Annað
Nú hefur borið á bloggletið undanfarið frá öllum, þó mismikil. Mikið af blogginu hefur snúist í tippumræður sem eru mjög þarfar en auðvitað má annað ekki deyja út svo lesendur okkar deyji ekki af leiðindum. Nú stutt af mér en ég er í DK núna og verð áfram í rúma vika í viðbót. Er að vinna norðarlega á Sjálandi og keyri í 50 mín á hverjum morgni til að komast þangað, þó ekki nema 30 mín tilbaka. Hér er ég að upplifa hvernig er að vera hinummegin við borðið þ.e. hvernig kaupandi vill hafa hlutina, hvaða vandamál koma upp osfrv. Mjög fróðlegt dæmi. Nú eftir að ég kom hef ég svo sem ekki gert mikið meira en að vinna, ég stefni á frí á miðvikudag og verður ansi gott að komast í smá frí þá. Stefnan er að fara í afmælið hjá bróðir á laugardag en á föstudag verður farið á Reef n Beef og fengið sér krókódíl og kengúru, en viss aðili spurði hvort hægt væri að fá kóalabjörn og ég vildi nú meina að svo væri ekki. En aðrir ætla að fá sér emú þ.a. ýmislegt verður prófað. Um kvöldið verður svo vonandi farið á lífið, en við verðum að spara okkur líka fyrir laugardaginn. Tek fram að hér er um 10-15 stig og þurrt - ekki slæmt það.
|