föstudagur, febrúar 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Horfði á ágætis þátt í gærkvöldi á NRK1, eftir að ég var búinn að hamsa heimadæmin. Þetta var þáttur frá BBC um einhverja fræga spjallkonu í bretlandi sem heimsótti Hugh Hefner í Playboy mansionið og var þar gestur í nokkra daga. Hugh er nú meiri helvítis graðnaglinn, hann er yfirleitt með svona 7 módel á setrinu, sem búa þar í nokkrar vikur, og er að smella þær allar hægri vinstri. Maðurinn er orðinn 76 ára og er enn í fullu formi, með hjálp Viagra. Það var hinsvegar sorglegt að sjá sumt kvenfólkið í partíunum, því þær muna sín fífil fegurri. Margar konur voru t.d. komnar yfir 50 og gerðu greinilega allt til að halda sér ungum með því að sprauta fitu í varirnar og fara í einhverjar lýtaaðgerðir o.flr., og voru síðan með stríðsmálningu í andlitinu ... sorglegt!
    
|
Skrifa ummæli
ææ, ég gleymdi mínu vasaljósi heima
    
fimmtudagur, febrúar 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Búinn með fuckings heimadæmin!
    
|
Skrifa ummæli
Hver í anskotanum er Don Zimmer?
    
|
Skrifa ummæli
Djöfull lætur þú taka þig í rassgatið Hjörleifur, þú áttir að hella þér yfir þá og sýna að þú værir mjög ósáttur. Þú hefðir þá fengið eitthvað ókeypis eða feitann afslátt af kommóðunni þegar hún kemur en í staðinn fékkstu ekki einu sinni endurgreitt heldur innlagsnótu!
    
|
Skrifa ummæli
Díses hvað það er langt síðan ég hef bloggað. Hef bara ekki haft orku í þetta.
En á Sunnudaginn fór ég í IKEA til að kaupa mér eitthvað til að fela allt draslið mitt og rakst á þessa líka ágætis kommóðu. Ég sló til og keypti mér eina slíka í beyki lit (hinir litirnir voru birki og hvítt). Svo eins og gengur og gerist þá fer maður á lagerinn til að sækja vöruna og það gekk ágætlega og svo þegar ég var að borga þá kom í ljós að varan sem ég var að kaupa var ca 3000 kalli ódýrari heldur en það sem ég ætlaði að kaupa, svo ég gerði athugasemd við það og þá var farið til baka þar sem ég panntaði vöruna og þar var fullyrt að ég hefði fengið rétta vöru. Þá sagði afgreiðslustelpan að vörulækkanir væru oft á undan í kössunum, heldur en í búðinni svo ég var bara ánægður með það og fór heim með kommóðuna (sem vó um 55 kg í einum kassa). Þegar heim var komið þá ákvað ég að halda á henni inn í pörtum og opnaði því kassann inn í bílnum og þá sá ég að ég hafði fengið hvíta kommóðu.
Ég keyrði því aftur upp í IKEA og fékk að skipta og þurfti að ganga í gegnum allt ferlið aftur. Þegar ég var svo búinn að skutla nýja eintakinu inn í bílinn ákvað ég að opna kassann áður en ég færi heim og viti menn aftur fékk ég hvíta kommóðu, svo ég fór aftur að skipta og þurfti að ganga í gegnum allt ferlið í þriðja skiptið. Þegar ég var svo að bíða á lagernum tók ég sérstaklega vel fram (gerði það reyndar líka í annað skiptið) að ég væri að sækja beyki litaða kommóðu, ekki hvíta. Einn maður var þarna á undan mér að kaupa eins kommóðu og ég í sama lit og fékk hann sína í réttum lit og svo þegar ég átti að fá mína þá voru þær bara búnar.
Svona eyddi ég Sunnudeginum algjörlega til einskis (þetta tók um 3 tíma að ganga í gegnum þetta helvítis vesen). Þegar ég spurði svo hvað væri til ráða þá var mér sagt af lagerstráknum að það kæmi ný sending eftir 3 vikur. Ég fór nú samt til stelpunnar sem að seldi mér þetta í upphafi og þegar ég var að spjalla við hana þá kom í ljós að maðurinn sem fékk síðasta eintakið, fékk í rauninni vitlaust eintak á lagernum, því hann hafði pantað minni kommóðu, en fékk þá stærri (sem ég átti að fá), svo þannig tókst lagerstrákunum að klúðra gjörsamlega öllu sem hægt var að klúðra í þessari afgreiðslu.
Núna er bara jafn mikið drasl heima og ég á inni inneingnarnótu, sem ekki er hægt að leysa út nema með vöruúttekt. Ég semsagt borgaði IKEA 10990 kr þennan dag og fékk aðeins eitt lítið blað með mér heim.
Einhvernvegin tókst mér að halda ró minni allan þennan tíma, enda hugsaði ég með mér að það þýddi ekkert að æsa sig út af þessu, kommóðan mundi ekkert skipta um lit við það.


Hvað lærði ég af þessu, jú ALLTAF að opna vöruna inn á lager áður en maður fer eitthvað lengra. ALDREI að treysta því að þú fáir rétta vöru upp í hendurnar.
    
|
Skrifa ummæli
Voru ekki einhverjir sem tóku að sér að skrifa G.G. Gunn á CDs?
    
|
Skrifa ummæli
Fékk fuckings 10 fyrir A* forritunarverkefnið sem gildir 12,5% af lokaeinkunn í stærðfræðilegum reikniritum!
    
|
Skrifa ummæli
Fór á Chicago í gær sem er svona dans og söngvamynd í anda Moulin Roughe. Þetta er ágætis mynd, tilgerðarleg en á líklegast að vera það. Mér finnst reyndar aðalleikkonurnar tvær, þær Rene Zellweger og Catherina Zeta Jones ekkert merkilegar og þær fara í taugarnar á mér á köflum. Gef myndinni tvær drullukökur af fjórum mögulegum og eins fær Gangs of New York tvær.
    
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
|
Skrifa ummæli
Við Hjölli fórum á Gangs of New York á sunnudaginn. Þessi mynd er mjög vel gerð og leikin, en ég get ekki sagt að hún sé skemmtileg. Bæði er umhverfið og allar aðstæður hálf eitthvað óáhugaverðar og söguþráðurinn er ekkert spes að mínu mati. Frekar tilgangslaus mynd.
    
|
Skrifa ummæli
Svo virðist sem að ekki sé hægt að bæta commenti - er þetta bara mín tölva?
    
|
Skrifa ummæli
Á einni viku prófaði ég tvo veitingastaði - fór á:

Við Tjörnina - fékk mér þar blálöngu eða eitthvað svoleiðis. Það var bara mjög gott og gaman að prófa eitthvað nýtt.
Lækjarbrekku - hef mjög góða reynslu þaðan en varð fyrir vonbrigðum, fékk bragðlausa humarsúpu í forrétt og svo fékk ég hreindýr í aðalrétt sem var svo sem ágætt
en hefði getað verið betur.
En gaman að þessu samt - fyrirtækið borgaði brúsann bæði skiptin.

Annars stefnir allt í það að ég fari í aðgerð í apríl á hnéi og virðist fótboltatímabil mitt vera búið í bili. Ekki gott.
    
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Klúðursleg setning hjá öðrum þulinum úr leiknum áðan: Það er eins og tappinn sé tekinn úr blöðrunni og hún er bara sprungin.

Annars voru United nokkuð góðir á móti Juventus og Keane var alveg magnaður í vörninni. Ótrúlegur leikmaður!
    
mánudagur, febrúar 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Það ætlar greinilega enginn að blogga í dag! Ég er á leiðinni núna til litla bróðurs í mat og hef þetta því stutt.
    
sunnudagur, febrúar 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Gaman að sjá að menn eru byrjaðir að blogga aftur!!

Já, gærkvöldið var mjög fínt og eins var afmælið á föstudaginn skemmtilegt. Fín helgi.

Við Hjölli ætlum að kíkja á Gangs of New York núna kl. 10 og verður því farið seint að sofa, því myndin er 166 mínútur.
    
|
Skrifa ummæli
Einnig vildi ég bæta að góð fótboltahelgi gekk í garð núna - Ferguson kvartaði undan þreytu sinna leikmanna strax eftir leikinn (á SKY) - en svo eftir að hafa séð Arsenal demolish Man City þá las ég aðra grein þar sem hann kvartaði yfir því að Man Utd þurfti að spila í hádeginu og því hafi þetta gengið svona illa.

Já alltaf gaman að lesa svona comment - I guess að allir framkvædarstjórar hafa sínar dillur, t.d. á Wenger mjög erfitt með að sjá þegar hans menn brjóta eitthvað af sér - en hann virðist allaf sjá þegar hinir brjóta. Svona er þetta víst :)

til þess að Tottenham eigi möguleika á 6 sætinu (evrópa) þá verða þeir að vinna Fulham - mjög erfiður leikur sem sagt á mán.
    
|
Skrifa ummæli
Stutt blogg frá skrifborði Árna:

Í gær fór ég í kokkteilboð hjá frænku minni, fékk mér smá kampavín og hvítvín og spjallaði við fjölskylduna. Nú mér og EE var boðið í partý um kvöldið sem við sögðum að við myndum kannski koma í þar sem mig langaði að spila pool með Hjölla og Jóa. Nú off to pool - þar var drukkið bjór og spilað fram eftir kvöldi, bara helv. gaman. Árni átti þrefalda alslemmu + 3 bónusskot og þar með hreinsaði borðið í einum af betri leikjum sem sést hefur. En einnig náði Árni að taka 3 upphafsskot í síðasta leiknum sem fóru öll forgörðum - já svona getur þetta verið skrýtið. Eftir þetta héldum við öll til frænku í smá partý og hittum þar annað frægt fólk svo sem söngvara í Ske og gítarleikara í Singapore Sling sem tjáði okkur að þeir væru á förum í sveitta ferð til Texas - já sveittir Whisky rokkarar, gerist ekki flottar.
Eftir þetta gengum við í átt að Háskólabíó og þegar við gengum þar fram hjá sagði maður góður yo guys - og við svöruðum að bragði yo mr. Townsend (ef menn vita ekki hver það er, þá er þetta grínari sem er hér á landi með stand up). Nú förinni var haldið á Mímisbar þar sem ég spurði barþjóninn hvort hægt væri að fá svo sem einn bjór (hann virtist vera að loka) og sagði hann já, svaraði ég þá: ok láttu mig fá 4. Ekki má gleyma að við hittum townsend aftur og kallaði Jói: yo Robbie!
Nú eftir þetta var förinn haldið niður í bæ - þar sem við ætluðum að hitta vinkonur EE á kormáks og skjaldar bar - en ekkert varð úr því, frekar var haldið niður á Nonna þar sem sveittur Nonnari var étinn (Jói fór heim að bíða eftir sinni heittelskuðu - eða horfa á vídeó).
Haldið var heim á leið - Hjölli fékk far með mér og EE þar sem Jói hafði labbað heim.

All in all mjög skemmtilegt kvöld - ég held að allir hafi skemmt sér vel ásamt því að koma sér heim á skynsamlegum tíma (eitthvað sem við eigum stundum erfitt með).

Reyndar var þetta ansi erfiður morgunn - en þegar ég fór á fætur um 12 og kveikti á TV sá ég að Tyson var að fara að berja mann og jafnvel annann. Nú meðan ég las fótboltafréttir og horfði á Tyson - gerðist það að ég missti nánast af leiknum þar sem hann stóð í 45 sek - Tyson rotaði kappann í einum grænum. Ég þurfti að horfa á leikinn í endursýningu. Merkilegt þetta.
    
föstudagur, febrúar 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Jamm, Hlynur sagði einmitt að ég hefði verið í feiknarformi í boltanum í dag. Skrítið að ég missteig mig í byrjun leik en náði samt þessum snilldarleik.

Afmæli í kvöld og ég skilaði ekki heimadæmum í stærðfræði, í dag, þriðju vikuna í röð. Þetta gengur nú ekki lengur!
    
|
Skrifa ummæli
Hérna er uppfærður listi yfir fólk:
  • Árni Snævarr (nýr)
  • Björgvin Halldórsson
  • Finnur Vilhjálmsson
  • Friðrik Weisshappel
  • Guðjón Guðmundsson
  • Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Guðlaugur Helgason (nýr)
  • Guðrún Gunnarsdóttir
  • Jón Axel Ólafsson
  • Magnús Kjartansson
  • Randver Þorláksson
  • Rúnar Freyr Gíslason
  • Selma Björnsdóttir
  • Stefán Hilmarsson
  • Stefán Hrafn Hagalín
  • Valtýr Björn Valtýrsson
  • Þorgeir Ástvalsson
    
fimmtudagur, febrúar 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Komin vika síðan Ánni bloggaði!!! Hvað er eiginlega málið?????
    
|
Skrifa ummæli
En út að borða með vitleysingum er ekki komið í lag!
    
miðvikudagur, febrúar 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, loksins er eitthvað að gerast í þessum málum:

Alexandra Vodjanikowa , ungfrú Þýskaland 2003, hefur óskað eftir fundi með Saddam Hussein, forseta Íraks, þar sem hún vill reyna að sannfæra hann um að afvopnast til að koma í veg fyrir stríð. Hin 19 ára gamla fegurðardrottning er nú á leið til Íraks til að leggja sitt af mörkunum til að koma í veg fyrir átök.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, mætti hress og kátur í ræktina í morgun eftir 3,5 mánaðar frí. Var búinn að þyngjast um 1,5 kg. sem er nú ekkert rosalega mikið, en ég hef samt fitnað eitthvað og misst eitthvað af vöðvamassa á móti. Ég stefni að því að vera kominn undir 80 kg. (er 85 núna) í sumar og má ég hundur heita ef mér tekst það ekki.
Halldór Ásgrímsson heilsaði mér samt kumpánlega, er ekki búinn að gleyma mér. Ég kannaðist samt ekki við stelpurnar í afgreiðslunni, svo langt er síðan ég mætti síðast.
    
þriðjudagur, febrúar 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Alveg er Tímon tímaskráningakerfið að gera alla gráhærða hér á veðurgerðinni. Menn eru farnir að berja tölvurnar sínar og ganga um bölvandi. Maður er eiginlega farinn að gruna að þetta sé bara atriði í faldri myndavél. Maður hlakkar bara til að fara að gera skattaskýrsluna, það er þó eitthvað sem maður ræður við og tekur ekki marga klukkutíma og svo þarf maður heldur ekkert að kunna í SQL til þess að fylla hana út. Það endaði með því hjá mér að ég skilaði minni skýrslu bara á gamla góða Excel forminu. Alveg magnað að allir starfsmenn þurfa að kunna að nota tölvu (sumir hér hafa aldrei þurft þess og eru að feta sín fyrstu spor í tölvumálum) til að fylla út vinnuskýrlslu. Ef það er framtíðin að hafa ALLT á tölvuformi þá er bara kominn tími til að gera eitthvað í málunum. Hvers vegna ætti t.d. maður sem vinnur við að mála, eða smíða, eða í hvaða starfi sem er sem ekki krefst tölvukunnáttu að þurfa að nota tölvu til að fylla út vinnuskýrslu, þegar hann hefur getað gert þetta með blaði og penna alla sína tíð. Ef nútíðin er framtíðin og fortíðin nútíðin og þar með er fortíðin framtíðin þá er ekki nema von að maður verði doldið ruglaður.

Annars var ég að horfa á Survivor Amazon women í gær og þrátt fyrir að stelpurnar væru doldið aumar og þurftu að búa við mjög slæm skilyrði (á meðan strákarnir voru búnir að byggja sér ágætis skýli) þar sem að þær voru hræðilega óskipulagðar og miklir klaufar í að koma sér fyrir og voru ömurlegar í keppninni (en strákarnir voru bara ömurlegri þrátt fyrir allt, greinilegt að það þarf að grisja smávegis).
Bara vegna þess hversu erfitt er að koma sér fyrir og rotturnar eru greinilega miðbæjarrottur og kunna ekkert nema að meika sig og sjóða nærbuxur (amk. notuðu þær eina hreina vatnið sitt til þess í gær) þá hefði frekar átt að hafa þetta blandað til að byrja með og splitta svo hópunum eftir ca viku, þá væru að minnsta kosti búðirnar nokkurnvegin jafn góðar.
    
|
Skrifa ummæli
Hérna geta forvitnir lesendur séð klasasafnið sem ég bjó til fyrir A* verkefnið: A*
    
|
Skrifa ummæli
Við erum að verða brjálaðir á netinu hérna hjá okkur því það dettur út á mínútu fresti og er því ónothæft.

Ég er búinn að ákveða að taka fyrir Stafrænt sjónvarp í ritgerðinni í Nýrri tækni. Ég ætla að vitna í Jim Carry í Cable Guy í byrjun skýrslunnar: "The Future is now!"
    
mánudagur, febrúar 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, ég er langt kominn með að slá met í kaffidrykkju, því ég held ég sé búinn með 10 bolla í dag, og dagurinn rétt að byrja. Ég ætla ekki að hætta fyrr en það líður yfir mig!
    
|
Skrifa ummæli
Spurt var hvort Pálmi væri eini maðurinn í vinahópnum sem hefði minnsta áhuga á bílum og svarið var jákvætt. Fullyrt var að enginn í vinahópnum hefði mikinn áhuga á tölvum, þ.e. tölvuleikjum o.s.frv. Þá sagði Pálmi: "Á hverju hafa þessir menn eiginlega áhuga, drekka brennivín?"
    
|
Skrifa ummæli
Ég vill þakka allar þær fjölmörgu hugmyndir og athugasemdir em komu vegna poolmótsins og project dagsins. Þetta voru svo margar og ítarlegar hugmyndir og athugasemdir að ég held að ég verði að taka nokkra daga í að fullvinna þetta. Og já, ég er að reyna að vera kaldhæðinn!!!!!!!
    
sunnudagur, febrúar 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Það sást til Ánna að tjútta á Naza um helgina.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli

Þessar gellur voru með besta Eurovision lag sem ég hef heyrt. Þetta var Spánn í keppninni 1990 og hljómsveitin hét: Bandido.
    
laugardagur, febrúar 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Apúffffffff!!!!!
    
föstudagur, febrúar 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars fer helgin í það að útfæra A* pathfinding reikniritið í Java fyrir TCP/IP net. Þessi síða er með skemmtilegt forrit sem sýnir reikniritið í keyrslu: A* Demó
    
|
Skrifa ummæli
Búinn að vera á fundum í allan morgun, og er rétt núna að setjast fyrir framan tölvuna. Síðan er ég líka þunnur því ég og Ánni duttum í það í gær, eftir ráðstefnuna.
    
|
Skrifa ummæli
Var að byrja á þessum pælingum aftur

    
fimmtudagur, febrúar 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Púff púff púff, komst ekki frá í vinnunni og missti því af ráðstefnunni, sem ég var búinn að segjast ætla að mæta á og er alveg í rusli út af þessu (og það voru meiraðsegja léttar veitingar og allt). Þannig fór það nú. Ég er allavegna orðinn ógeðslega svangur og hef bara ekki orku í að skrifa neitt meira.
    
|
Skrifa ummæli
Ég er byrjaður að hafa smá áhyggjur af heimsmálunum, eins og líklega margir aðrir. Ég er hræddur um að við fáum annan 11. september á þessu ári.
    
|
Skrifa ummæli
Búinn að redda frest fyrir verkefnið á morgun, fram yfir helgi. Þannig að ég er þá búinn að plana og bóka alla helgina.

Engin viðbrögð við pool og project???

Heldur fólk að þessi gestabók sé bara skraut??? Skrifið í gestabókina helvítin ykkar!!!
    
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki magnað:

A Brazilian woman, shot in crossfire between police and drug dealers, was saved by her silicone breast implants. Doctors said the silicone had slowed the bullet up enough to prevent it from causing her a serious injury. Jane Selma Soares was caught up in shooting between police officers and drug traffickers in Rio de Janeiro. She told Las Ultimas Noticias newspaper that even though she tried to hide, a bullet hit her in the chest. When she got to a nearby hospital doctors realised her implants had stopped the bullet entering her body further. The doctor who treated her said: "If there was no silicone the bullet could have reached a vital organ causing serious damage." A plastic surgeon was called in to fix the damage and took the opportunity to increase the size of Mrs Soares' breasts with more silicone
    
miðvikudagur, febrúar 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er helv ... flott plaggat!
    
|
Skrifa ummæli

Project dagur

Hvernig væri að taka project dag í byrjun mars. Það er orðið ansi langt síðan við höfum tekið svoleiðis dag og því tilvalið að fara að kíla á þetta. Hugmyndir um hvað við gætum gert og dagsetningu væru vel þegnar. Ég held að við ættum ekki að spá í helgerferð út á land, eða eitthvað slíkt, því ég verð líklegast að læra eitthvað þessa helgina!
    
|
Skrifa ummæli

Poolmót

Hugmyndin er að hafa poolmót t.d. laugardaginn 22. eða 29. febrúar. Keyptur verður farandbikar og nafn sigurvegarans verður grafið í hann. Gert er ráð fyrir að mótið verði haldið á búllunni okkar seinnipartinn um daginn og það verði stíf bjórdrykkja á meðan keppt er. Er ekki stemming fyrir þessu?
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, Slembarar x 0,75 eru búnir að bóka ferð til Skotlands á Skotland - Ísland í lok mars!
    
þriðjudagur, febrúar 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki MJÖG óvandaður fréttaflutningur???

Úr MBL:
Leikarinn Jack Nicholson bætti enn einni Óskarsverðlaunatilnefningu í safn sitt er tilnefningar til verðlaunanna voru kynntar í dag en Nicholson hlaut sína 12. tilnefningu fyrir hlutverk sitt í myndinni About Schmidt. Enginn leikari hefur fengið fleiri tilnefningar til Óskarsverðlauna en Nicholson en leikkonan Meryl Streep hlaut í dag sína 13. tilnefningu.
    
|
Skrifa ummæli
Hvað með að skrifa um hvernig öll stríð í heiminum verða háð í framtíðinni?
    
|
Skrifa ummæli
Ég þarf að skrifa ritgerð um eitthvað efni í Nýrri tækni. Mér datt í hug eitthvað af eftirfarandi verkefnum (hvernig líst ykkur á þessi mál?):
  • Stafrænar myndavélar.
  • GPRS tæknin.
  • MMS smáskilaboð.
  • Stafrænt sjónvarp.
  • 3ja kynslóð farsíma.
  • Framsetningartækni (dreifitækni) á tónlist og kvikmyndum (bíó->vhs->dvd->???) (vínill->cd->mp3->???).
  • Áhrif stafrænnar tækni á líf fólks í nútíð og framtíð.
    
|
Skrifa ummæli
Ég hef mikinn áhuga á innanhúsarkitektúr og hlakka mikið til þess þegar ég kaupi mér alvöru húsnæði, þ.e. einbýlis- eða raðhús. Þá ætla ég að gera þetta með stæl og hafa magnað um að litast innandyra. Eitt að því sem ég er búinn að ákveða er að hafa herbergi í kjallaranum með pool borði og stóru sjónvarpi. Einnig væri sniðugt að hafa bar þar í horninu. Á vefnum fyrir hátalarana Kef sá ég þessar myndir að neðan og þetta er alveg minn stíll held ég .... mjög flott. Nú er bara að safna miklum peningum og næla sér í skilningsríka konu!

    
|
Skrifa ummæli
Gott að sjá að menn skemmti sér vel á þorrablótum - alltaf gaman af því.

Annars ætlaði ég að rétt að nefna hvað er á fóninum mínum hér í vinnunni:
American IV - Johnny Cash - tekur tökulög eftir simon og garf, NIN og Depeche moede til að nefna nokkra - ansi öflugt.
Nýji Nick Cave diskurinn er í húsi - nokkuð mikið hlustað á hann líka - ansi fínn
Down II - sveitt texas rokk
Jettarinn - tvöfaldi CD - verða að fara að koma mér aftur á ball með þeim :)

Einnig hafa plötur verið að snúast með Flaming Lips - Yoshimi CD
tvöfaldur CD með Cohen - fínt í bakgrunnstónlist
og auðvitað Kúbakóla með Búdrýgjindi :)

Annar er af mér að frétta að ekkert gengur í sjúkró - sniglast áfram hægt og rólega en þó fram á við. Fór í einhverja vinnuveislu á föstudag, var allt í lagi en ekkert sérstakt. Er á leiðinni út að borða með vinnunni á laugardag, með maka, deildarstjórar rekstrarsviðs, það verður ansi öflugt að ég tel.
    
|
Skrifa ummæli
Er ekki í lagi með þessa menn??????

Kanadíska flugfélagið HMY hefur ákveðið að fella niður allt flug til Evrópu og þar á meðal Íslands vegna hugsanlegra stríðsátaka í Írak. ,,Vegna yfirvofandi stíðs við Persaflóa og hugsanleg hryðjuverk hefur mér verið falið af yfirstjórn og eiganda að fella niður niður öll flug til Íslands og Bretlands frá og með 10. mars n.k.
    
mánudagur, febrúar 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Góð helgi búin. Lagði af stað úr bænum um klukkan 17:30 á föstudeginum og hélt Norður í land. Ferðin gekk bara vel og var færið ekki svo slæmt, bara hálka á Norðanverðri Holtavörðuheiðinni og svo var smá skafrenningur við Staðarskála, en annars var vegurinn bara auður og fínn. Á laugardeginum var sofið út og slappað af, enda ekki mikið annað hægt að gera í sveitinni á þessum árstíma svona þegar maður hefur engum skyldum að gegna á staðnum. Um kvöldið var svo haldið á þorrablót í Höfðaborg á Hofsósi og þar var étið og étið og drukkið og sungið og dansað og drukkið og dansað og talað og allt það sem maður gerir á þorrablóti. Held ég barasta bara að allir hafi bara skemmt sér mjög vel. Að þorrablóti loknu var haldið heim að Hólum aftur og þar var haldið áfram að drekka og tala og spila tónlist og allt sem gert er í eftirpartýi (eða amk svona það helsta) og svo svona rétt áður en maður fór að sofa þá var farið í annað "eftirpartý", en það var heima hjá Bjakk og þar gisti ég var ég farinn að verða frekar þreyttur, enda stóð þessi samkoma ekki neitt voðalega lengi því nú voru menn almennt að fara að sofa (amk ég).
Vaknaði einhverntíman seint og um síðir og kveikti á sjónvarpinu og þar var hið æsispennandi Íslandsmót í atskák. Horfði ég á þetta og át mína samloku og drakk 3 kókómjólk með og eftir það var ég svona aðeins farinn að hressast, en einhverra hluta vegna þá var ég ekkert voðalega sprækur. Eftir að hafa gomsað í sig svolítið af þorramat í viðbót þá var nú bara kominn tími til að halda heim á leið enda klukkan orðin æði margt. Heimleiðin gekk svo bara ljómandi vel og fékk hann Erpur far heim með mér og var það bara ljómandi. Kom svo heim rétt um klukkan 22:30 (held ég).
Í dag er ég einhverra hluta vegna ennþá frekar undarlegur, en það lagast nú ábyggilega þegar ég verð búinn að fá mér eitthvað í svanginn.
    
|
Skrifa ummæli
Ég er að spá í að kaupa þessa vél áður en ég fer í stóru vélina síðar.  Þessi vél kostar ekki nema 22þ í fríhöfninni og ég held að það sé ágætis díll.
    
|
Skrifa ummæli
Djöfull er ég orðinn þreyttur á sölumönnum sem hringja í mann og eru að reyna að selja eitthvað. Ég lét setja bannmerki á mig í símaskrána fyrir um ári síðan, en sölufólk virðist ekkert spá í því. Það er búið að hringja í mig c.a. 3-4x á þessu ári. Síðast hringdi einhver kona frá Fróða eða einhverju slíku og þegar hún var búinn að blaðra eitthvað þá hljómaði samtalið svona:

Ég: "Heyrðu vinan, ég er á bannlista og er búin að vera það lengi. Það þýðir að það má ekki hringja í mig til að selja eitthvað!".
Sölukona: "Nú, já ertu með eitthvað skráð í símaskrána eða eitthvað slíkt?"
Ég: "Já!"
Sölukona: "Núnú, og hefur það eitthvað virkað til að losna við svona ónæði?"
Ég: "?????"
Sölukona: "En ertu viss um að þú viljir ekki heyra meira um svona lífeyrissparnað?"
Ég: "Já, bless, skell!"

Þetta sýnir að sölufólk er oft ekkert að spá í þessum bannmerkjum og gefst ekki einu sinni upp þegar maður er búinn að segja þeim frá því!

Þetta var óþol dagsins í boði Jóa!
    
sunnudagur, febrúar 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars gengur þetta verkefni frekar hægt hjá mér. Er búinn að vera mikið í þessu um helgina, og það er slatti eftir. Ég skilaði ekki hinu verkefninu á föstudaginn en Böddi sendi mér lausnina á því í dag, en ég nenni ekki að fara að standa í því að skila því núna. Síðan er annað stórt verkefni næsta föstudag sem ég er ekki byrjaður á, og þarf því að vera duglegur í vikunni. Spurning hvort ég sé að ofgera mér með þessu, er hægt til lengdar að einbeita sér 14-15 tíma á sólarhring, líka um helgar?
    
laugardagur, febrúar 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Keegan said: "Paul Scholes is the best player of his kind that I have ever seen. He's got energy, courage, a real good eye for goal and wants to win. Put these things together and they make him a great player."
    
|
Skrifa ummæli
Annars var ég að fletta bæklingnum Sumarsól frá Úrval-Útsýn og verð virðist vera lægra en það var síðasta sumar. T.d. er hægt að fara til Portúgal, Spánar eða Krít fyrir um 75þ krónur í tvær vikur. Er einhver stemming fyrir því að skella sér til útlanda í sumar?
Hvað er betra en að sitja á sólarströnd með bleikann kokteil í annarri og bjór í hinni?
    
föstudagur, febrúar 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Búinn að gera það sem ég ætla að gera í þessari viku og er nú á leiðinni heim að Hólum á þorrablót. Verð því endurnærður af hollum og góðum þorramat og orkudrykkjum, enda veitir ekki af á þessum síðustu og verstu. Eftir að hafa horft slatta á 70 mínútur á Popp Tíví og séð hvað þeir láta ofaní sig þar þá ætti maður nú að geta étið allt og drukkið allt, þetta er greinilega hægt (og það virðist vera rétt hlutfall á milli skemmtunar og ógeðsdrykkjarins, svo þá er bara að borða og drekka nógu mikið ógeð).
    
|
Skrifa ummæli
Ég reddaði frest á verkefnið, fram yfir helgi, með því að senda hæfilega smjaðurslegan póst á kennarann. Ég þarf því ekkert að byrja á verkefninu fyrr en á sunnudagskvöldið. Hitt verkefnið mun ekki skilast!
    
|
Skrifa ummæli
Annars stóð ég mig anskoti vel í fótbolltanum í hádeginu í dag. Var úti um allan völl og skoraði mörk í öllum regnbogans litum. Við vorum reyndar bara 5 og því urðu allir frekar þreyttir og því varð þetta frekar sundurlaust. Í lokinn þegar tveir voru búnir að gefast upp og fóru í sturtu þá vann ég Pálma og Guðberg (sem er yfirleitt álitinn sá besti í þessum bolta) einn míns liðs og gat Guðberg ekki leikið sama leikinn þegar við Pálmi unnum hann tveir. Jæja, þá læt ég þessu montbloggi lokið!
    
|
Skrifa ummæli
Keypti mér þessar tvær plötur (eða diska réttara sagt) um daginn.  Annars er maður nánast hættur að kaupa diska eftir að stafræn tækni fór að láta bera á sér.  Þetta eru fínir diskar og mæli ég með þeim.
    
|
Skrifa ummæli
Hey, strákar .... þið segið alltaf að ég keyri eins og kelling, voruð þið bara að hæla mér allan tímann og voruð að reyna að segja mér að ég væri frábær bílstjóri?

Ungar konur keyra mun betur en ungir menn, er niðurstaða sænskrar rannsóknar. Í henni kemur fram að í fjórum af fimm banaslysum sem ungt fólk á aldrinum 18 til 24 ára veldur situr karlmaður bak við stýrið. Svo virðist sem sænskar konur taki yfirleitt fleiri tíma í ökukennslu en karlarnir og að þær sýni almennt meiri varkárni.
    
fimmtudagur, febrúar 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Andskotinn, ég ætlaði að vera fram á kvöld í vinnunni og gera þetta verkefni en nú ætla ég að bruna heim og raka mig!!!

Vísindamenn hafa nú fundið út að karlmenn sem raka sig ekki daglega eiga í meiri hættu á að fá heilablóðfall. Órakaðir karlmenn eru einnig ólíklegri til að giftast og þeir stunda kynlíf sjaldnar en þeir sem snyrta á sér skeggið reglulega.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, tvö skilaverkefni á morgun og ég varla byrjaður á öðru og alls ekki byrjaður á hinu. Lærði ekkert í gærkvöldi og sé því fram á vinnu fram undir morgun!

Ég mun því mæta þreyttur á þetta mánaðarlega hjá vinahópnum.
    
miðvikudagur, febrúar 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Það lítur út fyrir að ég og Ánni munum vinna töluvert saman næstu mánuði!
    
|
Skrifa ummæli
Alveg er maður andlaus þessa dagana, en það er nú lítið við því að gera, en bara að bíða eftir að andinn komi yfir mann.
    
þriðjudagur, febrúar 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Til hamingju.
Best að fara heim og klára lambasteikina sem ég keypti mér á laugardaginn og er þetta semsagt 4 dagurinn í röð sem ég fæ mér lambasteik og fer þetta nú eiginlega bara að verða nokkuð gott. Annars var mér að berast í hendurnar nokkuðu skrítnar fiskuppskriftir, t.d. "Fiskréttur án fiskibragðs" og "Fiskur fyrir þá sem borða ekki fisk". Svo núna ætla ég að leggjast í fiskpælingar
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er heima-ADSL blogg!
    
|
Skrifa ummæli
Ég merkti vitlaust við síðustu spurninguna og það skýrir margt, en ef Apple DOS 3.1 og þetta kemur saman þá held ég að það sé ég.

Which OS are You?
    
|
Skrifa ummæli
Ég hef nú alltaf haft doldinn áhuga á DOS og er t.d. enn með tölvu heima með eldgömlu DOS stýrikerfi (1988), svo átti ég líka einu sinni Apple límmiða, en ekkert meir. En svona er ég víst, en vissi bara ekkert af þessu.

Which OS are You?
    
|
Skrifa ummæli
Minn bíll líka (ég veit bara ekki hvenær á að hætta)
    
|
Skrifa ummæli
Eina ástæðan fyrir því að Bítlarnir urðu svona frægir var að þeir voru frábærir söngvarar!
    
|
Skrifa ummæli
Skrítið. Ég og Hlynur erum báðir með IBM ThinkPad vélar hérna í vinnunni með XP stýrikerfi. Í morgun fékk ég í fyrsta skipti BlueScreen, þ.e. að vélinn krassaði og endurræsti sig. Þetta sama gerðist síðan á vélinni hans Hlyns 5 mínútum síðar! Dularfullt mál.
    
|
Skrifa ummæli
Minn bíll líka!
    
|
Skrifa ummæli
Ennþá í vinnunni ... hvað er málið??
    
mánudagur, febrúar 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Which OS are You?
    
|
Skrifa ummæli
Ég geri nú ráð fyrir að þurfa að vinna til miðnættis alla þessa vikuna. Mikið að gera í vinnunni og síðan þarf ég að skila tveimur verkefnum á föstudaginn í skólanum, og annað þeirra er massa forritunarverkefni í einhverju sem ég kann ekkert á og hitt eru svæsin heimadæmi í stærðfræði, svæsin heimadæmi í stærðfræði sagði ég.
    
|
Skrifa ummæli
Ekkert að gerast í dag. Ætla bara að horfa á sjónvarpið og e.t.v. setja í þvottavélina.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er góð smásaga eftir Dr. Gunna að ég held: Merkilegt Nokk
    
|
Skrifa ummæli
Ég og Ánni lentum í svaka djammi á föstudaginn. Byrjuðum í rólegheitunum heima hjá mér þar sem við drukkum og hlustuðum á tónlist. Mættum löggunni þegar við vorum að fara í bæinn þar sem þeir voru að koma í annað skiptið til að lækka háfaðann í okkur. Skil ekkert í stressinu í gaurnum á efri hæðinni, sem er reyndar skilinn við konuna, en ég held að hann hafi verið að passa um helgina. Fyrsta skipti sem er kvartað yfir mér, enda er þetta gaur sem er brjálaður í skapinu og ég hef heyrt alla helgina í öskrunum í honum þar sem hann er að öskra á börnin sín ... skemmtilegt uppeldi!
Síðan fórum við í bæinn og ég var táldreginn af einhverri stúlku á Vegamótum sem síðan hringdi í mig kl. 7 um morguninn og talaði við mig hátt í klukkutíma.
Laugardagurinn fór síðan í fótboltagláp á Players með einhverju Delta pakki og videogláp um kvöldið.
Síðan sat ég allan sunnudaginn og horfði starandi á tölvuskjáinn á verkefni sem ég á að leysa fyrir föstudaginn næsta, en er varla byrjaður á núna.
    
sunnudagur, febrúar 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæjja, þá er maður búinn í vinnunni í dag og loksins búinn að bjarga málunum.

Nokkuð ljóst er að kettir skilja það þegar að eigendurnir ætla að losa sig við þá, en um leið og það barst í tal heima hjá Pálma, þá hefur ekkert sérst til dýrsins. Ef einhver hefur séð köttinn þá má endilega skila honum, þar sem að mamma og pabbi ætla að bjarga dýrinu frá því að verða bara spítalamatur. Kötturinn er svartur og hvítur og segjir einstaka sinnum "mjá".
    
laugardagur, febrúar 01, 2003
|
Skrifa ummæli
Það voru aldrei gamlir góðir dagar og verða aldrei gamlir góðir dagar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar