fimmtudagur, nóvember 28, 2002
|
Skrifa ummæli
Er núna að hlusta á SKE á botni. Best að vera vel undirbúinn fyrir laugardagskvöldið. Verð ég nú bara að segja að Leck Meinen Stiefel Ab er alltaf betra og betra og betra eftir því sem ég heyri það oftar og líka Lola, það er alveg frábært og í reynd eru barasta öll lögin barasta helvíti góð. Það er óhætt að segja það að hljómsveitin hefur tekið miklum stakkaskiptum síðan ég sá hana fyrst, einhverntíman á einhverri skemmtun hjá líffræðinemum á síðari hluta seinustu aldar. Enda er þetta ekki sama hljómsveitin þó að limirnir í henni séu svona að stofninum til þeir sömu, þ.e. Skárri en ekkert. Nú er þessi sveit orðin skárri en barasta flestar sveitir. Frumleiki og fjölbreytnin í lagaútsetningum er með því allra skemmtilegasta sem ég hef heyrt í langan tíma. Hér dugar engin stjörnugjöf heldur verð ég barasta að gefa henni 3 vetrarbrautir í einkunn.

Eru ekki annars allir í stuði?
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar