrám. Þessi kafbátur passaði ekki inn í neitt sem skráð hefur verið og því þurfti all margar kafanir að þessum báti til að reyna að finna út hvaða bátur þetta væri, en innanborðs voru allt fullt af beinagrindum og á hliðinni var stórt gat eftir einhverskonar sprengju. Flakið finnst árið 1991 og hefst sagan þá, en þar sem að mjög erfitt var að auðkenna flakið þá tók það 6 ár og fjöldann allan af köfunum og létust 3 kafarar við þessa vinnu, en 2 af þeim voru feðgar (22 ára og 39 ára).
Bókin er mjög vel skrifuð og fjallar ekki bara um þessa kafara, heldur eru kaflar sem lýsa vel hvað djúpköfun er og hvað getur farið úrskeiðis og eru nefnd nokkur dæmi því til stuðnings. 2 kaflar í bókinni fjalla um sögu aðal kafaranna frá því að þeir voru bara börn og hvað í rauninni réði því að þeir fóru út í það að kafa. Annar þeirra, John Chatterton, var "medic" í Víetnam stríðinu og var víst alveg snar þar, því hann fórnaði sér algjörlega í þetta starf (en hann var sjálfboðaliði sem bað um að fara til Víetnam) og bjargaði mörgum mönnum úr fáranlegustu aðstæðum, þar sem að hann hljóp í gegnum kúlnahríð út á víðavangi til að sækja menn. Þá var hann aðeins 19 ára. Eftir 12 mánaða herskildu í Víetnam fór hann heim í 2 vikna frí því hann var á leiðinni aftur út í 6 mánuði til viðbótar sem sjálfboðaliði. En hann var orðinn svo skemmdur að hann var bara sendur til læknis. Át og svaf á gólfinu og talaði ekki neitt. Eftir smá tíma fór hann að tala og þá bara um öskrandi menn sem höfðu misst útlimi eða voru að drepast, um hungur, um þegar hann drap einhvern í fyrsta skiptið og svo varð hann aftur þögull.

Maður kynnist persónum bókarinnar mjög vel og fjölskylduhögum þeirra, en einnig eru myndir af þeim helstu og þeim sem fórust. Einnig eru myndir af þeim sem voru um borð í kafbátnum og saga nokkra þeirra rakin og þá sérstaklega sá tími sem var rétt áður en þeir héldu af stað í sína hinstu för.
Hér til vinstri má sjá aðalsögupersónur bókarinnar, Richie Kohler vinstra megin og John Chatterton hægra megin. Báðir gengu í gegnum mikla erfiðleika á meðan þessari rannsókn á uppruna kafbátsins stóð og misstu þeir sameiginlegan vin úr drykkjuskap og fjölskyldulíf þeirra beggja var í molum. Annar þeirra misti konuna sína, en hún var myrt af fyrrverandi kærasta og var hún þá ófrísk og komin 8 mánuði á leið. Eða eins og segir á bókarkápu "Two Amerikans who risked everything to solve one of the last mysteries of World War II" og eru það virkilega orð að sönnu, en þeir eyddu öllum sínum frítíma í bókarlestur, kafanir og rannsóknarvinnu í nokkur ár, en hundsuðu allt fjölskyldulíf.

Gríðarleg heimildarvinna var unnin við smíði bókarinnar og hefur höfundurinn sennilegast verið rætt við um 100 manns (nennti ekki að telja, en hann telur alla upp) auk þess sem hann las aragrúa bóka um köfun og U-kafbáta. Hans helstu aðstoðarmenn voru að sjálfsögðu þessir 2 aðal kafarar sem bókin fjallar mest um, en auk þess ræddi hann við fjöldan allan af öðrum köfurum sem komu við sögu, ásamt ættmennum þeirra, eiginkonur og fyrrverandi eiginkonur kafaranna og börn þeirra. Einnig fór hann til þýskalands og ræddi við börn, fyrrverandi kærustur og bræður og systur þeirra sem voru um borð í bátnum. Einnig var rætt við einn mann sem átti að vera um borð í bátnum, en komst ekki með í förina vegna veikinda. Sagan endar í júlí 2003 þar sem hún segir frá því hvað kafararnir eru að bardúsa á þeim tíma og hvað þeir hafa verið að gera eftir að þeir báru kennsl á kafbátinn.

Hægt er að lesa meira um þennan kafbát á síðunni uboat.net (slóðin vísar beint á bátinn)
Einnig hægt að lesa meira um bókina á heimasíðu höfundarins: www.robertkurson.com

Þessi bók er með þeim áhugaverðari sem ég hef lesið og fær mann virkilega til að lifa sig inn í söguna og get ekki gert annað en gefið henni fullt hús stiga (en hærra verður ekki gefið)
    
mánudagur, desember 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Office
Þetta er ansi góð frétt - frábær leikari, a.m.k. í þáttunum: Úr mbl
    
|
Skrifa ummæli
Perlan
Jæja, nú líður að Perlu og menn verða að fara að skipuleggja dagskrá. Er hinn árlegi fordrykkur Jóa og Hjölla ON eða eigum við bara að hittast í Perlunni? Matur er kl. 20 og spurning hvort við náum kannski einu spili eða eitthvað slíkt fyrir mat?

Guddi kom með þá ágætu hugmynd að vera með einhverja dagskrá eftir Perluna svo menn stingi ekki af og er hugmynd að kíkja í pool eða eitthvað slíkt eða fara á ákveðna staði og spila sig stóra.
    
Mér finnst að við ættum að hittast á undan og taka fordrykk og jafnvel spil.
Einnig ættum við að koma með plan með hvað á að gera eftir á, spurning að menn setji fram hugmyndir hér og við getum skoðað síðan hugmyndirnar.
10:41   Blogger Árni Hr. 

Sammála!
Loka ekki allir staðir kl. 1? Við verðum því að hafa þétt prógramm og ég sting upp á þessu:
18:00 Hittast og taka fordrykk og spil.
20:00 Halda í Perlu.
20:15 Einn fordrykkur í viðbót svo við finnum örugglega ekkert bragð af matnum.
20:30 Sest að snæðingi.
22:15 Einn drykkur á barnum í Perlunni.
23:00 Skundað í bæinn og farið á Thorvaldsen.
24:00 Kíkt í Pool.
01:15 Farið í eftirpartí hjá einhverri sem við veiðum upp á ferðum okkar.
07:16 Farið heim.
10:47   Blogger Joi 

Hvað á hvað að þýða ?
10:48   Blogger Joi 

Nei, það er reyndar rétt hjá þér - við höfum farið þrisvar og þú fórst beint heim úr perlunni í fyrsta skiptið en komst með okkur hin tvö í bæinn og stoppaðir reyndar stutt í bænum í fyrra skiptið. Þú getur alveg unnið þó þú farir heim kl. 1.
10:55   Blogger Joi 

Það er rétt hjá PP að hann skar sig ekki úr síðustu 2 ár ef ég man rétt og var það honum til sóma. Ég vænti þess að svo verði aftur í ár þar sem það er nú teljandi á fingrum einfingra manns hversu oft við hittumst allir.
Líst vel á prógrammið hjá Jóa, finnst að við ættum að halda þessu, jafnvel ef við náum ekki að pikka upp kvenmenn í eftirpartý þá væri í lagi að kíkja til einhvers og fá sér nokkra bjóra.
10:56   Blogger Árni Hr. 

Já, dregst sennilega lengur, í fyrra mættum við kl. 21 og fórum upp á barinn rétt fyrir miðnætti - það þýðir að ef við sitjum jafn lengi við matarborðið núna ættum við að standa upp kl. 23 en við ættum að geta skorið það niður um hálftíma ef það er tímapressa á okkur.
11:07   Blogger Joi 

Hvað segir Oddgeir um þetta plan ?
11:27   Blogger Joi 

Mér líst vel á að hafa þétta dagskrá frá 18:00 til 01:00+ ég þarf reyndar líka að mæta í vinnu 23, en ég legg mig bara í bílnum á leiðinni heim eins og síðast.

Oddgeir
11:45   Anonymous Nafnlaus 

Nú eru blikur á lofti - Hjölli er líklegast off í Perluna og spurning hvort við ættum að taka þetta á milli jóla og nýárs? Hvað segja menn?
12:38   Blogger Joi 

En að sleppa bara hvorutveggja núna og mæta tvíefldir á næsta eða þarnæsta ári ?
13:19   Blogger Joi 

????
13:30   Blogger Árni Hr. 
föstudagur, desember 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Jólakaffi í vinnunni kl. 13 fyrr í dag
    
Stuð- og drykkjubolti!
14:39   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Gaui
Gaui Þórðar til Keflavíkur - hvernig líst mönnum á það.
    
Sammála Pálma - finnst þetta nú frekar óspennandi starf miðað við þjálfunarstarf í englandi og ef maður miðar við síðustu lið sem hann hefur þjálfað þá er þetta langminnsta liðið: KR, Landsliðið, Stoke, Burnley.
Vonandi tekur hann bara við landsliðinu þegar það verður búið að reka Ásgeir.
12:48   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Perlan
Jæja þá styttist í árleg mót Perluhópsins. Ég kalla nú eftir dagskrá frá JG, þ.e. hvenær mæting er í fordrykk osfrv.
Síðan er spurning hvort við stillum upp plani, eða amk skoðum hvað er í boði þetta kvöld í bænum ef við vildum kíkja á smá "tölt".

Ég vona að allir nái nú að mæta, Hjölli er nú óðum að ná sér þ.a. þetta ætti að vera full mæting á miðvikudag.
Undirritaður hefur þegar tekið sér frí á Þorláksmessu þ.a. hann þarf ekki að hafa áhyggjur af "þreytu" daginn eftir.
Mikil tilhlökkun hér - árlegur stórviðburður.
    
Staðan á seðlabankanum er góð og mun hann mæta á miðvikudaginn.
10:08   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, desember 16, 2004
|
Skrifa ummæli


JD
JC
JG
    
Flottur kallinn...
17:17   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
XMAS í Austurbæ
Einhver sem ætlar á XMAS í Austurbæ í kvöld?
    
Ég er satt að segja ekkert voðalega spenntur en er til í að fara ef gengið er á mig með það ;-).
17:19   Blogger Joi 

Ekki var farið í ár á XMAS - það er þá ekki allt sem þrennt er.
00:03   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Jói + Pálmi = Cantona
+=
    
Hver sagði að þetta væri blogg ársins?
Þú tuðar og tuðar um að við blöggum aldrei neitt og síðan þegar við blöggum þá finnst þér bloggin nánast undantekningalaust léleg. Þetta er eins og ég gerðist áskrifandi af Gun Monthly og vældi síðan yfir því að það væri ekki nógu mikið af beru kvennfólki í blaðinu og engar greinar um ljósmyndir og fótbolta og myndi auk þess vilja fá blaðið einu sinni á dag. Með öðrum orðum: Þú ættir kannski að leita þér að öðru efni á netinu sem þú hefur meira gaman af eins og GayMen.com, BarbyDoll.com eða eitthvað slíkt moðafakka ;-)
13:18   Blogger Joi 

Fint blogg - ánægður með þetta. Sé hvaðan PP er stæla hárgeiðsluna..
14:06   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, desember 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Veikindapistill
Nú er ég búinn að vera frá nokkuð lengi, en er svona að koma til og er orðinn alveg hitalaus, en ég var með um 38-39°C hita fyrstu 2 vikurnar og svitnaði mjög mikið, en það er einn af þessum leiðindafylgikvillum þessa leiðindasjúkdóms. Ég gat ekki komið neinu niður nema að það væri í fljótandi formi, en samt var það mjög óþægilegt og jafnvel bara að kingja vatni var vont, svon svipað og að borða fisk með fullt af beinum. En þar sem að ég svitnaði mjög mikið þá þurfti ég stöðugt að vera að drekka vatn og djús.
Ég er nú frekar orkulítill núna og hálsinn er ekki enn orðinn góður þó að hann sé nú betri og finn ég alltaf fyrir því þegar ég kingi munnvatni, en hann er samt betri en hann var. Ég er nú búinn að borða 2 heitar máltíðir, eina í gær og aðra í fyrradag, en ég er þó enn mest í jógúrt og svoleiðis löguðu.
Ég fer til læknis á morgunn þar sem að tekin verður blóðprufa til að tékka á hvernig lifrin hefur það.
Ég vonast til að geta mætt í vinnuna í næstu viku, en það ræðst svolítið af því hvað kemur út úr lifrarbólgutestinu á morgunn og hvað læknirinn mælir með, en ef maður fer of snemma af stað þá er hætta á að maður versni aftur og lendi bara aftur í sama farinu með hita og rugl og þar sem að það eru nú að koma jól, þá nenni ég ómugulega að vera í einhverju svoleiðis rugli á þeim tíma, enda kominn með meira en nóg af þessari inniveru og geta ekki farið út fyrir hússins dyr. Held að ég hefði frekar verið til í að vera handleggsbrotinn heldur en að standa í þessari vitleysu, enda með mikla reynslu af handleggsbrotum og kominn í ágæta æfingu á því sviðinu.
Næsta mánuðinn verð ég að taka því mjög rólega og má t.d. ekki hlaupa eða reyna neitt líkamlega á mig og því mæti ég ekkert í fótbolta eða tennis aftur fyrr en í fyrsta lagi undir lok janúar.
Jæja, læt þetta bara gott heita í bili, ætla að frá mér einhverja eðaljógúrt, eða jafnvel vera bara grand á því og fá mér Swiss Miss eða bara bæði.
    
Gaman að heyra að menn eru enn lifandi og líka gott að sjá að menn eru orðnir skrifandi aftur, vantaði Hjölla það mikið á bloggið að ég þurfti að taka upp á því nýbreytni að blogga.
Annars er nú aðal málið að Hjölli nái að komast með okkur á Perluna, svona út frá egocentrisku sjónarmiði.
16:41   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Mark
Markið sem Henry skoraði var fullkomlega löglegt og siðlegt.. og hananú.
    
Ég er nú ekki viss um að þetta hafi verið siðlegt og drengilegt hjá honum, en löglegt var það!
13:01   Blogger Joi 

Þetta virðist amk tíðkast í boltanum, eins og Poll sagði þá kvartaði Chelsea ekki yfir þessu þegar Hasselbaink skoraðin svona mark fyrir Chelsea um árið.

Skrýtið að kalla þetta siðlaust þegar mjög algengt er að aukaspyrnur eru teknar án flautu um allann völl, það má ekki bara binda þetta við aukaspyrnur fyrir framan vítateig nefnilega. En ég tek nú samt fram að Poll hefði getað stýrt þessu aðeins betur skv Eiði.
13:10   Blogger Árni Hr. 

Það er nú varla hægt að bera aukaspyrnu úti á velli við aukaspyrnu fyrir framan markið þegar menn eru að stilla upp í vegg og markvörðurinn er ekki tilbúinn.
13:17   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Jólapakkar
Sendi jólapakka til DK um daginn, til þess að gera það þá þarf að skrifa innihaldslýsingu á pakkanum og fylgir hún pakkanum.
Þetta þýðir að þegar foreldrar mínir fá pakkan í sínar hendur þá er lýsing á hvað er í kassanum, sem betur fer þarf maður ekki að skrifa titla ofl en samt þetta er svona fullmikið finnst mér þegar sent er á milli Íslands og DK. Skil vel að það sé öryggi osfrv en ef ég virkilega væri að gera eitthvað af mér þá myndi ég sennilega ekki setja það í innihalds lýsinguna.
    
|
Skrifa ummæli
Alfræðiorðabók
Þessi vefur er alveg magnaður, maður getur leitað nánast að öllu þarna: Wikipedia
    
|
Skrifa ummæli
Auglýsingar
Ég er nú ekki mikill aðdáandi auglýsinga, nema kannski bíótrailera. Yfirleitt skipti ég um stöð þegar auglýsingar birtast á skjánum. Ein auglýsing fær mig nú yfirleitt til að glotta út í annað, en málið var þannig að um daginn var ég á baðherberginu að raka mig, sjónvarpið var í gangi einhverjar leiðindaauglýsingar í gangi sem eru að sjálfsögðu að tröllríða okkur þessa dagana með jólunum.
Allt í einu heyri ég kórútgáfu af laginu Silent Night og læddist þá yfir mig glottþar sem ég þóttist vita hvað var þar á ferð, ég skrölti fram með hvíta jóla"skeggið" framan í mér og kíkti á auglýsinguna. Þar var verið að sýna Síma auglýsinguna með Popp TV strákunum, en þær auglýsingar finnst mér alveg stórskemmtilegar og eru Sveppi og Pétur bara nokkuð flottir sem ljótar stelpur, Auddi er nú bara skrýtinn, frekar eins og draggari. Ég fæ bara ekki leið á á þessum auglýsingum.

En boðskapurinn var nú sá hjá mér að ég vildi endilega nefna hvesu fínar Popp TV símaauglýsingarnar almennt eru og finnst mér þessar stórskemmtilegar og sérstaklega sú sem kom fyrst með þráðlausu tenginuna, Pétur er alger frekju "dúlla" þar...
    
|
Skrifa ummæli
Óvæntur gestur
Við Sonja vöknuðum við að það var óvæntur gestur í íbúðinni í morgun (um 7.30). Þetta byrjaði þannig að við heyrðum skrjáf í gardínunni og vorum bæði að hugsa hvað þetta væri án þess samt að pæla mikið í þessu, en þetta var eins og rok væri að henda gardínunni til og frá. Mér fannst þetta mjög skrítið í ljósi þess að ég var nokkuð viss um að glugginn væri lokaður og hélt fyrst að það væri köttur að vesenast eitthvað en þegar þetta var búið að vera svona í 5 mínútur var ég viss um að þetta væri bara vindur. Síðan heyrðist hátt og snjallt: "MJÁ" úr glugganum og þá var greinilega kattarkvikindi sem hafði komið inn um annan glugga og var að reyna að komast út um þennan. Ég sendi Sonju af stað í að redda málunum en hún er betri að höndla svona kvikindi og reyndist þetta vera einn stærsti köttur sem við höfum séð, bæði stór og feitur og rosalega gæfur og vildi láta klappa sér. Sonja henti honum síðan út um svaladyrnar og við fórum síðan í vinnuna.

Já, það er ekki mikið að gerast í lífi mans þegar maður getur skrifað svona langan pistil um svona ómerkilegt mál enda er Slembibullið dægurmálarit sem tekur á öllum hliðum samfélagsins.
    
Ég vil benda á það að Jóhann skipaði mér að henda "kattarkvikindinu" út og auðvitað hlýði ég húsbóndanum!
11:23   Blogger Sonja 

Ég man einn morguninn í Túnhvamminum að ég vaknaði upp klukkan 6 þegar kötturinn minn var að hvæsa útí glugga. Þá hafði kvikindið stokkið inn um gluggann minn og var að hvæsa á annann kött fyrir utan. Nú þar sem ég var nú þunnur og þreyttur þá ákvað ég nú bara að taka kvikindið og henda því út fyrir hurð hjá mér og loka glugganum. En kvikindið var ekki á sama máli og um leið og ég greip varlega utan um hann þá læsti hann öllum klóm í hendur mínar og hékk þar. Enn þann daginn í dag er hægt að sjá ör eftir þennan eftirminnilega morgun og mínu "ástarsambandi" við ketti/kvikindi.

NB! Ég náði ekki að henda honum út úr herberginu....
12:09   Blogger Árni Hr. 

Hmmm ... skrítið - þetta blögg hefur fengið hvað mestu viðbrögð af mínum blöggum og er það um svona daglegann hlut! Getur verið að lesendur vilji heyra meira af daglegum viðburðum og að maður opni sálu sína meira? Hvað segir Siggi?
12:12   Blogger Joi 
þriðjudagur, desember 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Eminem - Encore
Nýr gagnrýnandi/pistlahöfundur er hér með frumraun sýna og mun hann gagnrýna nýjustu Eminem plötuna möðefökkasss! Hann heitir Burkni og er hlaupari og sixpacker.

Eftirfarandi er umfjöllun um nýju plötu Eminem, Encore, sem Jóhann var svo góður að nið... ööö ... kaupa handa mér nýlega. Umfjöllunin verður hér á því sniði að lauslega verður fjallað um hvert lag í samhengi plötunnar og síðan reynt að lýsa heildarmyndinni.

1. Curtains up
Inngangur - Em gengur á svið.

2. Evil Deeds
Erfiðri æsku Em gerð skil, e.t.v. á öfgafullan hátt. Endað á orðunum "Till I pass 50 back the baton, the camera's on, my soul is gone" ... má skilja sem svo að hann líti á 50cent sem arftaka sinn.

3. Never Enough
Nokkuð þétt lag með aðstoð 50cent og Dr. Dre, í raun er talað um líf rapparans og andstæðingar hvattir til að skorast ekki undan.

4. Yellow Brick Road
Aftur kemur Em að æsku sinni og erfiðu þroskaferli rapparans. Nokkuð góður texti, taxtur í meðallagi.

5. Like Toy Soldiers
Hér er rætt um afleiðingar meiðyrðinga í rapplögum og þýðingu þess fyrir Em, félaga hans og plötufyrirtæki, Shady Records. Undirspilið einstaklega skemmtilegt, tekið úr samnefndu lagi frá 9. áratugnum.

6. Mosh
Líklega beinskeyttasta lagið á plötunni, ásamt því að vera það drungalegasta. Hér ræðst Em að Bush og stjórnarháttum hans, auk þess að hvetja fótum troðna hópa í Ameríkunni til að safna liði og standa upp gegn einræðisherranum.

7. Puke
Sígilt umfjöllunarefni - fyrrverandi kærastan, Kim. Mjög harður texti og ógeðfellt undirspil (æluhljóð).

8. My 1st Single
Mjög ómálefnalegt og sundurlaust lag um hvað hann sé frábær og aðrir ömurlegir, nokkrir fyndnir punktar, t.d. um Britney og Justin á Mickey Mouse Club - árum sínum.

9. Paul (talað)
Paul á líklega að vera umboðsmaður Em og skilur hér eftir skilaboð á símsvara hans þess efnis að Michael Jackson sé ekki skemmt yfir útreið sinni í myndbandinu við lag 13, auk þess sem hann spyr Em hvort nokkuð sé til í því að hann sé kominn með nýja byssu. Nokkuð skondið.

10. Rain Man
Hér gefur Em í skyn að frægðin hafi heilaskemmandi áhrif í annars heldur óheildstæðum texta. Tónlistarlega ekki mjög skemmtilegt lag en inniheldur mjög skondinn kafla þar sem hann bregður sér í gervi bókstafs-Biblíutrúarmanns í umfjöllun um samkynhneigð.

11. Big Weenie
Þetta venjulega um að Em sé bestur og að þeir sem tali illa um hann séu ekkert annað en öfundsjúkir.

12. Em calls Paul (talað)
Svar Em við lagi nr. 9. Hér talar hann inn á símsvara Paul, og það með e.k. raddgervli. Í hálfa mínútu tekst honum að spinna mál sitt nær eingöngu úr lagatitlum með M. Jackson.

13. Just Lose It
Fyrsta smáskífulagið af plötunni, ætti ekki að þurfa að kynna fyrir neinum. Um er að ræða nokkurs konar hanastél, þar sem víða er vegið að Michael Jackson fyrir meint brot gegn börnum. Þetta á sérstaklega við myndbandið, sem hefur orðið tilefni til meiðyrðamála. Em fær bæði lánað hjá og gerir grín að sjálfum sér hér. Lagið hefur heilmikið skemmtigildi en virkar hálfhraðsoðið.

14. Ass Like That
Mjög skemmtilegt lag þar sem Em bregður sér í gervi araba (af framburði að dæma) sem er hálfgerður perri og ofsóttur af lögreglunni - áróður á ofsahræðslu BNA-manna við hryðjuverkamenn.
Uppfært: Em er í hlutverki móðgunarhundsins Triumph ... gerir þetta ekki eins fyndið og fyrri misskilningurinn, en líklegast hefndaraðgerð hjá Em eftir að Triumph drullaði yfir hann.

15. Spend Some Time
Lag í rólegri kantinum, Em, 50cent, Obie Trice & Stat Quo fjalla hér um kynni sín af kvenfólki, óhætt er að segja að í textanum komi fyrir kvenfyrirlitning.

16. Mockingbird
Eins nálægt og Em kemst því að semja hugljúfa ballöðu, og að sjálfsögðu er umfjöllunarefnið dóttirin Hailie Jane, en lagið er n.k. uppgjör við yngri ár hennar og upphaf ferils Em. Mitt atkvæði sem besta lag plötunnar, þó það sé heldur flatt tónlistarlega.

17. Crazy In Love
Undarlegur, ofbeldisfullur og geðsýkislegur ástaróður til kvenmanns. Heldur slakt lag.

18. One Shot 2Shot
Ofbeldislag af gamla skólanum.

19. Final Thought
Millikafli.

20. Encore/Curtains Down
Hér fellur tjaldið, annaðhvort bara á plötunni eða í víðara samhengi. Hér fær Em aðstoð frá helstu félögunum og útkoman nokkuð áheyrileg.


Á heildina litið er platan sterk og skemmtileg áhlustunar. Þó er varla hægt að segja að hún sé sérlega aðgengileg og þar með þori ég ekki að ábyrgjast hana fyrir Eminem-byrjendur. Tónlistarlega er hún líklega ekki eins frumleg og oft áður en textarnir nokkuð góðir. Höfundareinkennin eru sterk. Em heldur uppteknum hætti með vísanir í verk annarra (tónlistarmanna), líkt og sjá má af titlum laga 4,5,10,16 og 17. Hann fær helstu félaga sína víða í heimsókn (D12, 50Cent, og sérstaklega Dr.Dre) og eykur það á fjölbreytnina. Em fer ekki nærri því eins illa með móður sína og oft áður, þó Kim fái það mjög illilega óþvegið í 'Puke'. Einnig má segja að minna sé um beinskeytt ofbeldi en t.d. á Marshall Mathers-plötunni. Drunginn er þó alltaf undirliggjandi. Ekki er hægt að segja að andagiftina skorti, öll 20 lögin eru þétt af texta. (2faldur diskur) Vonandi ætti það að slá á orðróma um að Em hyggist leggja hljóðnemann á hilluna, þó mörg smáatriði bendi til þess.
    
Glæsilegt blogg, ánægður með að sjá þessa gagnrýni, þó ég sé ekki sjálfur mikill aðdáandi Em (og rapps í heild sinni í raun) þá er þetta skemmtileg lesning og hvet ég pistlahöfund til að koma með fleiri dóma í framtíðinni.

Einnig fær Jóhann + í kladdann fyrir uppestningu og mynd...
17:40   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Langalangaafi Pálma
Torfi Einarsson
F. í Kollafjarðarnesi 25. des. 1812, d. 21. des. 1877. For.: Einar Jónsson (f. 9. júlí 1754, d. 6. des. 1845) bóndi þar og k. h. Þórdís Guðmundsdóttir (f. um 1777, d. 31. júlí 1861) húsmóðir. Bróðir Ásgeirs Einarssonar alþm. K. (12. ágúst 1838) Anna Einarsdóttir (f. 20. ágúst 1802, d. 26. júní 1879) húsmóðir. For.: Einar Einarsson og k. h. Helga Ólafsdóttir. Dætur: Soffía (1842), Guðbjörg (1845).
Bóndi á Kleifum á Selströnd frá 1835 til æviloka.

Alþm. Strand. 1864?1877 (kom ekki til þings 1865).

Sjáið svipinn með honum og Pálma :-)
    
Konan hans var 35 árum eldri en hann!!! Er ég að lesa rétt - og ekki fór lífið vel með fólk á þessum árum svo hún hefur varla verið spræk né ungleg!
15:32   Blogger Sonja 

Og var hún að eignast þessar dætur vel yfir sextugt!!
15:34   Blogger Sonja 
mánudagur, desember 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Stofumubla
Var að detta í hug ágætis hugmynd um að innrétta hluta af stofu eða eitt horn í henni: Búa til eftirlíkingu af vélbyssuhreiðri úr WWII með stórri vélbyssu, sandpokum o.flr. Maður getur þá líka bara klætt sig í nasistagalla og haldið til í horninu með vélbyssuna mundaða þegar það koma leiðinlegir gestir.
    
|
Skrifa ummæli
DVDs
Nokkrar DVD myndir um ljósmyndun sem ég ætla að setja hérna inn til fróðleiks fyrir aðra en aðallega til að ég muni linkinn á þessum lista ;-)

Ljósmyndadvdmyndalistisemerflotturmaðafakka
    
föstudagur, desember 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Tippklúbbur HS
Stigakerfið góða sem ég kom með á síðasta fundi hefur verið gagnrýnt talsvert af misvitrum niðurrifsseggjum og því ætla ég að koma með breytingatillögu að því:
  • Ef menn mæta á fund eða hafa góða ástæðu fyrir fjarveru (eins og HS núna) þá standa þeir á sléttu.
  • Ef menn skrópa eða mæta ekki á fund vegna anna fá þeir eitt mínusstig.
  • Sýni menn gott frumkvæði eða standa sig vel á vegum klúbbsins má meirihluti fundarmanna úthluta viðkomandi aðila eitt stig í bonus.
  • Ef menn skoða ekki sinn leik þá fá þeir eitt mínusstig og eins má meirihluti fundarmanna ákveða að ávíta menn með einu mínusstigi.
  • Formaður (Jói) hefur neitunarvald og má segja að hann sé öryggisventill félagsins.
Fundarstaður hefur verið færður niður í gamla Top Shop húsið niðri á Lækjargötu.
    
Jói fær 1 mínusstig fyrir þetta blogg!
21:46   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, desember 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Er núna með Wilco nýja diskinn og nýja með Nick Cave í spilaranum og gengur það hring eftir hring og er ég búinn að hlusta á þetta c.a. 2x og ætla að láta þetta ganga nokkra hringi í viðbót. Siggi: Þetta er gott blögg!
    
Heyrði aðeins í veika stráknum og hljómaði hann ekkert rosalega vel - ég óska honum hið besta á næstunni og vona að hann fari nú að skána strákurinn.
15:50   Blogger Árni Hr. 

Hef verið að hlusta mikið á Martin L. Gore diskinn, en hann einn af aðalsprautum Depeche Mode. Diskurinn heitir Counterfeit og mæli ég með honum fyrir þá sem hafa áhuga á þægilegri tónlist, en þetta eru allt tökulög og þar á meðal er lag eftir Cave
16:01   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, desember 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Dude
Nú verða allir sem eiga eftir að senda Hjölla kveðjur hérna á blogginu að drífa sig í því að setja þær inn núna því ég ætla að prenta út bloggið fyrir han frá þeim degi sem hann veiktist svo hann geti lesið það útprentað og séð hvað er að gerast í heimsmálunum ... do it dudes eins og maður segir stundum!

Við Sonja erum að pæla í að panta slatta af ljósmyndadóti sem okkur "vantar" því við getum fengið það frá US á góðum díl ;) Það sem við erum að spá í að kaupa er 24-70mm linsa, flass, ljósmælir, polarizing filter, þráðlausann sendir fyrir flassið, auka batterí og hleðslutæki. Þetta kostar ekki mikið miðað við hérna vegna gengi dollaros. Þegar þessir hlutir eru komnir erum við nú að verða ansi góð enda komin með frábærar græjur (myndavélin hefur reyndar ekki verið lagfærð og við erum með lánsvél núna). Síðan er næsta skref bara að fá sér tjald og ljós og þá er maður kominn með ágætis stúdíó. Við prófuðum að taka nokkrar myndir í svona amatör stúdíói um helgina og hérna er ein af þeim sem við tókum ef englabarninu hennar Særúnar:

    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
    
þriðjudagur, desember 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Íþróttir
Tók nokkuð vel á því í gærkvöldi íþróttalega séð því ég fór í fótbolta kl. 20 með litla bróður og einhverjum öðrum tittum og spilaði þar í um 70 mínútur og brunaði þá í tennis en mæting var þar kl. 21:30. Þar átti ég stórleik og vann Sigga 6-1, 6-2 og 2-0 og sá hann aldrei til sólar enda átti ég stórleik sem Siggi staðfestir væntanlega með a hérna fyrir neðan. Við veðjuðum upp á kippu af bjór um úrslitin: Siggi sagðist vinna a.m.k. 50% en ekki náði hann því. Borga kallinn eða ég flengi þig!
    
Ég vill minna á það Sigurður að þú hefur sótt tíma hjá þjálfara og auk þess á ég ekki nokkra ára sögu í þessu eins og þú vilt meina!
10:17   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Morgunn
Jæja þá er maður mættur snemma og því tími í stutt blogg. Mætti fyrir 8 sem er nú ekki algengt þessa dagana, en EE þurfti að mæta snemma í skólann og því fór ég snemma af stað.

Ég vil taka það fram að ég þakka Jóhanni og fleiri AGR mönnum fyrir mig á laugardaginn, þetta var mjög fín byrjun á ágætis kvöldi. En svona rétt til að summera upp kvöldið:

Fór til AGR strákana og fékk mér 2 bjóra yfir boltanum áður en ég hélt til yfirmanns míns og fékk mér einn öl þar á meðan hann gerði sig tilbúinn til að fara af stað. Nú við mættum á jólahlaðborðið upp úr 7. Síðan gerðist nú ekki meira en það að tíminn flaug áfram og áður en ég vissi af þá var klukkan orðin 1 og allir á leiðinni í burtu, sumir niður í bæ og aðrir heim á leið. Eins mikið og mér fannst ég tala við fólk, þá finnst mér ég ekki hafa talað við neinn sem ég er að vinna með, eyddi mestum tíma að tala við fólk sem ég kannaðist lítið við.
Nú flestir fóru í bæinn og ansi margir á NASA, ég ákvað að fara ekki þangað heldur hélt í smá partý sem var í raun ekki frásögum færandi og því endaði ég aftur niðri í bæ og rölti þar í nokkra stund áður en heim var haldið.

Allt í allt ágætist kvöld, en þó ekkert sérstakt. Var hins vegar frekar þreyttur á sunnudeginum.
    
mánudagur, desember 06, 2004
|
Skrifa ummæli
How Canon Got Its Flash Back: The Innovative Turnaround Tactics of Fujio Mitarai
Keypti þessa bók núna í haust á flugvellinum í Köben þegar við í vinnunni fórum eina helgi til Danmerkur. Ég ákvað að kaupa hana þó að hún væri á um 6000 kr. sem mér fannst ansi dýrt en lét mig hafa það.

Þessi bók var ekki eins og ég var að vona að hún væri, þ.e. ég vonaði að hún fjallaði meira um tæknina á bakvið það sem Canon er að framleiða en bókin var aðallega um hvernig fyrirtækinu er stjórnað og hvað var gert til að ná þeim mikla viðsnúningi sem Canon hefur náð á síðustu árum.

Það sem mér fannst koma mest á óvart við aðferðir Canon er að fyrir um 15 árum síðan voru allar stærri verksmiðjur Canon í Japan með risastórum færiböndum þar sem fólk stóð við og setti inn í viðkomandi framleiðsluvöru þann hluta sem það sá um eða þá að það voru vélmenni sem sáu um að setja viðkomandi hlut í. Þessi var öllu breytt og síðustu ár hefur verið hætt með þessi færibönd og vélmenni og öll framleiðsla Canon fer fram með litlum vinnuhópum sem búa til eina framleiðsluvöru, t.d. prentara eða myndavél og þegar hver vél er tilbúin þá byrja þau á næstu. Þetta hefur gefist mjög vel (þó þetta hljómi ekki jafn fullkomið) og það sem hefur náðst fram með þessu er að starfsmenn eru ánægðari og sýna meira frumkvæði, það kostar minna að framleiða hverja vöru vegna þess að það þarf ekki jafn mikinn startkostnað og tíma ásamt því að hver verksmiðja verður ekki jafn sérhæfð tækjalega séð og miklu minni tíma tekur að hætta að framleiða ákveðna vöru og fara yfir í nýja. Hagnaður Canon hefur rokið upp eftir að þeir tóku allt framleiðslukerfi sitt í gegn ásamt annarri endurskipulagningu.

Flest fyrirtæki í Japan voru á árum áður með æviráðningu en mörg hver hafa farið meira í bandarískt kerfi þar sem fyrirtæki segja upp og ráða fólk eftir því hversu mikið er að gera og fólk er kannski ekki að vinna lengi hjá hverju fyrirtæki. Canon er ennþá með þetta kerfi í gangi, þ.e. að starfsmenn eru æviráðnir og eru þeir ekki að fara að hætta með það. Toyota er líka með þetta kerfi og það fyrirtæki er fyrirmynd annarra fyrirtækja þegar kemur að vel skipulagðri framleiðslu og góðum rekstri því það þykir í allra fremstu röð. Það sem er gott við þetta kerfi er það að allir starfsmenn Canon eiga jafnann möguleika á frama innan fyrirtækisins og skiptir þá geta viðkomandi starfsmanns öllu máli en ekki menntun. Menntun hjálpar náttúrlega mönnum við að ná langt því þeir eru betur undirbúnir en menn komast ekki fram yfir hæfari starfsmann bara af því að hann hefur meiri menntun. Þetta virkar þannig að allir starfsmenn taka 3 próf á ári sem metur getu þeirra og það fer eftir þessum prófum hversu menn ná langt innan fyrirtækisins. Canon hefur 30 manns á efsta leveli fyrir neðan forstjórann og þeir verða allir að hafa unnið a.m.k. 30 ár innan fyrirtækisins til að ná þetta langt.

Annað sem Canon hefur gert er að taka í gegn samskipti við dótturfélög sín og taka upp meira hvetjandi kerfi og einnig að nýta betur allar tækninýjungar í öllu fyrirtækinu, þ.e. að það sem er fundið upp er sett í allar vörur Canon ef það bætir vöruna. Eins sækir Canon um mikið af einkaleyfum og umsóknir þeirra eru um 10.000 á mánuði.

Þetta var ágætis bók en mér þótti hún mjög þurr og á greinilega ekki að vera nein skemmtilesning. Farið er lauslega í gegnum sögu Canon og síðustu ár eru meginþema bókarinnar ásamt viðtali við forsetann Mitarai. Ég hugsa að þeir sem hafi meiri áhuga á þessum málum hafi meira gaman af bókinni því það eru margir athyglisverðir hlutir sem koma fram í henni.
    
Þetta er glæsilegt blogg - afar áhugavert og náði ég amk að verða spenntur fyrir þessari bók, enda mikill áhugamaður framleiðslustýringar osfrv.
Varstu ekki að lesa Sony bókina um daginn, hvað er næst Toyota :)
07:57   Blogger Árni Hr. 

Nei, ég var ekki byrjaður á Sony bókinni.
Já, spurning að næla sér í bók um Toyota því þeir hafa fengið verðlaun fyrir að vera með besta og hagkvæmasta framleiðslukerfi í heiminum og þeir eru fyrirmynd sem aðrir setja sér í þessum málum.
09:22   Blogger Joi 
laugardagur, desember 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Athugasemd
Við Sonja fengum skemmtilegt comment á Auschwitz/Birkenau galleríið okkar á SmugMug:

My students in logic and critical thinking will be looking at your photos this next Monday morning as evidence of what happens in the absence of critical thinking. I have been looking over your EXCELLENT gallery, and I think everyone needs to see these scenes as a "wake-up" call, especially in light of the traumatic events that have happened since 2 November 2004 in the US.

I, as a professor of philosophy, appreciate your willingness to share with the rest of the world civilized community, images of "what could" be in the absence of a world aware of the need to preserve itself. I am sorry; I hardly cannot look at much more, as I cry in despair at our human condition.

Warm regards,

Jeremy Horne, Ph.D.
jhorne18@earthlink.net
http://home.earthlink.net/~jhorne18

    
Það er mjög athyglisvert að þessi gaur segist vera sérfræðingur í að búa til heimasíður fyrir aðra, og hans eigin heimasíða er bleik og líkist fyrstu heimasíðunum frá miðjum tíunda áratugnum! Mjög skemmtilegur linkur á gjafavörur sem hann býr til (svona leðurbindi :) Athugaði líka nokkrar greinar eftir hann sem virðast "skrítnar", svo ekki sé meira sagt :D Hvet alla til að skoða þetta!
16:28   Anonymous Nafnlaus 
föstudagur, desember 03, 2004
|
Skrifa ummæli
The question of whether computers can think is like the question of whether submarines can swim. -Edsger Dijkstra
    
fimmtudagur, desember 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Breiðbandið
Breiðbandi er greinilega að bæta þjónustuna við enska boltann því á laugardaginn verður hægt að velja um 3 leiki á sama tíma:

Skjár1: Man. Utd - Southampton
Rás 3: Arsenill - Birmingham
Rás 4: Everton - Bolton

Ágætis framtak að geta valið um leiki. Spurning hvort vinnufélagarnir hittist og horfi á leik fyrir jólahlaðborðið?
    
Hvaða rásir eru þetta sem sýna hina leikina?

PS - maður kannski rekst á þig um kvöldið í bænum, það er nefnilega jólahlaðborð Actavis um kvöldið líka. Hver veit.
22:51   Blogger Árni Hr. 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
09:24   Blogger Joi 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
09:24   Blogger Joi 

Þetta eru bara sér breiðvarpsrásir sem hafa verið stofnaðar til að geta sent út fleiri leiki í einu.
Já, aldrei að vita nema við hittumst í bænum - kannski verð ég einn á ferð því sumir vinnufélagar mínir eru nú ekkert æstir í djömm og bæjarferðir ;-).
09:24   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Pistill frá Sigga
Að mörgu er að hyggja þegar líður að jólum og peningabudda slembibullsbræðra og áhangenda þeirra oft á tíðum ansi létt eftir jólin, þar sem ég er fulltrúi neytanda á síðunni þá verður hér örstutt umfjöllun um neytendamál.

Hér kemur fyrsta neytendahornið fram að jólum, en það fjallar um smjör og önnur viðbit.

Viðbit, allir verða að eiga smjör um jólin, látið ekki glepjast af auglýsinga gylliboðum um fituminnsta viðbitið og bla bla bla. Haldið neyslu smjörs í hófi um hátíðarnar en skerið það þó ekki alveg við nögl því helstu kostir viðbits eru eftirfarandi:
  • Mýkja samlokur og gera þær safaríkari
  • Sérlega gott er að steikja sveppi upp úr smjöri
  • Fiskur er einnig góður með bræddu smjöri.
  • Einnig getur smjör hentað vel til leikja sérstaklega ef koma þarf lengri og breiðari hlutum inn í þröng göt.
  • Misjafnt er hvort viðbit kemur úr dýraríkinu eða jurtaríkinu, sérfræðingar tjá mér að hollara sé að fá viðbit úr jurtaríkinu þó þeir skilji nú eiginlega ekki afhverju.
Fyrir áhugasama er hér uppskrift sem inniheldur smjör :

Hráefni
50 g smjör
1 msk smjör
12 stk humarhalar
6 stk franskbrauðsneiðar
2 stk portobellosveppir
1 stk hvítlauksrif
nokkur kórianderlauf
salt og pipar

Sósa

1 dl hvítvín
1 dl rjómi
100 g kalt smjör
2 msk olía
2 stk hvítlauksrif
safi úr 1 limeávexti
Skelin af humrinum

Undirbúningur
Skerið skorpuna af franskbrauðssneiðunum og skerið til helminga til að þynna þær.
Leggið humarinn ofan á þunna sneiðina og rúllið brauðinu upp. Hellið því næst bræddu smjöri með hvítlauk yfir. Setjið þá humarinn umsvifalaust í kæli. Þá ætti smjörið að harðna. Steikið þá brauðvafinn humarinn á heitri pönnu með ögn af smjöri.

Sveppir
Takið skinnið af sveppunum og penslið þá með smjöri. Kryddið með salti og pipar og bakið þá við 150°C í 30-45 mínútur.

Matreiðsla
Steikið humarskelina við háan hita í olíunni. Bætið þá vatni eða hvítvíni út á pönnuna og sjóðið niður um helming. Setjið þá rjóma og hvítlauk út í og sjóðið aftur niður um helming. Sigtið sósuna og hrærið köldu smjöri saman við hana. Athugið að eftir að smjörið er sett út í má sósan ekki sjóða. Kryddið sósuna því næst með salti, pipar og limesafa.
    
Hmmm ... setja einhvern andskotans formála á uppskrift sem þú sendir mér gjörsamlega ómeðhöndlaða, þ.e. klippir hana af netinu og tekur ekki einu sinni út drasl sem á ekki að vera með þýðir að ég eyddi svona 4x meiri tíma í þetta drasl heldur en þú Sigurður! Þú hefur átt marga lélega pistla sem margir hverjir náðu gjörsamlega botninum en þú hefur toppað þá og kemur með lélegasta pistil sem hefur sést!
15:26   Blogger Joi 

Fúlir með hvað þá? Að taka texta úr öðrum síðum, skrifa smá formála til að eigna sér textann og pasta hann á bloggið? Er Siggi nokkuð skyldur Hannesi?
19:38   Blogger Joi 

Pistlahöfundur á að taka eitthvað efni fyrir, skoða það frá öllum hliðum, spyrja spurninga og svara því sem hægt er að svara en ekki cut-a og paste-a uppskrift af netinu. Hvað yrði sagt ef leiðari Morgunblaðisin væri einn daginn bara uppskrift af köku sem hefði komið fram áður á uppskriftasíðu DV?
16:54   Anonymous Nafnlaus 

Ég skrifaði síðustu athugasemd af Anonymous.
16:54   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
WC
Fór í gærkvöldi eftir mat og keypti mér árskort í Laugum og verð ég bara að segja að þetta er nokkuð skemmtilegur æfingastaður mjög sáttur með þetta. Líka sniðugt að geta horft á leiki sem eru á Sýn og æft í leiðinni þar sem ég er ekki áskrifandi. Var t.d. í gær í 80 mínútur á trimmtæki og horfði á United - Arsenill sem endaði vel.
    
miðvikudagur, desember 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Úr mbl:
Kylie vill vera laus við frægðina
Ástralska söngkonan Kylie Minogue segist gjarnan vilja vera laus við að vera þekkt andlit, að því er fram kemur hjá Ananova.


Maður heyrir einstaka sinnum í fréttum að hinir og þessi celebs (eins og maður segir stundum) eru að segja að þau vildu helst sleppa við frægðina og lifa venjulegu lífi og Becham sagði þetta t.d. um daginn. Samt gerir þetta fólk allt til að fá athygli, þ.e. taka þátt í allskonar dóti sem vekur athygli, láta taka myndir af sér í blöðum o.flr. sem vekur athygli. Maður myndi halda að stúlka eins og Kylie gæti bara hætt að gera tónlist sem er gjörsamlega saumuð til þess að vera markaðsvæn og farið að gera eitthvað meira alvöru sem vekur ekki jafn mikla athygli. Eins gæti hún prófað að klæða sig í föt áður en hún glennir sig fram og aftur í myndböndunum sínum. Já, ég þoli ekki svona helvítis kjaftæði!

Húsbóndi úr miðbænum.
    
Líklegast þeir sem nenna að lesa athugasemdir þínar og þessa pistla sem eru aldrei fuglur né fiskur niðurrifsplebbanæpan þín!
15:23   Blogger Joi 

Ég verð nú að mótmæla aðeins hér, þó að hún segist ekki vilja frægð þýðir samt ekki að að hún vilji hætta einu besta djobbi í heiminum. Ég held að hún geri sér fyllilega grein fyrir að hún geti farið að skúra gólf í Arizona og verið anonymus, en eins og ég skil þetta þá vill fólk vera frægt en líka vera látið í friði. Eitthvað sem er afskaplega erfitt. Varðandi það að hún sé að dilla rassinum í myndböndum, þá snýst þetta líka um að hún er að semja tónlist og hún er að selja tónlist og þar sem lögin hennar eru nú ekki beint merkileg flest, þá verður að nota öll ráð til þess að eignast fullt af pening og útlit hennar er einmitt það sem er að virka fyrir Kylie.
Þ.a. ég tel þetta vera nokkra einföldun hjá þér Jóhann þó að þú hafir margt til málanna að leggja og er ég nú nokkuð viss um að bæði Kylie og sérstaklega Beckham gæti nú farið aðeins rólegar í sína promotion.
17:06   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar