Ég er sammála Jóa um að Cowboy er eitt af bestu lögum á disknum.  Annars sá ég að beta blogg var komin til Gnarrenburg og því hlýtur að styttast þar til við förum í sjónvarpið með okkar blogg - kannski þegar þetta verður gefið út :)
 Fór í pool í gær með EE og strákunum og var parakeppni sem fór 4-4 - langt síðan maður fór í pool, alveg kominn tími á það.  Ekki mikið markvert nema að eigandi kom að máli við EE og lét nokkur ástarorð falla - eða svo höldum við hann var svo drukkinn að hann stóð varla í lappirnar.
 Fór líka með EE á á Potterinn - varð fyrir smá vonbrigðum, flott special effect en þetta var mjög keimlíkt fyrri myndinni.  
	 |