þriðjudagur, nóvember 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Danmerkurferð
Þá er maður komin heim eftir svaðilför til Danmerkur. Árni og Elín sóttu mig á Kastrup á fimmtudagskvöldið og var haldið beint til foreldra Árna þar sem smá forveisla var í gangi. Drukkum við þar bjór og borðuðum þar ýmsa smárétti og Halli sýndi okkur bíó úr tölvunni sinni, en hann er að búa til tölvugerða bíómynd. Svo var haldið upp á hótel og horfðum við Árni á Simpsons (2 þætti) og fengum okkur smá Cuba Caramel með því og svo var bara farið að sofa.
Á föstudagsmorguninn hringdi Pálmi í mig (og vakti mig) og sagði mér að þau væru ekkert á leiðinni strax til Danmerkur því eftir að þau voru sest í flugvélina sagði flugstjórinn að þau væru ekkert á leiðinni neitt í þessari vél og þau voru gjörosvovel að bíða eftira annari vél, sem kom svo mörgum bjórum síðar.

Föstudagurinn leið svo bara óskup ljúflega og var rölt um bæinn og drukkinn bjór og var svo haldið á ástralska veitingastaðinn og gomsað í sig krókódílum og kengúrum. Eftir matinn var svo haldið á einhvern stað þar sem við tróðum okkur við eitt lítið borð (við vorum 15 saman), en hluti hópsins hélt svo áfram á Sams Bar þar sem sumir tóku lagið í karókí við gríðarlegar vinsældir heimamanna og er ég alveg viss um að flestir þarna inni hafi haldið að við værum hópur af frægu fólki sem hafi ákveðið að taka lagið þarna inni (ég söng ekki neitt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir manna til að fá mig á svið).

Kl. 10:55 á laugardagsmorguninn hringdi Árni í mig (og vakti mig). Hann var á röltinu með fartölvuna á strikinu og var á leiðinni á tippfund (sem hefjast átti kl. 11 á kaffihúsi á strikinu). Hann og Pálmi hittust svo þarna við McDonalds staðinn í Köben. Þar komust þeir að því að Danir eru ákaflega illa nettengdir og þurfti að borga fyrir að tengjast netinu á Makkaranum (og á hinu kaffihúsinu líka). Þeir héldu því súrir í bragði upp á hótel og hittu mig og Jóa þar. Þar borguðum við fyrir að fara á internetið og prentuðum út getraunaseðilinn. En þar sem ekki var búið að setja inn "flash" á tölvuna, eða eitthvað svoleiðis, þá var ekki hægt að notast við tölvurnar á hótelinu og fórum við því upp í herbergið hans Árna og reyndum að tengjast internetinu þar, en það var bara enn dýrara að tengjast því þar og því enduðum við bara á því að setja saman 2 seðla með kerfinu 0-10-128 og hringdum svo í Guðberg (Jóabróðir) og keypti hann svo seðlana fyrir okkur (sem við unnum svo ekki neitt á).
Eftir þetta fórum við út til að fá okkur að borða. Eftir stutt rölt á Nyhavn fórum við á strikið og fengum okkur alveg ágætis samlokur á samlokubar, nema Jói fékk sér bara kaffi, en hann var með einhvern flensuskít.

Dagurinn leið svo bara nokkuð rólega, en hópurinn dreifðist nokkuð og röltu ég og Pálmi bara um bæinn og fengum okkur einn bjór á meðan Erla var að versla í H&M, en það tók hana aðeins rétt um 4-5 klukkutíma. Ég keypti mér náttslopp, en ég hef aldrei átt náttslopp. Ég hitti svo Sonju í búðinni og fór með henni upp á hótel (með viðkomu í heilsubúð og McDonalds). Þar lagði ég mig smávegis og gerði mig svo tilbúinn fyrir afmælisveisluna hans Halla, sem haldin var á veitingastaðnum Cafe Li Vida.
Amælisveislan heppnaðist alveg príðilega og held ég að allir hafi bara skemmt sér mjög vel. Halli fékk fult af gjöfum og allt. Ég smakkaði nokkrar nýjar bjórtegundir, en staðurinn var með alveg ágætis úrval af belgískum bjór. Að afmæli loknu var haldið í bæinn og fórum við fyrst á staðinn The Rock, sem eins og nafnið gefur til kynna var mikill rokkstaður. Staðurinn var vægast sagt mjög stór og áhugavert að koma þangað inn, en við stöldruðum nú ekki lengi við og röltum eitthvað út og reyndum að finna einhvern annan stað þar sem við gætum sest niður og stötrað bjór og spjallað saman án þess að þurfa að kalla mikið. Við enduðum svo inn á einhverjum Djassstað þar sem einhverjir gaurar voru að spila einhverja djasstónlist. Við stöldruðum svosem ekki lengi þarna inni því staðurinn var alveg að loka, en við ákváðum bara að þetta væri að verða orðið ágætt og héldum því bara upp á hótel.

Sunnudagsmorguninn byrjaði allt of snemma, en fyrst var bankað á hurðina og kona sagði eitthvað sem ég skildi ekki og svaraði ég með "hmgmgmghhjj" og fór þá konan. Stuttu síðar var bankað aftur og þá var það einhver strákur og svaraði ég fyrst með sama hætti og áður, en hann gaf sig ekki og opnaði ég því næst hurðina og þá rétti hann mér tannkremstúbu sem ég hafði lánað Jóa og Sonju, en þau fóru fyrr um morguninn heim. Svo svaf ég ekkert neitt svakalega vel eftir þetta og um 11 leitið ákvað ég bara að vakna og horfði á sjónvarpið til klukkan hálf tvö, en fór þá í sturtu og gerði mig tilbúinn til að fara út. Ég, Árni og Elín röltum svo í bæinn og hittum Pálma og Erlu og vorum við á almennu bæjarrölti það sem eftir var dagsins og var m.a. rölt í DVD City, þar sem ég keypti mér 3 DVD myndir. Ég, Árni, Elín, Halli og Kolbrún fórum svo í Imperial bíóið og sáum særingarmyndina um Emely Rose, sem var svosem alveg ágætis mynd og ekki alveg jafn hræðileg eins og ég bjóst við að hún væri. Við enduðum svo kvöldið á því að fara á Jenses Böfhus og fékk ég mér þar 3 rétta máltíð (rækjur í forrét, 300 gr. steik í aðalrétt og súkkulaðibúðing með rjóma í eftirrétt og kaffi). Svo fórum við upp á hótel og pakkaði ég niður í töskuna mína og gerði allt tilbúið til brottfarar. Ég gat samt ekkert sofnað og glápti ég á sjónvarpið til kl. 3.

Kl. 7:30 hringdi svo Kolbrún í mig (en ég var búinn að panta vakningu þá) og skellti ég mér í sturtu og brunaði niður og svo kom leigubíll og skutlaði mér á brautarstöðina og var ég kominn út á flugvöll kl. 8:50. Tékkaði mig inn og tók svo smá rölt um flugstöðina. Keypti mér Su Doku bók, samloku og djús í 7/11 (og er ég enn að glíma við fyrstu þrautina í bókinni, en þetta eru doldið erfiðari þrautir en í fréttablaðinu, 16x16 að stærð). Þar sem ég var greinilega svo heppinn að vera með þeim fyrstu sem tékkuðu sig inn þá fékk ég líka frábært sæti í vélinni, en það er við innganginn og því var ég með mjög mikið pláss fyrir lappirnar og gott næði allt flugið.

Svo tók ég bara rútuna heim, sem er reyndar ekki svo slæmt og kostaði það 1150 kr.

Jæja læt þetta gott heita, held að þetta hafi verið svona heldstu atriðin í ferðinni.
    
Meistarinn skundar aftur fram á blöggsviðið af sinni alkunnu snilld og standa fáir eða öngvir honum snúning í þessari list!
21:52   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar