föstudagur, nóvember 29, 2002
|
Skrifa ummæli
Fór á tónleika með White Flag í gær - fín skemmtun. Borgaði 500 kr inn þar sem við komum ekki fyrr en um 11:30 - frír bjór með.
Tónlistinn var svona pönk rokk ala Ramones.
Söngvarinn spilaði á bassa, var með grænt hár sem nýlitið þar sem það lak niður grænn taumur á enni hans.
Rytmagítarleikarinn og hinn söngvarinn var spitting image af cheech og var mjög hnittinn
Aðalgítarleikar var enginn annar en Eric Erlandsson sem var gítarleikari Hole þegar sú grúppa starfaði - ég spjallaði við hann og var hann hinn hressasti. Tek það fram að hann var að ég held að data Drew Barrymore - lucky bastard!!¨

Nú þetta byrjaði með því að þessir 50 manns sátu og horfðu á nema the lone pönker sem var einn að slamma framma og var alltaf að reyna að draga vin sinn með sér í þá vitleysu. Strax á öðru lagi þá stoppar bassaleikarinn að spila og hinir halda áfram, tekur utan um gaurinn dregur hann aftast í herberginu og segir honum greinilega að þar eigi hann að vera kyrr. Nú gaurinn var greinilega niðurbrotinn og hékk meira og minna aftast - þar til hann fór niðurlútur með vini sínum þegar tónleikarnir voru nær hálfnaðir.
Já strákar - pönkið er svo sannarlega dáið...

Nú skemmtunin hélt áfram - Freyr tók einu sinni við gítar cheechs og spilaði á meðan cheech söng hástöfum og æpti og gretti sig osfrv. Nú það er ekki hægt að segja annað en að þeir rokkuðu nokkuð feitt og var þetta mjög gaman. Í lok tónleikana þá stigu á stokk freyr og vinur hans ásamt eric erlandsson og bassaleikara úr áhorfendaskara - jömmuðu þeir nokkur Velvet underground lög og kom cheech inn og söng Heroin (mjög falskt þó.).

Cheech krossaði líka Hjölla þegar hann gekk fram hjá honum og spjallaði ég briefly við hann - en hann var stuðkall með meiru.

Já svona getur þetta gerst - skyndiákvörðun varð að upplifun - ég talaði við gaur sem hefur datað drew og spilað með Cortney Love í hljómsveit (gellan sem drap Kurt Cobain :)

ps. Ég fór í körfubolta kl. 10 og hitti þar gaur sem ég spurði:
Getur verið að ég hafi séð þig spila á Grand Rokk á Airwaves með Sjón - hann sagði JÁ.

Hann sagði að þetta hafi verið á allra síðustu stundu og algerlega óæft. Já svona þróast sum kvöld - ef maður væri nú alltaf svona aktífur.

Annars hlakkar mann bara mikið til að fara að sjá SKE - einnig stakk ég upp á því að fara á Grandarann eftir Ske og sjá þar Mínus og Apes - en við sjáum hvað setur...




    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar