þriðjudagur, nóvember 26, 2002
|
Skrifa ummæli

Próf og vonbrigði:

Prófið gekk alveg ágætlega í morgun, klikkaði samt á síðustu 15% sem voru um Prolog, en það er eitthvað sem ég er ekki alveg að skilja.
Síðan þegar ég var kominn heim, þá beið mín SMS frá Ánna þar sem hann bað mig að fara að kaupa miða á Nick Cave, og mætti ég í biðröðina 25 mínútum fyrir byrjun sölu, eða kl. 11:34. Klukkan 13:05 voru aðeins 5 manns á undan mér, þ.e. ég var eiginlega kominn að borðinu og þá var uppsellt. Ég fór því heim og náði í hátalara sem ég ætlaði að fara með í viðgerð í Japis í Brautarhollti og þá var þar slatta biðröð á tónleikana, og í einhverju æðisgengnu bjartsýniskasti þá skellti ég mér aftast í röðina (eða mér finnst svona rosalega gaman að vera í biðröð). Ég komst reyndar aftur inn í búðina og það var uppsellt þegar það voru c.a. 12-15 á undan mér.
Við getum nú annars huggað okkur við það að Nick Cave er gömul fyllibytta sem kann ekki að syngja .... og við fáum ábyggilega annað tækifæri að sjá Heru spila.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar