sunnudagur, nóvember 24, 2002
|
Skrifa ummæli
Þetta var klassapartý í gær, enn er vandamál með þessa blessuðu nágranna mína, 2 mínutur eftir miðnætti þá koma þeir kvartandi og kveinandi. Við hækkuðum bara tónlistina og byrjuðum að dansa.
Þjónarnir stóðu sig með sæmd og þurftu meira að segja að kenna stelpunum hvernig á að taka snúning. Allar rúlluðu þær út blindfullar og í góðu skapi.
Leikirnir í gær voru hálfdaprir og eina sem getur bjargað helginni er að tottenham vinni í dag og eru það góðar líkur þar sem þeir eru yfir 2-0.
Er búinn að panta miða til DK - fer 23 des og kem aftur 30 des. Er mættur til íslands um miðjan dag og því komum við beint í matinn til Pálma (næstum því).
Ég er búinn að vera mikið efins hvort ég ætti að fara en foreldrar mínir pressuðu mikið á mig og svo var það auðvitað litla frænka sem togar líka :)
Ég var að velta fyrir mér hvort við hefðum ekki eitthvað strákapartý á laugardeginum 21 des með Guðjóni og svo förum við auðvitað út 22 des. Ég held að við ættum ekkert aðv era að spá í að breyta dagsetningunni á jólahlaðborðinu - höfum þetta bara respectable matarboð - við getum jammað á laugardeginum í staðinn.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar