Kom ekki heim fyrr en 20:30 úr vinnunni í gær vegna þess að öryggiskerfið var í hakki hjá okkur - þurfti að kalla út tæknimann frá Securitas og hélt ég að þeir myndu aldrei klára málið.
En þetta reddaðist og ég gekk frá Deltunni - lok lok og læs og allt í lás.
Áður en tæknimaðurinn fór lét hann mig kvitta fyrir útkallinu og sagði ég við hann þá að ég myndi nú ekki borga fyrir tveggja tíma vinnu að uppgötva hvar villan var - þetta átti að vera borðleggjandi og því hefði hann getað verið kominn klukkan 18 og klárað þetta þá. Hann sagðist skoða þetta. Svo í lokin spurði ég hann hvert ég ætti að senda reikninginn fyrir mínu útkalli þar sem ég væri líka dýr - hann glotti bara með Arsenal símann sinn og við vorum bara vinir og fengum okkur einn kaldann.
Annars er ég með mjög ferskan blæ af íslensku rokki - Búdrýgindi - á tvö lög með þeim sem ég get sent þeim sem vilja. Mæli eindregið með þessu, mjög skemmtilegt og ferskt rokk. Látið mig vita ef þið viljið fá þetta sent - þetta eru 2 og 3 mínutna lög þ.a. þetta eru ekki stórir fælar.
|