Já það lifir lengi smá glóð í okkur - back to the roots - tölvunördar vorum við, tölvunördar enduðum við sem.
 Annars heldur "stríðið" mitt við samstarfsmann minn - hún skiptir um skoðun oftar en ég skipti um nærbuxur.  Í gær sagði hún að við ættum að taka vopnahlé og í dag kom hún sagðist vilja taka til baka það sem hún sagði í gær - ég spurði:  Hvað meinar þú?  Viltu vera í stríði sem ég vissi ekki einu sinni um?
 Þessi endaleysa er endalaus...
 Annars stakk ég upp á við EE að hún myndi bjóða vinkonum sínum í cock-tail partý á laugardag þar sem ég og hjölli (þegar hann les þetta þá veit hann um þetta og á eftir að staðfesta) munum þjóna og blanda drykki osfrv.  Það verður sem sagt kannski gæsapartý með þjónum á laugardag - en ekki er nú ennþá búið að staðfesta það.
 Svo er ég að hugsa um að fara til DK frá 23-29 des.  
	 |