laugardagur, nóvember 30, 2002
|
Skrifa ummæli
Úff, þynnka ársins er hér að stríða mér. Er gjörsamlega ónýtur. Vaknaði ekki fyrr en klukkan 14:30 og byrjaði á því að labba til Jóa og ná í bílinn og keyrði svo í vinnuna. Tók eina góða þynnkuskitu. Er núna að rembast við að vinna, en það er ekki alveg að virka nógu vel. A.m.k. ætlar helvítis þynnkan ekkert að minnka.

Gærkvöldið var bara of mikið.

Er núna að hlusta á White Flag og þegar diskurinn verður búinn þá reikna ég ekki með að gera neitt meir. Enda ekki í neinu standi til að reikna neitt yfir höfuð.

Annars var ég að spá í að fara á tónleika í kvöld með SKE.

Æi
    
|
Skrifa ummæli
Ég er sammála Jóa um að Cowboy er eitt af bestu lögum á disknum. Annars sá ég að beta blogg var komin til Gnarrenburg og því hlýtur að styttast þar til við förum í sjónvarpið með okkar blogg - kannski þegar þetta verður gefið út :)
Fór í pool í gær með EE og strákunum og var parakeppni sem fór 4-4 - langt síðan maður fór í pool, alveg kominn tími á það. Ekki mikið markvert nema að eigandi kom að máli við EE og lét nokkur ástarorð falla - eða svo höldum við hann var svo drukkinn að hann stóð varla í lappirnar.
Fór líka með EE á á Potterinn - varð fyrir smá vonbrigðum, flott special effect en þetta var mjög keimlíkt fyrri myndinni.
    
föstudagur, nóvember 29, 2002
|
Skrifa ummæli
Smá upphitun fyrir Ske tónleikana á morgun (einkunnagjöf á nýja diskinn):

Nr.Lag Umsögn Eink.
1Julietta ILjúft og skemmtilegt lag með góðri söngkonu.9
2StuffSkemmtilegt popplag8
3 Cowboy Eitt af betri lögum disksins, frábær melódía 9
4 One thing Ágætis lag, mætti vera meira ris í því samt 7
5 Le Tram Stutt melódía sem er alveg ágæt 8
6 Julietta II Frægasta lagið og helvíti gott, hefði verið betra ef maður væri ekki búin að heyra það svona oft í auglýsingunum 9
7 Strange & Deranged Flott og melódískt lag sem notar hljóðgervla á skemmtilegan hátt. 8
8 T-Rex Flestir virðast vera mjög hrifnir af þessu lagi, en það er ekki eitt af mínum uppáhalds lögum á disknum. 7
9 Good News Annað lag sem sungið er í gegnum hljóðgervla, og er bara nokkuð fínt en full rólegt og vantar kannski ris í ð. 7
10 Leck Meinen Stiefel Ab Stutt, en snilldarlag og að mínu mati besta lag disksins. 10
11 Lola Mjög skemmtilegt lag og flottur taktur og undiralda. 9

    
|
Skrifa ummæli
Hvernig er hægt að hækka verð á víni - þetta er nú orðið meira helv... ruglið. Mér sýnist að Landinn fer að fljóta aftur fljótlega - þetta er bara orðið allt of dýrt já allt of dýrt. Skíta land - nú þarf maður að fara til yfirmanns og biðja um launahækkun til að geta staðið undir áfengishækkunum.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er magnað:
Ruud van Nistelrooy is Manchester United's most prolific scorer of all time, with a higher goal ratio than any of his United predecessors.
The Dutchman soared to the top of the pile after netting another five goals this week, leaving Old Trafford legends Tommy Taylor and Denis Law in his wake.
Van Nistelrooy passed his half century of goals for the club against Newcastle last weekend and has now scored 52 goals in 68 appearances since last year's £19m move from PSV Eindhoven following his double against Basel on Tuesday.
The Dutchman's scoring prowess has pushed Taylor into second place in terms of goal ratios, with Dennis Viollet dropping to fourth and Law now fifth.
Van Nistelrooy's ratio, arrived at by dividing goals by appearances, is 0.764 against Taylor's 0.677 and Law's 0.591.
    
|
Skrifa ummæli
Fór á tónleika með White Flag í gær - fín skemmtun. Borgaði 500 kr inn þar sem við komum ekki fyrr en um 11:30 - frír bjór með.
Tónlistinn var svona pönk rokk ala Ramones.
Söngvarinn spilaði á bassa, var með grænt hár sem nýlitið þar sem það lak niður grænn taumur á enni hans.
Rytmagítarleikarinn og hinn söngvarinn var spitting image af cheech og var mjög hnittinn
Aðalgítarleikar var enginn annar en Eric Erlandsson sem var gítarleikari Hole þegar sú grúppa starfaði - ég spjallaði við hann og var hann hinn hressasti. Tek það fram að hann var að ég held að data Drew Barrymore - lucky bastard!!¨

Nú þetta byrjaði með því að þessir 50 manns sátu og horfðu á nema the lone pönker sem var einn að slamma framma og var alltaf að reyna að draga vin sinn með sér í þá vitleysu. Strax á öðru lagi þá stoppar bassaleikarinn að spila og hinir halda áfram, tekur utan um gaurinn dregur hann aftast í herberginu og segir honum greinilega að þar eigi hann að vera kyrr. Nú gaurinn var greinilega niðurbrotinn og hékk meira og minna aftast - þar til hann fór niðurlútur með vini sínum þegar tónleikarnir voru nær hálfnaðir.
Já strákar - pönkið er svo sannarlega dáið...

Nú skemmtunin hélt áfram - Freyr tók einu sinni við gítar cheechs og spilaði á meðan cheech söng hástöfum og æpti og gretti sig osfrv. Nú það er ekki hægt að segja annað en að þeir rokkuðu nokkuð feitt og var þetta mjög gaman. Í lok tónleikana þá stigu á stokk freyr og vinur hans ásamt eric erlandsson og bassaleikara úr áhorfendaskara - jömmuðu þeir nokkur Velvet underground lög og kom cheech inn og söng Heroin (mjög falskt þó.).

Cheech krossaði líka Hjölla þegar hann gekk fram hjá honum og spjallaði ég briefly við hann - en hann var stuðkall með meiru.

Já svona getur þetta gerst - skyndiákvörðun varð að upplifun - ég talaði við gaur sem hefur datað drew og spilað með Cortney Love í hljómsveit (gellan sem drap Kurt Cobain :)

ps. Ég fór í körfubolta kl. 10 og hitti þar gaur sem ég spurði:
Getur verið að ég hafi séð þig spila á Grand Rokk á Airwaves með Sjón - hann sagði JÁ.

Hann sagði að þetta hafi verið á allra síðustu stundu og algerlega óæft. Já svona þróast sum kvöld - ef maður væri nú alltaf svona aktífur.

Annars hlakkar mann bara mikið til að fara að sjá SKE - einnig stakk ég upp á því að fara á Grandarann eftir Ske og sjá þar Mínus og Apes - en við sjáum hvað setur...




    
|
Skrifa ummæli
Andskotinn, hækkar þetta ekki piparsveinavísitöluna?

Af mbl.is: Verð á sterku áfengi hækkar um 10% í dag og tóbak um 12% að jafnaði. Alþingi samþykkti í gær lög um hækkun á áfengisgjaldi um 15% og tóbaksgjaldi um 28%. Verð á léttvíni og bjór hækkar ekki.
    
fimmtudagur, nóvember 28, 2002
|
Skrifa ummæli

Hjöll
    
|
Skrifa ummæli
Jú, ég er í svakastuði og gaman að þú sért að hlusta á þennan magnaða disk og það verður gaman að fara á tónleikana á laugardaginn eftir nokkra öl og hlusta á snilldina!
    
|
Skrifa ummæli
Er núna að hlusta á SKE á botni. Best að vera vel undirbúinn fyrir laugardagskvöldið. Verð ég nú bara að segja að Leck Meinen Stiefel Ab er alltaf betra og betra og betra eftir því sem ég heyri það oftar og líka Lola, það er alveg frábært og í reynd eru barasta öll lögin barasta helvíti góð. Það er óhætt að segja það að hljómsveitin hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan ég sá hana fyrst, einhverntíman á einhverri skemmtun hjá líffræðinemum á síðari hluta seinustu aldar. Enda er þetta ekki sama hljómsveitin þó að limirnir í henni séu svona að stofninum til þeir sömu, þ.e. Skárri en ekkert. Nú er þessi sveit orðin skárri en barasta flestar sveitir. Frumleiki og fjölbreytnin í lagaútsetningum er með því allra skemmtilegasta sem ég hef heyrt í langan tíma. Hér dugar engin stjörnugjöf heldur verð ég barasta að gefa henni 3 vetrarbrautir í einkunn.

Eru ekki annars allir í stuði?
    
|
Skrifa ummæli

Jó og Sigg
    
|
Skrifa ummæli
Add Manchester United's very own red-hot Ruud van Nistelrooy into the equation - even though his club ended empty-handed - and you have the best three strikers in Europe over the past 12 months by some distance.

In fact, van Nistelrooy's strike record is best of all with 53 goals in 68 appearances (six as substitute) for Sir Alex Ferguson's men - he even exceeded Henry in the scoring stakes in all competitions during 2001-02.
    
|
Skrifa ummæli
Hvernig gengur annars Pálma að finna videospólur og Ánna að koma GG Gunn spólum á geisladiska?
    
|
Skrifa ummæli
Annars er ég með þá kenningu að kaffidrykkja í miklum manni dekki húð manna, þ.e. að menni verði brúnari á hörund. Frændur mínir fyrir vestan líta allir út eins og spánverjar og drekka kaffi í mjög miklum mæli. Þetta væri kannski verðugt rannsóknarverkefni.
    
|
Skrifa ummæli
Jamm, helvíti gott að sitja hérna í vinnunni, sötra heitt kaffi, forrita byltingakenndan hugbúnað og hlusta á Ske í headphónunum.

Hvernig hljómar þetta annars fyrir laugardaginn:
18:00 - Horfum á Bottom Live 4 og sötrum öl.
20:30 - Förum á tónleika með Ske.
22:30 - Förum í bæinn eða heim til Jóa (mæli með því fyrra).
    
miðvikudagur, nóvember 27, 2002
|
Skrifa ummæli
Listi yfir fólk sem ég ætla að "ignora"

1. George Bush
2. Leikskólakrakkar
3. George Bush
    
|
Skrifa ummæli
Stærðfræðileg greining - fallinn með 4,5. Það er þó jákvætt við þetta að ég hafi ekki fengið 5.0 því þá hefði ég þurft að vellta því fyrir mér hvort ég ætti að fara í endurtökupróf eða ekki, en nú er enginn vafi á því. Ég lýsi því hérmeð yfir að það verður ekkert djamm hjá mér fyrr en 8. janúar, ekkert djamm segi ég (ætla nefnilega að hysja upp um mig og ná 8.0)!!!
    
|
Skrifa ummæli
Búinn að uppfæra listann yfir fólk.
    
|
Skrifa ummæli
Já mér líst alveg ágætlega á það að fara á SKE - það gæti verið gaman. Hins vegar þarf einhver að redda mér disknum áður en ég fer til þess að vita hvað maður er að fara hlusta á. Vonandi taka þeir T-Rex :)
    
|
Skrifa ummæli
Já, spurning að gera eitthvað á laugardaginn, eins og t.d. að fá sér í litlu tánna. Reyndar verður SKE með útgáfutónleika, og spurning að kanna það mál betur. Ég ætla síðan að fara og kaupa 3 miða á Sigur Rós í dag.
    
þriðjudagur, nóvember 26, 2002
|
Skrifa ummæli
Talandi um Audioslave - þá var ég að hlusta á hann fyrir nokkru og heyrði hvað lagið cochise með þeim er keimlíkt Jacuzzi suzy með BrainPolice. Svo var ég að lesa dóma um Branipolice í Undirtónum í gær og viti menn - hann líkti þeim við Audioslave (á köflum auðvitað).
Annars óska ég Jóhanni til hamingju með próflok - í bili þ.e.
    
|
Skrifa ummæli
Er illa sofinn þessa dagana, vaknaði upp klukkan 4 í nótt (fór að sofa 1) og gat eiginlega ekki sofnað. Draumfarir mínar eru ekki alveg venjulegar þessa dagana. Annars var meistari Róbert Wessman með fyrirlestur í hádeginu í dag þar sem hann talaði um kaup á næsta fyrirtæki (í Serbíu) og hvernig við ætlum að halda áfram að vaxa og vaxa og vaxa næstu árin.
Þetta lítur allt nokkuð vel út - en þegar maður horfir á svona vöxt þá finnst mér stundum ég vera að missa af einhverju þar sem ég er fastur í frekar mikilli rútínu vinnu. Er að spá í að tala við Hörð og spyrja hann hvernig hann sér mig í framtíðinni - áfram í þessu eða hvort hann sjái fram á þróun.
Annars lét ég klippa mig í dag :)

Er eitthvað gigg um næstu helgi hjá Jóhannówich þar sem haldið verður upp á próflok?
    
|
Skrifa ummæli

Próf og vonbrigði:

Prófið gekk alveg ágætlega í morgun, klikkaði samt á síðustu 15% sem voru um Prolog, en það er eitthvað sem ég er ekki alveg að skilja.
Síðan þegar ég var kominn heim, þá beið mín SMS frá Ánna þar sem hann bað mig að fara að kaupa miða á Nick Cave, og mætti ég í biðröðina 25 mínútum fyrir byrjun sölu, eða kl. 11:34. Klukkan 13:05 voru aðeins 5 manns á undan mér, þ.e. ég var eiginlega kominn að borðinu og þá var uppsellt. Ég fór því heim og náði í hátalara sem ég ætlaði að fara með í viðgerð í Japis í Brautarhollti og þá var þar slatta biðröð á tónleikana, og í einhverju æðisgengnu bjartsýniskasti þá skellti ég mér aftast í röðina (eða mér finnst svona rosalega gaman að vera í biðröð). Ég komst reyndar aftur inn í búðina og það var uppsellt þegar það voru c.a. 12-15 á undan mér.
Við getum nú annars huggað okkur við það að Nick Cave er gömul fyllibytta sem kann ekki að syngja .... og við fáum ábyggilega annað tækifæri að sjá Heru spila.
    
|
Skrifa ummæli
Góðan daginn, og allt. Þetta er allt of snemmt fyrir mig.

Fínar myndir af Halla og fjölskyldu.

Best að fá sér einhverja næringu, þetta gengur ekki lengur.
    
mánudagur, nóvember 25, 2002
|
Skrifa ummæli
Loksins loksins - Singapore Sling er mættur á svæðið. Fer í vinnunna á morgun og mun hlusta á gripinn - hlakka mikið til.

Annars heyrði ég í litla bró í kvöld og var hann bara hress og kátur, mamma Lindu var í heimsókn og verður þar þangað til á laugardag. Hann ætlar svo að kíkja til foreldra minna um 20 des.
Sakna að heyra í hjölla á blogginu
    
|
Skrifa ummæli
Halli, Linda og dóttir:
    
|
Skrifa ummæli
Þetta eru þær nýju íslensku plötur sem ég hef verið að hlusta á:

FlytjandiPlata Einkunn
Sigur Rós()9
BubbiSól að morgni8
XXX Rottweila Þú skuldar 7
SKE Love, Happiness ... 9,5
    
|
Skrifa ummæli
Diskar sem hafa verið að rúlla í gegnum tækið hjá mér:
Nýji diskurinn með Queens of the stone age - 7,5
White stripes - 6,5
Guitar Islancio II - 6
Motorlab #3 - 8,5 frábær diskur sem ég mæli eindregið með.
Smáskífan með Brainpolice - 7 - þeir eru búnir að nauðga henni á Radío X

Mikið er ég feginn að geta farið að hlusta á tónlist aftur eftir dapran tíma

ps. Einhver sem getur reddað sveittum rokkurum í Singapore Sling diskinn.

Annars ætlaði ég aldrei að koma mér á fætur í morgun - var eitthvað blár, slæmar draumfarir í nótt og í morgun. Annars er ég ánægður með frammtistöðu Tottenham, þeir stóðu sig vel í gær á móti slöku Leeds liði.
    
|
Skrifa ummæli
Nýji XXX Rottweila er að gera ágætis hluti ... svona a.m.k. við fyrstu hlustun.
Ég var ekki nægilega duglegur um helgina í lærdómnum, líklegast eitthvað sem er að dreifa hjá mér huganum, en ég er nú samt nokkuð bjartsýnn fyrir prófið á morgun. Hugsa að ég hætti fyrr í vinnunni í dag og taki þetta helvítis próf á endasprettinum.
Hvernig gekk Pálma annars að finna videospólurnar um helgina og er Ánni búin að finna hljóðsnældurnar?
    
sunnudagur, nóvember 24, 2002
|
Skrifa ummæli
Þetta var klassapartý í gær, enn er vandamál með þessa blessuðu nágranna mína, 2 mínutur eftir miðnætti þá koma þeir kvartandi og kveinandi. Við hækkuðum bara tónlistina og byrjuðum að dansa.
Þjónarnir stóðu sig með sæmd og þurftu meira að segja að kenna stelpunum hvernig á að taka snúning. Allar rúlluðu þær út blindfullar og í góðu skapi.
Leikirnir í gær voru hálfdaprir og eina sem getur bjargað helginni er að tottenham vinni í dag og eru það góðar líkur þar sem þeir eru yfir 2-0.
Er búinn að panta miða til DK - fer 23 des og kem aftur 30 des. Er mættur til íslands um miðjan dag og því komum við beint í matinn til Pálma (næstum því).
Ég er búinn að vera mikið efins hvort ég ætti að fara en foreldrar mínir pressuðu mikið á mig og svo var það auðvitað litla frænka sem togar líka :)
Ég var að velta fyrir mér hvort við hefðum ekki eitthvað strákapartý á laugardeginum 21 des með Guðjóni og svo förum við auðvitað út 22 des. Ég held að við ættum ekkert aðv era að spá í að breyta dagsetningunni á jólahlaðborðinu - höfum þetta bara respectable matarboð - við getum jammað á laugardeginum í staðinn.
    
|
Skrifa ummæli
Jamm, gærdagurinn var góður fótboltalega séð, en ekki alveg nógu góður lærdómslega séð, sem verður bætt úr í dag.
Þetta virðist hafa verið roknar stelpupartí hjá Ánna og Hjölla í gær, stelpurnar allar blindfullar og nágranninn nýbúinn að hóta að lemja alla í partíinu þegar ég kom að skutla strákunum í bæinn. Það er merki um gott partí!
    
laugardagur, nóvember 23, 2002
|
Skrifa ummæli
Jæjja, þá er maður búinn að skanna inn dulítið af myndum og var ég alveg hissa á hvað slæts myndir koma vel út í skönnun miðað við að ég skala myndirnar upp um 500% en samt eru þær litlar. Hér eru nokkrar myndir til viðbótar úr Hringferðinni góðu í sumar, en ekkert hefur verið gert neitt með þetta neitt meira, þ.e. enginn texti eða neitt svoleiðis maður verður bara að bulla eitthvað sjálfur á meðan maður skoðar myndirnar.
Hér eru svo líka nokkrar myndir sem ég tók við Kleyfarvatn í sumar þegar vatnshæðin var minnst og hverirnir komu vel í ljós
(ég var að þessu klukkan 6 á sunnudagsmorgni)
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Hmmmm .... eitthvað segir mér á síðustu færslu að Hjölli hafi verið á bjórfundi í gær og fengið sér nokkra bjóra, sem er gott.

Annars er ég að fara að læra undir prófið núna þangað til United leikurinn byrjar (kl. 12), sem ég spái að fari 1-0 fyrir mínum mönnum. Síðan ætla ég að senda söngkonunni í Stereolab tölvupóst í dag og benda henni á myndaseríuna frá tónleikunum sem við settum inn í gær.
    
föstudagur, nóvember 22, 2002
|
Skrifa ummæli
Það eina seim er eitthvað er bara aðþ að allt er helívítí og hananú.
og þtseeesssi liti er bara bull og hafiþi það!!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Ég var að pæla, en það kom ekkert út úr því.
Veðrið er gott, en hverjum er ekki sama um það.
Hvað ætli sé í matinn?
Ætli það sé ekki bara eitthvað gamalt og skemmt, en mér er alveg sama, ég ét hvort eð er bara það sem úti frýs, en þar sem að það er ekki frost þá verður sennilegast ekkert í matinn í kvöld.
Eða eins og skáldið sagði
Take a mad day and write a letter
en það er einmitt það sem ég er að gera
    
|
Skrifa ummæli
Er að fara að halda kynningu fyrir Sigga og Jónas og nemana hans Sigga. Er tilbúinn með slide show fyrir þá - mjög professional. Annars er ég og hjölli að fara að útbúa partý partý á morgun (útbúið á morgun). Hjölli veit auðvitað lítið um þetta - en ég verð með um 20 kokkteila í boði og er búinn að undirbúa þetta mjög vel. Er með kokkteilseðil sem er plastaður inn, 80s disk fyrir kellingarnar, og auðvitað Marving Gaye ofl disk fyrir þær líka. Þær verða slompaðar og á endanum fer Hjölli í svaka stuð með dömunum.
7-8 stelpur mæta, þetta verður eins og í hænsnahúsi :)
    
|
Skrifa ummæli
Hérna er listi yfir fólk:
  • Finnur Vilhjálmsson
  • Björgvin Halldórsson
  • Friðrik Weisshappel
  • Guðjón Guðmundsson
  • Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Selma Björnsdóttir
  • Stefán Hilmarsson
  • Stefán Hrafn Hagalín
  • Valtýr Björn Valtýrsson
  • Þorgeir Ástvalsson
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá fer uppsetningunni á vélinni minni að ljúka, þ.e. á bara eftir að setja Delphi og SQL-server upp. Náði mér í nokkuð flott tónlistarforrit í staðin fyrir WinAmp sem heitir QCD.
Annars verður helgin undirlögð lærdómi þar sem ég er að fara í próf á þriðjudaginn og ég veit ekkert um Stackelberg leiðtoga.
    
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
|
Skrifa ummæli
Er laus við alla suma í andlitinu (sem voru 11), anars er bara almenn þreyta í gangi. Ekkert að virka. Flyt bara leiðindin yfir á morgundaginn og geri ekki meir í dag. Annars þá kom Spaugstofan í dag að taka upp eitthvað hér í skjálftadótaríinu í hádeginu og var að gera grín að einhverju skjálftadótaríi, en ég missti að sjálfsögðu af því, því ég var upptekinn við að gera eitthvað sem að virkaði ekki neitt. Þetta er bara í stíl við undanfarna daga og sennilega bara best að gera sem minnst núna, væri vís til með að rústa einhverju endanlega.
    
|
Skrifa ummæli
Eistland - Ísland.
Ég skil ekki alveg afhverju KSÍ er að senda landsliðið í vináttuleik til Eistlands á þessum tíma árs. Ef maður tekur inn kostnað sambandsins við þennan leik, og það hvað landsliðið hafði upp á að spila snjóspark við vonlausar aðstæður (mátti búast við því að aðstæður yrðu svona), þá held ég að þetta sé bara algjör vitleysa!
    
|
Skrifa ummæli
Þegar ég kom í vinnuna í morgun þá kom einhver kona með mér í lyftuna, og ég ýtti á 5 hæð og spurði hana hvort hún væri líka að fara á þá hæð, en hún svaraði ekki horfði bara á andlitið á mér og spurði hvort ég hefði verið að detta. Hún fattaði ekki fyrr en ég var að labba út að hún ætlaði á 3ju hæð. Andlitið er nú samt að batna, og ég verð orðin nokkuð góður í næstu viku, vona ég.
Annars var ég andvaka í nótt og líka síðustu nótt ... veit ekki alveg hvað veldur því, því að ég hef ekki miklar áhyggjur af neinu þessa dagana, held ég (kannski er eitthvað sem kraumar undir yfirborðinu sem er að plaga mig, maður veit aldrei).
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er þessi helv... dagur byrjaður á enn einni vitleysunni hér hjá okkur. Ekkert betra en að byrja klukkan 9 að hlusta á eitthvað röfl og rjúka burtu af fundi áður en hann klárast. Þetta er nú meiri vitleysan.
Annars er búið að ákveða stelpupartý heima hjá mér um helgina og ætla ég að sjá til þess að þetta verði ógleymanlegt fyrir stúlkurnar. Er að redda tónlist fyrir þær ásamt kokkteila seðli sem verður plastaður og þá er hægt að panta hjá þjónunum. Þetta verður ansi magnað vonandi.
Hjölli hefur verið ráðinn fyrir ókeypis brennivín og held ég að hann sé sáttur við það.

ps. hvað er þetta með Jóa að skrifa einhverja bloggara um miðjar nætur?
    
miðvikudagur, nóvember 20, 2002
|
Skrifa ummæli
Jæja Hjörleifur, ertu búinn að tala við Frey og/eða Geirfuglana til að redda svæsnu partíi um áramótin, líkt og þau síðustu?
    
|
Skrifa ummæli
Já það lifir lengi smá glóð í okkur - back to the roots - tölvunördar vorum við, tölvunördar enduðum við sem.

Annars heldur "stríðið" mitt við samstarfsmann minn - hún skiptir um skoðun oftar en ég skipti um nærbuxur. Í gær sagði hún að við ættum að taka vopnahlé og í dag kom hún sagðist vilja taka til baka það sem hún sagði í gær - ég spurði: Hvað meinar þú? Viltu vera í stríði sem ég vissi ekki einu sinni um?
Þessi endaleysa er endalaus...
Annars stakk ég upp á við EE að hún myndi bjóða vinkonum sínum í cock-tail partý á laugardag þar sem ég og hjölli (þegar hann les þetta þá veit hann um þetta og á eftir að staðfesta) munum þjóna og blanda drykki osfrv. Það verður sem sagt kannski gæsapartý með þjónum á laugardag - en ekki er nú ennþá búið að staðfesta það.

Svo er ég að hugsa um að fara til DK frá 23-29 des.
    
|
Skrifa ummæli
Dagurinn í gær ætlaði aldrei að enda. Eftir að ég var kominn heim seint um síðar meir eða jafnvel seinna og búinn að fá mér kvöldsnarlið (brauð með eggjum og kókómalti) þá byrjaði böggið aftur. Fyrst var hringt úr vinnunni og svo var hringt dottlu síðar og svo aftur, sem endaði með því að ég þurfti að skreppa aftur í vinnuna og redda málunum og kom því ekki heim fyrr en klukkan var rétt að verða eitt um nóttina.
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er betra en að vakna um miðja nótt og blogga og einnig leita á netinu að vefverslun sem selur slim-fit, iron-free skyrtur?

Annars er skemmtilegur þessi nýji netáhugi okkar .... eftir að hafa legið í 10 ár í dvala á meðan internetið var að þroskast og ná stöðugleika, þá lágum við í dvala og sprettum núna fram sem fullmótaðir vefnördar og bloggarar! Við vorum að fara úr 3 í 8 í tölvunördaskalanum!
    
|
Skrifa ummæli
Kíkti á Jóa í gær þar sem mér var nú bent á að ég mætti nú ekki missa af því að sjá hvernig hann liti út ef hann væri kýldur. Jú viti menn ég hafði gert mér hugmyndir en samt kom hann mér á óvart. Skil vel að Sonja hafi verið gerð útlægð frá heimili hans í eina viku. Beauty comes with a price!!!! :)
Annars fór ég í fótbolta og hljóp svo mikið að ég held ég hafi minnkað um 2 cm (því miður ekki um mallann). Fór heim brattur og ætlaði að horfa á 2 myndir, sá myndina Gemsar sem var nú ekki eins góð og ég hélt, þetta var einskonar tilraun til að vera með Kids pakkann - virkaði ekki nógu vel fannst mér. Þetta var eiginlega of óraunhæft og frekar slappur leikur á köflum. En mér finnst samt gott mál að við séum að gefa út svona myndir - þ.a. við erum ekki bara í arty farty myndunum.
Fór svo upp í rúm og ætlaði að horfa á næstu mynd og slökkti eftir 10 mín þar sem augnlokin voru orðin mjög þung - svaf vært í nótt!!
    
|
Skrifa ummæli
Ég er búinn að skoða þessa frábæru heimasíður hringur.tk - þetta er mjög vel að verki staðið. Þó voru 2 myndir á austfjörðum sem ég gat ekki skoðað - allt annað var mjög flott. Umgjörðin góð.
    
|
Skrifa ummæli
Þegar ég var lítill skíthæll, þá bjó ég á Broadway í Hafnarfirði.
    
þriðjudagur, nóvember 19, 2002
|
Skrifa ummæli
Jæjja þá er best að allir fari og skoði http://hringur.tk sem er ein af magnaðri heimasíðum á netinu
    
|
Skrifa ummæli
Apúfff, það er allt í rugli þessa dagana. Í morgunn þegar ég var á leiðinni í vinnuna þá komst ég að því að það var sprungið dekk, OK, best bara að skipta um dekk í þessari hellidembu.
Varadekkið komið undir, en viti menn það reynist svo vera nánast loftlaust, svo þá var bara eitt að gera og það var að mjaka bílnum niður á næstu bensínstöð (og vona að felgan og dekkið lifi það af).
Júbb, það tókst og svo þegar ég var búinn að dæla slatta af lofti í dekkið þá heyrði ég svona dulítið ssssssssssssssss hljóð út úr dekkinu, þá var bara eitt að gera við því en það var að bruna á næsta dekkjaverkstæði og láta gera við varadekkið og það tókst ágætlega, en hitt dekkið var ónýtt (og með myndarlega skrúfu út úr því, sem ég gruna að hafi verið valdurinn af því að dekkið sprakk, þó að það hafi aldrei verið rannsakað neitt frekar og mun líklegast aldrei verða gert). Loksins komst ég í vinnuna og allt á uppleið. Í hádeginu fór ég svo að kaupa miða á Nick Cave tónleikana. Þegar ég mætti á staðinn þá náði biðröðin næstum því að Hljómalind (frá Japis) og miðasalan rétt að fara að opna. Ég huggaði mig við það að það voru þó strax komnir nokkrir í röðina á eftir mér svo útlitið var ekki eins slæmt og það var í upphafi, en nógu slæmt þó. Eftir rúmlega klukkutíma bið í röð var ég kominn að Japis (þar sem miðasalan fór fram) og þá heyrðist kallað "BÚIÐ" og þar með var það búið og ekkert annað hægt en að ganga svektur og sár í burtu. Þegar ég gekk til baka sá ég að röðin var enn jafn löng og þegar ég kom í hana og því nokkuð ljóst að það voru fleiri en ég svektir í dag. En þetta er bara dæmigert fyrir mig þessa dagana, þ.e.a.s. er enn haltur eftir læknisaðgerð í síðustu viku, fékk 12 rétta í getraunum, en vinningurinn var aðeins 790kr og því kom í út með 650kr tap og svo dagurinn í dag, það er varla að maður þori fram úr rúminu á morgunn, nema að nú sé botninum náð og allt verði gott héðan af....einmitt alveg örugglega, eða þannig sko.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá eru loksins komnar inn myndir úr hringferðinni góðu og hvet ég alla til að skoða: Hringferð
    
|
Skrifa ummæli



Smá forsmekkur á Stereolab sem ætti að koma inn á vefsíðuna mína fljótlega. Hérna er ég og söngkonan í góðu flippi.

Verst að það sést ekki hvar ég er með hendurnar :-(
    
|
Skrifa ummæli
Bara að minna á eftirfarandi:

7. desember ætlum við strákarnir að gera eitthvað sniðugt og þessir ætluðu að redda ákveðnum málum:
  • Ánni ætlar að finna G.G. Gunn spólurnar góðu (þær eru víst tvær).
  • Oddur ætlar að koma þessum spólum yfir á tölvutækt form og jafnvel skrifa þá á disk.
  • Pálmi ætlar að finna þær videospólur af okkur strákunum sem móðir hans náði ekki til.
    
|
Skrifa ummæli
Mættur fyrstur í vinnuna aldrei þessu vant, og skúringakonan spurði mig að eftirfarandi: "Hvað kom eiginlega fyrir andlitið á þér, varstu laminn?"
    
|
Skrifa ummæli
Kom ekki heim fyrr en 20:30 úr vinnunni í gær vegna þess að öryggiskerfið var í hakki hjá okkur - þurfti að kalla út tæknimann frá Securitas og hélt ég að þeir myndu aldrei klára málið.
En þetta reddaðist og ég gekk frá Deltunni - lok lok og læs og allt í lás.
Áður en tæknimaðurinn fór lét hann mig kvitta fyrir útkallinu og sagði ég við hann þá að ég myndi nú ekki borga fyrir tveggja tíma vinnu að uppgötva hvar villan var - þetta átti að vera borðleggjandi og því hefði hann getað verið kominn klukkan 18 og klárað þetta þá. Hann sagðist skoða þetta. Svo í lokin spurði ég hann hvert ég ætti að senda reikninginn fyrir mínu útkalli þar sem ég væri líka dýr - hann glotti bara með Arsenal símann sinn og við vorum bara vinir og fengum okkur einn kaldann.

Annars er ég með mjög ferskan blæ af íslensku rokki - Búdrýgindi - á tvö lög með þeim sem ég get sent þeim sem vilja. Mæli eindregið með þessu, mjög skemmtilegt og ferskt rokk. Látið mig vita ef þið viljið fá þetta sent - þetta eru 2 og 3 mínutna lög þ.a. þetta eru ekki stórir fælar.
    
mánudagur, nóvember 18, 2002
|
Skrifa ummæli


Já, fögur er sveitin!
    
|
Skrifa ummæli
Mér finnst bara að allir eigi að fara eftir því sem löggunni finnst og geta bara verið heima hjá sér á jólunum, alveg sama hverrar trúar það er. Það eiga bara allir að taka tillit til þjóðkirkjunnar, en önnur trúarbrögð meiga bara éta það sem úti frýs (þ.e. ef það verður þá frost á jólunum á annað borð). Það eina sem hægt er að gera í þessu máli ef fólk vill detta í það á jólunum er bara að breyta kristilegu samkomuhúsunum í pöbba og hafa eitthvað meira á boðstólnum en messuvín og oblátur, t.d. messubjór, messulanda, messusamlokur með skinku og osti, og svo að sjálfsögðu páskalambið þegar það á við. Kirkjurnar gætu skipt um nafn. Orðið kirkja eitt og sér er bara fráhrindandi. En nóg um það.

Keypti mér 1x2 seðið í ítalska boltanum um helgina og náði inn 12 réttum og 7 röðum með 11 rétta og 21 röð með 10 rétta. Þetta var gaman þar til ég sá að vinningurinn voru heilar 790 kr. Ekkert var borgað út fyrir 11 og 10 rétta, svo ég kom út í 650 kr. tapi. Bömmer.
    
|
Skrifa ummæli
Lít út eins og afkvæmi fílamannsins og systur Johnny Depp, þ.e. ótrúlega ljótur með samt ótrúlegan sjarma undir yfirborðinu. :-)
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er þetta próf að baki og mér gekk bara alveg ljómandi illa.
<afsakanir>
Gat bara ekkert lært um helgina, var illt í andlitinu og með einhvern hausverk, sem stafaði líklegast útaf þessari andlitsmeðferð sem ég hefði aldrei átt að fara í. Bara það að þurfa að sleppa því að hitta S í heila viku er nóg til þess að ég hefði átt að sleppa þessu helvíti.
Ég var búinn að stefna að því að ná 7 í þessu prófi og ætlaði að taka endurtökupróf í þessu ef ég fengi minna, þannig að ég fór eiginlega með skrítnu hugarfari í þetta próf, þ.e. ég vildi frekar fá 4 en 5 til þess að ég færi örugglega í þetta endurtökupróf, og var reyndar að spá í því að sleppa því að mæta og redda bara vottorði. Væntigildi í prófinu er annars 4.
Ég held að í helvíti fari öll mannleg (eða djöfulleg) samskipti fram í gegnum diffrunar- og heildunarformúlur sveimerþá!
</afsakanir>
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er klukkan 8.00 og maður mættur í vinnu. Mjög sáttur við helgina í enska boltanum - liverpool leikurinn var sérstaklega skemmtilegur að horfa á :)
Það bregst þó ekki að eins og ég var orðinn leiður á helginni þá er alltaf erfitt að drattast á lappir á morgnana.
Sá einmitt í morgunsjónvarpinu að beta rokk var að gefa út umdeilda bók þar sem hún fær einhvern til að skrifa blogg bók sem heitir vaknaði upp í brussel. Ekki eru allir gagnrýnendur jafn sáttir við þessa snilld.
En amk útskýrði þetta fyrir mér hvað blogg gengur út á - svo á leiðinni í vinnunna heyrði ég að Sigurjón Kjartans var að monta sig af blogginu sínu, þetta er greinilega nýjasta hypið.
Er einhver einstaklingur sem fær royalties af orðinu :)
Jæja þetta var blogg morgunsins frá ÁHH
    
sunnudagur, nóvember 17, 2002
|
Skrifa ummæli
Hafið þið heyrt xxx auglýsinguna - helv. fyndin.
    
|
Skrifa ummæli
Skíta helvítis veður úti - það er þannig þessa helgina að maður bíður eftir að helginni lýkur. Þetta er búið að vera með leiðinlegri helgum í langan tíma.
Horfði á fótbolta með einu eyra og auga og notaði hitt eyrað fyrir veðrið og hitt augað fyrir tölvuna.
hvað þýðir annars að blogga?
ps. Þýðir þetta að við notum ekki gestabók Jóhanns til að skrá daglega viðburði.
    
|
Skrifa ummæli
Prófa að blogga að heiman
    
|
Skrifa ummæli
Þá er það byrjað og ekkert annað hægt að gera í þessu skítaveðri en bara að bloggast hér í blogginu. Svo er líka allt að fara til fjandans, nema ég ætla að skreppa í heimsókn til Sindra og athuga hvernig heilsan er eftir svaðalega matareitrun, sterklega grunaður veitingastaður er Grillhús Guðmundar. Hráir hamborgarar eru ekki holl fæða!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, stærðfræðin stendur og fellur með lærdómnum í dag .... verð að hala einkunnina upp úr svona 3 upp í 7 annars verð ég brjálaður við sjálfan mig og ég útiloka ekki barsmíðar og þetta verður jafnvel lögreglumál.
Annars ætla ég að horfa á United leikinn í dag, með öðru, og spái 0-1 í þeim leik.
    
laugardagur, nóvember 16, 2002
|
Skrifa ummæli
S: Trúir þú þá ekki á neitt?
J: Ég trúi bara á sjálfan mig.
S: Já, ég verð að viðurkenna að þú gerir það.
J: Já, maður verður að trúa á eitthvað.
S: Ég trúi bara á guð.
J: Ég líka!
    
|
Skrifa ummæli
Úff, þetta er ekki góður dagur .... ég er marinn og bólgin í andlitinu eftir andlitsmeðferðina í gær, og það er ekki sjón að sjá mig, eins og læknirinn orðaði svo skemmtilega, í dag. Ég er svona að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fara í prófið á mánudaginn eða redda vottorði. Er nánast ekkert búinn að læra fyrir þetta stærðfræðipróf og myndi helst bara vilja vera heima á meðan ég jafna mig í andlitinu.
    
föstudagur, nóvember 15, 2002
|
Skrifa ummæli
Jájá, ég er bara byrjaður að blogga!.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar