18 Nóv - Tippfundur
Jæja nú er komið að því, fyrsti föstudags tippfundur vetrarins. Þegar hefur PP bókað sig á þessa dagsetningu og verður fagnað í tilefni af því. Á föstudeginum munum við stefna á að hittast um 18.00 - um það bil. Það verður tippað, það verður etið og það verður drukkinn bjór og jafnvel einn G&T fyrir mat og einn koníak eftir mat. Eftir þetta þurfa menn að vera með lausan tíma til miðnættis en við stefnum á að gera eitthvað eftir mat og tipp. Spurning hvort það verður bíó, pool eða eitthvað allt allt annað. En nú þurfa menn að krota í kalenderinn og muna þessa dagsetningu.
|