miðvikudagur, nóvember 30, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn 2
Bremsurnar voru teknar alveg í gegn og borgaði ég fyrir það sktitnar 29824 kr +/- 20 kr. Heildarkostnaður við þessa viðgerð var því um 38 þúsund kr. Hefði svosem alveg getað hugsað mér að gera eitthvað annað fyrir peninginn, en það er þó gott að vita að bíllinn bremsar núna.
    
fokk!!!!
15:16   Blogger Árni Hr. 

hef ekki enn haft tíma fyrir skoðiun þar sem að Aðalskoðun lokar kl. 17:00, nema í Desember lokar kl. 16:00. Hefði hentað mér betur ef það opnaði kl. 16:00 og væri opið fram á kvöld. Svo nú þarf ég væntanlega að borga sekt fyrir að vera kominn fram yfir á miðanum sem að löggan setti á bílinn.
10:32   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, nóvember 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
Nú er bíllinn búinn að vera bilaður í 3 vikur, en hann var farinn að bremsa frekar lítið og farin að heyrast einhver óhljóð svona stöku sinnum og leist mér ekkert á blikuna, svo ég hætti bara að keyra hann. Hélt að þetta væru bremsuklossarnir að framan því hljóðið virtist koma þaðan og eftir nokkra klukkutíma bremsuklossavesen var ég komin á þá skoðun að það væru ekki þeir sem væru vandamálið. Á öllum verkstæðum var alltaf svo mikið að gera og svo fór ég til Danmerkur í millitíðinni og svo kom löggan og setti miða á bílinn og sagði að ég þyrfti að fara með hann í skoðun og það í síðasta lagi í dag.

Í gær hringdi ég svo í MAX 1, en þeir segjast gera við bíla strax og það sé engin bið. Það var líka svo og fékk ég Vöku ehf björgunarfélag til að flytja bílinn minn til MAX 1 í morgun (kostaði 5500 kr). Ég fór svo bara í vinnuna og hringdi aftur upp í MAX 1 og sagði þeim aftur frá því hvað væri að bílnum. Þeir hringdu svo um 2 leitið í dag og sögðu að vandamálið hefði verið bremsudælur að aftan, en þar var kominn leki og gæti það jafnframt getað orsakað óhljóðin sem ég heyrði stundum. Þeir ætla semsagt að kippa þessu í lag og eru núna að vinna í bílnum mínum og héldu þeir að hann gæti verið tilbúinn á milli 4 og 5 í dag (ég er nú ekki svo bjartsýnn, en hvað um það).

Nú vona ég bara að kagginn verði tilbúinn strax í dag svo ég geti farið með hann í skoðun án þess að fá sekt.
    
|
Skrifa ummæli
Ég held að Podcasts sé málið!
    
Eitthvað sérstakt podcast þá?
16:37   Blogger Hjörleifur 

Bara eitthvað sem þú hefur áhuga á. Ég finn t.d. nokkur um ljósmyndun.
Síðan er hægt að sækja ótrúlega mikið af dóti með því að greiða fyrir það, t.d. hérna Audible og ekki skemmir fyrir að vera með IPod til að hlusta á þetta.
16:40   Blogger Joi 

Hérna er t.d. eitthvað um köfun: PADI
16:42   Blogger Joi 

En ég á ekkert iPod svo ég nenni ekkert að vera að pæla í þessu
16:42   Blogger Hjörleifur 

þú meina það. Þetta er kanski ekki svo vitlaust
16:42   Blogger Hjörleifur 

Þú þarft ekkert endilega IPod, þetta eru bara MP3 skrár - síðan er alveg hægt að kaupa sér mjög ódýra MP3 spilara sem hægt er að hlusta á svona dót í.
16:44   Blogger Joi 

Og hérna er um Photoshop, með höfundum o.flr. gúrúm, sem ég veit að þú hefur áhuga á ;-)
16:46   Blogger Joi 

Og hérna er annað sem heitir Science Friday sem þú hefur örugglega áhuga á enda vísindamaður mikill!

Trikkið við þessi Podcasts er að það eru margir fastir þættir eins og þetta photoshop búx sem kemur vikulega og þetta science Friday og maður getur gerst áskrifandi í gegnum eitthvað XML búx og fengið þættina þegar þeir koma út í gegnum forrit eins og það sem fylgir IPodinum og sennilega öðrum forritum líka bitz.
16:52   Blogger Joi 

Og hérna er smá útskýring á því hvernig þetta virkar sem ég mæli með að fólk lesi: Check it!
16:55   Blogger Joi 
mánudagur, nóvember 28, 2005
|
Skrifa ummæli
    
Já það klikkaði sendingin á föstudagskvöldið, svo ég sendi hana bara í dag.
19:43   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tafla
Ég skoðaði töfluna í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti í nokkrar vikur í gærkvöldi og áttaði mig á því að Chel$ski er bara 10 stigum á undan United og United á auk þess leik til góða - þetta er þá ekki búið eftir allt saman því ef United vinnur þennan leik sem þeir eiga til góða (sem er reyndar ekki gefið) þá er munurinn aðeins 7 stig og það er nú ekkert svo mikið.
    
|
Skrifa ummæli
Das Experiment
Horfði á mynd á RÚV+ áður en ég fór að sofa í gær sem heitir Das Experiment og eins og nafnið gefur til kynna þá er hún Þýsk og fjallar um tilraun sem fer úr böndunum. 14 karlmenn eru ráðnir til að taka þátt í sálfræðitilraun sem gengur út á það að rúmlega helmingur eru fangar og afsala sér öllum borgaralegum réttindum og hinir eru fangaverðir. Myndin sýnir síðan samskiptin í þessa daga sem tilraunin stendur yfir og fer vægast sagt allt úr böndunum og sumir breytast ansi mikið. 3,5/5

Við Sonja fórum í Grindavík í gær og heimsóttum m.a. Saltfisksetrið þar í bæ sem var bara nokkuð skemmtilegt og fróðlegt.
    
Hef heyrt um þessa mynd og held að ég gæfi henni 3 stjörnur af fimm ef ég sæi hana einhverntíman, en það verður tíminn bara að leiða í ljós
19:52   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, nóvember 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Tippfundur í UK
Þar sem ég stóð mig svo illa í gær þá ákvað ég að reyna að láta ferð okkar til UK hreyfast aðeins, við vorum búnir að tala um að fara helgina 20-21 jan og held ég að við ættum að miða við það.

Þann 21 jan (sun) er Man UTD-Liverpool á Old Trafford og er það að sjálfsögðu aðal leikurinn.
Á laugardeginum eru nokkrir spennandi leikir, svo sem:

Everton-Arsenal í Liverpool borg - klukkan 12.45.
Tottenham-Aston Villa í Lundúnum.

Látið nú ljós ykkar skína og ef þetta hentar þá ætla ég að fara í að skoða ferðaskrifstofur.
    
Hljómar vel - festum þessa helgi bara og þú leitar tilboða í pakkann.
11:37   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tippfundur í gær
Í gær var haldin föstudagskvöld tippfundur. Við mættum á kúltúruna um 18.30, í raun allir seinir nema Jóhann. Hjölli mætti síðastur í þetta sinn. Nú við fórum svo á hornið um 20.30 þar sem við áttum pantað borð. Ágætis staður eins og hefur komið fram áður hér á blogginu, en þetta er einn af uppáhaldsstöðum Jóa. Ég er nokkuð ánægður með þennan stað og mjög sáttur við matinn sem ég fékk - frutti di mare pasta.

Eftir matinn var ákveðið að kíkja í pool en ég þurfti að fara heim til að passa hundinn minn þar sem hann átti að vera eftir í búrinu sínu en fríkaði víst út þegar EE var á leið út. Þetta endaði með því að hún skildi hann eftir í svefnherberginu en þar hefur hann verið að tyggja sig í gegnum rúmið okkar hægt og bítandi (pun intended). Mér þótti leitt að þurfa að stinga strákana af þar sem við hittumst afar sjaldan, en þar sem ég er nú yfirleitt sá sem er úti og EE heima ákvað ég að fara heim og passa hundinn.

Þegar heim var komið þá var nú sem betur fer ekkert ónýtt og hundurinn nokkuð rólegur.
Já það eru ekki bara þeir sem eiga börn sem þurfa pössun, þessa síðustu og verstu þá getum við ekki skilið hundinn eftir heima einan þar sem hann höndlar það ekki alveg. Við erum að vinna í að laga hans seperation anxiety og vonandi fyrir jólin verður þetta í lagi, annars er útséð um það að við verðum að vera heima ansi mikið um jólin.

Í dag er ég búinn að vera heima og passa hundinn þar sem EE er búinn að vera að vinna í allan dag, ekki það að mér leiðist þar sem það er alltaf gott að taka dag og dag í rólegheitum. En nú fer að líða að því að ég þurfi að fara að vinna í smá projectum, þó sennilega ekki á sama skala og JG, en ég þarf virkilega að fara að taka mig á í nokkrum málum.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
baby
    
|
Skrifa ummæli
Myndablogg
    
Þetta er með betri myndum sem ég hef séð af þér!
11:11   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
jeee
    
föstudagur, nóvember 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Best

Tekið af soccernet.com
    
|
Skrifa ummæli
PhotographyBLOG
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur í kvöld
Jæja þá er það ákveðið, í kvöld verður tippfundur haldinn á Thorvaldsen.

Mætt verður klukkan 18.30 og fengið sér fordrykk ásamt því að tippað verður.

Klukkan 20.00 erum við svo með pantað borð á Horninu.

Snyrtilegur klæðnaður æskilegur, þó ekki yfirdrifið.

Ef menn hafa ósk um annan stað fyrir tippfund þá komið með þær hugmyndir og ég skal íhuga þær.
    
Kaffi Kúltúr bitz!
11:04   Blogger Joi 

Hann er á hverfisgötunni á móti Þjóðleikhúsinu - ég hef ekki farið á hann áður en vildi gjarnan prófa hann og sting því upp á honum.
13:00   Blogger Joi 

Ef þið eruð 100 ára þá væri það kannski mögulegt því þetta er fjári gamalt og fallegt hús. Thorvaldsen er nú alveg úber snobbstaður þannig að við förum að sjálfsögðu ekki þangað!
13:03   Blogger Joi 

jebb húsið við hliðina. Þessi staður er held ég líka menningarsnobbsstaður, en mér skilst að leikarar og þesshátar lýður haldi til þarna án þess að hafa kannað það neitt nánar. En þetta gæti gefið okkur ýmsa möguleika á stolkum
13:23   Blogger Hjörleifur 

Já, þetta býður upp sennilega upp á nokkra skemmtilega stalkmöguleika og því legg ég til að við kíkjum þangað. Ágætt að kanna staðin svona einu sinni.
13:33   Blogger Joi 

Við prófum þá kúltúruna... allir að lesa bloggið svona seint..
17:11   Blogger Árni Hr. 
fimmtudagur, nóvember 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Brandó
    
|
Skrifa ummæli
Diskar
Er nú eiginlega hættur að kaupa CD en þegar ég fer út til DK þá skelli ég mér oft í Sex Beat Records og kaupi mér 1-2 diska. Síðast keypti ég mér 3 diska:

Ministry - Rantology, remix diskur af meisturunum af meisturunum sjálfur.
Pigface - Head up, remix diskur af lögum Pigface, remix gerð af Bile, Pitchshifter, Hate Depd osfrv.
Gibby Haynes & his problems - forsprakki Butthole Surfers með solo disk.

Já alltaf er hægt að finna eitthvað sem mig langar í.
    
|
Skrifa ummæli
blogg
Já eitthvað hefur farið lítið fyrir bloggi síðastliðnu daga og skal ég nú aðeins renna yfir hvað hefur drifið mína daga.

Fimmtudagur - fór í leikhús, sá einleikinn með Hilmi Snæ, einu sinni var ég kona. Fór með vinnunni og virtist ég einn af þeim sem skemmti mér mest yfir þessu, ég hélt reyndar að þetta væri gamanleikrit en þetta er dramatísk saga byggð á sannri sögu en með smá gríni í. Einleikurinn var þannig að hann lék 36 hlutverk, stór og smá og stóð sig vel. Leikritið fjallar um samkynhneigðan mann sem er klæðskiptingur og hanns uppeldi í kringum nasisma, stasi, nýnasisma og annað. Raun afar merkileg saga og því var ég mjög spenntur yfir þessu, enda er ég lítill fiction maður eins og sumir vita, les í raun aldrei fiction til að mynda.

Föstudagur - ekkert

Laugardagur - kíkti á mótorhjólið um helgina, hélt mér við línuslóða þar sem mikil drulla var alls staðar annars staðar. Náði þó að drepa á hjólinu úti í miðri á og blotnaði duglega og þurfti að draga hjólið á land. All in good fun. Horfði svo á Real-Barca þar sem Ronaldinho sýndi að hann er besti leikmaður í heimi í dag.

Sunnudagur - tónleikar með White Stripes, var reyndar mjög impressed, var að fíla þetta greinilega mun betur en strákarnir. En ég þurfti að fara snemma vegna hundahalds og missti því að hluta tónleikana.

Mánudagur - vinna og ekkert
Þriðjudagur - vinna og ekkert

miðvikudagur - mætti loks í bolta, mitt lið tókst að skíttapa fyrstu 2 leikjunum, en eftir að við tókum okkur saman í andlitinu þá náðum við að vinna næstu 2 leiki og halda höfðinu nokkuð hátt þar sem þetta leit út sem total asswoopin´

Fimmtudagur - jahh eina sem hefur gerst enn er að ég er nú nokkuð aumur eftir boltann, eins og ávalt þegar ég hef ekki hreyft mig í langan tíma.

Nú í næstu viku þá mun ég taka eina ferðina enn til DK og verður það sú síðasta í bili.
    
miðvikudagur, nóvember 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Man Utd
Ég hef fylgst með liðinu mínu í c.a. 20 ár og hef fylgt þeim í gegnum ýmislegt þessi ár. Nú er ég hinsvegar nánast að missa áhugann á því að horfa á liðið því þetta er ekki lið lengur heldur fyrirtæki, og eru önnur lið líklegast svipað stödd. Ekkert er hlustað á aðdáendurna og allt gert með því hugarfari að græða sem mesta peninga fyrir eigendurna. Núna í haust keyptu Bandaríkjamenn, sem höfðu aldrei horft á knattspyrnu fyrr en á þessu ári, liðið og þurftu þeir að taka lán fyrir kaupunum því þetta var ansi stór biti. Þetta þýðir að þeir tóku lán upp á 600 milljónir punda og þegar þeir eignuðust liðið skráðu þeir þetta sem skuldir hjá liðinu. Þetta þýðir það að í staðin fyrir að fyrir ári síðan var liðið vel rekið, í gróða og áttu peninga, en núna skulda þeir 600 milljónir punda og allar ákvarðanir teknar til að græða peninga en ekkert hugsað um aðdáendurna, þá sem hafa gert það að verkum að liðið er þetta stórt. Peningar eru í raun að ganga frá íþróttinni dauðri eins og Árni hefur oft bent á, og er nýjasta dæmið Chel$ki sem getur keypt alla bestu knattspyrnumenn í heimi í dag og hætta ekki fyrr en þeir vinna allt sem hægt er að vinna. Leikmenn eru einnig sekir um mikla græðgi og er Rio Ferdinand varnamaður United gott dæmi - hann "gleymdi" lyfjaprófi fyrir ári síðan og fór í 6 mánaða bann þar sem hann var á fullum launum við að gera ekki neitt. Samt dró hann í nokkra mánuði fyrir skömmu síðan að skrifa undir nýjan samning til að fá sem mesta peninga því hann telur sig besta varnamann í heimi. Núna er hann með langan samning og virðist ekkert geta á vellinum og veit ég ekki hvort það er vegna þess að hann er hættur á lyfjum eða hvort hann hafi ekki áhuga á þessu. Fleiri dæmi eru um slíka leikmenn sem eru í raun málaliðar. Leikmenn eins og Paolo Maldini sem hefur allann sinn leikferil verið hjá AC Milan og aldrei heyrst neitt vandamál tengd honum, hvort sem það er innan vallar eða við samningaborðið. Svona leikmenn eru nánast ekki til lengur og græðgi og dólgslæti stjórna þessum iðnaði (já ég sagði iðnaði en ekki íþrótt) í dag. Ullabjakk!

Ekki bætir ástandið að United er í tómu rugli í dag - Ferguson búin að missa vitið, Kean hættur, Vodafone búnir að segja upp samningnum við þá, þeir á góðri leið með að spila sig úr evrópukeppninni, Chel$ki búnir að stinga af í deildinni og sú skemmtun að horfa á liðið "spila" er jafn mikil og að horfa á eldri konur á Hrafnistu prjóna.

United og knattspyrnan í dag sökkar feitt!
    
Má bjóða ykkur að fylgjast með þeirri hreinræktuðu gleði sem er frjálsar íþróttir?
21:40   Blogger Burkni 

Þetta er nú bara ansi merkilegt blogg.
07:59   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Blogg og ekki blogg
Projectið okkar um að allir myndu blogga daglega í eina viku stóð nú ekki lengi. Ég var sá eini sem bloggaði í gær! Er virkilega svona erfitt að henda inn einni línu??

Árni
Bjarni
Hjölli
Pálmi
    
Þú sérð það ef þú lest bloggið - Pálmi kom með þessa hugmynd fyrir nokkrum dögum síðan og þeir meðlimir sem heyrist eitthvað frá tóku vel í hana.

Ja, ef það heyrist ekkert í mönnum svo vikum skiptir verða aðrir að taka ákvarðanir, annars gerist nú voða lítið hérna.
11:24   Blogger Joi 

Og ég sá eini sem setti inn blogg á Laugardeginum, svo eiginlega dó projectið þá.
11:46   Blogger Hjörleifur 

Var þetta ekki út síðustu viku - ég hélt það.
Þýðir ekki að leggja árar í bát, verðum við ekki að halda áfram að reyna.
Það gerist bara svo lítið þessa dagana...
11:50   Blogger Árni Hr. 
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
|
Skrifa ummæli
Bloggeddíblogg
Já, dagurinn nánast að klárast og enginn búinn að blogga ennþá - það má því væntanlega koma bloggflóð það sem eftir er af degi, eða hvað? Bjarni reyndar bloggaði ekkert í gær og ekki Árni heldur - við getum ekki einu sinni bloggað einu sinni á dag í eina viku, það er ekki nógu gott!

Ég er þessa dagana að vinna í þremur stórum projectum sem ég ætla ekki að segja frá hérna en þau eru ansi spennandi að mínu mati. Læt vita af þeim síðar, vonandi.

Ég minni félaga tippklúbbsins á tippfund og bjór næsta föstudag en ákveðið var fyrir löngu síðan að hafa tippfundina með bjór í hönd svona mánaðarlega eða eitthvað slíkt. Held að allir séu búnir að staðfesta föstudaginn nema Siggi sem virðist ekki vilja svara mér þegar ég geng á hann með þetta.
    
mánudagur, nóvember 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Web Sudoku
Þetta er málið, nú geta menn bara eytt öllum öðrum leikjum af tölvunni sinni því nú er hægt að spila Sudoku (??) hér:
Web Sudoku
    
|
Skrifa ummæli
Allar aldir
Vaknaði fyrir allar aldir í morgunn (7:15) og var mættur í vinnuna kl. 7:45 og verður það nú bara að teljast nokkuð gott. Komst reyndar að því á leiðinni í vinnuna að það er fullt af fólki sem að gerir þetta. Heyrði líka einu sinni af manni sem mætti klukkan 7 í vinnuna, en það var einhverntíman í gamla daga.

En nú ætla ég heim.
    
|
Skrifa ummæli
Villa
Eru menn spenntir fyrir því að kíkja á United leikinn á morgun sem er "do-or-die" leikur fyrir United?
    
Er að fara á Rauðahafsævintíraferðaköfunarfund á morgunn
11:41   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, nóvember 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndablogg
White Stripes tónleikarnir voru mikil vonbrigði, veit ekki hvort ég er bara ekki hrifnari en þetta af hljómsveitinni eða hvort þeir hafi bara átt lélegt kvöld. Hljómgæðin voru ekki nægilega góð og manni fannst þetta bara vera háfaði meiri hluta tónleikana og alltof einhæft að mínu mati. Það segir sitt að rokkhundurinn Árni fór heim þegar 40 mínútur voru eftir af tónleikunum. 2-3 lög voru nokkuð góð eins og frægasta lagið þeirra sem þau tóku í lokin en annað var í besta falli miðlungsflúbb.
    
Já, þetta var svosem ekkert spes. Miklar truflanir á sviðinu skemmdu greinilega fyrir og þau virkuðu eins og þau hefðu ekki neitt plan um hvað þau ætluðu að spila næst, enda erfitt þegar græjurnar voru að bila og rótararnir voru að skipta um magnara og snúrur stóran hluta tónleikana. Þetta hefði ábyggilega verið betra ef græjurnar hefðu virkað.
09:09   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, nóvember 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Decent
Var að horfa á The Descent.
Fín mynd og ég var ekkert hræddur, en nú ætla ég að horfa á Simpsons.
    
Minna vídeógláp, meira djamm!!!
04:34   Blogger Joi 
föstudagur, nóvember 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Keane
Roy Keane er hættur hjá United!!!
    
Er þetta lið ekki bara búið að vera. Ekki mikið gaman að halda með því þessa dagana, ekkert nema vesenið uppmálað um allan völlinn.
13:55   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Æi
Það er svo mikið að gera að maður hefur ekki tíma til að gera neitt.
Og nú er ég orðinn svangur og þreyttur og vil bara fara heim.
    
|
Skrifa ummæli
Búbbi
Ég fór á mánudagskvöldið á útgáfutónleika Bubba í þjóðleikhúsinu á plötunum Ást og Í sex skrefa fjarlægð frá Paradís, sem eru að mínu mati, og margra annarra, meistaraverk.
Ég mætti fyrst heim til Burkna og drakk með honum og félögum hans smá bjór og síðan röltum við niður í Þjóðleikhús. Við drógum okkur miða því Burkni hafði verið látinn vita af því að eitt sætið væri beint fyrir framan upptökuvél sem var plantað í miðjum salnum og það lenti á mér að sitja fyrir aftan hana. Sá samt ágætlega en ég á víst að fá nýju afmælisútgáfuna af plötunni Konu í staðinn en hef ekki séð hana ennþá (Burkni er í málinu). Ég sat nú samt við hliðina á Heru sem bjargaði þessu ;-).

Þetta voru ótrúlega góðir tónleikar, hann byrjaði á lagi sem ég hef ekki heyrt áður en rúllaði síðan í gegnum flest lögin með frábærri hljómsveit sem innihélt hljómborðsleikarann í Ensími, trommuleikarann úr Mínus, Guðmundur Pétursson var á gítar (rugl góður) og síðan einhver maður á bassa og annar á ryðma gítar sem ég þekkti ekki. Síðan kom Barði og krafsaði í bongotrommu í einu lagi.
Hann tók lögin nokkuð rokkað að mínu mati og dansaði mikið og er greinilegt að það á að gefa þessa tónleika út á DVD eða sýna í sjónvarpi eða eitthvað. T.d. tók hann lagið Hvað þá á plötunni Ást ansi rokkað og einnig önnur lög og sum var hann bara með kassagítarinn og var í rólegum gír.

Eftir uppklapp var vel tekið á því í rokkinu og tekin hin klassísku lög Stál og Hnífur, Afgan, Blindsker, Fjöllin hafa vakað og Hiroshima.

Já, Bubbi hefur það ennþá og ég minni á þátt á Skjá1 á laugardagskvöldið um gerð þessara tveggja platna í Frakklandi (sem ég missi reyndar af því ég verð á jólahlaðborði en hann verður væntanlega endursýndur).
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur 25 nóv
Minni á að tippfundur í næstu viku verður á föstudeginum 25 nóv - enn á Sigurður eftir að staðfesta mætingu þar en allir aðrir hafa gert svo.

Nánari dagskrá kemur seinna.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Pönk
Í gær horfði ég mjög góðan þátt um pönkið og sögu þess í breiðu samhengi (ekki bara England þar sem pönk er jú upprunið frá USA). Ég þakka Jóa að benda mér á þennann þátt þar sem ég hefði nú sennilega misst af honum.

En þarna voru margir góðkunningjar, allt frá Sonic Youth í Suicide. Ég held að þessi þáttur verður endursýndur og þeir sem misstu af honum ættu að skoða hann ef áhugi á tónlist er einhver.
Ég komst amk að því hvað ég var að gera á unglingsárum mínum þar sem ég þekkti flest nöfn og átti tónlist með flestum þarna, mismikið þó. Þarna var mikið rætt um frægan klúbb í NY sem hét CBGBs en þar er pönk nánast upprunið, ég held að þessi klúbbur sé enn til í NY en ekki í sömu mynd þar sem hann var lagður niður 1979 í sinni mynd að mig minnir.

Einnig nefni ég að það var mjög merkilegt að pönk (í sinni breiðu mynd, pönkrokk) var ekkert uppi á yfirborðinu frá 1980-1992 en þá gerðist sprengingin sem var búin að malla í 10 ár og eins og flestir vita þá kom platan Smells Like Teen Spirit út. Restina þekkja allir.

1980-1992 var lítið um pönk í gangi nema underground, mér fannst fyndið að sjá stuttan bút um það vegna þess að Guðjón Karl gaf mér einhvern tímann bók um Hardcore Punk, en það eru reiðir ungir menn sem náðu í raun aldrei frægð.

Í dag er punk eitthvað sem allir þekkja, í dag er talað um hljómsveitir eins og Green Day, Rancid, Sum 81 ofl - við gömlu kallarnir köllum þetta nú bara popp!!!!
    
Hvaða gömlu kalla ertu eiginlega að tala um. Ég kannast ekki við neina gamla kalla.
11:28   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Heim ofl
Þegar ég og EE vorum á leiðinni heim frá DK stóðum við í röð og biðum eftir að komast í vélina, þá kom gaur og spurði alla í röðinni hvort einhver væri með gullfarkort, ég fattaði nú ekki alveg strax hvers konar kort hann var að tala um en svo áttaði ég mig á því og sagði að ég hefði það. Nú hann sagði þá að ég yrði upgradaður í business class.
Ég sló svo sem ekki á móti því þar við vorum vel klyfjuð og gott að vera þar. Nú í staðinn fyrir kjúllann og pasta í matinn fengum við matseðil og fékk ég mér lambasteik í matinn - þó gat ég ekki nýtt mér fría vínið þar sem ég var á leiðinni að ná í bílinn, en EE fékk sér hvítvínsglas með matnum.

Við hlið mér sat Össur nokkur Skarphéðinsson og sötraði sitt vín og las heimsfréttirnar, heyrði að hann væri að koma að einhverju þingmannasameinuðuþjóðabúnxi.

Svo sat ég og las öll íslensku blöðin, fréttablaðið, DV og Moggann. Þar las ég um hvernig íslenskt kvenfólk kom, sá og sigraði á Edduverðlaununum og las ég líka að konurnar hefðu verið eins og flugur á mykju utan á Tarantino á Café Oliver. Hann átti víst að hafa náð að sænga með einni þeirra skilst mér. Ekki það að karlmenn hefðu gert það sama við fræga konu svosem, nema að konurnar eru yfirleitt huggulegri en steikti Tarantino.

Tvennt sem vekur áhuga minn þessa dagana, það er bók Jóns Ólafssonar og svo hvað verður af Gísla "babyface" Marteinssyni.
    
miðvikudagur, nóvember 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Macro

Nýja Canon 100mm 2.8 macro linsan okkar var að detta í hús og einnig 4gb svarti IPod-inn okkar!
Þessi mynd, sem Sonja tók, er ekkert cropuð og er í 3519x2345 upplausn af 5cm strumpi. Ansi magnað að geta tekið myndir af svona litlu og það er nokkuð ljóst að það verða bara settar inn blómamyndir næstu vikurnar!
    
|
Skrifa ummæli
The Day
Ákvað að hafa titilinn á útlensku svo hann væri meira grípandi. En ég vaknaði upp eins og venjulega við það að síminn minn hringdi (kl. 8:25). Þá fór ég á fætur og bustaði tennurnar og það allt. Tékkaði svo á tölvupóstinum og er enn alveg hellingur þar sem ég á eftir að fara yfir, en hef ekki haft neinn tíma til þess undanfarna daga.
Þar sem að ég er ekki enn búinn að gera við bremsurnar á bílnum og er alltaf að vinna frameftir og á ekki neinn bílskúr þá gengur þetta frekar hægt fyrir sig, því það er svo leiðinlegt að vinna á kvöldin úti núna í kulda og myrkri, þá tók ég bara strætó í vinnuna í morgunn.

Ég byrjaði á því að fara á bus.is og valdi leiðina og skv henni átti ég að gera eftirfarandi:
  1. Gengið (60 metrar) 09:33 Fálkagata 34 Reykjavík Hjarðarhagi 09:34
  2. Leið 15 09:34 Hjarðarhagi Hlemmur 09:43
  3. Beðið (1 mín.) 09:43 09:44
  4. Leið 13 09:44 Hlemmur Bústaðavegur 09:52
  5. Gengið (150 metrar) 09:52 Bústaðavegur Bústaðavegur 9 Reykjavík 09:54
Eins og sést þá átti ég semsagt að vera kominn kl. 09:54 í vinnuna og öll ferðin átti semsagt að taka 21 mínútu, þar af reiknast 3 mínútur í göngutíma og EIN mínúta í biðtíma á milli vagna. EN þrátt fyrir að það voru bara örfáir í vagninum þá var hann 2 mínútum of seinn sem þýðir einfaldlega að "Leið 13" var farin og ég varð gjörosvovel að bíða eftir næsta vagni sem keyrir framhjá Veðurstofunni, en það er bara einn vagn sem fer þessa leið og ég nennti ekki að fara að kynna mér aðrar leiðir því ég var bara fúll yfir þessu vonda plani. Næsti vagn kom sesagt kl. 10:04 og var ég því kominn í vinnuna kl. 10:14 í staðin, þ.e. ferðin tók því 41 mínútu í stað 21 mínútu.

Hvað lærði ég á þessu? Jú, ekki að treysta því að hægt sé að fara eftir plani á vefnum ef biðin er aðeins 1 mínúta á milli vagna.

Reyndar ef ég ætla að komast á veðurstofuna með eins litlu labbi og hægt er, þá er bara um þessa leið að velja. En aðrar leiðir þarf ég alltaf að labba frá Kringlumýrarbrautinni, sem eru 350 metrar.

Nú er ég samt að hugsa um að prófa að taka strætó aftur til baka og sjá hvernig það gengur.
    
Af hverju drullastu ekki til að hjóla í vinnuna?
10:44   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Danmörkuferð
Ég átti nú lengstu ferðina í þetta sinn þar sem ég var mættur til DK 1 nóv og fór heim 15 nóv. Var reyndar að vinna til og með 9 nóv en þá kom EE út. Ég náði í hana á flugvöllin um 19.00 og var farið heim með dótið og drifið sig út að borða. Fórum á stað sem heitir Riz Raz en það var ágætismatur sem við fengum þar, blanda af sjávarréttum og fullt af kjöti.
Á fimmtudeginum var nú ekki mikið gert annað en að slappa af fyrir átökin, náði í Hjölla um kvöldið og get í raun sagt að ég hafi verið í kringum hann meira eða minna allan tímann og því ekki mikið við það að bæta. Þó voru 2 hlutir sem ég ætla að nefna sem hann gleymdi:
Á föstudeginum fórum við um morgunin á stað sem heitir Zirop ef ég man rétt og fengum okkur morgunmat/hádegismat. En það var alveg frábær matur sem var þar og fékk EE kvasidillas fylltar með osti og voru gómsætar, ég og hjölli fengum okkur indverskan karrýkjúkling í salatbeði.
Seinni part föstudags þegar EE hafði farið heim til Lindu (kærasta bróðir míns) í klippingu þá fórum ég hjölli á stað sem heitir Den Tatoverede Enke en það var ansi magnaður bjórstaður með yfir 100 tegundir af Belgískum bjór, bjórar sem ég hef aldrei heyrt um. Þar sötruðum við missterka og misdökka bjóra og vorum ansi sáttir við þennan stað.

Í lokin enduðum við EE á því að nýta mánudaginn í að versla og náði ég að kaupa mér gallabuxur en nú á ég þrennar gallabuxur sem er það mesta síðan ég var unglingur.
    
|
Skrifa ummæli
Blögg á dag
Enn eiga Hjölli, Árni og Bjarni eftir að blogga í dag!
    
Dagurinn er nú bara rétt að byrja
13:30   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Pönk
Bendi Árna og aðra unnendur tónlistar á þátt sem heitir PUNK: attitude á RÚV kl. 22.40 í kvöld.

Meðal þeirra sem koma fram eru Jello Biafra, Mary Harron, Chrissie Hynde, Jim Jarmusch, David Johansen, Legs McNeil, Thurston Moore og Tommy Ramone
    
Mjög spennandi - ætla að horfa á þennan þátt að öllum líkindum þar sem ég er meiddur enn og verð á hliðarlínunni, eða heima að horfa á imbann og passa hundinn
14:59   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Scull fuck rock
Hjölli búinn að gera upp DK ferðina þannig að maður þarf ekkert að tala um hana.

Við Sonja fengum tölvupóst í síðustu viku frá franskri plötuútgáfu og voru þeir að spyrja okkur hvort þeir mættu nota Auschwitz myndirnar okkar í diskaumslag á diski sem þeir eru að fara að gefa út á næsta ári með hljómsveit sem heitir GANTZ og er Post hardcore hljómsveit (hvað sem það nú er). Hann sagði að þeim þættu myndirnar magnaðar og "... and it really blows me away, the pics are so fantastic and intense." Við sögðum þeim að þeir mættu það ef þeir myndu nefna okkur í umslaginu og vísa í myndasíðuna okkar og þetta væri gert af virðingu við þetta viðkæma málefni. Þeir munu líka senda okkur diskinn þegar hann kemur út í febrúar. Hérna er heimasíða plötuútgáfunnar: www.impuremuzik.com. Vona bara að þetta séu ekki nýnasistar.
    
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Danmerkurferð
Þá er maður komin heim eftir svaðilför til Danmerkur. Árni og Elín sóttu mig á Kastrup á fimmtudagskvöldið og var haldið beint til foreldra Árna þar sem smá forveisla var í gangi. Drukkum við þar bjór og borðuðum þar ýmsa smárétti og Halli sýndi okkur bíó úr tölvunni sinni, en hann er að búa til tölvugerða bíómynd. Svo var haldið upp á hótel og horfðum við Árni á Simpsons (2 þætti) og fengum okkur smá Cuba Caramel með því og svo var bara farið að sofa.
Á föstudagsmorguninn hringdi Pálmi í mig (og vakti mig) og sagði mér að þau væru ekkert á leiðinni strax til Danmerkur því eftir að þau voru sest í flugvélina sagði flugstjórinn að þau væru ekkert á leiðinni neitt í þessari vél og þau voru gjörosvovel að bíða eftira annari vél, sem kom svo mörgum bjórum síðar.

Föstudagurinn leið svo bara óskup ljúflega og var rölt um bæinn og drukkinn bjór og var svo haldið á ástralska veitingastaðinn og gomsað í sig krókódílum og kengúrum. Eftir matinn var svo haldið á einhvern stað þar sem við tróðum okkur við eitt lítið borð (við vorum 15 saman), en hluti hópsins hélt svo áfram á Sams Bar þar sem sumir tóku lagið í karókí við gríðarlegar vinsældir heimamanna og er ég alveg viss um að flestir þarna inni hafi haldið að við værum hópur af frægu fólki sem hafi ákveðið að taka lagið þarna inni (ég söng ekki neitt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir manna til að fá mig á svið).

Kl. 10:55 á laugardagsmorguninn hringdi Árni í mig (og vakti mig). Hann var á röltinu með fartölvuna á strikinu og var á leiðinni á tippfund (sem hefjast átti kl. 11 á kaffihúsi á strikinu). Hann og Pálmi hittust svo þarna við McDonalds staðinn í Köben. Þar komust þeir að því að Danir eru ákaflega illa nettengdir og þurfti að borga fyrir að tengjast netinu á Makkaranum (og á hinu kaffihúsinu líka). Þeir héldu því súrir í bragði upp á hótel og hittu mig og Jóa þar. Þar borguðum við fyrir að fara á internetið og prentuðum út getraunaseðilinn. En þar sem ekki var búið að setja inn "flash" á tölvuna, eða eitthvað svoleiðis, þá var ekki hægt að notast við tölvurnar á hótelinu og fórum við því upp í herbergið hans Árna og reyndum að tengjast internetinu þar, en það var bara enn dýrara að tengjast því þar og því enduðum við bara á því að setja saman 2 seðla með kerfinu 0-10-128 og hringdum svo í Guðberg (Jóabróðir) og keypti hann svo seðlana fyrir okkur (sem við unnum svo ekki neitt á).
Eftir þetta fórum við út til að fá okkur að borða. Eftir stutt rölt á Nyhavn fórum við á strikið og fengum okkur alveg ágætis samlokur á samlokubar, nema Jói fékk sér bara kaffi, en hann var með einhvern flensuskít.

Dagurinn leið svo bara nokkuð rólega, en hópurinn dreifðist nokkuð og röltu ég og Pálmi bara um bæinn og fengum okkur einn bjór á meðan Erla var að versla í H&M, en það tók hana aðeins rétt um 4-5 klukkutíma. Ég keypti mér náttslopp, en ég hef aldrei átt náttslopp. Ég hitti svo Sonju í búðinni og fór með henni upp á hótel (með viðkomu í heilsubúð og McDonalds). Þar lagði ég mig smávegis og gerði mig svo tilbúinn fyrir afmælisveisluna hans Halla, sem haldin var á veitingastaðnum Cafe Li Vida.
Amælisveislan heppnaðist alveg príðilega og held ég að allir hafi bara skemmt sér mjög vel. Halli fékk fult af gjöfum og allt. Ég smakkaði nokkrar nýjar bjórtegundir, en staðurinn var með alveg ágætis úrval af belgískum bjór. Að afmæli loknu var haldið í bæinn og fórum við fyrst á staðinn The Rock, sem eins og nafnið gefur til kynna var mikill rokkstaður. Staðurinn var vægast sagt mjög stór og áhugavert að koma þangað inn, en við stöldruðum nú ekki lengi við og röltum eitthvað út og reyndum að finna einhvern annan stað þar sem við gætum sest niður og stötrað bjór og spjallað saman án þess að þurfa að kalla mikið. Við enduðum svo inn á einhverjum Djassstað þar sem einhverjir gaurar voru að spila einhverja djasstónlist. Við stöldruðum svosem ekki lengi þarna inni því staðurinn var alveg að loka, en við ákváðum bara að þetta væri að verða orðið ágætt og héldum því bara upp á hótel.

Sunnudagsmorguninn byrjaði allt of snemma, en fyrst var bankað á hurðina og kona sagði eitthvað sem ég skildi ekki og svaraði ég með "hmgmgmghhjj" og fór þá konan. Stuttu síðar var bankað aftur og þá var það einhver strákur og svaraði ég fyrst með sama hætti og áður, en hann gaf sig ekki og opnaði ég því næst hurðina og þá rétti hann mér tannkremstúbu sem ég hafði lánað Jóa og Sonju, en þau fóru fyrr um morguninn heim. Svo svaf ég ekkert neitt svakalega vel eftir þetta og um 11 leitið ákvað ég bara að vakna og horfði á sjónvarpið til klukkan hálf tvö, en fór þá í sturtu og gerði mig tilbúinn til að fara út. Ég, Árni og Elín röltum svo í bæinn og hittum Pálma og Erlu og vorum við á almennu bæjarrölti það sem eftir var dagsins og var m.a. rölt í DVD City, þar sem ég keypti mér 3 DVD myndir. Ég, Árni, Elín, Halli og Kolbrún fórum svo í Imperial bíóið og sáum særingarmyndina um Emely Rose, sem var svosem alveg ágætis mynd og ekki alveg jafn hræðileg eins og ég bjóst við að hún væri. Við enduðum svo kvöldið á því að fara á Jenses Böfhus og fékk ég mér þar 3 rétta máltíð (rækjur í forrét, 300 gr. steik í aðalrétt og súkkulaðibúðing með rjóma í eftirrétt og kaffi). Svo fórum við upp á hótel og pakkaði ég niður í töskuna mína og gerði allt tilbúið til brottfarar. Ég gat samt ekkert sofnað og glápti ég á sjónvarpið til kl. 3.

Kl. 7:30 hringdi svo Kolbrún í mig (en ég var búinn að panta vakningu þá) og skellti ég mér í sturtu og brunaði niður og svo kom leigubíll og skutlaði mér á brautarstöðina og var ég kominn út á flugvöll kl. 8:50. Tékkaði mig inn og tók svo smá rölt um flugstöðina. Keypti mér Su Doku bók, samloku og djús í 7/11 (og er ég enn að glíma við fyrstu þrautina í bókinni, en þetta eru doldið erfiðari þrautir en í fréttablaðinu, 16x16 að stærð). Þar sem ég var greinilega svo heppinn að vera með þeim fyrstu sem tékkuðu sig inn þá fékk ég líka frábært sæti í vélinni, en það er við innganginn og því var ég með mjög mikið pláss fyrir lappirnar og gott næði allt flugið.

Svo tók ég bara rútuna heim, sem er reyndar ekki svo slæmt og kostaði það 1150 kr.

Jæja læt þetta gott heita, held að þetta hafi verið svona heldstu atriðin í ferðinni.
    
Meistarinn skundar aftur fram á blöggsviðið af sinni alkunnu snilld og standa fáir eða öngvir honum snúning í þessari list!
21:52   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Svona byrjaði þessi vitleysa fyrir akkúrat 3 árum síðan. Bloggið hefur ótal oft farið upp og svipað oft niður og núna erum við sennilega í dal og þá er bara ein leið fær sem er upp!

föstudagur,
nóvember 15, 2002

|
Jájá, ég er bara byrjaður að blogga!.


    
föstudagur, nóvember 11, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndablogg

8 tíma seinkun mfgas!
    
Einhver seinkun á bloggi á þessa síðu líka.
13:06   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, nóvember 10, 2005
|
Skrifa ummæli
Thistlegorm Wreck
Þetta flak er hluti af ferðinni í Rauða hafið. En ég er búinn að ákveða að fara í þessa ferð og búinn að borga 25.000 kr. staðfestingargjald. Thistlegorm Wreck.
Flakið er eitt af frægustu flökum sem hægt er að skoða í heiminum, en ég hef bara séð myndir frá þessu í tímaritum (Dive, sem ég var áskrifandi af). Þetta er túrinn (pakkinn fyrir neðan er á 75.000, en farið er frá London, svo það bætist við flug þangað og til baka og gisting):

Wrecks and Reefs

Departing from Sharm el Sheikh and visiting a mixture of the best wrecks and reefs in the Sinai area. The sites visited include:-
The Thistlegorm, Abu Nuhas, Ras Mohammed, Straits of Tiran

"you arrive in Sharm - and get transfered to the boat - the boat is mored up in the jetty and you unpack have dinner etc and leave very early in the morning - On the first day you do 2 easy dives (check dives ) near sharm. You then spend the next 5 days going around the wrecks and reefs generally moving in the afternoon or evening time. When you arrive back to the jetty you are picked up and taken to the hotel where you spend your last night and following day. You are then picked up by our reps in sharm and taken to the airport - We arrange a late check out so that you can stay in the hotel all day before the flight home."


    
Hægt er að lesa aðeins meira hér um Sharm el Sheik. En það var doldið mikið í fréttum í sumar.
08:50   Blogger Hjörleifur 

Vá, þetta verður ótrúlega gaman - ánægður með þig að skella þér á þetta. Nú hefði verið gaman að vera með Canon EOS vél með vatnsheldu boxi til að taka myndir af flökunum.
11:03   Blogger Joi 

Bloody hell - var að skoða myndirnar af flakinu með herbílunum og mótorhjólunum frá WWII, ansi magnað dæmi. Þetta verður ansi gaman og ég krefst þess að þú fáir þér underwater myndavélabúx til að sýna okkur þegar þú kemur heim!
13:00   Blogger Joi 
þriðjudagur, nóvember 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Skjár
    
úúúúúú einn að sýna nýja 24" skjáinn sinn
00:21   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Cyclone
Nú er verið að pæla í að skella sér á þetta dæmi hér í eina viku. heildarkostnaður verður um 100þús + gisting í 2 nætur í London og matur þar, en fæði er innifalið á bátnum. Árni þú ert velkominn með.

Þetta yrði í Mars á næsta ári, þ.e. ef ég fer, en ég verð að ákveða það fljótlega.
    
Af hverju er bara Árna boðið með ... er þetta bara fyrir samkynhneigða (gay cruise)?
00:43   Blogger Joi 

neinei, veit bara hvað honum finnst gaman í sjóferðum og alveg örugglega löngum sjóferðum, því í þessari er bara farið út og komið til baka nokkrum dögum síðar.
08:21   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, nóvember 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Annað
Nú hefur borið á bloggletið undanfarið frá öllum, þó mismikil. Mikið af blogginu hefur snúist í tippumræður sem eru mjög þarfar en auðvitað má annað ekki deyja út svo lesendur okkar deyji ekki af leiðindum.

Nú stutt af mér en ég er í DK núna og verð áfram í rúma vika í viðbót. Er að vinna norðarlega á Sjálandi og keyri í 50 mín á hverjum morgni til að komast þangað, þó ekki nema 30 mín tilbaka. Hér er ég að upplifa hvernig er að vera hinummegin við borðið þ.e. hvernig kaupandi vill hafa hlutina, hvaða vandamál koma upp osfrv. Mjög fróðlegt dæmi.
Nú eftir að ég kom hef ég svo sem ekki gert mikið meira en að vinna, ég stefni á frí á miðvikudag og verður ansi gott að komast í smá frí þá. Stefnan er að fara í afmælið hjá bróðir á laugardag en á föstudag verður farið á Reef n Beef og fengið sér krókódíl og kengúru, en viss aðili spurði hvort hægt væri að fá kóalabjörn og ég vildi nú meina að svo væri ekki. En aðrir ætla að fá sér emú þ.a. ýmislegt verður prófað. Um kvöldið verður svo vonandi farið á lífið, en við verðum að spara okkur líka fyrir laugardaginn.

Tek fram að hér er um 10-15 stig og þurrt - ekki slæmt það.
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundir næstu 2 helgar
Nú verður bróðurparturinn af THS úti í DK um næstu helgi og því verður fundarstaður hér DK á föstudag eða laugardag. Að sjálfsögðu er Sigurður velkominn hér út ef hann kemst en annars verður hann að sitja þennan fund af sér þar sem við verðum að láta meirihlutann ráða.
Nú HS ætlar að aðstoða mig á fimmtudag eða föstudag að setja upp gettó hér á tölvuna mína svo við getum tippað á einhverju hotspotti.

Nú svo höfðum við planað 18 nóv kvöldtipp með tilheyrandi en vegna þess að einn meðlimur THS er vant við látinn þá helgina þá kom uppástunga frá PP að færa þann fund til 25 nóv.
Ég er laus þá og gott væri að fá komment frá öðrum, sérstaklega þeim sem við ákváðum að hliðra fyrir. Því þessi kvöld tippfundur verður haldinn annanhvorn þennan dag.

Gott væri líka að heyra í vaktakallinum, hvort hann sé á vakt þessar helgarnar.

Athugasemdir velkomnar
    
25. ætti að vera góður fyrir mig, en ég er á bakvakt bæði helgina fyrir og eftir.
16:36   Blogger Hjörleifur 

Þá ættum við að kýla á þá dagsetningu, vænti þess að rest stimpli sig inn og láti vita.
08:21   Blogger Árni Hr. 

Ég kemst hvenær sem er, hvenær sem er!
09:25   Blogger Joi 
föstudagur, nóvember 04, 2005
|
Skrifa ummæli
THS fundur
Var alveg búinn að steingleyma því að ég ætlaði að tilkynna fundinn fyrir fyrramálið. Pálmi kemst ekki og Árni er í DK.

Bíllinn minn er eiginlega ekki með bremsur, heldur meira svona hægjur og því væri best fyrir mig að þurfa ekki að keyra mjög langt, svo ég ætla að vera svo frumlegur að stinga upp á Perlunni á morgunn kl. 12:00. Já nú eru breyttir tímar (eins og EGÓ sagði forðum) og lokar ekki fyrr en kl. 14:00 og því engin ástæða til að vakna fyrir allar aldir lengur.

Efni fundarins: Venjuleg fundarstörf og önnur mál
    
hmmm... ekki slæmt. Fengur 3 raðir með 10 réttum, en samt. Miðað við aðra þá virðist vera að árangur okkar hafi ekki verið neitt spes, þar sem að nokkuð margir voru með 10 eða meira rétta og það mikið að ekkert er borgað út fyrir 10 rétta þetta skiptið. En við erum þó ekki að fara að spandera í neinn evrópuseðil þar sem að lágmarkinu (10 réttum) var náð. En við verðum samt að fara að gera betur ef við ætlum að vera með í toppbaráttunni í hópleiknum.
22:00   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Maradona Leads Anti-Bush Protests

Alltaf stuð í kringum Maradonna.
En hann er að standa í þessu því vinur hans, Fidel Castro, komst ekki.
    
|
Skrifa ummæli
Hjölli að fikta
Bilun er í tölvukerfi Veðurstofu Íslands og því berast ekki upplýsingar um veður á hinum ýmsu stöðum á fréttavef Morgunblaðsins. Viðgerð stendur yfir og beðist er velvirðingar á þessu.

Hvað er eiginlega í gangi....??
    
Ég var ekkert að fikta neitt, fór bara í fótbolta í morgunn og keypti bremsuklossa og kom ekki í vinnuna fyrr en eftir hádegi.
15:30   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, nóvember 02, 2005
|
Skrifa ummæli
United
Ranturinn er ekkert með neinar málalengingar frekar en vanalega: :: united rant:: - fair and balanced football comment
    
Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem Utd gæti mögulega ekki komist áfram - það yrði saga til næsta bæjar.
Verst er að það verður greinilega ekki utd sem stoppar sigurgöngu Chelski um helgina.
09:35   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
NACMA
Var að tékka á heimsóknariptölum sem komnar eru í dag á þessa síðu og upp kom m.a. þetta lén hér: NACMA.
Ætli við séum undir eftirliti?
    
|
Skrifa ummæli
Breiðbandið
Skilaði Breiðbandinu aftur til símans núna áðan.
    
|
Skrifa ummæli
Jólahlaðborð
Búinn að panta í Perlunni fyrir 6 manns þann 29. des kl. 19.00.
    
Já gott framtak hjá þér drengstaulinn þinn
15:41   Blogger Hjörleifur 

Þið munið eftir árlegum 6földum cocktail okkar Hjölla fyrir matinn!
20:06   Blogger Joi 

ójá...
16:37   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
18 Nóv - Tippfundur
Jæja nú er komið að því, fyrsti föstudags tippfundur vetrarins. Þegar hefur PP bókað sig á þessa dagsetningu og verður fagnað í tilefni af því.
Á föstudeginum munum við stefna á að hittast um 18.00 - um það bil. Það verður tippað, það verður etið og það verður drukkinn bjór og jafnvel einn G&T fyrir mat og einn koníak eftir mat.
Eftir þetta þurfa menn að vera með lausan tíma til miðnættis en við stefnum á að gera eitthvað eftir mat og tipp. Spurning hvort það verður bíó, pool eða eitthvað allt allt annað.
En nú þurfa menn að krota í kalenderinn og muna þessa dagsetningu.
    
|
Skrifa ummæli
Skrítnir þessir Agureiringar
Úr frétt á www.ruv.is:

Gervisnjóframleiðsla tefst vegna snjóa

.... Vegna mikillar snjókomu hefur reynst erfitt að koma upp búnaði til að framleiða snjó í Hlíðarfjalli. Bæði er þó stefnt að snjóframleiðslu á Dalvík og Akureyri á næstu vikum.



    
þriðjudagur, nóvember 01, 2005
|
Skrifa ummæli
Heimasíminn
Ég sagði upp heimasímanum mínum í gær, enda var ég löngu hættur að hringja úr þessum síma og er búinn að borga 1350 kr (eða hvað það nú kostar þetta fastagjald hjá OgVodafone) á mánuði, en þetta er náttúrulega bara vitleysa. Má tala helvíti mikið í gsm símann fyrir 1350 kr sem maður er að spara með þessu.

Svo ætla ég að skila breiðbandstækinu núna á eftir og svo á að skella sér á Hive max pakkann, en í honum er netsími innifalinn, ekki það að maður sé eitthvað að nota hann, því gemsinn er kominn til að vera... um stundarsakir amk.
En náttúrulega verða allir innan skams komnir með lófatölvur og nota bara skype eða eitthvað svoleiðis apparat til að tala. Emax er að vinna hörðum höndum að því að setja þráðlaust net yfir allt landið og þegar svoleiðis þjónusta verður komin niður í viðráðanlegt verð fyrir heimili þá er náttúrulega ekki spurning um að allir verði bara þráðlausir hvar sem er.
    
|
Skrifa ummæli
YouTube - Broadcast Yourself.
Vá hvað þessi maður er góður (eða er þetta feikað, maður trúir þessu varla?): Ronny
    
Já það er erfitt að trúa þessu, en samt... getur hann þetta ekki barasta
23:04   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar