miðvikudagur, desember 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Veikindapistill
Nú er ég búinn að vera frá nokkuð lengi, en er svona að koma til og er orðinn alveg hitalaus, en ég var með um 38-39°C hita fyrstu 2 vikurnar og svitnaði mjög mikið, en það er einn af þessum leiðindafylgikvillum þessa leiðindasjúkdóms. Ég gat ekki komið neinu niður nema að það væri í fljótandi formi, en samt var það mjög óþægilegt og jafnvel bara að kingja vatni var vont, svon svipað og að borða fisk með fullt af beinum. En þar sem að ég svitnaði mjög mikið þá þurfti ég stöðugt að vera að drekka vatn og djús.
Ég er nú frekar orkulítill núna og hálsinn er ekki enn orðinn góður þó að hann sé nú betri og finn ég alltaf fyrir því þegar ég kingi munnvatni, en hann er samt betri en hann var. Ég er nú búinn að borða 2 heitar máltíðir, eina í gær og aðra í fyrradag, en ég er þó enn mest í jógúrt og svoleiðis löguðu.
Ég fer til læknis á morgunn þar sem að tekin verður blóðprufa til að tékka á hvernig lifrin hefur það.
Ég vonast til að geta mætt í vinnuna í næstu viku, en það ræðst svolítið af því hvað kemur út úr lifrarbólgutestinu á morgunn og hvað læknirinn mælir með, en ef maður fer of snemma af stað þá er hætta á að maður versni aftur og lendi bara aftur í sama farinu með hita og rugl og þar sem að það eru nú að koma jól, þá nenni ég ómugulega að vera í einhverju svoleiðis rugli á þeim tíma, enda kominn með meira en nóg af þessari inniveru og geta ekki farið út fyrir hússins dyr. Held að ég hefði frekar verið til í að vera handleggsbrotinn heldur en að standa í þessari vitleysu, enda með mikla reynslu af handleggsbrotum og kominn í ágæta æfingu á því sviðinu.
Næsta mánuðinn verð ég að taka því mjög rólega og má t.d. ekki hlaupa eða reyna neitt líkamlega á mig og því mæti ég ekkert í fótbolta eða tennis aftur fyrr en í fyrsta lagi undir lok janúar.
Jæja, læt þetta bara gott heita í bili, ætla að frá mér einhverja eðaljógúrt, eða jafnvel vera bara grand á því og fá mér Swiss Miss eða bara bæði.
    
Gaman að heyra að menn eru enn lifandi og líka gott að sjá að menn eru orðnir skrifandi aftur, vantaði Hjölla það mikið á bloggið að ég þurfti að taka upp á því nýbreytni að blogga.
Annars er nú aðal málið að Hjölli nái að komast með okkur á Perluna, svona út frá egocentrisku sjónarmiði.
16:41   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar