Stutt blogg frá skrifborði Árna:
Í gær fór ég í kokkteilboð hjá frænku minni, fékk mér smá kampavín og hvítvín og spjallaði við fjölskylduna. Nú mér og EE var boðið í partý um kvöldið sem við sögðum að við myndum kannski koma í þar sem mig langaði að spila pool með Hjölla og Jóa. Nú off to pool - þar var drukkið bjór og spilað fram eftir kvöldi, bara helv. gaman. Árni átti þrefalda alslemmu + 3 bónusskot og þar með hreinsaði borðið í einum af betri leikjum sem sést hefur. En einnig náði Árni að taka 3 upphafsskot í síðasta leiknum sem fóru öll forgörðum - já svona getur þetta verið skrýtið. Eftir þetta héldum við öll til frænku í smá partý og hittum þar annað frægt fólk svo sem söngvara í Ske og gítarleikara í Singapore Sling sem tjáði okkur að þeir væru á förum í sveitta ferð til Texas - já sveittir Whisky rokkarar, gerist ekki flottar.
Eftir þetta gengum við í átt að Háskólabíó og þegar við gengum þar fram hjá sagði maður góður yo guys - og við svöruðum að bragði yo mr. Townsend (ef menn vita ekki hver það er, þá er þetta grínari sem er hér á landi með stand up). Nú förinni var haldið á Mímisbar þar sem ég spurði barþjóninn hvort hægt væri að fá svo sem einn bjór (hann virtist vera að loka) og sagði hann já, svaraði ég þá: ok láttu mig fá 4. Ekki má gleyma að við hittum townsend aftur og kallaði Jói: yo Robbie!
Nú eftir þetta var förinn haldið niður í bæ - þar sem við ætluðum að hitta vinkonur EE á kormáks og skjaldar bar - en ekkert varð úr því, frekar var haldið niður á Nonna þar sem sveittur Nonnari var étinn (Jói fór heim að bíða eftir sinni heittelskuðu - eða horfa á vídeó).
Haldið var heim á leið - Hjölli fékk far með mér og EE þar sem Jói hafði labbað heim.
All in all mjög skemmtilegt kvöld - ég held að allir hafi skemmt sér vel ásamt því að koma sér heim á skynsamlegum tíma (eitthvað sem við eigum stundum erfitt með).
Reyndar var þetta ansi erfiður morgunn - en þegar ég fór á fætur um 12 og kveikti á TV sá ég að Tyson var að fara að berja mann og jafnvel annann. Nú meðan ég las fótboltafréttir og horfði á Tyson - gerðist það að ég missti nánast af leiknum þar sem hann stóð í 45 sek - Tyson rotaði kappann í einum grænum. Ég þurfti að horfa á leikinn í endursýningu. Merkilegt þetta.
|