Er illa sofinn þessa dagana, vaknaði upp klukkan 4 í nótt (fór að sofa 1) og gat eiginlega ekki sofnað. Draumfarir mínar eru ekki alveg venjulegar þessa dagana. Annars var meistari Róbert Wessman með fyrirlestur í hádeginu í dag þar sem hann talaði um kaup á næsta fyrirtæki (í Serbíu) og hvernig við ætlum að halda áfram að vaxa og vaxa og vaxa næstu árin.
Þetta lítur allt nokkuð vel út - en þegar maður horfir á svona vöxt þá finnst mér stundum ég vera að missa af einhverju þar sem ég er fastur í frekar mikilli rútínu vinnu. Er að spá í að tala við Hörð og spyrja hann hvernig hann sér mig í framtíðinni - áfram í þessu eða hvort hann sjái fram á þróun.
Annars lét ég klippa mig í dag :)
Er eitthvað gigg um næstu helgi hjá Jóhannówich þar sem haldið verður upp á próflok?
|