Myndablogg
White Stripes tónleikarnir voru mikil vonbrigði, veit ekki hvort ég er bara ekki hrifnari en þetta af hljómsveitinni eða hvort þeir hafi bara átt lélegt kvöld. Hljómgæðin voru ekki nægilega góð og manni fannst þetta bara vera háfaði meiri hluta tónleikana og alltof einhæft að mínu mati. Það segir sitt að rokkhundurinn Árni fór heim þegar 40 mínútur voru eftir af tónleikunum. 2-3 lög voru nokkuð góð eins og frægasta lagið þeirra sem þau tóku í lokin en annað var í besta falli miðlungsflúbb.
|
Já, þetta var svosem ekkert spes. Miklar truflanir á sviðinu skemmdu greinilega fyrir og þau virkuðu eins og þau hefðu ekki neitt plan um hvað þau ætluðu að spila næst, enda erfitt þegar græjurnar voru að bila og rótararnir voru að skipta um magnara og snúrur stóran hluta tónleikana. Þetta hefði ábyggilega verið betra ef græjurnar hefðu virkað.
09:09 Hjörleifur
|
|