Þegar ég kom í vinnuna í morgun þá kom einhver kona með mér í lyftuna, og ég ýtti á 5 hæð og spurði hana hvort hún væri líka að fara á þá hæð, en hún svaraði ekki horfði bara á andlitið á mér og spurði hvort ég hefði verið að detta. Hún fattaði ekki fyrr en ég var að labba út að hún ætlaði á 3ju hæð. Andlitið er nú samt að batna, og ég verð orðin nokkuð góður í næstu viku, vona ég.
Annars var ég andvaka í nótt og líka síðustu nótt ... veit ekki alveg hvað veldur því, því að ég hef ekki miklar áhyggjur af neinu þessa dagana, held ég (kannski er eitthvað sem kraumar undir yfirborðinu sem er að plaga mig, maður veit aldrei).
|