Heim ofl
Þegar ég og EE vorum á leiðinni heim frá DK stóðum við í röð og biðum eftir að komast í vélina, þá kom gaur og spurði alla í röðinni hvort einhver væri með gullfarkort, ég fattaði nú ekki alveg strax hvers konar kort hann var að tala um en svo áttaði ég mig á því og sagði að ég hefði það. Nú hann sagði þá að ég yrði upgradaður í business class. Ég sló svo sem ekki á móti því þar við vorum vel klyfjuð og gott að vera þar. Nú í staðinn fyrir kjúllann og pasta í matinn fengum við matseðil og fékk ég mér lambasteik í matinn - þó gat ég ekki nýtt mér fría vínið þar sem ég var á leiðinni að ná í bílinn, en EE fékk sér hvítvínsglas með matnum. Við hlið mér sat Össur nokkur Skarphéðinsson og sötraði sitt vín og las heimsfréttirnar, heyrði að hann væri að koma að einhverju þingmannasameinuðuþjóðabúnxi. Svo sat ég og las öll íslensku blöðin, fréttablaðið, DV og Moggann. Þar las ég um hvernig íslenskt kvenfólk kom, sá og sigraði á Edduverðlaununum og las ég líka að konurnar hefðu verið eins og flugur á mykju utan á Tarantino á Café Oliver. Hann átti víst að hafa náð að sænga með einni þeirra skilst mér. Ekki það að karlmenn hefðu gert það sama við fræga konu svosem, nema að konurnar eru yfirleitt huggulegri en steikti Tarantino. Tvennt sem vekur áhuga minn þessa dagana, það er bók Jóns Ólafssonar og svo hvað verður af Gísla "babyface" Marteinssyni.
|