Jæja þá er klukkan 8.00 og maður mættur í vinnu. Mjög sáttur við helgina í enska boltanum - liverpool leikurinn var sérstaklega skemmtilegur að horfa á :)
Það bregst þó ekki að eins og ég var orðinn leiður á helginni þá er alltaf erfitt að drattast á lappir á morgnana.
Sá einmitt í morgunsjónvarpinu að beta rokk var að gefa út umdeilda bók þar sem hún fær einhvern til að skrifa blogg bók sem heitir vaknaði upp í brussel. Ekki eru allir gagnrýnendur jafn sáttir við þessa snilld.
En amk útskýrði þetta fyrir mér hvað blogg gengur út á - svo á leiðinni í vinnunna heyrði ég að Sigurjón Kjartans var að monta sig af blogginu sínu, þetta er greinilega nýjasta hypið.
Er einhver einstaklingur sem fær royalties af orðinu :)
Jæja þetta var blogg morgunsins frá ÁHH
|