mánudagur, nóvember 18, 2002
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er þetta próf að baki og mér gekk bara alveg ljómandi illa.
<afsakanir>
Gat bara ekkert lært um helgina, var illt í andlitinu og með einhvern hausverk, sem stafaði líklegast útaf þessari andlitsmeðferð sem ég hefði aldrei átt að fara í. Bara það að þurfa að sleppa því að hitta S í heila viku er nóg til þess að ég hefði átt að sleppa þessu helvíti.
Ég var búinn að stefna að því að ná 7 í þessu prófi og ætlaði að taka endurtökupróf í þessu ef ég fengi minna, þannig að ég fór eiginlega með skrítnu hugarfari í þetta próf, þ.e. ég vildi frekar fá 4 en 5 til þess að ég færi örugglega í þetta endurtökupróf, og var reyndar að spá í því að sleppa því að mæta og redda bara vottorði. Væntigildi í prófinu er annars 4.
Ég held að í helvíti fari öll mannleg (eða djöfulleg) samskipti fram í gegnum diffrunar- og heildunarformúlur sveimerþá!
</afsakanir>
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar