fimmtudagur, nóvember 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Pönk
Í gær horfði ég mjög góðan þátt um pönkið og sögu þess í breiðu samhengi (ekki bara England þar sem pönk er jú upprunið frá USA). Ég þakka Jóa að benda mér á þennann þátt þar sem ég hefði nú sennilega misst af honum.

En þarna voru margir góðkunningjar, allt frá Sonic Youth í Suicide. Ég held að þessi þáttur verður endursýndur og þeir sem misstu af honum ættu að skoða hann ef áhugi á tónlist er einhver.
Ég komst amk að því hvað ég var að gera á unglingsárum mínum þar sem ég þekkti flest nöfn og átti tónlist með flestum þarna, mismikið þó. Þarna var mikið rætt um frægan klúbb í NY sem hét CBGBs en þar er pönk nánast upprunið, ég held að þessi klúbbur sé enn til í NY en ekki í sömu mynd þar sem hann var lagður niður 1979 í sinni mynd að mig minnir.

Einnig nefni ég að það var mjög merkilegt að pönk (í sinni breiðu mynd, pönkrokk) var ekkert uppi á yfirborðinu frá 1980-1992 en þá gerðist sprengingin sem var búin að malla í 10 ár og eins og flestir vita þá kom platan Smells Like Teen Spirit út. Restina þekkja allir.

1980-1992 var lítið um pönk í gangi nema underground, mér fannst fyndið að sjá stuttan bút um það vegna þess að Guðjón Karl gaf mér einhvern tímann bók um Hardcore Punk, en það eru reiðir ungir menn sem náðu í raun aldrei frægð.

Í dag er punk eitthvað sem allir þekkja, í dag er talað um hljómsveitir eins og Green Day, Rancid, Sum 81 ofl - við gömlu kallarnir köllum þetta nú bara popp!!!!
    
Hvaða gömlu kalla ertu eiginlega að tala um. Ég kannast ekki við neina gamla kalla.
11:28   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar