miðvikudagur, nóvember 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Danmörkuferð
Ég átti nú lengstu ferðina í þetta sinn þar sem ég var mættur til DK 1 nóv og fór heim 15 nóv. Var reyndar að vinna til og með 9 nóv en þá kom EE út. Ég náði í hana á flugvöllin um 19.00 og var farið heim með dótið og drifið sig út að borða. Fórum á stað sem heitir Riz Raz en það var ágætismatur sem við fengum þar, blanda af sjávarréttum og fullt af kjöti.
Á fimmtudeginum var nú ekki mikið gert annað en að slappa af fyrir átökin, náði í Hjölla um kvöldið og get í raun sagt að ég hafi verið í kringum hann meira eða minna allan tímann og því ekki mikið við það að bæta. Þó voru 2 hlutir sem ég ætla að nefna sem hann gleymdi:
Á föstudeginum fórum við um morgunin á stað sem heitir Zirop ef ég man rétt og fengum okkur morgunmat/hádegismat. En það var alveg frábær matur sem var þar og fékk EE kvasidillas fylltar með osti og voru gómsætar, ég og hjölli fengum okkur indverskan karrýkjúkling í salatbeði.
Seinni part föstudags þegar EE hafði farið heim til Lindu (kærasta bróðir míns) í klippingu þá fórum ég hjölli á stað sem heitir Den Tatoverede Enke en það var ansi magnaður bjórstaður með yfir 100 tegundir af Belgískum bjór, bjórar sem ég hef aldrei heyrt um. Þar sötruðum við missterka og misdökka bjóra og vorum ansi sáttir við þennan stað.

Í lokin enduðum við EE á því að nýta mánudaginn í að versla og náði ég að kaupa mér gallabuxur en nú á ég þrennar gallabuxur sem er það mesta síðan ég var unglingur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar